Morgunblaðið - 14.09.1963, Page 15
Latögardagur 14. sept. 1963
MORCUNBLAÐIÐ
lv>
- x*iu j*ii.i~iriAu —iVTinr-‘ •*-—■■*•-**—^ . n.«
»— Fró Grænlandi
Framh. aí bls. 10
gátur um að eskimóarnír hafi
eytt veiðidýrunum eða þau
farizt í slæmum árum og þeir
sjálfir ekki getað haldið í sér
líftórunni í þessu harða landi.
Við fljúgum inn með Hurry-
firði, sem liggur norður úr
Scoresbysundi. f>ar á að vera
margt sauðnauta, enda má
með athugun og í kíki greina
ofurlitla rauða flekki af lyngi
í dalskorningum og víðir og
fjallajurtir eiga að vera þar
í dældum, ef vel er að gáð.
Og mikið rétt, við komum
auga á eitthvað á hreyfingu.
Björn rennir vélinni niður og
við sjáum að þarna eru 4 lura-
leg sauðnaut.
Skriðjöklarnir, sem teygja
sig vinstra megin við okkur
sinn hvorum megin við rauð-
an hnjúk, heita Hans og
Gréta. Víða má sjá slíka þver-
sprungna skriðjökla teygja
sig alveg niður í firðina, og
þegar jökullinn er kominn
nokkuð út í sjóinn, lyftir vatn
ið undir endann og brýtur af
stórt stykki, sem síðan flýtur
af stað út fjörðinn sem glæsi-
legur borgarísjaki, allt upp í
100 m. á hæð. Þessir ísrisar
eiga það svo til að leggja í
ferðalag og berast með straum
um suður í haf, 8/9 hlutar
þeirra marrandi í kafi, og
skapa hættu á siglingaleiðum.
Þó eru enn hættulegri þeir
borgarísjakar, sem myndast
á vötnum úr bráðnum snjó
uppi á jöklinum, því þeir eru
hreinir og bláglærir og sjást
illa, jafnvel í radar. En falleg-
ir eru þessir risar, þar sem
þeir gnæfa fannhvítir og með
fögrum útlínum upp úr græn-
um sjónum.
16 menn hafa vetursetu
í Meistaravík
Meistaravík er sunnan meg-
in við næsta fjörð fyrir norð-
an, Konungs-Óskarsfjörðinn.
Þar er flugvöllur og veðurstöð
og nokkur rauðmáluð hús fyr-
ir starfsmenn, sem 1 vetur
verða 16 talsins. Blýnámunni,
sem er í 12 km. fjarlægð, hef-
ur verið lokað. Blýið er upp-
urið og námubærinn, þar sem
höfðust við nokkrir tugir
námumanna, er auður. Hækj-
urnar hanga enn fyrir utan
læknisskálann, skiltið með
sauðnautsmyndinni fyrir ofan
læstar búðardyrnar og stráin
í litla glerkassanum, þar sem
reynt var að rækta svolítinn
reit við rafmagnsljós, visin.
Skálarnir við höfnina niðri
við fjörðinn eru líka auðir,
nema þegar áhöfn og farþegar
úr íslenzkri flugvél fá að
liggja þar inni í svefnpokum.
Að bryggjunum leggst sumar-
skipið með ársvistir handa í-
búum Meistaravíkur. Og þar
er að finna allt það matar- og
drykkjarkyns, sem Ðani getur
óskað sér, enda sjálfsagt að
gleðja sig eftir föngum í ein-
angruninni. Og þó! Ýmislegt
getur vantað, svo sem 74 tólf
punda kassa af smjöri, sem í
sumar urðu eftir á hafnarbakk
anum í Kaupmannahöfn.
Ef til vill verður höfnin þó
notuð einhvern tíma í framíð-
inni aftur, er reynt verður að
vinna hið dýrmæta efni molyb
den úr fjalli nokkuð langt
uppi í landi. Eins og er þykir
of erfitt að þurfa' að bora
gegnum heilt fjall jarðgöng
eða leggja yfir það veg, en
þetta háa fjall er fyrir á leið
milli hafnar og námu.
Þarna kemur ekki kvenfólk
á hverju ári, og því er flug-
freyjan ekki látin liggja í
svefnpoka í skúr niðri við
höfnina, heldur fær danski
herinn, sem þarna hefur litla
eftirlitsflugvél með áhöfn,
henni „Aðmírálshöllina“ til af
nota. En það er lítið rautt hús
með hvítum gluggahlerum og
fána uppi og minnir á brúðu-
húsin, sem notuð eru til skreyt
ingar á tertu. En þar er upp-
búið rúm, kósangasupphitun
og öll þægindi.
Hundarnir ýlfra í kór
Ekki er þó mikill svefn-
friður. 12 stórir og þreknir
hundar, sem bundnir eru með
keðju hver í sinn stólpa,
standa upp og spangóla og
leyfa einum hundi að ganga
lausum og er sá sem frelsið
fær í það skiptið himinglað-
ur. En ef annar hundur losn-
ar, er gamanið búið. Hundarn
ir eru ekki hættulegir mönn-
um, þ.e.a.s. þar sem þeim er
gefið reglulega. En eskimóarn
ir, t.d. í Scoresbysundi, láta
þá bjarga sér sjálfa á sumrin
Nokkrir Grænlandsfaranna, með selskinn, gjafir frá veiði-
mönniun. Talið frá vinstri: Björn Ingimarsson, vélvirki, Björn
Pálsson, flugmaður, Jóhanri Gíslason frá F. í. og hr. Nissen
frá dönsku flugmálastjórninni.
