Morgunblaðið - 14.09.1963, Side 14
14
MORGUNBLAÐID
' Laugardagur 14. sept. 1963
Guðfinnur Marelsson
Minning
I DAG fer fram í Eyrarbakka-
kirkju minningarathöfn um
Guðfinn Marelsson frá Eyrar-
bakka sem tók út af vélbátnum
Erlingi III. er hann var á leið
heim af síldveiðum þann 6. ágúst
sL
Guðfinnur var fæddur á Eyr-
arbakka þann 24. janúar 1927,
og var því aðeins 36 ára að aldri
er hann lézt. Foreldrar hans eru
þau hjónin Sigríður Gunnars-
dóttir og Marel Þórarinsson frá
Eyrarbakka. Eftir uppvaxtarár
sin á Eyrarbakka lá leið hans til
Reykjavíkur, og nam hann þar
járnsmíði hjá Stálsmiðjunni hf.
Eftir að hafa unnið við það í 8
ár, varð hann að hætta því starfi
heilsunnar vegna. Hefir hann síð-
an verið á sjónum, lengst af á
vélbátum sem vélstjóri, en
þeirra réttinda hafði hann aflað
sér.
Það mun mörgum hafa orðið
hverft við er þeir fréttu lát
Guðfinns, eins og alltaf hlýtur
að vera þegar vaskir menn á
bezta aldri eru burtu kvaddir
svo snögglega. Finni, eins og
hann var kallaður, var sérlega
vel gerður maður sem vann sér
hyili allra sem hann þekktu og
með honum störfuðu, bæði hús-
bænda og félaga. Hann var trúr
í starfi og verklaginn, og öllum
reyndist auðvelt að starfa með
honum, enda var lundin létt.
Og þótt hann hefði sig ekki mik-
ið í frammi, þá hafði hann
ákveðnar skoðanir á hlutunum.
Hann var drengur góður, sem
öllum vildi hjálpa, og kom þá
bezt í Ijós höfðingslund hans,
enda urðu margir góðvildar hans
aðnjótandi.
Hans er því saknað af vinum
og félögum víða þar sem spor
hans hafa legið, en mestur harm-
ur er þó kveðinn að eftirlifandi
foreldrum og systkinum hans,
sem eiga að baki að sjá góðum
syni og kærum bróður. Einungis
minningin um góðan dreng getur
grætt þau sár — minning sem
hvergi fellur skuggi á.
Við fjölskyldan í Heiðargerði
þökkum þér Finni rnirui sam-
fylgdina og allt.
Friðþjófur Björnsson.
Innilegar þakkir færi ég börnum mínum, tengda-
börnum, barnabörnum, frændfólki og vinum, sem
heiðruðu mig gjöfum, heillaskeytum og heimsóknum
á 75 ára afmæhsdaginn. — Lifið heil.
Bergsteinunn Bergsteinsdóttir,
Álfaskeiði 3, Hafnarfirði.
Innilegar hjartans þakkir til allra þeirra er sýndu
mér hlýhug á 70 ára afmæli mínu 9. sept. 1963.
Svandís Árnadóttir.
Þakkir sendi ég þeim, er minntust mín á sextugsaf-
mæli mínu 7. ágúst síðastliðinn. Sérstaklega þakka ég
sveitungum mínum rausnarlegar gjafir og vináttu alla.
Sigurður S. Haukdal.
Konan mín
JÓHANNA ÞORSTEINSDÓTTIR
Sæfelli, Seltjarnarnesi,
andaðist 12. þ. m. Jarðarförin ákveðin síðar.
Guðni Jóhannsson.
Maðurinn minn
OSVALD EYVINDSSON
útfarastjóri,
andaðist þann 12. þ. m. á Bæjarsjúkrahúsinu.
Jóhanna Guðmundsdóttir og böm.
ELÍN ÓLADÓTTIR
andaðist í Landakotsspítala föstudaginn 13. september.
Helga Valtýsdóttir,
Hulda Valtýsdóttir.
Hulda A. Stefánsdóttir.
Maðurinn minn og faðir okkar
SÓFÓNÍAS FRIÐRIK SVEINSSON
húsasmiður,
andaðist að heiniili sínu Kambsvegi 11, Rvík, aðfaranótt
12. september.
