Morgunblaðið - 14.09.1963, Qupperneq 13
Laugardagur 14. sept. 1963
MORGU N BLADIÐ
13
Nokkur orð um Braque
FYRIR fáum dögum barst and
látsfregn Georges Braques
um allan hinn siðmenntaða
heim. Hann lézt 81 árs gam-
all í heimalandi sínu, Frakk-
landi. Með honum fellur í
valinn einn mesti snillingur
málaralistarinnar á þessari
öld. Feiknlega skapandi
starfi þessa málara er lok-
ið. Hann hefur dregið sína
síðustu línu, og heimurinn
fær ekki fleiri snilldarverk
frá þessum ástsæla og hlé-
dræga meistara.
Hjá okkur íslendingum má
finna fótspor Braques í mynd
list þessarar aldar. Hann var
einn aðal skapandi Kúbis-
mans ásamt meistara Pic-
asso á sínum tíma, og það
er alkunna hve sú hreyfing
skóp aldarhvörf í myndlist
nútímans. En George Praque
gerði fleira en skapa Kúbis-
mann. Hann þróaðist í list
sinni í ýmsar áttir, en það
er engu líkara en hann hafi
þó byggt allt sitt málverk
meira eða minna á þeirri
reynslu, er hann hlaut við
hið kúbistíska málverk. Bra-
que var mikill náttúruunn-
andi og honum tókst meist-
aralega að sameina í verk-
um sínum stranga mynd-
byggingu, franska hefð í
málaralist ásamt sínum per-
sónulega sköpunarkrafti.
Hann er jafn franskur í lita
meðferð og Chardin og ást
hans á náttúrunni er eins við-
kvæm og hjá Corot. Hann
byggir verk sín jafn hnit-
miðað og Poussen. Þar að
auki hefur hann í verkum
sínum eitthvað, sem minnir á
Norðurálfumann. Eitthvað
öruggt og heilbrigt, allt er
yfirvegað og skapið ekki lát-
ið laust, heldur bundið og
þvingað undir vilja lista-
mannsins. • Hann var snilling-
ur í tækni, og allt sem frá
honum hefur komið, er svo
vandað, hvergi verður fund-
ið að. Hugmyndaflug hans
getur notið sín á einkenni-
lega frjóan hátt f svo ein-
földum viðfangsefnum, að
ótrúlegt er. Stíll hans var
fimur og þróttmikill, ríkur
og sterkur. Ein lína, dregin
af þessum meistara, gat ver-
ið heilt ævintýri í sjálfu sér.
Það má vel segja um list
Braqués að hún hafi verið
samfelldur óður til einfald-
leika lífsins, samræmisins
milli mannsins og umhverfís
hans. Hann sagði sjálfur:
„Ég mála ekki eins og ég vil,
ég mála eins og ég get“. Ef
nokkurn tímann er hægt að
minnast á franska hámenn-
ingu, þá ljómar hún í allri
sinni auðlegð í verkum mál-
arans Georges Braques.
Það er í smábænum Arhent
euil við Signu, sem George
Braque fæðist 13. maí 1882.
Skemmtileg tilviljun, þar
sem þessi smábær við Signu
var á sínum tíma eitt aðal-
viðfangsefni impressionist-
anna og stundum kallaður
bær Impressionismans. Átta
ára gamall flyzt Braque með
foreldrum sínum til hafnar-
borgarinnar Lé Havre, og þar
slítur hann berskuskónum.
Faðir hans var húsamálari
að iðn, en málaði sér til
skemmtunar í frístundum,
fékk jafnvel málverk eftir
sig inn á sýningar í höfuð-
staðnum. Á sunnudögum
mátti stundum sjá gamla
Braque með syni sína, teikn-
andi og málandi á endalaus-
um hafnargörðum Le Havre.
í þá daga voru hin stoltu og
fögru seglskip, sem settu svip
sinn á þessa hafnarborg.
George Braque er settur í
menntaskóla en gengur nám
ið miður vel, hann er allur
með hugann við málverk og
teikningar. Hann hættir námi
en er látinn feta £ fótspor
föður síns og verður útlærð-
ur húsamálari. En jafnframt
stundar hann myndlistarnám
í kvöldskóla.
Um aldamótin liggur síðan
leiðin til Parísar, þar sem
hann hefur listnám af mikl-
um krafti og hann er fljótur
að aðlagast listalífinu í þess-
ari eilífu kviku borg list-
anna. Fyrstu verk, sem Bra-
que sýnir á Salon d’Automne
(Haustsýningunni) 1905 eru
sterk í litum og teiknuð með
breiðum pensilförum í svoköll
uðum fauvistískum stíl. Tveim
árum síðar sýnir Braque sex
málverk á annarri samsýn-
ingu Salon des Indépendants
(Þeir sjálfstæðu) og selur
þar öll málverk sín. Lista-
verkakaupmaður gerir þegar
samning við hann um kaup á
verkum hans í framtíðinni,
og þar með er Braque orð-
inn fjárhagslega sjálfstæður.
