Morgunblaðið - 08.10.1963, Síða 10

Morgunblaðið - 08.10.1963, Síða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 8. okt. 1963 Felix Ólafsson, kristniboði: Kristinfræðikennsla gagnfræðastigsins SKÓLARNIR eru að hefja göngu sína. Yngstu nemendurnir hafa þegar sótt þá um nokkurt skeið, en nú bætast eldri börnin og unglingarnir í hópinn. Vér hin eldri, stöndum hjá sem áhorf- endur og virðum fyrir oss þenn- an mikla skara íslenzkrar æsku. Oss verður sérstaklega starsýnt á þau, sem koma næst á eftir oss. Þau vilja ekki lengur láta kalla sig börn, en vér vitum af fenginni reynslu, að mikið skortir á, að þau séu fullþroska. Þarna fara þau í þéttum hóp, brosa vor- kunnlát að oss, og læra meira af félögum sínum en kennurunum. Áhrifin, sem þau verða óhjá- kvæmilega fyrir eru misgóð, en framtíðin er þeirra, og þau vita það. Þau eru erfingjarnir, erf- ingjar vorir. Verður oss þá ósjálfrátt ljóst, að vér érum allt apnað og meira en aðeins áhorfendur. Vér erum meðábyrg. Framtíð þeirra veltur að verulegu leyti á oss. Það er vor skylda að búa þau sem bezt undir framtíðina, og sá undirbún- ingur fer á vorum dögum að verulegu leyti fram í skólunum. Þess vegna hljótum vér að spyrja, hvort sá undirbúningur sé svo gó » r sem skyldi. Fá þau þar það veganesti, sem bezt Og lengst mun endast þeim á langri leið? Um þessi atriði er sífellt mikið rætt og ritað, en eitt virð- ist mér að of oft sé þagað um. Á ég þar'við gildi kristýidóms- ins fyrir uppvaxandi æskulýð, og stöðu kristinfræðinnar í gagn fræðaskólunum. Það er vitað mál, að sú námsgrein sem um langán aldur var- hyrningarsteinn fræðslukerfisins hérlendis sem annars staðar á Norðurlöndum, er á góðri leið með að verða algjör hornreka. Eitt sinn var kristin kirkja brautryðjandi á sviði almenningsmenntunar og fræðslumála yfirleitt. Skólar kirkjunnar . voru einu skól- arnir, sem stóðu öllum opnir. — Leifar þess tíma má enn finna hjá hinum fornu Austur- landakirkjum. Þar eru kirkju- skólarnir víða til enn. En vér þurfum ekki að fara svo langt, Sú var tíðin, að kristindómurinn setti svip á skólana einnig hjá oss, og er ekki svo ýkja langt síðan. Nú er öldin önnur. Breytt þjóð skipulag hefur víða komið róti á þjóðfélagið. Kirkjan hefur af þeim sökum misst mikið af því áhrifavaldi, sem hún hafði áður fyrri. Þess vegna eru þeir nú of margir, sem gleymt hafa gildi kristilegs uppeldis bæði fyrir ein staklingana og þjóðina í heild. Fleira kemur þar einnig til. Námskröfurnar aukast frá ári til árs. Undirbúningurinn undir líf og starf í nútímaiþjóðfélagi verð- ur sífellt meiri og erfiðari, og samkeppnin harðari, þegar út í lífið er komið. Og svo hefur hin aldna grundvallarkennsjugrein, sem eitt sinn var talin jafn mikil- væg og móðurmálskennslan, orð- ið að víkja. Tveir tímar í viku árið fyrir fermingu er það síð- asta, sem nemendurnir hafa af henni að segja. Fermingin er orð in fullnaðarpróf þeirra í kristin- dómi. Það væri að sjálfsögðu ekkert um þessa þróun að segja, ef kristinfræðin væri aðeins eitt „human“-fag á borð við sögu og tungumál. Þá væri líklega mikil- vægara, að