Morgunblaðið - 06.10.1963, Síða 11

Morgunblaðið - 06.10.1963, Síða 11
Fr Sunnudagur 6. október 1963 11 MORCUNBLAÐIÐ HEYKJAVIKURBREF LaugarA 5. okt „Vita ekki hvað vekur mönnum £66 unaö Sumarið 1772 kom hingað til lands sænskur maður, Uno von Troil að nafni, er síðar varð nafnkunnur í heimalandi sinu. Veturinn eftir skrifaði hann bréf til vinar síns, þar sem hann rek- ur ferðasögu sína. Þar segir m.a.: „Ferðinni var haldið áfram frá Suðureyjum og loks náðum við . til íslands hinn 28. ágúst og vörp- uðum akkerum úti fyrir Bessa- stöðum, hinu fræga setri Snorra Sturlusonar. Okkur þótti sem við værum komnir í annan heim. í 6tað fagurra héraða, sem áður mættu augum okkar, var hér ekkert annað að sjá en ofboðs- legar minjar sundurleitustu eyði leggingar. Gerið yður í hugar- lund land, þar sem hvergi sést annað en nakin fjöll með eilífum jökli á efstu brúnum. Á láglend- inu milli fjallanna rísa gleraðar klappir með háum og hvössum brúnum, sem keppast við að fela hinn litla gróður, sem var á milli þeirra. Að baki þessara skugga- legu múra leynast byggðir lands- manna, dreifðar út um allt. Hvergi sést nokkurt tré, sem* skýlt geti vináttu og sakleysi. Ég vænti þess varla, minn herra, að þessi frásögn veki yður mik- inn hug á að gerast fslendingur. Ég þori að ábyrgjast, að við fyrstu sýn kæmi engum manni til hugar að slíkt land væri byggilegt mannlegum verum, ef ekki væru alls staðar bátar Ströndinni. Varla getur nokkurt land, sem náttúran hefur búið jafn fátæk- lega að, og þar sem hún birtist hvarvetna í jafn óhugnanlegum myndum. Þó lifa þarna nálega 60 þúsundir manna. Ekki eru þeir beinlínis óhamingjusamir, því að þeir vita ekki, hvað vek- ur mönnum unað á öðrum stöð- „Lifa þeir á kostn- að Ameríkana?44 Víst er veðrátta betri á íslandi nú en hún var fyrir tæpum 200 árum. Árið 1772 áttu landshagir þó enn eftir að versna. Þá voru Móðuh'arðindin enn ekki geng- in í garð. Mesta niðurlæging lands og þjóðar varð ekki fyrr en nokkru árum síðar. Nú eru þetta löngu liðnir tímar og okkur þykir furðulegt, að nokkur skuli hafa litið land okkar þessum aug um. En þótt okkur þyki landið bæði fagurt og mikilfenglegt, þá undrast enn margir, sem upp hafa alizt í frjósömum löndum, hversu hér er harðbýlt. Munur- jnn er sá að nú spyrja menn ekki, hvórt íslendingar séu óham ingjusamari en annað fólk, held- ur hvernig á því standi, að vel- megun sé svo mikil sem hvar- vetna blasir við í jafn erfiðu landi. í sumar kom hingað erlendur etjórnmálamaður, sem reyndi að kynna sér allar aðstæður. Þegar hann sá, hvað hér hafði verið gert á fáum árum, og bar saman lifnaðarhætti á íslandi og í sínu velstæða landi, fór hann að velta fyrir sér, hverjar væru undir- stöður efnahags íslenzku þjóðar- innar. Hann kom til kunningja BÍns og sagði: „Skýringin hlýtur að vera sú, »ð Ameríkanar borgi íslending- um stórfé fyrir að hafa her- itöðvar á landinu.“ Hann varð meira en lítið hissa, þegar honum var sagt, að þetta væri fullkominn misskilningur. Ameríkanar borguðu ekki einn eyri í leigu fyrir varnarstöðv- arnar. Þær væru framlag ís- lendinga til varna hins frjálsa heims, og árið 1962 hefðu tekjur íslendinga af varnarliðsvinnu og viðskiptum við varnarliðið ekki numið nema 3,5% af þjóðartekj- unum. Skýringar á velmegun ís- lendinga yrði þess vegna að leita annars staðar. Frelsi, manndáð og tækni Hver er þá skýringin á þeim umskiptum, sem hér hafa orðið? Um síðustu aldamót var ástand- ið betra, en ekki stórkostlega betra, en þegar Uno von Troil kom hingað 1772. í upphafi þess- arar aldar, fengum vlð aukið og síðar fullt frelsi. Það hefur ráðið miklu. En margt fleira hefur einnig komið til. Margs konar samtök almennings hafa valdið miklu, bæði um stórframkvæmd ir og jöfnuð í lifskjörum. Tvær heimsstyrjaldir hafa gjörbreytt aðstöðu landsins, og fært okkur mikla fjármuni í bili. Mestu ræð- ur þó e.t.v. tænkiþróunin, sem raunar er ekki einstæð fyrir ís- land, heldur hefur átt sér stað um heim allan. En við höfum haft hug og dug til að nota okk- ur hana e.t.v. 