Morgunblaðið - 14.09.1963, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 14.09.1963, Qupperneq 23
Laugardagur 14. sept. 1963 MORCUNBLAÐIÐ 23 Greinargerð frá Sjómannafélaginu Samninganefnd Sjómannafé- lags Reykjavíkur, í deilu þeirri er nú stendur yfir á verzlunar- flotanum, leyfir sér vegna vill- andi upplýsinga útgerðarmanna um kaup og kjör háseta á verzl- unarskipum, sem fram hafa kom ið í blöðum undanfarna daga, að taka fram það er hér fer • á eftir: í greinargerð útgerðarmanna er því slegið föstu að mánaðar- laun háseta, ásamt meðalyfir- vinnu séu þær „er þeir síðan birta í tölum.“ í þeim tölum er reiknað með á annað hundrað yfirvinnustundum á mánuði fram yfir venjulegan dagvinnustunda fjölda, sem sjálfsögðum hlut, eins og þeir hafi aldrei heyrt getið um 8-stunda vinnudag. Sjómenn hafa ekkert um yfir- vinnu á skipunum að segja og ekki í þeirra valdi hvort hún er meiri eða minni. Á sumum skipum er hún óhæfilega mikil, öðrum lítil sem engin. Nokkuð stór hópur farmanna hefur allt- af litla sem enga yfirvinnu, en það eru dagmenn í vél, þótt há- setar vinni jafnvel sólarhring- um saman. f landi geta þeir, sem yfirvinnu vinna, horfið frá og farið heim, afneitað allri yfir- vinnu, ef heilsa eða aðrar á- stæður bjóða svo. Á farskipunum eru það yfir- menn f.h. útgerðanna, sem skipa fyrir um alla vihnu og verða hásetar og aðrir undirmenn, skv. sjólögum, að vinna alla þá vinnu, sem til fellur, hvenær sem skip- un kemur þar um og hafa engan rétt til íhlutunar um lengd henn ar. Hluti yfirvjnnu í tekjum far- manna er því algjörlega und- ir útgerðunum sjálfum komið. Afskipti Sjómannafélagsins af þessum lið eru þau ein, að krefj- ast sambærilégra launa til handa m.a. vegna hinnar ódýru yfir- vinnu háseta. Útgerðarmönnum bar að sjálf- sögðu að taka árstekjur og vinnu stundafjölda, og þar sem slíkur samanburður er til fyrir árið 1962, skulu birt nokkur dæmi: Hásetar hjá einu skipafélaganna sem voru með yfir 300 skráning ardaga (meðaltal 323) höfðu í meðaltekjur fyrir 1962 kr. 96.290,- að meðtöldu orlofi en ekki líf- eyrissjóðsgjaldi 6%. Til þess að ná þessum tekjum þurftu þeir að skila 3422 vinnustundum eða tæpum 12 klst. á vinnudag. Fast ir hafnarverkamenn hjá Eim- skipafélaginu höfðu á sama ári að meðaltali 91,8 þús. kr. tekjur en skiluðu 2802 vinnustundum. Þetta er með orlofi en án 1% í sjúkrasjóð. Kranastjórar hjá Kol & Salt kr. 120 þús. með 2967 vinnust. Vkm. hjá Olíufélaginu 112,5 þús. með 3008 vinnustundir. Vkm. hjá Héðni kr. 96,8 þús. . með 2615 vinnustundir. Vkm. hjá Sænska ísl. frystih. kr. 95,1 með 2759 vinnustundir. Birgðav. hjá Áburðarverksm. kr. 134,2 þús. með 3402 vinnust. Svona mætti lengi halda áfram, en hér skal staðar numið að sinni. Sjómannafélagið neitar ein- dregið, að miða nokkrar launa- kröfur sínar við óhæfilega mikla yfirvinnu. Ef útgerðirnar vilja láta vinna slíka vinnu verður að greiðast fyrir það sambærilega og hjá öðr um stéttum. Mánaðarkaup og kröfur far- manna voru og eru: Mánaðarkaup fullgildra háseta í júní 1963 á þrískiptri vakt með SVi klst. vinnu á sólarhring að meðaltali: Samkomnlag Kröfur 2/9 1963 9/9 1963 Fast mánaðarkaup 5216.39 5.607.62 7.600.00 Orlof 312.98 336.46 456.00 Lífeyrissjóður 6% 312.98 336.46 456.00 Samtals kr. 5.842.35 6.280.00 8.512.00 Fullgildur háseti á tví- skiptri vakt, 12 klst. á sólarhring í sjó. Fast mánaðarkaup 5.216.39 5.607.62 7.600.00 Vaktatillegg 743.93 799.72 2.500.00 Orlof 6% 357.62 384.44 606.00 Lífbeyrissjóður 6% 357.62 384.44 606.00 Jamtals kr. 6.675.56 7.176.22 11.312.00 farmönnum og aðrar starfsgrein- ar hafa, fyrir sambærilega vinnu. Sérstaða ýmissa starfsgreina hefur verið viðurkennd á síðustu misserum, svo að þótt Vinnu- veitendasamband íslands o.fl. hafi samið við vmf. Dagsbrún um einhverja hækkun fyrir verkamenn hefur það ekki verið