Morgunblaðið - 14.09.1963, Side 22
22
MORCU N BLADIÐ
' taugardagur 14. sept. 1963
40 íþróttaleiðtog-
ar á f undi við Geysi
f DAG hefst í Haukadal í Bisk-
upstungum fundur helztu íþrótta
leiðtoga landsins. Það er fram-
kvæmdastjórn ÍSf sem boðar til
fundarins og kallar saman for-
menn allra sérsambanda og allra
héraðssambanda innan ÍSÍ. Eru
formennirnir 33 talsins og auk
þeirra eru framsögumenn og
framkvæmdastjórnarmenn ÍSÍ
samtals yfir 40 manns. Fundur
Vestur-
bæingar
lakastir
NORRÆNU sundkeppninni
lýkur á sunnudag. Þá verða
'sundstaðirnir í Reykjavík opn
ir til kl. 20.00 fyrir þátttak-
endur.
í hverfakeppninni í Reykja-
vík skara Austurbæingar fram
úr, en borginni er skipt í þrjú
svæði. Vesturbærinn nær að
Klapparstíg, Skólavörðustíg,
Eiríksgötu og Barónsstíg. Mið-
bærinn nær austur að Grens-
ásveg, Suðurlandsbraut og
Lækjarteig. Þátttaka er orðin:
Austurbær 3512 eða 13%
Miðbær 2733 eða 11%
Vesturbær 2278 eða 10%
í gær kom til Mbl. sundmað
ur úr KR og bað okkur fyrir
áskorun frá deildinni til allra
KR-inga og annarra Reykvík
inga að synda nú þegar 200
metrana.
Kópavogs-
meistaramót
í frjálsum
Kópavogsmeistaramót í frjáls-
um íþróttum verður haldið á
íþróttasvæðinu við Fífuhvamm
í dag og á morgun og hefst
keppnin kl. 2 báða dagana. í
dag fer fram keppni stúlkna og
sveina en á sunnudag keppn;
karla.
Enska knat
spyrnan
ÚRSLIT leikja í ensku deildar-
keppninni, sem fram fór fyrri
hluta þessarar viku, urðu þessi:
1. deild
West Ham — N. Forest 0-2
Wolverhampton — Liverpool 1-3
Arsenal — Aston Villa 3-0
Burnley — Fulham 4-1
Birmingham — W.B.A. 0-1
Chelsea —- Blackburn 1-0
Everton — Bolton 2-0
Leicester — Sheffield W. 2-0
Manuhester U. — Blackpool 3-0
Sheffield U. Stoke 4-1
2. deild
Middlesbrough — Rotherham 2-2
Preston — Plymouth 0-0
Scunthorpe — Sunderland 1-0
Framhald á bls. 23.
þessi er alger nýjung í starfi ÍSÍ
og binda stjórnarmenn sambands
ins miklar og góðar vonir við
hann.
Sex framsöguerind'
Á fundinum verður fjallað um
6 mál, framsaga flutt í hverju
þeirra, nefndir starfa síðan og
fjalla um málin og síðan koma
þau aftur til umræðu.
Framsöguerindin eru þessi:
1. Reikningar félaga og héraðs
sambanda (Sigurgeir Guðmanns
son).
2. íþróttamerki ÍSÍ (Jens Guð-
björnsson).
3. Á hvern hátt er hægt að
auka íþróttastarfið (Þorsteinn
Einarsson, Benedikt Jakobsson
og Gísli Halldórsson).
4. Kennsluskýrslur og fjármál
(Þorsteinn Einarsson).
5. íþróttablaðið (Gísli Hall-
dórsson og Þorsteinn Einarsson).
6. Heitstrenging íþróttamanna.
Norrænt nám-
skeið frjáls-
íþróttaþjálfara
DAGANA 17. til 19. nóvember
1963 verður háð norænt nám-
skeið frjálsíþróttaþjálfara í
Vejle, Danmörku. Á námskeiði
þessu verða flutt fjölmörg fróð-
leg erindi um nýjungar í þjálfun
og hinn heimsfrægi þýzki þjálf-
ari, Toni Nott mun m.a. ræða
um nýjungar í þrekþjálfun.
Væntanlegir þátttakendur eru
beðnir að hafa samband við for
mann FRÍ, Inga Þorsteinsson,
símar 10969 og 10090, en hann
veitir allar nánari upplýsingar.
Séð yfir hluta af lauginni.
Sundlaug vígð á Eskifirði
SUNNUDAGINN 1. sept. sl. var
vígð ný sundlaug á Eskifirði. —
Sundlaugin, sem er útisundlaug,
er 12,5x6,5 m. Áfast við hana eru
búnings- og baðklefar, afgreiðslu
salur, kennaraherbergi og her-
bergi fyrir sundlaugarvörð, er
það hús 132,5 ferm. Laug og hús
er hitað upp með olíu. Um fram-
kvæmdir sá nefnd skipuð af
hreppsnefnd Eskifjarðar. Um alla
hita- og vatnslögn sá Karl Sím-
Úrslit í 4. flokki
ídag
I DAG leika á Melavellinum Vík-
ingur og Akurnesingar til úrslita
í landsmóti 4. flokks. Leikurinn
hefst kl. 5.
Á morgun leika Hafnfirðingar
og Vestmannaeyingar í Hafnar-
firði kl. 2 og á Akranesi leika kl.