Ingibjörg Gisladóttir og börn.
f
Tæplega 4.
hver Akur-
eyringur
hefor synt
MIKILL AHUGI hefur verið
á Akureyri á Norrænu
sundkeppninni og hefur „boð
sundið“ til Grímseyjar gert
sitt til að koma 4. hverjum Ak
ureyring 200 metrana. Þátt-
taka hefur einnig aukizt á öðr
um stöðum, þótt ekki sé það í
jafn ríkum mæli og á Akur-
eyri, t.d. eru Reykvíkingar og
Hafnfirðingar aðeins hálf-
drættingar á við Akureyringa
síðustu 3 vikurnar. Þátttakan
á þessum 3 stöðum er nú
orðin:
Akureyri 2035 manns eða
22% (viðbót 4%).
Hafnarfj. 1435 manns eða
... 19% (viðbót 2%).
ÍReykjavík 11050 manns eða
15% (viðbót 2%).
Aðeins eru eftir 3 dagar á
keppnistímabilinu, og er ekki
ráðlegt að draga til síðasta
dags að synda, því að sund-
staðirnir eru opnir skemur á
sunnudögum en virkum dög-
um.
— Flugvallarmál
Framh. ai bls. 13
fólkið með því að alls öryggis
væri gætt. Mætti nú spyrja: Var
ekki alls öryggis gætt, þegar
slysið vildi til við Oslóarflug-
völlinn fyrir skömmu? Litlu
mátti þá muna að slysið yrði
enn átakanlegra. Og er ekki ör-
yggis gætt, þótt iðulega verði
flugslys hér oig þar Mjög ný-
lega var sagt frá einu. Þar hrap-
aði vélin niður á bóndabæ og
hvað eftir annað hefur komið
fyrir erlendis, að flugvélar hafa
hrapað niður ýmist á skóla og
drepið mörg börn eða niður á
hús. Flugslys geta auðvitað orð-
ið hér eins og annars staðar, þótt
við vonum allir og biðjum, að
svo verði ekki. Fyrir ahmörgum
árum urðu hér tvö allalvarleg
flugslys, og fleiri hafa þau orðið,
þótt öryggis hafi verið gætt.
Mér er minnisstætt kvöldið
fyrir hvítasunnudag í vor, þá var
alveg hamslaus flugvélastraumur
hér yfir okkur allt kvöldið, og
eitt kvöldið um þetta leyti lék
ein flugvél sér að því að hring-
sóla hér yfir okkur fulla klukku-
stund um miðnættið.
Flugvöllur I miðri Reykjavík
er eitt af stríðstímafávizkunni,
en hefðu ráðamenn þjóðarinnar
ag ráðamenn flugmálanna, ætlað
sér að halda framvegis þessu
hernámsfyrirbæri, hefðu þeir
átt að koma í veg fyrir byggð
hér á Kársnesinu, en nú legg
eg það til málanna, að þessir að-
ilar kaupi hér öll húsin okkar,
og allt þjónustulið flugmálanna,
eigendur fyrirtækjanna og stjórn
endur þeirra flytji svo hingað í
húsin og búi sjálfir að allri
ánægjunni.
Það er hlægileg mótbára, að
þjóð sem ver fjögur hundruð
milljónum kr. árlega til áfengis-
og tóbakskaupa, orki því ekki að
gera nýjan flugvöil, hafi ekki
f '.rmagn til þess. Það hefði
matt vera búið að gera nýjan
fiugvöll, ef menn hefðu viljað
hugsa mélið í tæka tíð eða lagt
eyrun að ábendingum. Það er
engin furða, þótt uppþot, árekstr-
ar og stríð verði hér og
þar í heimi manna, ef búið
er að þeim á þann hátt,
sem hér er gert í sambandi við
þessa flugvélaplág r. Á þessum
70 æviárum mínum held eg að
ekkert hafi komizt nær því að
gera mig að verri manni, en
þetta atriði. ag svo ilia er mér
orðið við flugvélar og allt sem
að fiugi lýtur. að eg vildi óska
þess, að eg ætti aldrei eftir að
stíga upp í flugvél. En þessu
verður sennilega haldið áfram,
þar til eitthvað mjög alvarlegt
kemur íyrir, ea þá munu allir
setja upp sakleysissvip, þurrka
sér um munninn en segja ekkert,
fyrirskipa rannsókn etnhverjum
til huggunar.
Pétur Sigurðsson.
Akranesi, 2. sept.: —
Tveir bátar lönduðu hér i dag,
Ólafur Magnússon 2,7 og Hrefita
EA 2,3 tonn af humar.