'flestum framar. Frumherjar þeirrar tækni þróunar, sem aldaskiptum réði, lifa sumir enn. Nú í vikunni var haldið samsæti til heiðurs Þór- arni Oigeirssyni, ræðismanni ís- lands í Grimsby, áttæðum. Þar var því lýst, að hann hefði verið kjörinn heiðursfélagi í Félagi ís- lenzkra botnvörpuskipaeigenda. á Áður höfðu einunigs tveir menn hlotið þann heiður: Thor heit inn Jensen og Halldór Þorsteins- son. Halldór var staddur í þessu hófi, enn við góða heilsu, 86 ára gamall. Togaraútgerð hefur geng ið treglega allra síðustu árin. Því má þó ekki gleyma, að með upphafi hennar hefst tækniöld á íslandi. Hug og dug þeirra, sem þar höfðu forystu, á þjóðin óend- anlega mikið að þakka. Vegna frelsisins fékk manndáð in að njóta sín í nýjum verkefn- um. Enginn skyldi ætla, að það væri einber tilviljun, að bróðir Halldórs Þorsteinssonar, séra Bjarni Þorsteinsson á Siglufirði, vann þau tónlistarafrek, sem minnst var á aldarafmæli hans í fyrra, eða að náfrændi Þórarins Olgeirssonar skuli vera snilling- urinn Jóhannes Kjarval. Lífs- þróttur dugmikils en áður niður bælds fólks brauzt út með marg víslegum hætti jafnskjótt og tækifærin gáfust. Engin ástæða til kvíða Um þessar mundir er mikið rætt um óvissy í fjármálum og stjórnarandstæðingar tala eins og allsherjar hrun sé yfirvofandi. Því miður er þjóðfélag okkar svo lítið og atvinnuvegir svo einhæf- ir, að við megum ekki við miklu. Stundum mikla menn fyrir sér gæði landsins og getu þjóðar- innar; tala eins og okkur sé allt fært. Við lifum í erfiðu landi og erum svo fáir, að mun merki- legra er, hverju við höfum feng- ið áorkað, heldur en hitt, þótt ýmsu sé ábótavant. Viðurkenn- ing þessa má ekki verða tjl þess að við drögum úr áhuganum fyr ir að bæta úr ágöllum. En við verðum að ætla okkur af. Við getum enn síður ,en aðrir gert allt samtímis. Á árun- um milli 1930—40 þjáði okkur böl atvinnuleysis. Nú er víðast á landinu keppt um hverja vinn- andi hönd. Það kapphlaup má ekki verða til þess, að við sprengjum okkur, svo að sams konar eymd og við reyndum fyr- ir 30 árum, blasi við á ný. Aldrei hefur verið betur í haginn búið en nú. Velferð okkar er borgið, einungis ef við kunnum að gtæa hófs. Úttekt á viðreisn- inni Stjórnarandstæðingar segja, að með þeim hækkunum sem úrskurðaðar voru á kaupi opin- berra starfsmapna með kjara- dómi og á verðlagi landbúnaðar- afurða af yfirnefnd sex manna nefndar, hafi verið framin út- tekt á viðreisninni og hún reynst meingölluð. Við skulum viður- kenna, að þarna kemur fram mat hlutlausra manna. En á hverju byggist það? Um úrskurð kjaradóms segjr berum orðum í lögum: „Kjaradómur skal við úrlausn ir sínar m.a. hafa hliðsjón af: 1. Kjörum launþega, er vinna við sambærileg störf hjá öðr- um en ríkinu. 2. Kröfum, sem gerðar eru til menntunar, ábyrgðar og sér- hæfni starfsmanna. 3. Afkomuhorfum þjóðarbús- ins.