börnin lærðu að tala vel ensku og dönsku í stað þess að eyða dýrmætum tíma í að lesa um Pétur og Pál og samtíð þeirra. Ennfremur væri ekkert við þessa þróun að athuga, ef aukin þekking á greinum raun- vísindanna gæti komið í stað siðfræði kristinnar trúar. Þá mætti auka stærðfræðikennsluna á kostnað kristinfræðinnar. En myndj það verða til góðs? Þessu verður bezt svarað með því að benda á forsendur kristin- fræðikennslunnar og tilgang hennar. Kristinfræðin skipar enn al- gjöra sérstöðu meðal námsgrein- anna, sem kenndar eru. Tel ég vist, að flestir kennarar finni það ósjálfrátt, enda þótt þeir geri sér e. t. v. ekki grein fyrir orsökinni. Fyrsta og veigamesta forsenda kristinfræðikennslunn- ar er sú, að þjóð vor vill enn vera kristin þjóð, en til þess þarf æskan hverju sinni að fræð- ast um höfuðatriði kristindóms- ins og mótast af boðskap hans. Fái hún ekki tækifæri til þess afkristnast hún með einni kyn- slóð. Þess vegna byggist kristin- fræðikennslan einnig á skýlausu boði Drottins sjálfs. Engin önnur námsgrein byggist á þánn hátt á guðlegri skipun. Hin forsendan er sú, að hér er enn þjóðkirkja eða ríkiskirkja. Meiln vér kjósum að halda því skipulagi, verður hið opinbera að ábyrgjast kristilegt uppeldi æsk- unnar. í því kemur sérstaða krist infræðiker, t lunnar aftur í ljós. Ef breytt yrði um kirkjuskipu- lag hér, svo að hér yrði fríkirkja og ekki þjóðkirkja, hyrfi skylda skólanna á þessu sviði. Þá yrði kristinfræðikennsla í opinberum skólum blátt áfram hlutleysis- brot. Slíkt yrði aldrei heimfært upp á söguna eða dönskuna. Vér erum flest meðlimir þjóð- kirkjunnar, Samkvæmt boði Drottins látum vér skíra börn vór. En hann bauð oss um leið að kenna þeim að halda allt það, sem hann hefur boðið. Kristin- fræðikennslan er því augljós skylda, bein afleiðing þess, að vér látum enn skíra böm vör. Sé hún vanrækt bregst hið opin- bera bæði boði Drottins og sjryld- unni, sem það hefur tekið á sig gagnvart þegnum sínum. Þeir eru þá einnig margir meðal þjóð- ar vorrar, sem enn telja kristin- fræðina með því mikilvægasta, ef ekki það mikilvægasta, sem börnum vorum er kennt. Þetta fólk er sannfært um, að máttur kristindómsins, til þess að móta persónuleika mannsins sé enn óbreyttur. Vandamál lífs og dauða verða aldrei leyst með stærðfræðilegum útreikningi. — Ekki verða menn heldur betri við það eitt að læra erlendar tungur. Og þeir munu vissulega vera margir foreldrarnir, sem nú eiga börn í framhaldsskólum vorum, sem myndu óska þess að skól- arnir legðu ekki einhliða áherzlu á að auka þekkingarforða nem- endanna, heldur leituðust við að móta þá og gera þá að sjálf- stæðum og siðferðilega full- þroska borgurum. í þeirra augum er kristinfræðikennslan * ekki aukanámsgrein. Hún er höfuð- námsgreinin, hornsteinn kensl- unnar. Og þá er spurt: Hvernig má aftur auka áhrif kristindómsins í unglingaskólum vorum? Hvern- ig er hægt að veita kristinfræð- inni veglegri sess við núverandi aðstæður? Margt mætti nefna í því sam- bandi. T. d. ætti að fjölga tímun- um, sem þessari námsgrein eni ætlaðiF. Það er sérstaklega slæmt, að engin