Morgunblaðið - 06.09.1963, Blaðsíða 23
FÖstudagur 6. sept. 1963
MORGUNBLAÐIÐ
23
Stéttarsambandsfundurinn krefst
hærri verðgrundvaltar en fulltrú-
ar bænda hafa lagt fram í nefnd
Gert var ráð fyrir að fundur
stæði fram á nott
AÐALFUNDUR Stéttarsam- sauðfjárframleiðslu.“
bandsins stóð enn er blaðið
£ór í prentun og voru stór
mál þá óafgreidd, svo sem til-
lögur til breytinga á fram-
leiðsluráðslögunum.
Þýðingarmikið mál hafði
þó verið afgreitt þar sem eru
tillögur um verðlagsmál. í
þeim er krafizt verulegrar
hækkunar frá þeim tillögum
til verðlagsgrundvallar, sem
fulltrúar bænda í 6-manna-
nefnd hafa lagt fram, sem
þýddu 36,2% hækkun á verð-
lagi og 13—15% launahækkun
til bænda. í þeim var gert ráð
fyrir að kaup bóndans næmi
122 þús. kr. en í tillögum fund
arins var krafizt 150 þús. kr.
lágmarkslauna.
Fundur Stéttarsambandsins
hófst kl. 4 í gærdag með því að
lagðar voru fram tillögur reikn-
inganefndar um samþykkt reikn-
inga og fjárhagsáætlunar. Var
svo gert.
Samþykktar voru tillögur frá
allsherjarnefnd um bætta vara-
hlutaþjónustu, að bændur beri
ekki skaða af sauðleysi vegna
fjárskipta og að hamlað verði
gegn því að fjársterkir menn
kaupi hlunnindajarðir.
Þá var samþykkt tillaga stjórn
arinnar, sem birt var hér í blað-
inu í gær utan það að fellt var
úr tillögunni þar sem stendur:
„Með þessum athugunum skal
leitt í ljós, hvort landbúnaðar-
framleiðsla hérlendis skuli mið-
ast við þarfir þjóðarinnar eða
vera jafnframt til útflutnings."
í>á kom fram tillaga um niður-
fellingu búnaðarmálasjóðsgjalds
þess er rennur í stofnlánadeild
landbúnaðarins. Ennfremur til-
laga um að tekið sé tillit til þessa
gjalds í verðlagsgrundvellinum
og dagskrártillaga frá Hermóði
Guðmundssyni um að þar sem
búnaðarsamtök væru að hefja
mál út af því hvort gjald þetta
mætti leggja á samkvæmt stjórn-
arskrá, væri ekki ástæða til að
taka nú afstöðu til málsins.
Dagskrártillagan var felld með
20 atkv. gegn 16, tillagan um að
taka gjaldið inn í verðgrundvöll-
inn var felld með 12 atkv. gegn
5 en tUlagan um niðurfellingú
gjaldsins samþykkt með 31 atkv.
gegn 9 en 6 sátu hjá og 1 var
fjarverandi. Viðhaft var nafna-
kall.
I>á voru lagðar fram tillögur
verðlagsnefndar og höfðu þær
hlotið afgreiðslu kl. rúmlega 11
í gærkvöldi.
Þær eru svohljóðandi:
„Aðalfundur Stéttarsambands
bænda 1963 telur að þróunin í
landbúnaðinum undanfarin ár
sýni að afkoma sauðfjárframleið
enda hafi verið mun lakari en
mjólkurframleiðenda. Stækkun
búanna er miklu meiri þar sem
mjólkurframleiðsla er stúnduð,
en grisjun byggðanna er hins
vegar miklu meiri, þar sem sauð
fjárrækt er stunduð.
Af þessum sökum legg-
ur fundurinn áherzlu á, að
við verðlagningu á þessu
hausti komi leiðrétting á
blutföllum verðs milli mjólkur-
vara og sauðfjárframleiðslu og
leggur tii að 20% af hugsanlegri
bækkun mjólkurverðs færist á
„Aðalfundur Stóttarsamibands
bænda 1963 vekur atnygli á því
að í sumum landshlutum vanti
mikíð á að sú fratnþróun sé í
landbúnaðinum, sem nauðsynleg
er til að bændur hafi viðunandi
lífsafkomu og að tryggð verði
nægjanleg búvöruframleiðsla í
næstu framtíð fyrir þéttbýli þess
ara héraða. Þebta á við um Vest-
firði, Austur- og Norðausturland
og víðar.
Fundurinn telur að jafnframt
hækkuðu verðlagi tii bænda og
bættum launakjörum þeirra,
þurfi ríkisvaldið að gera sérstak-
ar ráðstafanir til að bæta aðstöðu
landbúnaðarins í þessum lands-
hlutum, t.d. með aukinni aðstoð
við stofnframkvæmdir skv. jarð
ræktarlögum og með sérstökum
framlögum til ákveðinna fram-
kvæmda, þar á meðal félagslegra
bygginga, eins og mjólkurbúa.