ýlfra í kór á þriggja tíma
fresti. Grænlandshundar gelta
ekki, þeir ýlfra eins og úlf-
ar, svo biðjandi að það sker
mann í hjartað. Og þeir eru
ósköp vinalegir, ef maður
kemur nálægt þeim. En um
leið og einhver þeirra losnar
úr tjóðrinu verður uppi fótur
og fit á staðnum. Allir rjúka
út með gúmmíslöngu að
vopni, til að handsama leys-
ingjann og binda aftur áður
en hann hefur ráðist á ann-
an hund. Því þá er blóðugur
bardagi þangað til annar ligg
ur dauður. Þeim í Meistara-
vík hefur þó feynzt óhætt að
og snapa sorp eða veiða læm-
ingja sér til matar, og verða
hundamir þá oft hungraðir
og grimmir. Það koma því
árlega fyrir slys hjá eskimó-
unum. Barn dettur og hund-
arnir hlaupa til, ef eitthvað
skyldi vera þar ætilegt, og
áður ' en nokkur veit hafa
þeir rifið barnið í sig. Hund-
arnir þurfa ekki mikla fæðu.
Hæfilegt er einn þurrkaður
fiskur og ofurlítill fleskbiti
á dag. Og þeir koma aldrei
í hús alla sína ævi, standa
bara bundnir við staur og
ýlfra. Á vetrum búa þeir sér
til holu í snjóinn, og ef frost-
ið fer niður fyrir 30 stig, þá
hringa þeir sig saman og
leggja stórt loðið skottið yfir
trýnið. Það er það eina, sem
þarf að verja. Þá líður þeim
vel.
Hundarnir eru notaðir í
Austur-Grænlandi, til að
draga sleða, sem er eina
hugsanlega farartækið á vetr
um, og án þeirra yrðu menn
að bera allan sinn farangur
á bakinu. Þeir sem hafa kom
izt upp á það að aka sleða
með 7—9 hundum fyrir yfir
hjambreiðuna í tunglskins-
biftu og renna á skíðum með
fram sleðanum, segja að ekk-
ert jafnist á við það.
En til þess þarf talsverða
leikni með hundasvipuna, um
7 m langa ól úr gransela-
skinni, sem verður að hitta
nákvæmlega . á hægra eða
vinstra eyra forystuhunds-
ins, til að stýra eykinu, eða>
aftan á þann hundinn, sem
er að reyna að svíkjast um-
að taka sinn þátt í -drættin
um og lætur sleðann þarmeð
sveigjast. Til að stjórha svip-
unni þarf æfingu og leikni,
því að öðrum kosti getur
þykk ólin allt eins vel vaf-
ist um höfuðið á manni sjálf- .
um í bakaleiðinni. Á hlað- :
inu í Meistaravík stóð líka ?
einn af starfsmönnuhum og ;
æfði sig af kappi í að, hitta ■
■stöng með svipunni. J
Við gistum aðeins eina .
nótt í hvorri leið-í Meistara-
vík og flugum síðan;áfram í
norðurátt, yfir veðurátöðina í ;
Danborg á 74. breiddarbáug ;
og til veðurstöðvarinnar 1 j
Danmarkshavn á 76,7 breidd- •
arbaug, en þar fyrir norðan -
er aðeins ein mannabyggð, .
stöðin Station Nord á 82. -
breiddarbaugnum, nærri
nyrst á Grænlandi. Þessar
stöðvar, með 12—14 menn í
hverri, eru einasta byggðin á
hálft annað þúsund km svæði
í Norðaustur-Grænlandi.
—,E. Pá.
Sýníng á skrifstofutækjum haldín í húsakynnum
Verzlunarskóla Islands á vegum Stjórnunar-
félags íslands 13.-21. september
BORGAHFELL HF.
EINAR J. SKÚLASON
G. HELGASON & MELSTED H F.
GEORG ÁMUNDASON <S CO.
GÍSLI J. JOHNSEN
V
GOTTFRED BERNHÖFT <5. CO. HF.
GUNNAR ÁSGEIRSSON HF.
H. BENEDIKTSSON HF.
H. ÓLAFSSON <5, BERNHÖFT
I. BRYNJÓLFSSON & K^ARAN
IDNAÐARMÁLASTOFNUN ÍSLANDS
LANDSSTJARNAN H F.
OPIÐ K L. S-
LARUS FJELDSTED
MAGNÚS KJARAN
O. KORNERUP HANSEN
OFFSETPRENT HF.
ORKA HF.
OTTÓ A. MICHELSEN
OTTÓ B. ARNAR
PÓSTUR OG SÍMI
RADIÓ- OG RAFTÆKJASTOFAN
t
SNORRI P. B. ARNAR
VÉLAR OG VIÐTÆKI
Þ Ó R H F. .
ro
VJ1
oo
vo
Q\
ú)
ro