kristinfræði skuli nú kennd víðast hvar eftir fermingu. Þetta kann þó að reyn ast erfitt mál viðureignar, og ég tel þá að annað sé mikilvæg- ara. Það þarf að vanda val þeirra, sem kenna þessa mikil- vægu námsgrein. Kristinfræði- kennarar þurfa að hafa sérþekk- ingu á sínu sviði eigi síður en þeir, sem kenna tungumál, landa- fræði eða sögu. Guðfræðimennt- aður maður, sem velur áð leggja fyrir sig kennslu í stað þess að gerast prestur, vegna þess að hann óskar að fá að kenna kristinfræði, hlýtur að eiga rétt á sömu viðurkenningu fyrir það starf og aðrir sér- menntaðir kennarar með háskóla próf í sinni námsgrein. Annað er lítiisvirðing, ekki á kennaranum, heldur á námsgreininni. Með þessu er þó engan veginn verið að halda því fram, að guðfræð- ingar einir séu færir um að kenna kristinfræði í gagnfræða- skólum vorum. Það væri jafn rangt og að halda þvi fram, að prestar einir ættu að prédika. Svo er ekki í vorri lúthersku kirkju. Mikilvægara en sérmenntunin er, að kennarinn hafi persónu- legan áhuga á kennslugreininni. Flestir góðir kennarar munu fær ir um að kenna mannkynssögu, landafræði og náttúrufræði, svo dæmi séu nefnd. En þó mun það ávallt vera töluvert atriði, að þeir hafi áhuga á því, sem þeir eiga að kenna. Aftur á móti geta ekki allir kennt kristinfræði, þótt þeir að öðru leyti teljist góðir kennarar. Þar er það algjört skil yrði, að kennarinn beri lotningu fyrir kristindóminum, og sé sann fæður um gildi hans. Börn og unglingar eru næm á það, hvort kennarinn trúi því, sem hann er að fara með. Of oft hafa menn verið látnir annast þessa kennslu, sem engan persónulegan skilning áttu á faginu. Slík kristinfræði- kennsla hefur e. t.v. valdið meiri skaða en vér gerum oss grein fyrir flest. Sú kristinfræði- kennsla sem ekki byggist á sann færingarkrafti getur aldrei haft mótandi áhrif. Kristinfræðikenn- arinn er boðberi engu síður en presturinn. Hann er hvorki fyrir lesari né heyrari. Hlutverk hans er ekki aðeins, að fara yfir ákveðna bók á ákveðnum tíma. Hann minnist orða postulans: „Hvernig eiga þeir að ákalla þann, sem þeir hafa ekki trúað á? Og hvernig eiga þeir að trúa á þann, sem þeir hafa ekki heyrt um Og hvernig eiga þeir að heyra án þess að einhver pré- diki?“. Þar sér sannur kristin- fræðikennari hlutverk sitt. Hann er þjónn kristinnar kirkju á sama hátt og presturinn. Kristin'- fræðikennslan 'er tengiliðurinn, sem enn hefur varðveitzt milli skólana og kirkjunnar. Nú á tímum er brýnt fyrir kennurum að gera kennsluna líf- ræna. Leitast er við að draga inn í hana dæmi og verklegar æfing- ar úr lífinu utan skólans. Þetta i ekki síður við um kristinfræð- ina, en hvernig má það verða? Prestarnir eiga að hafa aðgang að skólunum. Þeir ættu að eiga þess kost að komast í samband. við nemendur hverrar sóknar til þess að nemendurnir kynnist um leið sinni kirkju og því starfi sem þar fer fram. Þetta getur ein-nig skeð með þeim hætti, að hver sókn bjóði ung- mennum sóknarinnar, sem nám stunda í framhaldsskólum, til sérstakra samverustunda í kirkj- unni, og að prestarnir þar kynni starf kirkjunnar fyrir