Morgunblaðið - 14.09.1963, Page 17
1 Laugardagur 14. sept. 1963
MORCUN BLAÐIÐ
17
Laxveiðistöðin í Kollafiröi heimsótt. Veiðimálastjóri, I*ór Guðjóns son, segir frá starfsemi stöðvarinnar.
UTGEFANDI: SAMBAND UNGHÁ SJALFSTÆÐISMANNA
ni
j
HITSTJÓRAR: BIRGIR ÍSL GUNNARSSON OG ÓLAFUR EGILSSON
iÆskan og hið opinbera
Æskulýðsmálaefni hafa
verið ailmikið umræðuefni
að undanförnu, enda sums
staðar verið all róstusamt,
þar sem ungt fólk hefur kom
ið saman. Slæm hegðun
æskufólks er þó ekkert ný-
mæli, sem sérstaklega ein-
kennir þennan áratug aldar-
innar. Slíkt hefur komið
upp hvað eftir annað og má
í því sambandi t.d. minna á
hinar frægu Þingvallar-„org
iur“, er Æskulýðsfylkingin
efndi til á árunum um og eft
ir 1950. Segja má þó, að ald-
ur þeirra sem farnir eru að
neyta áfengis, hafi færst nið-
ur nú hin síðari ár.
Að fráteknum stílfærðum
frásögnum dagblaðanna og
annarra fréttahlaða, má segja
að blaðaskrif um æskulýðs-
málefni hafi verið með meiri
raunsæisblæ nú en oft áður
V'eynt er að skilja vandamál-
ið til hlítar og víða er að
því unnið að finna raunhæfa
lausn. Hinsvegar er minna
um sleggjudóma og órök-
studdar fullyrðingar.
Þegar rætt er um vanda-
mál æskulýðsins, hlýtur at-
hyglin að beinast að þeim að-
ilum, sem sérstaklega láta
mál þessi til sín taka. Ann-
ars vegar æskulýðsfélögin,
sem safna ungu fólki undir
merki sitt, og hins vegar hið
opinbera, ríki og sveitarfé-
lög. Krafan um aukin afskipti
hins opinbera af félagsmál-
um æskufólks verður stöðugt
háværari, enda hefur sú enn
fremur orðið raunin í ná-
grannalöndum okkar.
Þá vaknar spurningin um
það, í hvaða formi hin op-
inberu afskipti eigi að vera.
Á hið opinbera að halda
sjálft uppi víðtækri félags-
starfsemi fyrir æskufólk með
öllum þeim starfskröftum og
aðstöðu til félagsstarfsemi,
sem slíkt þarfnast. Eða á *hið
opinbera með fjárstyrkjum
eða á annan slikan hátt að
styrkja hin frjálsu æskulýðs
félög, skapa þeim möguleika
tii aukinnar og fjölþættari
starfsemi og laða fram til
árangursríkara starfs þá
krafta, sem þau búa yfir.
Sjáifsagt verður að fara bil
beggja í þessum efnum og
finna heppilega stefnu. Æsku
lýðsfélögin verða að fá mögu-
leika á því að styrkjast og
eflast frá því sem nú er. Það
hlýtur að vera hlutverk hins
opinbera að stuðla að því.
Ríki og sveitarfélög ættu sið-
an sjálf að beina þeim starfs
kröftum, sem þau hafa yfir
að ráða i þessum efnum, til
að fást við þau ungmenni,
sem eru raunverulegt vanda
mál fyrir umhverfi sitt.
Reykjavíkurborg hefur ver
ið braiitryðjandi í þessum efn
um með því að setja Æsku-
lýðsráð Reykjavíkur á stofn.
Ráðið hefur sjálft haldið uppi
viðtækri félagsstarfsemi fyrir
æskufólk. Æskulýðsráðið hef
ur nú starfað í mörg ár og
því er nú tími til kominn að
staldra við og endurskipu-
leggja starfsemi ráðsins, enda
er nú þegar að því unnið.
Þegar rætt er um að styrkja
æskulýðsfélög, kemur enn sá
vandi upp, eftir hvaða leið-
um slíkt eigi að gera. Ekki
alls fyrir löngu birtist hér
á siðunni viðtal við tvo
sænska æskulýðsleiðtoga, þar
sem þeir skýrðu stuttlega frá,
hvernig þessi mál eru skipu-
lögð í Svíþjóð. Þar kom m.a.
fram, að rekstrarstyrkir til
æskulýðssamtaka eru í því
formi, að félögin undirbúa
starfsáætlanir fyrir ákveðið
tímabil og sækja síðan um
styrki til hins opinbera til
að standa straum af kostn-
aði við framkvæmd ákveð-
inni liða starfsáætlunarinnar.
Síðan er það metið af sam-
starfsnefndum æskulýðsfélag
anna og hins opinbera, hvort
viðkomandi starfsemi hafi al-
mennt félagslegt gildi og
reynist svo vera, er styrkur
veittur til þeirrar starfsemi.
Eftirtektarvert er, að í þess-
um efnum sitja hin stjórn-
málafélög æskunnar við sama
borð og önnur æskulýðsfélög.