Þessi framlög verði óafturkræf
eins og þau sem veitt eru til end-
urbygginga íbúðarhúsa.
Fundurinn felur sljórn Stétt-
arsambandsins að vinna að því
við ríkisstjórn og Alþingi, að
þessi mál verði tekin til úr-
lausnar á næsta þingi.‘
„Aðalfundur Stéttarsambands
bænda 1963 vill enn á ný ítreka
fyrri samþykktir um að verð-
lagsgrundvöllur undanfarinna
ára um verð landbúnaðarvara,
fullnægi ekki þörf landbúnað-
arins um eðlilega uppbyggingu
og framþróun, og hafi ekki gef
ið bændastéttinni þær tekjur,
sem henni eru ætlaðar skv. 4.
gr. laga um framleiðsluráð land
búnaðarins o.fl.
Telur fundurinn að landbún-
aðurinn sé kominn í varanlega
hættu verði framhald á þessari
þróun.
Með tilliti til þeirra almennu
verðhækkana, sem orðið hafa
í landinu að undanförnu og jafn
framt stórfelldra launahækkana
hjá öllum almenningi, gerir fund
urinn kröfu til þess að laun
bænda verði stórhækkuð á þessu
hausti.
Fundurinn telur að tillögur
framleiðenda í sex-manna-nefnd
sem nú eru fram komnar séu
of lágar miðað við það hvað
bændur eru orðnir langt á eft-
ir öðrum stéttum í launamálum.
Hann vill benda á að ýmsir
liðir þess verðlagsgrundvallar
eru of lágt áætlaðir þ.á.m. stofn
fé búsins og fyrningar og vext-
ir af því. Á þetta sérstaklega
við um húsakost og vélakost.
Viðhald húsa er víða van-
rækt, vegna fjárskorts bænda.
Viðhald og fyrning ræktunar
hefur ekki verið tekin til greina
á undanförnum árum. Fleiri
reksturskostnaðarliði mætti
nefna, sem of lágt eru áætlað-
ir.
Þá vill fundurinn leggja
áherzlu á sjálfan launaliðinn.
Sérstaklega vekur hann athygli
á:
1. Að kaup bóndans sé áætl-
að of lágt miðað við þá gild-
andi kauptaxta, sem það er mið
að við, svo og með tilliti til
þeirra launahækkana annarra
þjóðfélagsþegna sem þegar hafa
verið viðurkenndar. Ennfremur
vill fundurinn vísa til þeirrar
staðreyndar, að bændur vinna
alla helgidaga ársins án þess
að nokkuð sé gert fyrir því í
kaupliðnum.
Lágmarkslaun bóndans telur
fundurinn því að þyrftu að vera
kr. 150 þúsund.
2. Að i úrtaki því, sem við
er miðað um laun annarra stétta,
eru ekki taldar tekjur barna inn-
an 16 ára aldurs né kvenna
og ekki heldur tekjur af eign-
um. í þessu efni er því stórlega
hallað á bændur, þar sem kon-
ur þeirra og börn vinna meira
og minna að búrekstrinum, án
þess að þeim séu ætluð sér-
stök laun fyrir þá vinnu og enn-
fremur eru leigutekjur af eign-
um, svo sem hlunnindum, tald-
ar til launa bænda. í þessu fellst
misrétti, sem krefjast verður
leiðréttingar á.
3. Að bændur bera ábyrgð á
áhættusömum rekstri og oft
verða áföll í búrekstrinum, sem
engar tryggingar ná til og gera
þarf ráð fyrir að það fáist bætt
í verðlaginu.
Ennfremur vill fundurinn
benda á þann stórfellda aðstöðu
mun, sem bændur búa við í
ýmsum efnum og alveg sérstak-
lega til þess, að koma börnum
og unglingum til náms“.
Að síðustu var borin fram til
laga um, að loks ákvæði fundur-
inn að samningsuppkast 6-
manna nefndarinnar að nýjum
verðlagsgrundvelli skyldi lagt
fyrir sérstakan aukafund Stéttar-
sambandsins.
TiUaga þessi var samþykkt
með 16 atkv. gegn 14 og hafa
því 7 setið hjá og verið fjarver-
andi.
Allharðar umræður urðu um
verðlagsmálin og búizt var við
miklum umræðum fram eftir
nóttu. I Iok fundarins fer fram
stjórnarkjör og landbúnaðarráð-
herra ávarpar fundarmenn.
— Borgcirstjórn
Framh. af bls. 2
hins vegar kæmi of mikið fram,
að þeir vildu allt fyrir alla gera.