mælikvarði í öllum tilfellum á þær launbætur er einstakar aðr- ar starfsgreinar hafa þurft að fá og krafist. Samanburður við hinar mörgu starfsgreinar sem yfirborga, verkafólk sitt, munum við ekki gera, enda sá samanburður og annar fáránlegur, nema um leið sé getið þess vinnustundafjölda sem skila þarf, til að hljóta ákveðnar launatekjur, auk ann- arra atriða svo sem fríðinda og vinnuaðstöðu og þá m.a. hvort einstaklingurinn vinni nálægt heimili sínu, og geti því nýtt frístundir sínar til frekari tekju öflunar beint eða óbeint, eða búi við hina miklu fjarveru far- manna og mikil útgjöld af þeim sökum. Algjörlega er þýðingarlaust fyrir útgerðarmenn að taka sem dæmi um launatekjur farmanna, þann mánuð ársins, sem vinnu- þyngstur er hjá hásetum vegna viðhaids skipanna hjá því skipa félagmu sem ósparast er á slikt Ath. Til þess að geta fengið kaup fullgills háseta þurfa þeir Álit sérfræð- inga á flugvelli VEGNA mikilla blaðaskrifa s.l. vor um öryggismál Reykja- víkurflugvallar, sneri flugmála- stjóri, Agnar Kofoed Hansen, sér til Alþjóðaflugmálastofn- unarinnar og fór fram á, að sérfræðingur hennar athuguðu allar aðstæður við völlinn. Stofn unin sendi hingað tvo sérfræð- inga, annan öryggisfræðing en hinn flugvallafræðing. Þeir hafa nú skilað tveimur sjálfstæðum álitsgerðum, sem verða væntan- lega birtar í næstu viku. Nýir póst- og sím stjórar TVEIR nýir póst- og símstjór ar hafa verið skipaðir, annar á Húsavík og hinn á Patreks- firði. Ragnar Helgason var skip- aður póst- og símstpóri á Húsa- vík, en Eggert Haraldsson á Patreksfirði. Báðir hafa þeir ver ið símvirkjar við bæiarsimann í Reykjavik. að hafa siglt í 12 mánuði sem viðvaningar á miklu lægra kaupi Ef 'menn í rólegheitum at- huga kröfur þær er Sjómanna- íeiagið hefur gert vegna far- manna, miðað við allar aðstæð- ur og þá jafnframt samanborið við þau laun sem ýmsar aðrar starfsstéttir hafa, komast þeir á- byggilega að raun um að þær em fyllilega sanngjarnar. Reykjavík 13. september 1963 Samninganefnd Sjómannafélags Reykjavíkur Ur deild H. Ben. & Co. Skrifstofutœkni 7963 í GfflR var sett í nýjum húsa- kynnum Verzlunarskóla íslands fyrsta samsýning skrifstofuvéla, sem haldin héfur verið hér á landi. Stjórnunarfélag íslands átti frumkvæðið að þessari sýn- ingu, sem nefnist „Skrifstofu- tækni 1963“. en á henni sýna fjöl margir innflytjendur vörur sýn- ar. Frarnkvæmdastjóri sýningar- innar er Árni Þ. Árnason, en uppstillingu og skreytingu ann- aðist Kjartan Guðjónsson, teikn- ari. , Auk 22 innflytjenda taka Iðn- aðarmálastofnun íslands og Póst og Símamálastjórnin þátt £ sýningunni. Iðnaðarmálastofn- unin sýnir fyrstu íslenzku staðl- anir (standarda). J akob Gíslason raforku- Viðskiptamálaráðherra, Gylfi Þ. Gíslason, skoðar sýninguna. Kirkjudagur Langholts- safnaðar KIRKJUDAGUR Langholtssafn- aðar verður á morgun og hefst með guðsþjónustu kl. 2. Þá leik- ur lúðrasveitin Svanur, og séra Ólafur Skúlason flytur ræðu. — Liðin eru tíu ár síðán Langholts- söfnuður tók upp þann sið að hafa kirkjudag einu sinni á ári. — Síðdegis verður fjölbreytt barnaskemmtun með söngvum, sýningu og leikum, en að kvöldi helgisamkoma í kirkjunni. Þar verða flutt ávörp, lesið upp, leik- ið á celló, og kirkjukórinn syng- ur. Kaffisala, sem kvenfélag safnaðarins annast, verður allan daginn eftir messu. Hátíðahöld verða úti á skrautlýstu svæði við safnaðarhúsið, ef veður leyfir. — /jb róttir Framh. af bls. 22 Grimsby — Charlton 0-2 Huddersfield — Swansea 1-0 Swindon — Manuhester City 3-0 Cardiff — Bury 2-1 Derby — Leyton O. 1-0 Leeds — Portsmouth 3-1 Newlastle — Southampton 2-2 Norwich — Northampton 3-3 Manchester United er í efsta sæti í 1. deild með '10 stig, en W.B.A. er nr. 2 með 9 stig. 1 2. deild er Swindon efst með 12 stig, en í öðru sæti er Middlesrough með 9 stie. Akranesi, 