Sama ár kynnir skáldið App-
ollinaire hann fyrir ungum
Spánverja, Pablo Picasso.
Árið 1907 er merkilegt í sögu
myndlistar tuttugustu aldar-
innnar. Þegar kynni þessa
ungu málara hefjast, hefjast
einnig fyrstu fæðingarhríðir
Kúbismans, og hann er full-
skapaður um 10 árum síðar.
Það mætti margt segja um
þessi ár og þá þróun, sem
þá byrjaði £ málaralistinni.
Aðeins eitt langar mig til að
draga hér fram. Þessir ungu
menn voru ekki þess meðvit-
andi á nokkurn hátt, að þeir
væru að skapa nýjan stil inn-
an listgreinar sinnar. Þeir
hafa margssinnis lýst þvi yfir,
bæði Braqué og Picasso, að
það hafi þeim aldrei dottið
i hug, þeir voru fyrst og
fremst að leita að tjáningar-
formum er hæfðu þeim per-
sónulega, og sem þeir gátu
komið á framfæri hugmynd-
um og þekkingu sinni. Jafn-
vel mætti með góðri sam-
vizku segja, að það hefðu
verið tilraunir Cezannes
gamla, sem einna efst voru
í huga þessara ungu manna,
þegar þeir hefja starf sitt.
Sú saga hefur verið sögð, að
eitt sinn á þessum árum hafi
erlendur listunnandi verið á
hnotskógi eftir því að kom-
ast í persónlegt samband við
svokallaða Kúbista-málara.
Hann hafi ráfað um göturnar
á Montmartre hæðinni, þar
sem honum hafði verið sagt
að kúbistarnir héldu til. Eng-
in lifandi sála kannaðist við
þann mannflokk og hafði
aldrei heyrt um þá getið. Að
lokum datt útlendingnum í
hug að spyrja mann, sem hon
um fannst líta listamanns-
lega út, luralegur til fara, og
var að koma úr bakaríi með
brauðstöngul, auðsjáanlega að
kaupa í matinn. En allt fór
á sama veg, svarið var, hef
ekki hugmynd um þá. Það
vitnaðist áratugum seinna, að
þessi náungj var enginn ann-
ar en Pablo Picasso sjálfur
höfuðpaur hreyfingarinnar..
Árið 1908 heldur Braque
sína fyrstu einkasýningu og
fékk þá nokkuð misjafna
dóma. En frá þeim tíma var
hann samt talinn til efnileg-
ustu yngri listamanna í París,
og þótt tekjurnar væru ekki
háar, þá má fulyrða, að frá
þeirri stundu þurfti Braque
ekki að hafa verulegar áhyggj
ur af peningamálum. Hann
er einn af þeim fáu lista-
mönnum, sem ekki þurftu að
lifa hetjulífi í baráttu- við
sult og misskilning. Það má
geta þess til gamans, að
Henri Matisse, sem var 10—15
árum eldri en Braque, var
heldur lítið hrifinn af þess-
um unga manni, og því hefur
verið haldið fram, að Matisse
hafi gefið þessum nýja stíl
nafn og kallað þéssa list ein-
tóma ferninga, þaðan er nafn-
ið Kúbismi runnið. En síðar
á ævinni margneitaði Matisse
þessari sögu og þvertók fyrir
að hafa átt nokkurn þátt í
nafngiftinni. Braque sagði
um þetta seinna, að það hefði
verið mjög skiljanlegt, að
Matisse hefði ekki verið hrif-
inn. Hann var þegar búinn
að finna sjálfan sig, og hann
var eldri en við hinir. Hann
var líka áskynja þess, að við
fórum aðrar leiðir en hann
og hugsuðum á annan hátt.
Um þróun Kúbismans og
málverksins á tuttugustu
öld er óþarft að ræða hér.
Allir, sem eitthvað þekkja til
sögu myndlistarinnar á þess-
um tíma, eru á einu máli um
Pétur Sigurðsson:
Ekkert kemst nær því að gera
mig að verri manni
George Braque
hina öru þróun, sem óhugs-
andi væri án Kúbismans.
Hvaða listamaður eða hvaða
persóna átti mestan þátt í
þessari hreyfingu, verður vart
svarað með fullri sanngirni.
Braque hefur sjálfur svarað
þessu ágætlega: „Við Pic-
asso vorum eins og fjallgöngu
menn, bundnir saman með
sama kaðli“.
Óvæntir atburðir valda hér
miklum örlögum, eins og
raunar á flestum öðrum svið
um í álfunni. Evrópa logar.
Braque er sendur á vígvöll-
inn til að berjast fyrir Ijóma
Frakklands. Hann særist
hættulega og missir sjónina
um tíma, en til allrar ham-
ingju fyrir heiminn tekst að
gefa honum sýn. Picasso vinn
ur öll stríðsárin óáreittur,
Spánn er hlutlaus. Og honum
tekst að fulkomna stíl sinn
svo, að þegar Braque verður
aftur vinnufær, leitar hann í
aðrar áttir, gengu'r á vit hefð-
inni í franskri málaralist, og
smátt og smátt kemur hinn
mikli persónulegi munur
fram í verkuiji þessara tveggja
meistara. - Picasso slær hart
og títt í allar áttir með hinu
öra geði Spánverjans. Braque
leitar meir og meir eftir hinu
rólega jafnvægi og öryggi
Norðmannans. Einkenni,
sem hafa auðkennt verk þessa
meistara fram á þennan dag.