Tillögurnar miðuðu að því að
tryggja sem beztan hag allra og
í rauninni færi hagur neytenda
og verzlunareigenda að mestu
leyti saman í þessu máli.
Sigurður óskaði eftir því, að
borgarráðsfulltrúar legðu fram
breytingartillögur tímanlega,
svo hægt væri að samræma þær
í tíma í því skyni, að endanleg
niðurstaða yrði öllum almenn-
ingi, verzlunarfólki og verzlunar
eigendum til hagsbóta.
Að lokum var samþykkt sam-
hljóða til borgarráðs, heilbrigðis
nefndar og 2. umræðu tillaga Sig
urðar um rannsókn á því, hvort
heimila skuli matvöruverzlun-
um að selja mjólk og mjólkur-
vörur.
— Hinir tátnu
Framh. af bls. 1
in á loft. Þá hafa vitni skýrt
frá því, að hlutar úr þotunni
hafi fundizt 10 km frá slys-
staðnum, en rannsóknarnefndin
hefur enn ekki fullkannað hvort
hér sé raunverulega um að ræða
hluta úr flugvélinni.
Minningarguðsþjónusta vegna
slyssins verður haldin á laugar-
dag.
Seint í kvöld fannst hinn
svonefndi „flight-recorder“ Cara
velle-þotunnar, en það eí sterk
byggður kassi, sem inniheldur
ýmis mælitæki, sem taka niður
Johnson
Framh. af bls. 24
Frá Keflavíkurflugvelli er
haldið til Bessastaða, en þar mun
forseti fslands, herra Ásgeir Ás-
geirsson, og forsetafrúin ræða
við gestina um stund. Þaðan
heldur varaforsteinn bandaríski
í heimsókn í Stjórnarráðið. Skilja
þá leiðir gestanna. Johnson held-
ur í Stjórnarráðið, frú Johnson
til bandaríska sendiráðsins, en
dóttiriin til Sundlaugar Vestur-
bæjar. Þessar heimsóknir fara
fram kl. 11 f. h.
Að heimsókninni I Stjórnar-
ráðið lokinni, kl. 11.15, heldur
varaforsetinn að Leifsstyttunni,
og fer í stutta ökuferð um bæ-
inn, fram til þess tíma, er hann
snæðir hádegisverð í boði ísl. for
setahjónanna, kl. 12.30, að Hótel
Sögu. Þar hafa varaforsetahjón-
in aðsetur, meðan á dvöl þeirra
stendur hér.
Johnson, varaforseti, heldur að
loknum hádegisverði með þyrlu
til Þingvalla, og verður þar um
kl. 15.00 síðd. Þar segir dr.
Kristján Eldjárn frá sögu stað-
arins. Dvölin á Þingvöllum verð-
ur stutt, og mun verða komið
aftur að Hótel Sögu Um kl. 15,30.
Rúmri hálfri annarri klukku-
stund síðar, kl. 17.10, flytur vara
forsetinn ávarp í Háskólabíói, en
á tímabilinu kl. 17.45—18.00
verða viðtöl við fundarmenn í
kvikmyndahúsinu.
Ríkisstjórnin býður varafor-
setanum til kvöldverðar að Hótel
Borg kl. 19.30, og þar dvelst
hann það, sem eftir er kvölds.
Svo sem fyrr segir, þá er gert
ráð fyrir, að leiðir gestanna
skilji, er varaforsetinn heldur í
heimsókn í Stjórnarráðið. — Frú
Johnson mun eftir þann tíma,
þ.e. eftir kl. 11.00 árdegis, halda
til bandaríska sendiráðsins. Þár
verður haldin kaffidrykkja með
hálfum öðrum tug íslenzkra
kvenna. Síðdegis heldur varafor-
setafrúin til Blikastaða, en hún
hefur mikinn áhuga á landbún-
aði, ræktunarmálum o.þ.h., en
sjálf rekur hún búgarð í Texas.
Ungfrú Linda Johnson, dóttir
varaforsetahjónanna, fer kl. 11.00
í heimsókn til Sundlaugar Vest-
urbæjar. Hún snæðir hádegis-
verð í Klúbbnum með ungum
stúdentum, en kvöldverð mun
hún snæða á vegum Varðbergs,
í Naustinu.
Varaforsetafrúin mun að öllum
líkindum snæða hádegisverð í
Þjóðleikhúskjallaranum, en ekki
mun fullákveðið, hvar hún
snæðir kvöldverð.
Heimsókninni lýkur að morgni
þriðjudags, 17. september, er gest
irnir verða kvaddir fyrir utan
Hótel Sögu. Viðstaddir verða þá
m.a. forsætisráðherra, Ólafur
Thors, og utanríkisráðherra.
allt varðandi flugið. ar kassinn
óskemmdur, og er fundur hans
talinn mjög mikilsverður. Við
fyrstu rannsókn mun hafa kom
ið í ljós að annar þrýstilofts-
hreyfla vélarinnar hefur losnað
frá henni áður eu bún skall í
jörðina.