4.30 Víkingur og B-lið Akurnes-
inga. Eru þetta leikir í 3. umferð
bikarkeppninnar.
onarson. Rafmagnslögn Elis
Guðnason. Málning Guðmundur
Auðbjörnsson. Múrverk Þorvald-
ur Friðriksson og Jóhann Guð-
GuÖmundur Vilhjálmsson
gjaldk. sundlaugarnefndar
lýsir aðdraganda og byggingar-
framkvæmdum.
Barizt um hvert stig á
meistaramóti Rvíkur
\
jónsson. Mósaik á gólf og veggi I
baðklefum Haraldur Logason,
Reykjavík.
Kostnaður við laugina er orð-
inn um 2 millj. kr. Er þá eftir
frágangur á lóð og ýmsu smá-
vegis, sem ekki vannst tími til
að ljúka við fyrir opnun laugar-
innar.
Sunkennari hefur verið ráðin
ungfrú Guðlaug Kristófersdóttir
frá SandgerðL
Aðalhluti mótsins i dag og
á morgun
dEISTARAMÓT Reykjavíkur í
frjálsum íþróttum fer fram að
mestu nú um helgina. Hefst
keppnin kl. 3 í dag á Laugardals
velli og verður þá keppt í 10
greinum en í 11 á sunnudaginn
á sama tíma. Alls eru keppendur
50 talsins, 26 frá ÍR, 19 frá KR,
3 frá Ármanni auk 2 gesta utan-
bæjar.
Þessi meistarakeppni er jafn
framt stigakeppni milli Reykja-
j víkurfélaganna um titilinn —
„bezta frjálsíþróttafélagið 1963“
Stig eru reiknuð þannig að 1.
maður hlýtur 7 stig, annar 5,
þriðji 4, og áfram, 6. maður 1 st.
Lokið er keppni í 3 greinum,
hindrunarhlaupL 10 km hlaupi
og tugþraut. Eftir þær greinar
hefur KR hlotið, 40 stig, ÍR 7 og
Ármann ekkert.
Spennandi keppni
Allir beztu frjálsíþróttamenn
borgarinnar . eru með í mótinu
og stigakeppnin hefur gefið mót
inu spennandi svip þó stundum
hafi verið sótt af of miklu kappi.
Hér er loks til gamans tímaseð
ill keppninnar um helgina.
Laugardagur:
Kl. 3.00:
Kúluvarp — Hástökk.
Kl. 3,15:
200 m hlaup. A-riðill.
Kl. 325:
200 m. hlaup. B-riðill.
Kl. 3.40:
Spjótkast.
Kl. 3.45:
5000 m. hlaup:
Kl. 4.00:
Langstökk.
Kl. 4,30:
400 m grindahl. A-riðill.
KI. 4,40:
400 m. grindahl. B-riðill.
Sunnudagur:
Kl. 3.00:
Stangarstökk — 110 m grinda-
hl. A-riðill — Kringlukast.
Kl. 3,10:
110 m grmdabl. B-riðilL
Kl. 3.35:
100 m hlaup. A-riðill.
Kl. 3.45:
100 m hlaup. B-riðill.
Kl. 3.50:
Þrístökk.
Kl. 4.05:
400 m hlaup. A-riðill.
KI. 4.15:
400 m hlaup. B-riðill.
Kl. 4.15:
Sleggjukast.
KI. 4.45:
1500 m hlaup.
Fimmtarþraut MI
endurtekin 22
september
KEPPNI í þeim greinum
Meistaramóts íslands í frjálsum
íþróttum, sem ólokið er, þ.e.
4x100 og 4x400 m boðhlaupi,
3000 m hindrunarhlaupi og
fimmtarþraut fer fram á Mela-
vellinum sunnudaginn 22. sept-
I ember n.k. og hefst kL 14.
ÞRÁTT fyrir að háværar radd
ir séu uppi um það að Liston
heimsmeistari og Ingimar Jo-
hansson mætist í hnefaleika-
hringnum, þá er Ingimar ekki
á lista yfir 10 þungavigtar-
"kappa, sem alþjóða hnefa-
i leikasambandið birtir við og
við yfir „næstu og líklegustu“
láskorendur á heimsmeistar-
ann.
Cassius Clay er þar efstur á
lista og síðan koma 2) Doug,
Jones 3) Cleveland Williams
4) Ernie Terell 5) Billy Dani-
els 6) Henry Cooper 7) Flloyd
Patterson 8) Zora Folley 9),
Roger Rscher og 10) T.
iSpencer.
Ársþing FRÍ
í nóvember
ÁRSÞING Frjálsíþróttasam-
bands íslands fer fram í Reykja-
vík dagana 23. og 24. nóvem-
ber 1963. Tillögur og lagabreyt-
ingar, sem sambandsaðilar ætla
að leggja fram, þurfa að berast
stjórn FRÍ, Pósthólf 1099 í síð-
asta lagi tveim vikum fyrir þing
ið.
Stjóm FRI hefur valið þá Val-
björn Þorláksson, KR og Kjart-
an Guðjónsson, KR sem keppend
ur íslands á landskeppni þjóða
í tugþraut. Keppni þessi fer
fram í Lúbeck, Vestur-Þýzka-
landi dagana 5. og 6. október.
Danir og íslendingar senda sam
eiginlegt lið. —