“ Hækkunin til opinberra starfs manna kemur þess vegna af því, að hlutlausir menn meta það, að aðrar stéttir hafi þegar áður fengið svo góð kjör, að opin- berjr starfsmenn þurfi þessa hækkun til að standa jafnfætis þeim. Alveg sama máli gegn ir um bændur. Hækkunin á af- urðum þeirra er úrskurðuð fyrst og fremst vegna þess að aðrir hafa þegar áður fengið 26% hækkun. Þar er því um að ræða afleiðingar af stórbættum hag annarra. Hitt er svo annað mál, hvort þjóðfélagið sé svo efnað, að það getj í raun og veru stað- ið undir þessum bjög bættu kjör- um allra stétta. Sjálfsagt er að reyna það, en enginn getur gert irieira en hann megnar. Hóflaus kröfugerð bætir engra liag Almennur fögnuður ríkti að vonum þegar í vor tókst með þjóðhátíðarsamningunum, að af- stýra allsherjar verkföllum. í þessum dálkum var þó þá þeg- ar bent. á, að öruggast væri að taka öllu með varúð. í Reykja- víkurbréfi, sem birtist hjnn 23. júní segir m.a.: „Kauphækkunin, sem um var samið, 7*4, er þó veruleg. Ekk- ert sýnir betur hverju hófleysi menn eru vanir, en að svo mikil hækkun skuli talin sanngirnis- vottur. Því miður er engin vissa fyrir, að efnahagur þjóðarinnar þoli hana ofan á þá 5% hækkdn, sem hinir lægra launuðu fengu fyrr á árinu. Vonandi verða afla- brögð í sumar svo góð, að undir lessu verði hægt að standa áfalla laust“. Síðar í sama Reykjavíkurbréfi segir: „Af Þjóðviljanurn er greini- legt, að í herbúðum hans ríkir síður en svo óskipt ánægja yfir þjóðhátíðarsamkomulaginu. Hann tók orðsendingu ríkis- stjórnarinnar strax í upphafi fá- lega, svo ekki sé sagt fjand- samlega, og nú eftir á hefur hann á orði, að ríkisstjórnin eigi að koma í veg fyrir verð- hækkanir, meðan á rannsókn greiðslugetu atvinnuveganna stendur. Þjóðviljinn veit þó jafn vel og aðrir, að slíkt tal er út í bláinn. Eftir því sem tilkostn- aður, þ.á.m. af launagreiðslum, hækkar, hlýtur verðlag að hækka. Um landbúnaðarvörurn- ar er þetta berum orðum ákveð- ið í lögum, sem allir flokkar hafa samþykkt og staðið að framkvæmd á. Fyrir kosningar lýstu kommúnistar og ekki síð- ur en aðrir yfir því, að verð á landbúnaðarvörum til bænda þyrfti að hækka“. Aðp;át öllum til góðs Nú býsnast Þjóðviljinn og Tíminn yfir hækkunum. f sum- ar brást Timinn hið versta við aðvörun Reykjavíkurbréfs og hellti hinn 26. júní úr skálum reiði sinnar af því tilefni. Auð vitað geðjast neytendum ekki að hækkun landbúnaðarvöru verðs. Tíminn reynir nú sam tímis að æsa þá upp og egna bændur til óánægju yfir að hækk anirnar hafi ekki verið nógu miklar! Allur almenningur er búinn að fá meira en nóg af þessum sífellda tvískinnungi og ögrunum á alla vegu. Innantóm kröfugerð og níðskrif koma_eng um að haldi. Ríkisstjórnin sagði fyrir, að allsherjarhækkanir myndu nú sem fyrr bitna á hin um lægst launuðu og varaði við þeim aðförum. Hún og hennar blöð hafa stöðugt flutt þennan sama boðskap. Stjórnarandstæðingar vitna hinsvegar til þess, að ýms verka lýðsfélög, þar sem stjórnarstuðn ingsmenn hafi meirihluta láti ekki á sér standa um kröfu- gerð. Enginn vill verða aftur úr í kröfugerðinni. Játa þó all ir í öðru orðinu, jafnt stjórnar- stuðningsmenn sem andstæðing- ar, að í óefni sé stefnt með þvílíkum aðförum. Þessvegna er meira en tími til kominn að breytt verði til, að menn játi, að það er raunveruleg fram leiðsluaukning og tekjuaukning þjóðarbúsins, sem ein getur stað ið undir kjarabótum. Ef menn leggjast á eitt um að gera þá aukningu sem allra me^ta, verða þeim þar með tryggðar hinar mestu kjarabætur. Jafnframt er eðlilegt, að launþegar vilji tryggja, að ekki sé á sinn hlut gengið. Þar eiga hinir lægst launuðu vissulega mest í húfL Reynslan er búin að sýna að kröfugerðarkapphlaupið er þeim ætíð til ófarnaðar. Hagur þeirra og alþjóðar krefst þess, að ný vinnubrögð verði tekin upp. Á grundvelli þekkingar Og stað- reynda verður að finna við- hlítandi lausn. Sveinn sárreiður sannleikanum Arnór Sigurjónsson gerði Sveini á Egilsstöðum lítinn greiða með því að misnota stöðu sína við Árbók bænda til að segja þar rangt frá framboðs- raunum Syeins. Vonandi verður tekið fyrir