- Iþróttir
Framh. af bls. 22
„Núna“, öskruðu stuðnings-
menn Lakers, núna var þeirra
tími kominn. Og núna náðu þeir
Elgin Baylor og Jerry West sér
fyrst á strik. Þeir æddu niður
leikvöllinn, hittu úr ótrúlegustu
skotum og hirtu öll fráköstin i
fyrsta skipti í leiknum. Vörn
Boston virtist leysast upp. For-
skot þeirra minkaði niður í 8
stig, síðan í 6 og enn niður í 4
stig. Inni í búningsklefanum var
Cousy að ærast á meðan verið
var að binda um öklann, sem'
óðum blés upp. „Ég datt um
sjálfan mig,“ stundi hann. „Er
þetta ekki stórkostlegt? Ég hefi
aldrei fyrr snúið á mér öklann.
Ellin virðist vera að ná mér —•
tíu mínútum of snemrna."
Fyrir Cousy var það nú eða
aldrei. Hann vissi að öklinn
mundi aldrei þola sjöunda leik-
inn. Grettur af sársauka staul-
aðist hann inn á leikvöllinn og
Boston lifnaði aftur við.
Tvisvar tókst Lakers að skera
forskotið niður í eitt stig og
tvisvar tókst hinum endurnærðu
Celtics að rétta hlut sinn. 2 mín.
og 20 sek. til leiksloka. Staðan
var Boston 104, Los Angeles 102
og Lakers voru með knöttinn. Á
vallarmiðju stóð Tommy Heihn-
son framherji Geltic og horfði á
Jerry West „dribbla“ upp leik-
völlinn. Vinstra kné Heihnsons
var reifað og það var alveg að
gefa sig. „Ég var svo þreyttur
sagði hann seinna, „að ég hélt að
ég gæti ekki staðið lengur, því
síður hlaupið. Ég ákvað að hætta
á allt. Jafnvel þótt ég félli dauð-
ur niður, þá var það þó betra
heldur en að tapa.“
Jerry West sendi lausan háan
knött til miðherjans Rudy La
Russo. Heihnson þaut fram fyrir
LaRusso og tókst að sló knött-
inn í burtu. Hann hrasaði, tókst
einhvernveginn að ná jafnvægi
aftur og slagaði niður völlinn —I
lagði knöttinn 1 körfuna, Celtics
höfðu yfirhöndina 106:102.
Þessi meistaralegi knattstuldur
hefði átt að draga kjarkinn úr
Lakers, en það var nú eitthvað
annað. Liðin skiptust á um að
skora og þegar 43 sek. voru til
leiksloka skoraði Dick Barnett
fyrir Lakers með öfugu snún-
ingsskoti og var hindraður um
leið.
Barnett skoraði úr vítakastinu
og Boston hafði nú aðeins 1 stig
yfir. Næsta karfa mundi ráða úr-
slitum. Cousy tók stökkskot,
knötturinn hitti hringinn og féll
niður í þvögu af uppréttum hand
leggjum. Öskur frá áhorfendun-
um. Nýliði Lakers, Gene Wiley
náði knettinum úr frákastinu.
Annað öskur. Aftur tókst Tommy
Heihnson að stela knettinum og
um leið og hann ætlaði að skjóta
var hann víttur af Wiley. „Hittu
ekki! Hittu ekki!“ æptu áhang-
endur Lakers. En andlit Heihn-
sons, með arnarnefið, sýndi eng-
ing svipbrigði á meðan hann tók
vítaköstin. Hviss — eitt stig,
hviss — annað stig og Boston
leiddi 110:107. Lokatölurnar voru
samsvarandi, Boston 112 og Los
Angeles 109.
„Húrra“, hrópaði Heihnson,
þegar komið var inn í búnings-
kefann. „Við skulum slá upp
veizlu. Hvar er kampavínið, hvar
er músíkkin?“
Úti í horni lá hinn örmagna
Cousy á bekk og ræddi við blaða
menn. Á 13 ára leikferli hafði
hann skorað 18.973 stig og aðstoð
að við 7.786 körfur. Honum
hafði tekist að sanna, að innan
um alla risana, getur smávaxinn
(6 fet 1 þuml.), skjótur og gáf-
aður leikmaður, náð því að verða
einhver skærasta tjarnan, sem
nokkru sinni hefir skinið á
himni körfuknattleiksins.
Hann hættir nú atvinnumensk
unni sem meistari og gerist þjálf
ari hjá Boston College.
„Maður getur ekki óskað sér
meira, maður getur ekki óskað
sér neins meii'a,“ muldraði hann.