Þegar rætt er um gildi
æskulýðsfélaga hér á landi,
gleymast hin pólitísku æsku-
lýðsfélög oftast. Meðai ná-
grannaþjóða okkar opnast
augu manna hinsvegar stöð-
ugt betur fyrir gildi slíkra
félagssamtaka. Hin pólitísku
æskulýðsfélög eru reyndar
ávallt tengd ákveðnum stjórn
málaflokki. En margt af
þeirri starfsemi, sem þar fer
fram, hefur hinsvegar al-
mennt þjóðfélagslegt gildi og
er líklegt til þess að skapa
þroskaðri og ákveðnari þjóð-
félagsþegna. f slíkum félög-
um eru t.d. rædd ýmis þjóð-
félagsvandamál, sem önnur
samtök fjalla ekki um.
Ef einhverntíma kemur að
því hér á landi að hið opin-
bera veiti æskulýðssamtök-
um rekstrastyrki í svipuðu
formi og gert er í Svíþjóð,
virðist sjálfsagt að sá hluti
af starfsemi hinna pólitísku
æskulýðsfélaga, sem hefur al-
mennt þjóðfélagslegt gildi,
njóti styrkja eins og starfsemi
annarra æskulýðssamtaka.
Það hlýtur og að verða skil-
yrði að um fulkomlega lýð-
ræðisleg samtök sé að ræða.
— BÍG.
Heimdallarfer&ir á sumrinu
MYNDIRN AR á síðunni eru
teknar í kvöldferð Heimdallar
um Reykjanes svo og í eftirmið-
dagsferð félagsins þegar Trölla-
foss var m. a. skoðaður. Þá efndi
félagið til ágætra kynnisferðar
í Sementsverksmiðjuna á Akra-
nesi, þar sem þátttakendurnir 80
sátu einnig fund með ungum
Sjálfstæðismönnum á Akranesi
og tóku þátt í dansleik, sem Þór
F.U.S. hélt.
★
Fyrri ferðin, sem hér birtast
myndir frá, var kvöldferð um
Reykjanes og þótti hún takast
með ágætum. Leiðsögumaður í
ferðinni var Helgi S. Jónsson.
Ekið var um Keflavík, þaðan út
í Garðskagavita, en gengið var
upp í hann og útsýnisins notið.
Þá var ekið um Sandgerði og
gengið um 15 mín. leið niður í
Bátsenda þar sem mikill verzlun-
arstaður var allt til flóðanna
miklu 1799.
Tröllafossferðin svokallaða var
farin sl. laugardag og voru þátt-
takendur mjög ánægðir með
hana, enda víða komið við.
Dælustöðin í Mosfellssveit var
m.a. skoðuð undir leiðsögn Guð-
mundar Jóhannssonar. Að því
loknu var ekið að Þverárkoti og
gengið upp með Leirvogsá að
Tröllafossi, en sú leið tekur um
25 mínútur. Dáðust þátttakendur
þar mjög að hinu tröllslega um-
hverfi fossins, sem sjálfur var
heldur vatnslítill. Dvalið var um
stund við fossinn og timinn not-
aður til þláberjatínslu.
Við Laxeldisstöðina í Kolla-
firði tók á móti hópnum Þór
Guðjónsson veiðimálastjóri. Var
í fyrstu ekið upp á hæð nokkra,
sem er til hliðar við stöðina og
gefur gott útsýni yfir Laxeldis-
stöðina. Þar útskýrði veiðimála-
stjóri undirbúningsframkvæmdir
við stöðina, starfsemi hennar og
framtíðarmöguleika. Stöðin mun
kosta 12 milljónir fullgerð, en
talið er að hún geti borgað sig
upp á 8 árum. Mjög ánægjulegt
var að heimsækja stöðina og sjá
hversu miklu hefur verið áorkað
á þessum tveim árum, síðan
framkvæmir hófust þar efra.
Óráðið er hvort fleiri ferðir
verði farnar í sumar, en í vetur
verður sem fyrr efnt til kynnis-
ferða um Reykjavik og nágrenni
þar sem merk fyrirtæki og stofn-
anir verða skoðaðar. Þær ferðir
verða með sama fyrirkomulagi
og ferðir Heimdallar í Vinnu-
fatagerð íslands, Kassagerðina,
Hörpu, Isbjörninn, Mjólkurbú
flóamanna, Sementsverksmiðj-
úna, Steingrímsstöð Og fleiri
stofnanir, sem mjög fróðlegt var
að heimsækja..
Kjördæmisþing S. U. S.
í norðurlandskjördæmi eystra
KJORDÆMISÞING ungra
Sjálfstæðismanna í Norður-
landskjördæmi eystra verður
haldið á Húsavík laugardag-
inn 14. september n.k. og hefst
strax að loknu fjórðungsþing
inu, sem getið er um annars
staðar hér á síðunni.
Rétt til setu hafa fulltrúar
félaga ungra Sjálfstæðis-
manna í kjördæminu, svo og
fulltrúar úr héruðum þar sem
ekki eru félög samkvæmt nán
ari ákvörðun kjördæmisþings
hverju sinni.