Færeyskt flutningaskip, sem
áður var enksur togari kom hing
J að frá Grænlandi sl. laugardag.
deitir skipið Hólmur og er um
| i00 brúttólestir að stærð. Lestaði
| ,kipið hér 66 tonn af humar-
jkeljamjöli og 45 tonn af fiski-
njöli. Enga síld fundu þeir við
Vestmannaeyjar í nótt, frétti ég.
Landlega var hjá bátum hér yfir
helgina, en 6 síldarbátar fóru út
á veiðar héðan í morgun og ætl-
uðu þeir að leita síldar til og frá
á Faxaflóasvæðinu. — Oddur.
Syndið 200 metiana
2 dagar eftir
Frá gagnfræða-
skólum Reykjavíkur
Nemendur mæti í skólunum mánudaginn 16. þ. m.,
. 4—7 síðdegis, til skráningar (1. og 2. bekkur) og til
aðfestingar umsóknum sínum (3. og 4. bekkur).
. BEKKUR:
Skólahverfin verða hin sömu og gilda fyrir barna-
skólana, Fyrsti bekkur gagnfræðastigs verður í Austur-
bæjarskóla, Hlíðaskóla og Laugalækjarskóla. Allir nem-
endur 1. bekkjar, busettir í Melaskólahverfi, sækja
Hagaskólann.
U. BEKKUR:
Nemendur mæti hver í sínum skoi—
III. bekkur LANDSPRÓFSDEILDIR:
Þeir sem luku unglingaprófi frá Gagnfræðaskóla
Austurbæjar, Gagnfræðaskóla Vesturbæjar, Hagaskóla,
Vogaskóla, og Réttarholtsskóla, mæti hver í sínum
skóla. Nemendur frá Lindargötuskóla komi í Gagn-
fræðaskóla Austurbæjar, en nemendur frá Langholts-
skóla í Vogaskcla. Aðrir er sótt hafa um landsprófs-
deild, komi í Gagnfræðaskólann við VonarstrætL
III. bekkur ALMENNAR DEILDIR:
Nemendur mæti hver í sínum skóla, með eftirtöldum
undanteknum: Nemendur frá Laugarnesskóla komi
í Gagnfræðaskólann við Lindargötu. Nemendur frá Mið-
bæjarskóla 1 Gagnfræðaskóla Austurbæjar og nem-
endur frá Langholtsskóla komi í Vogaskóla.
III. bekkur VERZLUNARDEILDIR:
Nemendur frá Gagnfræðaskóla Vesturbæjar, Mið-
bæjarskóla og Laugarnesskóla komi í Gagnfræðaskól-
ann við Lindargötu. Nemendur frá Langholtsskóla komi
í Vogaskóla. Aðrir umsækjendur um verzlunardeild
mæti. þar, sem þeir luku unglingaprófi.
HI. bekkur VERKNÁMDEILDIR:
Hússtjórnardeild: Umsækjendur komi í Gagnfræða-
skólann við Lindargötu.
Sauma- og vefnaðardeild: í Gagnfræðaskólann við
Lindargötu komi umsækjendur, er unglingaprófi luku
frá þeim skóla og frá Miðbæjarskóla, Gagnfræðaskóla
Vesturbæjar og Hagaskóla. Aðrir umsækjendur, um
sauma- og vefnaðardeild komi í Gagnfræðaskóla verk-
náms Brautarholti 18.
Trésmíðadeild: í Gagnfræðaskóla verknáms komi um
sækjendur, er iuku unglingaprófi frá Gagnfræðaskóla
Austurbæjar, Laugarnesskóla, Gagnfræðaskólanum við
Lindargötu, Réttarholtsskóla og Vogaskóla. Aðrir um-
sækjendur um trésmiðdeild komi í Gagnfræðaskóla
Vesturbæjar Hringbraut 121.
Járnsmíða- og vélvirkjadeild: Umsækjendur mæti í
Gagnfræðaskóla verknáms.
Sjóvinnudeild: Umsækjendur komi í Gagnfræðaskól-
ann við Lindargötu.
Umsækjendur 3. bekkjar hafi með sér prófskirteinL
IV. BEKKUR:
Umsækjendur mæti þar, sem þeir hafa sótt um skóla-
visL
Nauðsyrilegt er, að nemendur mæti eða einhver fyrir
þeirra hönd, annars eiga þeir á hættu að missa aí
skólavist.
Kennarafundur verður í skólanum sama dag kl. 2 e.h.
FRÆÐSLUSTJÓRINN í REYKJAVÍK.