13. september. LANDLEGA er hjá hvalbát- unum. Veðráttan er óhagstæð, eins og sakir standa. Þrír hval- bátanna liggja inni á Reykja- víkurhöfn, og einn liggur fyr- ir akkerum vestur undir Jökli. Vinnsla hætti í bili á hvalkjöti í hraðfrystihúsi Heimaskaga h.f. á hádegi í dag. Þá var búið að hraðfrysta birgðirnar, sem fyrir lágu. — Oddur málastjóri, formaður Stjórnunar- félags íslands, opnaði sýninguna og bauð velkomna gesti, en með- al þeirra var viðskiptamálaráð- herra, dr. Gylfi Þ. Gislason. Jakob sagði meðal annars i ræðu sinni: — Aukningu viðskipta og framkvæmda á síðustu manns- öldrum hefur fylgt síaukin skriffinnska. Þeim, er að alls konar skrifstofustörfum vinna, hefur fjölgað í hlutfalli við ann- að starfandi fólk. Þessi þróun hefur oft verið tal- in óæskilegt og neikvæð, en hún er það ekki í sjálfu sér. Aukn- ing skrifstofustarfanna í víðustu merkingu þess orðs hefur verið nauðsynlegur þáttur í hinni öru þróun verkmenningar og óhjá- kvæmilegt skilyrði vaxandi af- kasta einstaklingsins í allri fram leiðslu og margvíslegu atvinnu- rekstri. Skrifstofustörfin eru snar þáttur stjórnunar og bætt Og fullkomnuð stjórnun er jafn snar þáttur í þróun verklegrar menningar á vorum tímum. En vélvæðingar- og hagræðingar er ekki síður þörf við skrifstofu- störfin en á öðrum sviðum. Þó verða skrifstofustörfin lengi vel nokkuð útundan í þessu efni. Þótt segja megi að verkmenn- ingu vorri með vélvæðingu sinni og sjálfvirkni, hafi að vissu leyti verið útungað á skrifstof- um fylgdist sjálft skrifstofustarf- ið ekki strax með í þeirri þróun. Nú er að verða á þessu ör breyt- ing Og með nýrri og fullkomnari skrifstofutækni aukast og marg- faldast afköst skrifstofustarfs- liðsins jafnframt því em nýir möguleikar opnast, sem áður vóru alls óþekktir til að beita skrifstofutækninni í þágu enn fullkomnari stjórnunar í at vinnulífi mannanna með þeim framförum sem því fylgir eða eins og segir í vígorði 13. ráð- stefnu CIOS — Alþjóðanefndar- innar um vísindalega stjórnun: „Human Progress through better Management“. — Ferb okkar Framh. af bls. 24 inn hefði verið sendur ein- faldlega vegna þess, að hann sé hæfasti maðurinn til að vinna verkið). — Það gleður mig mjög að koma nú til íslands, en hingað hef ég ekki komið frá þvi í Þorskastríðinu 1958. Ég hlakka til að hitta minn gamla vin Eirik Kristófersson aftur, en hann kemur um borð á mórgun til að snæða hádegis- verð. — Við Eiríkur vorum harð- ir andstæðingar á sínum tima, en ég bar alltaf virðingu fyrir honum. Við börðumst með tilvitnunum í biblíu og nokkrum þorskum, en það er allt Iiðið sem betur fer. — Við gerum ráð fyrir því, að vera um 14 daga í ferðinni í allt. Slæðingarnar sjáifar taka kannski 2—3 daga. — Ég er nú að fara ásamt skipherrum mínum til að hitta Gunnar Bergsteinsson hjá Landhelgisgæzlunni. Munum við fara yfir og ræða áætlanir nm slæðingarnar, sem eru gerðar í samráði við Land- Landhelgisgæzluna. Skip Anderson taka olíu í Reykjavik og munu líklcga einhver þeirra þurfa að koma til Reykjavíkur í næstu viku til að fá olíu, en vegna verk- falls á olíuflutningaskipum er ólíklegt, að olia fáist úti á landi. Síldarskipin ganga fyrir þeirri olíu sem til er. Með slæðingarflotanum fer Lárus Þorsteinsson frá Land- helgisgæzlunni og mun fylgj- ast með framkvæmdinni. f dag mun Barry Anderson ganga á fund Guðmundar f Guðmundssonar, utanrikisráð herra, og síðar á fund Geirs Hallgrímssonar, borgarstjóra. Um hádegið býður Ander- son Eiríki Kristóferssyni til veizlu í Reclaim og auk hans Gunnari Bergsteinssyni yfir- manni Landhelgisgæzlunnar í fjarveru Péturs Sigurðssonar, Herði Helgasyni, formanni varnarmálanefndar, Aðal steini Júliussyni, vitamála- stjóra, og yfirmanni brezka sendiráðsins í fjarveru Ba.sU- Boothby, ambassadors.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.