Það er gríðamikið starf, er
liggur eftir George Braque.
Verk hans er að finna í flest-
um listasöfnum heims, og hef
ur bókstaflega verið barizt
um að ná í mörg þeirra. Bra-
que var feiknlega dáður lista
maður, og áhrifa frá honum
gætir um allan heim í mynd-
list. Hann var mjög hlédræg-
ur maður, og honum var jafn-
vel ekkert um, hve dáður
hann var. Honum leið hvergi
betur en i sumarhúsi sínu
við ströndina, þar sem hann
gat farið langar gönguferðir
og athugað formin í fjörunni,
eins og hann sjálfur komst
að orði. Braque tók aldrei
neinn þátt í stjórnmálum, og
honum var jafnvel brigzlað
um andvaraleysi á því sviði.
Braque svaraði ekki slíku, en
sagði, að listin væri sér fyr-
ir öllu: „Hver mínúta sem fer
til spillis frá vinnu minni,
eru svik við listina af minni
hálfu“.
Nú hefur George Braque
verið lagður til hinztu hvíld-
ar i frakkneska mold. Með
honum er horfinn einn falleg
asti maður, sem ég hef séð.
Þessi snöru og lifandi augu,
þetta mjallahvíta þykka hár,
þessar óviðj afnanlegu við-
kvæmu og öruggu hendur,
þessi teinrétti stóri maður,
þetta hlýja og dularfulla bros.
Allt er þetta horfið, og þó.
Þetta lifir allt í verkum þessa
mikla meistara, og hvar sem
maður sér eitt af verkum
Braque streymir þessi seið-
andi og lifandi kraftur móti
manni. Þannig verður hið ó-
dauðlega til.
Valtýr Pétursson.
1 DAG er 20. ágúst 1963. Eftir
hálfgerða andvökunótt og ekkert
næði í matar- og hvíldartíman-
um kl. 12—1 í dag, vegna flug-
vélanna, sezt eg niður við rit-
vélina í heldur slæmu skapi,
þótt ljótt sé frá að segja. All-
lengi hef eg þó harkað af mér
að taka til máls um þessa flug-
vélaplágu, sérstaklega vegna
þess, að mér er ekkert ljúft að
ergja þá góðu menn, sem þess-
um málum stjórna. En snemma
i sumar rauk eg fram úr rúmi
mínu klukkan 5 árdegis, eftir
andvökunótt vegna flugvélanna,
og skrifaði þá í snatri að mestu
leyti það sem hér fer á eftir, en
síðan hefur þetta þó legið á
skrifborði mínu.
Vissi eg það, að eg væri eini
maðurinn hér í nágrenni Reykja-
víkur, sem finnst þetta gersam-
lega óþolandi, þá myndi eg
reyna að búa einn að gremju
minni, en eg er ekki í neinum
vafa um, að flugvélaplágan hér
yfir Kársnesinu veldur fólki
heilsutjóni, Milli klukkan 1 og 2
í iiótt fóru þrjár af hinum stóru
flugvélum hér yfir húsum okkar
með meira harki en næstum
verstu þrumuveður. Við erum
rifin upp af svefni, þegar svefn
flestra mun vera einna dýpstur
og værastur, og þetta heggur
gott skarð í svefntíma okkar. Og
fyrir hádegið í dag og fram um
matartímann hömuðust þessar
vandræða æfingaflugvélar, að
minnsta kosti þrjár um tíma,
hér yfir húsum okkar. Nægilagt
rúm ætti nú að véra í himin-
geimnum fyrir þær þótt ekki
hringsóluðust þær sí og æ yfir
mesta þéttbýlinu.
Það var okkur mörgum fagn-
aðarefni, þegar flugmennirnir
sjálfir tóku að skrifa í fyrravet-
ur um Reykjavíkurflugvöll. —
Ldrsins, varð mér að hugsa, því
að fyrir meira en 10 árum skrif
aði eg mína fyrstu smágrein un
flugvöllinn. Ritstjórinn, sem ej
leitaði fyrst til, sagði að til
gangslaust væri að skrifa' un
þetta. Hann hefur sennileg;
séð rétt, en greinin kom nú sam
fyrir almenningssjónir, en mem
eru nú sjaldan fljótir á sér a:
sinna ábendingum, sérstakleg
þagar hagsmunamál er annar
vegar.
Nokkru eftir öll skrifin un
flugvöllinn í fyrravetur, brá sv
við að flugið yfir bústöður
okkar hér á Kársnesinu hvar
næstum alveig um tima, en si
blessun stóð ekki lengi. Reyn
var að andmæla í blöðunum rök
ser tum flugmannanna og hugg
Framhald á bls. 14