nemend- unum. Einnig er mikilvægt að Framh. á bls. 13 A skógi vaxinni hæð við Borg- fjörden í Vestdal í Þrændalög- um, standa nokkur býli á strjál- ingi umvafin skógargróðrL Nú væri ekkert merkilegt við það að heimsækja þennan stað öðr- um fremur. Hann ber ekkert af, hvað náttúrufegurð snert- ir, því hvar sem litið er er út- sýnið hrífandi fagurt. En hann ber hátt, vegna þeirra sem þar búa. Það sem gerði ferð mína þangað sérstaklega ógleyman- lega, var öldungur einn, þekktur um allan Noreg fyrir blaðaskrif sín og fyrirlestra ferðir í þágu bindindismála. Mér var tjáð að fáir Norðmenn hefðu ritað meira í blöð en hann, um menn og málefni, og enn er hann sískrif- andi, kominn hátt á níræðisaldur. Það er heldur ekki ástæðan fyrir hinni sígildu aðdáun minni þótt hann setji og skrifi frá morgni til kvölds, Nei það sem máli skiftir er það, hvað hann veit mikið um ísland fyrr og. nú og hafa aldrei stigið þangað fæti sinum. Nafn þessa manns er Aage O. Verdal. Þegar ég nálgað- ist hús hans, staldraði ég við um stund og hugleiddi hvað mér hefði verið sagt um hann. Ég varð að verg við öllu búin. Ekki mátti ég láta hann kveða mig í kútinn. Það er leiðinlegur sann leikur, að við vitum, sum af okkur, minna en við gerum okkur grein fyrir, um land okk ar og þjóð. Það kemur skýrast fram þegar við sækjum aðrar þjóðir heim, og spurningum rign- ir yfir okkur, ég segi okkur, en ætti fyrst að líta í eigin barm. Ég var sem sagt ekki laus við v ax acui kvíða þegar ég knúði dyra hjá | Aage O. Verdal. Frúin kom fram, gömul kona, með rúnaristur í hverjum andlitsdrætti, fornfá- lega klædd, með híru í augum og hlýtt handtak. Aðspurð svar- aði hún játandi að húsbóndinn væri heirna; og velkomin vorum við. Hann sat og skrifaði, sneri baki að dyrum. Leit upp, vatt sér við á stólnum, snaraði sér á fætur og héilsaði fyrirmanniega. Lítill maður lotinn í herðum með eldsnör augu og drifhvítt hár. Hvað er að frétta frá íslandi? spurði hann. „Það er ánægjulegt að fá gest þaðan. Það skeður ekki oft.“ Hún Ólafía Jóhanns- dóttir átti um tíma heima hérna í nágrenninu. Það var blessuð kona hún Ólafía, og gerði mikið gott af sér hér í Noregi, fórnaði sér fyrir þá sem voru aumastir allra. Eða bækurnar hennar. Þær voru • perlur. Þá var það hann séra Friðrik Friðriksson, fágæt- ur maður. Þið hafið átÞ marga duglega menn og konur. Allir þar vita sjálfsagt um hann Valtý Guðmundsson." „Svona hélt hann áfram, ræddi um íslenzkt stjórn- arfar fyrr og nú, og ýmsa merka menn minntist hann á í sam- bandi við það. Svo var það bændaglíman, hún gaf krafta i kögla. Svona hélt hann áfram. Hann naut þess að tala um allt sem íslnezkt er, sjálfstæði þess og baráttu, framfarir, bókmennt- ir. Hann hefði getað haldið á- fram til kvölds, ef tíminn hefði leyft það. „Fáðu þér blóm úr garðinum mínum“, sagði hann það er kveðja til fslands frá norskum aðdáanda. Mundu svo að signa yfir leiðið hennar Ólafíu fyrir mig. Þegar bifreiðin rann úr hlaði stóð hann úti á stéttinni og hvít- ur haddur bærðist fyrir septem- berblænum. Hugrún

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.