Morgunblaðið - 06.10.1963, Page 1

Morgunblaðið - 06.10.1963, Page 1
36 síður (I.) 50 árgangur 217. tbl. — Sunnudagur 6. október 1963 PrentsmiSja Morgunblaðsins Leiötogar uppreisnar- manna ákaft hylltir llad] hafnar f riðartilboði Ben BeBla Algeirsborg, 5. okt - AP-NTB: Mohand Ou E1 Hadj, ofursti, leid togi uppreisnarmanna í 91sír, hef nr hafnað tilboði Ben Bella, for seta, um friðarsamninga og lýst Jiví yfir að andstaðan við „ein- veldið“ muni breiðast um allt landið. Sagði Hadj á fjöldafundi í nágrenni Michelet í gær að upp reisnarmenn myndu ekki leggja niður vopn fyrr en „réttlætið rikti í'Alsír á ný“. Seint í gærkvöldi gáfu leiðtog ar uppreisnarmanna út yfirlýs- ingu þess efnis að leiðtogarnir hafi lengi án árangurs reynt að koma á málamiðlun innan frels ishreyfingarinnar (FLN). Sé því tilgangslaust að ræða við Ben Bella. Síðdegis í dag söfnuðust 3000 Berbar saman í Azazga í Kabýlía fjöllum og hylltu leiðtoga upp- reisnarmanna. Azazga er borg í fjöilunum, aðeins 100 km frá Aigeirsborg. Á útifundinum á Azazga talaði Bandaríkja- menn ahyggjufullir Washington 5. okt. NTB. DEAN Rusk, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, lýsti því yfir í gærkvöld, að Bandaríkih litu mjög alvarlegum augum á atburð ina í Dominikanska lýðveldinu og Honduras. Rusk sagði, að Bandaríkin hefðu alla hernaðar- lega og efnahagslega aðstoð til ríkjanna tveggja og að þegar hafi verið hafizt handa um að kalla heim nefndir þær, sem ann- *st hafa þá aðstoð. Rusk sagði, að ekki væri unnt •ð halda áfram neinu samstarfi milli Bandaríkjanna og þessara tveggja þjóða innan starfsviðs Framfarastofnunar Ameríku. Mohand Ou E1 Hadj, ofursti, leið togi uppreisnarmanna, og var á- kaft hylltur af Berbum. Lýsti hann því yfir að fyrsti maðurinn í þeim átökum, sem framundan an væru, hefði særzt j viðureign við fiermenn Ben Bella, og sagði jafnframt að hermenn þessir hefðu verið handteknir af upp- reisnarmönnum. ■ „Ef þið viljið vopn til þess að berjast með gegn Ben Bella, þá munum við útvega ykkur þau“, sagði Hadj, og laust mannfjöld- inn þá upp miklu fagnaðarópi: „Lengi lifi frelsið". Mohand Ou Hadj, ofursti (t.v.) og Hocine Ait Ahmed, leiðtogar uppreisnarinnar gegn Ben Bella, -4» ræða saman. brennir sig lifandi í Saigon Lögregla Diems ber á bandariskum blaðamönnum og hrifsar af þeim myndavelar — Yfirmaöur CIA kallaður heim Saigon og Washington, 5. okt. — AP — 'if í dag gerðist það í Saigon að ungur Búddamunkur brenndi sig lifandi á markaðstorgi einu til þess að mótmæla aðgerðum stjórnar Ngo Dinh Diem í S-Vietnam. Munkurinn, sem er hinn sjötti sem brennir sig lifandi, steig fyrirvaralaust út úr leigubíl með stóra gúmmíblöðru fulla af benzíni í hend- inni. Settist hann á gangstéttina, hellti yfir sig benzíninu og kveikti í. Var hann látinn eftir þrjár mínútur. ■Jc Fjöldi manns safnaðist þegar á staðinn til þess að íylgjast með atburði þessum, og þustu lögregla og herlið einnig á vettvang. Fréttamenn komu að heita strax á staðinn, og gerðist þá það, að óeinkennisklæddir lögreglumenn réðust að þremur bandarískum fréttamönnum, börðu þá og hrifsuðu af þeim myndavélar. Einn fréttamannanna, John Sharkey frá NBC, var sleginn í götuna af lögreglunni og hlaut heila- hristing. l»á börðu lögreglumenn einnig annan fréttamann frá NBC og fréttaritara New York Times í Saigon, David Halberstam. Nokkru eftir atburð þennan var handsprengju varp- að að íbúðarskálum bandarískra liðsforingja í Saigon, en manntjón varð ekki. Þá reyndu stúdentar að efna til upp- þots í öðrum borgarhluta, en lögreglan stöðvaði það. Griðasáttmáli hneppir 97 milljónir í eilífan þrældóm i — segir IMixon — Krúsjeff reynir oð halda lokinu á