Morgunblaðið - 14.09.1963, Síða 1

Morgunblaðið - 14.09.1963, Síða 1
24 siðuE Gunnfáni brezka flotans blakti á finun skipum hennar hátignar í Reykjavíkurhöfn í gær. Skipin eru komin til að slæða gömul tundurdu flasvæði í Eyjafirði og Seyðisfirði. Yfirmaður flotadeildarinnar er Barry Ancer »n, kapteinn. Sjá baksíðu. — Ljósm.: Sv. Þ. _ruj—irúnri-rúw—nri-n* ifV*“" “*• *~~ * * •f ~ ■ ** Fundur kommúnista ekki við Háskólabíi) Morgunblaðinu barst í gær eftirfarandi fréttatil- kynning frá lögreglustjór- anum í Reykjavík: Fimmtudaginn 12 þ.m. barst lögreglustjóraembætt- inu bréf frá Samtökum her- námsandstæðinga, þar sem skýrt er frá því, að sendi- nefnd frá samtökunum muni afhenda varaforseta Banda- ríkjanna, Lyndon B. John- son, orðsendingu að Hótel Sögu kl. 18 mánudaginn 16. september n.k. í tilefni af- hendingarinnar muni sam- tökin gangast fyrir því, að nokkur hópur manna safnist saman við Háskólabíó sama dag kl. 17-18 undir borðum með áletrunum, er túlki skoð anir samtakanna. Fluttar verði í gjallarhorn stuttar til- kynningar til þess fólks, sem þarna kemur saman. í tilefni þessa kvaddi ég í dag á minn fund forráðamenn hernásandstæðinga. Var þeim skýrt frá því að aðrir aðiljar hafi þegar boðað til opinbers fundar í Háskólabíói á framangreindum tíma og lögreglan geti því ekki fallizt á, að útifundur verði haldinn á umræddum stað og tíma né gjallarhorn notuð þar, vegna þess að slíkt fundarhald gæti leitt af sér truflun á umferð og raskað allsherjarreglu. Jafnframt var forráðamönn um samtakanna tjáð, að lög- reglan hafi ekkert við það að athuga, þótt samtökin 1 haldi fund á öðrum heppi- legri stað. Var þeim m.a. bent á, að lögreglan væri fyrir sitt leyti ekki mótfall- in því, að fundur þeirra fari fram á Melavellinum við Suð urgötu. Lögreglustjórinn i Reykjavík, 13. september 1963 Johnson hœftir v/ð Grœnlandsheimsókn —- og nœturgistingu í Reykjavík - Fœrir Háskóla og Slysavarnafélagi gjafir Castro neitar að framselja fanga Innrás á brezkt landsvæði „réttlætanleg44 Kaupmannahöfn, Reykjavík, 13. september. TILKYNNT var í dag í Reykjavík og Kaupmanna- höfn, að Lyndon B. Johnson, varaforseti Bandaríkjanna, hafi ákveðið að hætta við fyrirhugaða ferð sína til Grænlands, svo og fyrirhug- aða næturgistingu á íslandi. Mun varaforsetinn halda flugleiðis til Bandaríkjanna um kl. 22 á mánudagskvöld, þar sem hann þarf að vera kominn til Washington á þriðjudagsmorgun, vegna á- ríðandi starfa, sem þar bíða hans. í fregnum frá Danmörku í gær hermdi, að varaforsetinn hefði sagt, að honum þætti leitt að geta ekki heimsótt Grænland að þessu sinni. Á fundi með blaðamönnum í gær skýrði Hannes Jónsson, full- trúi í utanríkisráðuneytinu, svo frá, að að hádegisverði loknum að Hótel Sögu, muni v&raforset- inn afhenda Gunnari Friðriks- 6yni, forseta Slysavarnafélags ís- lands, þrjár færanlegar talstöðv- ar, sem gjöf til félagsins. Þá var einnig skýrt frá því, að Johnson, varaforseti, myndi heim sækja Háskóla íslands kl. 16.30, og afhenda rektor, Ármanni Snævarr, bókagjöf tit hinnar nýju vísindadeildar skólans. Með varaforsetanum koma 10 bandarískir blaðamenn. — Nöfn þeirra fara hér á eftir, staða í svigum: William Broome (Riddle Publications), Robert Hulbrun (Ft. Worth Star-Telegram), Bart McDonald (National Geograp- hic), Folkman Wentzel (Nation Geographic Photographer), Ro- bert Ruth (U.S. News & World Report), Lawrence Reardon (USIA Photographer), wilson Dizard (USIS Coordinator), Ge- orge Reedy (VP’s Press Secre- tary), Larimer Moe (Information Officer) og Muto (VP’s Official Photographer ). London, 13. sept. (AP-NTB) BREZKA utanríkisráðuneytið skýrði frá því í dag að Castro- stjórnin á Kúbu