slíka misnotkun í framtíðinni, enda ber forráða- mönnum Árbókarinnar skylda til að leiðrétta rógskrif Arnórs. Vegna sannrar frásagnar af þessum atburðum í Reykjavík* urbréfi skrifar Sveinn á Egils- stöðum um málið frá sínu sjón- armiði í Tímann ekki alls lyr- ir löngu. Sveini á Egilsstöðum er að sjálfsögðu vorkunn. Hmn varð fyrir miklum vonbrigðam. Þótt hann sé mikill myndar- bóndi, þá skortir hann sjálfs- gagnrýni til að skilja hinar sönnu orsakir fylgisleysis síns. Hann kýs heldur að lifa í eig- in hugarheimi. Sjálfum sér til uppörvunar vitnar hann til Ól- afs Thors um staðfestingu á pví, að rangt hafi verið frá sag't í Reykjavíkurbréfi. Að þessu til- efni hefur Ólafur beðið fyrir þau skilaboð, að hann sé sam- mála frásögn Reykjavíkurbréfs í einu og öllu. Sveinn vitnar til einnar könn- unar atkvæðagreiðslu af möíg- um á einum fundi og fer þó ekki rétt með hana. Um allar hinar, sem voru honum óhagstæðar þegir hann, svo og um gang málsins í heild, þ.á.m. að þessi fund- ur ákvað að ljúka ekki málinu heldur kaus til þess sérstaka menn. Sveinn veit ofur vel að er- indi hans til Reykjavíkur haust- ið 1959 var það, að fá stuðning „Reykj avíkurvaldsins" til að knýja sig inn í efsta sæti fram- boðslista flokksins á Austur- landi eftir að mistekizt hafði að fá á því samþykki eystra og þeir, sem kjörnir höfðu verið til að ráða málinu til lykta, höfðu ákveðið aðra skipan. Köp- uryrði Sveins um fulltrúa mið- stjórnar koma úr hörðustu átt, því að þeir reyndu að ná sam- komulagi um Svein en tókst ekki. Þegar það mistókst, lýsti hann syðra berum orðum .yfir fylgi sínu við Jónas Pétursson í efsta sæti listans. Sárindi hans duldust raunar ekki, en það vai fyrst eftir að hann kom austur, að hann umhverfðist. Framkoma hans síðan sannar, að frábærri búhyggju þarf ekki að fylgja stjórnmálaþroski að sama skapi Bardögum Sokiö Robert S. McNamara, varnar- málaráðherra Bandaríkjanna, og Maxwell Taylor, yfirmaður her- foringjaráðs Bandaríkjanna, eru nú komnir til Bandaríkjanna, eftir nokkra dvöl í S-Vietnam. Eftir því, sem bandaríska blað- ið „The New York Times“ skýr- ir frá s.l. mánudag, þá var er- indi tvímenninganna þetta: • Fá svar við því, hvaða áhrif deilur stjórnar Diem við Búddista hefðu á baráttuna við skæruliða kommúnista. • Benda á, hvaða stefna væri líklegust til þess að stytta þessa baráttu, tn jafnframt að gera hana áhrifameiri. Svörin eru á þessa leið: Sendi- 'mennirnir segja, að Bandaríkin muni ekki þurfa að halda áfram hernaðaraðstoð sinni við stjórn Diem, yfir 1965. Þeir telja, að í lok næsta árs, verði sigur unn- inn yfir skæruliðum kommúnista eða a.m.k., að þá verði aðstaða hermanna stjórnar Diem það sterk, að aðstoðar sé ekki þurfi. • Við fyrri spurningunni, sérstaklega, eru sendimennirnir sagðir hafa gefið þetta svar: Af staða stjórnar Diem 'gegn Búd- istum er ekki sögð hafa haft til- takanlega slæm áhrif á barátt- una við kommúnista. Hins veg- ar er tekið fram, að óbreytt stefna ráðamanna í S-Vietnam geti haft hættuleg- áhrif í fram- tíðinni. Hvergi hefur enn kom- ið fram beint svar við síðari spurningunni. Hins vegar er því lýst yfir, að Taylor og Max well hafi flutt Kennedy, Banda- ríkjaforseta, margvíslegar „leyni legar upplýsingar, sem athugað- ar verði nánar.“ Opinberir talsmenn vestra segja yfirleitt, að niðurstaðan sé sú, að svo framarlega, sem stjórn Diem grípi ekki til alvar- legri aðgerða gegn Búddamunk- um, þá muni hernaðaraðstöð- unni í S-Vietnam ekki stefnt 1 hættu. Miðað við núverandi herstyrk kommúnista muni því styrjöldini í Vietnam að mestu lokið að ári — með sigri and- kommúnista.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.