púðurtunnunni New York, 5. okt. — NTB R I C H A K D Nixon, fyrrum varaforseti Bandaríkjanna, ritar grein í vikublaðið Satur- day Evening Post í dag, og segir að ef til griðasáttmála milli vVarsjárbandalagsins og NATO komi, geti hann gert 97 milljónir manna að þræl- um að eilífu. í grein sinni segir Nixon m.a. „Krúsjefi, íorsætisráðlherra, veit að hann situr á púðurtunnu, og tilgangurinn með utanríkis- málastefnu þans er sá einn, að gæta þess að lokið haldist á tunn unni. Hann vonast til að honum takizt 'þetta með því að semja um griðasáttmála, og margir Bandaríkjamenn, bæði með og móti Kennedy, æskja slíks sátt- mála. En það væri í hæsta máta óviðeigandi ef ■ Bandaríkin, beint eða óbeint, gleyptu við þessari beitu Krúsjeffs, sem þýðir á rauninni, að til þess að viðhalda friðsamlegri samlbúð verði að draga línu þvert yfir Evrópu, og viðurkenna endan- lega þrælahald austan þessarar línu. „Bandaríkin verða að halda frelsishugsjóninni lifandi með í- búum A-Evrópu með því að standa á móti sérhverri spvézkri tilraun, sem miðar að því að fá yfirráð kommúnista í löndum þeirra viðurkennd. Bandaríkin mega ekki gera neitt það fyrir stjórnir A-Evrópu, sem ekki mið ar að því að leysa lönd þessi undan oki kommúnista“, segir Nixon. Vitni að sjálfsmorði munksins segja að hann hafi fyrirvaralaust stigið út úr leigubíl á markaðs- torgi í miðhlúta borgarinnar, 'sezt með krosslagða fætur á gangstéttina, hellt yfir sig benz- íninu og kveikt síðan í. Var klukkan þá um 12:30 eftir staðar tíma (04:32 ísl. tími). Var hann þegar umsveipaður eldtungum, og kipptist lítillega til, en virt- ist að öðru leyti æðrulaus. Þrem- ur mínútum síðar féll hann á gangstéttina, látinn. Lögreglan ög herlið komu á staðinn nokkrum mínútum síð- ar í skriðdrekum og brynvörð- um bílum, og voru gaddavírs- tálmanir settar upp viða í ná- grenninu. Mannfjöldi hafði þegar safn- azt fyrir nokkrum sekúndum eftir að munkurinn kveikti klæðum sínum, og virtist í fyrstu sem lögreglan hliðraði sér við að ryðjast í gegnum mannþröngina. Loks tók einkennisklæddur mað ur sig til og fleygði strámottu yfir afmyndað lík munksins og slökkviliðsmenn, sem einnig komu á staðinn, hófu að sprauta á það úr handslökkvitækjum. Óeinkennisklæddir lögreglu- menn hlupu síðan að hópi frétta manna, og urðu slagsmál er þeir Morgunblaðið * / dag Morgunblaðið í «dag: Blað I.: Bls. 3 Landleiðir — 6 Aldan, sjóm.fél. — 10 Erlend tíðindi — 11 Reykjavíkurbréf Blað n.: Bls. 1 „Hlébarðinn" — 3 Vestureyjar — 7 Kristmann Guð- mundsson: bók- menntir reyndu að hrifsa myndavélar af þeim. John Sharkey frá banda- ríska útvarps- og sjónvarpsfyrir- tækinu NBC var laminn í höfuð og herðar unz hann féll blæð- andi í götuna. Varð að sauma Framhald á bls. 2. Við munum berjast — segir Sukaino Jakarta 5. okt. — NTB. SUKARNO, Indónesíuforsetl lýsti því yfir í ræðu hér í da@ í tilefni „V arnardagsins", að Indónesía muni ekki hika við að grípa til vopna sé ástæðst fyrir hendi. „Við munum haldai áfram baráttu okkar við að eyði leggja Malaysía-ríkjasambandiði, sem stofnað var í óþökk fólks-« ins á N-Borneó“, sagði hann. Su- karno bætti því við að Indónesíai væri nú umkringd og mætti sig ekki hræra. „Heimsvaldasinn- arnir vilja nú enn einu sinni ná yfirráðum í Indónesíu," sagðj hann. Rauða Stjarnan hótar nú Dönum Moskva 5. okt. — NTB. „Rauða Stjarnan", málgagn sov ézka hermálaráðuneytisins, segir í dag öð öryggi Danmerkur sé ekki bezt borgið í samvinnu við stjórnmálamenn í Bonn, heldur sé lausnin sú, að taka ekki þát* í hernaðarsamtökum og við- halda hlutleysi. Skrif „Rauðu stjörnunnar" standa í sambandi við sameigin- Framhald á bls. 2.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.