hafi vísað á bug mótmælum Breta vegna strand- höggs kúbanskrar flotadeildar á eyjunni Anguilla Cay í Bahama- eyjaklasanum í síðasta mánuði. Segir í orðsendingu Kúbu- stjórnar að innrásin hafi verið réttlætanleg, og neitar stjórnin að framselja 19 faiiga, sem flutt- ir voru nauðugir frá eyjunni. Bretar fara með stjórn á Angu- illa Cay, og segir utanríkisráðu- neytið að í athugun sé til hverra ráða skuli gripið. Þessi orðsending Kúbustjórnar er svar við mótmælum, sem brezka stjórnin sendi Kúbu hinn 21. ágúst s.l. Segja Bretar að herflugvél hafi fylgzt með því hinn 13. ágúst er tveir kúbanskir tunduskeytabátar og ein þyrla gerðfl atlögu að Anguilla Cay. Sjóliðar voru sendir á land, og höfðu þeir á brott með sér 19 Castro-andstæðinga, sem flúið höfðu Kúbu. Krefjast Bretar þess að Kúbustjórn biðjist afsökunar á þessum aðgerðum, gefi yfir- lýsingu um að þær verði ekki endurteknar, og skili aftur föng- unum 19. í svari sínu neitar Kúbustjórn því auðsjáanlega ekki að árásin hafi verið gerð. Hinsvegar segir stjórnin að aðgerðirnar hafi ver- ið réttlætanlegar þar sem flótta- menn frá Kúbu dvöldu á eyjunm- • FAGERHOLM HÆTTIR. Helsingfors, 13. sept. (NTB) KARL August Fagerholm, fyrrverandi forsætisráðherra og þingforseti Finnlands, lýsti því yfir í dag aS hann yrði ekki í framboði við næstu þingkosningar. Tjónið í minkahúinu einu nam 450 þús. kr. Stóra vegakafla tók af í úrhellinu í Færeyjumj Einkaskeyti til Morgun- blaðsins — Þórshöfn, Fær- eyjum, 13. september. TJÓNIÐ, sem hlauzt af úr- fellinu í gær, hefur enn ekki verið metið til fjár. Ljóst er þó, að það kann að skipta allverulegum fjár- hæðum, því að tjón Poul Hansens, útgerðarmanns, sem átti minkabúið, nemur a. m. k. 450.000 ísl. kr. Kennsla hefst aftur á morgun, laugardag, bæði í barnaskólanum og mennta- skólanum. Mest hefur tjónið senni- lega orðið í Vogum, sér- staklega Sörvogi, en þar tók vegi af á stórum svæð- um. Verður ástandið rann- sakað sérstaklega, vegna óska fólks í héraðinu. Fréttaritari Mbl. skýrði svo frá, að minkar þeir, sem dráp- ust í búi Hansens, hefðu verið 700, ekki 1000 eins og talið var í fyrstu. Minkabúið, en þar voru alls 12.000 minkar, var um tíma í mikilli hættu. Brú er skammt frá búinu, og varð vatnsflaumurinn í far- veginum svo mikill, að vatnið beinlínis hlóðst upp ofan við brúna. Þaðan flæddi það yfir að búinu, og drekkti minkun- um. Það var ekki fyrr en menn voru búnir að sprengja af brúna, að vatnsuppistaðan komst leiðar sinnar fram hjá búinu, og var það þá ekki lengur í hættu. Barnaskólahúsið var um tíma umflotið vatni, og varð slökkviliðið í Þórshöfn að starfa við það margar klukku- stundir að verja húsið, en þá hafði allmikið vatn komizt í kjallara þess. Um 800 börn gátu ekki sótt skóla í dag, vegna þess, að ekki hafði tek- izt að laga til eftir flóðin. Menntaskólanum varð að loka í dag, þar eð nemendur þurfa að fara yfir ána, þar sem brúin var sprengd. Skóla- ganga hefst þó aftur á morgun í báðum skólunum. Landsstjórninni í Færeyj- um hefur borizt beiðni frá í- búum í Vogum, þess efnis, að send verði þangað rannsókn- arnefnd til að kanna skemmd- irnar. Þær eru taldar miklar, því að víða hefur vegina tek- ið af á stórum köflum. Flugvöllurinn hefur ekki orðið fyrir neinum skemmd- um, en hins vegar hefur far- þegaflugvélin ekki komizt leiðar sinnar í tvo daga vegna óhagstæðs veðurs. Þess má að lokum geta, að hingað eru væntanlegir fær- eyskir blaðamenn í stutt* heimsókn, á vegum Flugfé- lags íslands. Hefur komu þeirra hingað seinkað, en fréttaritari Mbl. sagði, að bú- izt væri við, að þeir kæmust hingað ekki síðar en á sunnu- dag.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.