Morgunblaðið - 08.10.1963, Blaðsíða 12
12
MORGUNBLAÐID
Útgefandi: Hf. Arvakur, Reykjavík.
Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson.
Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur
Matthías Johannessen,
Eyjólfur Konráð Jónsson.
Auglýsingar: Árm Garðar Kristinsson.
CTtbreiðslustjóri: Sverrir Þórðarson.
Ritstjórn: Aðs.lstræti 6.
Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Simi 22480.
Áskriftargjald kr. 80.00 á mánuði innanlands.
1 lausasölu kr. 4.00 eintakió.
FAST ÞEIR SÓTTU
SJÓINN
Qkipstjóra- og stýrimanna-
^ félagið Aldan í Reykja-
vík minnist um þessar mund-
ir 70 ára afmælis síns. Af því
tilefni hefur saga þessara
merkilegu sjómannasamtaka
verið rifjuð nokkuð upp. Inn-
an þeirra störfuðu margir af
dugmestu brautryðjendum
hins nýja tíma í hinni ís-
lenzku höfuðborg, harðfengir
sjósóknarar og raunsæir
framfaramenn.
Reykjavík er í dag glæsileg
borg með fjölbreyttan at-
vinnurekstur. Iðnaður, verzl-
un og viðskitpi eru nú þær
atvinnugreinarnar, sem flest-
ir borgarbúar hafa atvinnu
við. En það er útgerðin og
sjósóknin, sem lagði grund-
völlinn að vexti og viðgangi
Reykjavíkur. Það voru skútu-
karlarnir og togaramennirnir
sem áttu ríkastan þáttinn í að
skapa það fjármagn, sem varð
hyrningarsteinn uppbygging-
ar og framfara í borginni.
★
l' Þegar skipstjórafélagið Ald
an var stofnað voru íbúar
Reykjavíkur aðeins um 4000.
Hin íslenzka höfuðborg var
þá fátækt og óskipulagt þorp.
En svo fara skipin að stækka
og sjómennimir sækja stöð-
ugt á dýpri mið. Stöðugt
meiri sjávarafli er dreginn á
land, útgerðinni vex fiskur
um hrygg, lánastofnanir efl-
ast, verzlunin verður alinn-
lend, alhliða framfarir hefj-
ast.
Það er rétt að minnast
þessa þegar Skipstjóra- og
stýfimannafélagið Aldan á 70
ára afmæli. Þeir sóttu sjóinn
fast gömlu skútuskipstjórarn-
ir og togaramennirnir. Sú
kynslóð, sem nú lifir við alls-
nægtir 'og afkomuöryggi á
þeim mikið að þakka.
En þótt þáttur sjávarútvegs
ins sé ekki eins ríkur í at-
vinnulífi Reykvíkinga og áð-
ur, er hann þó ennþá grund-
vallaratvinnugrein íslenzku
þjóðarinnar. Hann stendur
undir svo að segja allri gjald-
eyrissöfnun okkar. - Hann er
homsteinn atvinnulífsins í
svo að segja hverju sjávar-
þorpi meðfram allri strand-
lengju íslands. Það er á af-
komu sjávarútvegsins, sem
það veltur, hvort þjóðin hef-
ur nægilegan gjaldeyri til
þess að fullnægja hinum fjöl-
breyttu þörfum sínum.
Þegar alls þessa er gætt er
það ennþá ljósara en áður,
hversu þýðingarmikið er að
rekstrargrundvöllur sjávarút
vegsins sé heilbrigður og
traustur, og að hann eigi full-
komin og afkastamikil tæki
til sjósóknar og framleiðslu,
vinnslu afurða sinna og hag-
nýtingar þess mikla sjávar-
afla, sem íslenzkir sjómenn
draga árlega í þjóðarbúið.
ÚTIVIST BARNA
að var vissulega tími til
þess kominn að Barna-
vemdarnefnd tæki rögg á sig
og beitti sér fyrir því að fylgt
yrði gildandi reglum um úti-
vist barna í höfuðborginni.
En oft hefur verið mikill mis-
brestur á því undanfarin ár.
Börn og unglingar hafa verið
úti fram á kvöld, jafnvel í j
svartasta skammdeginu.
Um þetta eru þó ákveðnar
reglur í lögreglusamþykkt
Reykjavíkurborgar. Þar er
það meðal annars ákveðið að
unglingum innan 16 ára ald-
urs sé óheimill aðgangur að
„almennum knattborðsstof-
um, dansstöðum og öldrykkju
stöðum“.
Ennfremur er þeim „óheim
ill aðgangur að almennum
veitingastofum, ís- og tóbaks-
búðum eftir klukkan 20,
nema í fylgd með fullorðnum,
sem bera ábyrgð á þeim. Öll
afgreiðsla um söluop til barna
eftir að útivistartíma þeirra
er lokið er óheimil“.
Þá er ákveðið í lögreglu-
samþykktinni að „börn yngri
en 12 ára megi ekki vera á
almannafæri seinna en kl. 20
frá 1. okt. til 1. maí.og ekki
seinna en kl. 22 frá 1. maí til
1. okt. nema í fylgd með full-
orðnum. Börn frá 12 ára til
14 ára mega ekki vera á al-
mannafæri seinna en kl. 22
frá 1. maí til 1. okt. nema í
fylgd með fullorðnum.“
Það er rétt að bOrgarbúar
leggi sér þessar reglur á
minni. Það er fráleitt að börn
og unglingar séu úti við á al-
mannafæri á kvöldin. Það get
ur haft í för með sér marg-
víslegar hættur, sem engir
hugsandi og ábyrgir foreldr-
ar vilja leiða yfir börn sín.
í öðrum löndum er regl-
um um útivist barna fram-
fylgt mjög stranglega. í þess-
um efnum hefur allt of mikil
linkind ríkt hér hjá okkur.
En vaxandi skilningur ríkir
nú á nauðsyn aukins eftirlits
með framkvæmd þessara
regla. Borgarar og lögregla
verða að taka höndum saman
um vakandi eftirlit með
framkvæmd þeirra. Foreldr-
arnir mega ekki láta það
henda að börn þeirra séu úti
lengur en tilskilið er í lög-
Þriðjudagur 8. okt. 1963
S
mákz&tB
VŒJ
Vss tiT
UTAN ÚR HEIMI
IMorski útvegurinn
verður að komast af án ríkisstyrks
FYRIR skömmu var birt álit
5 manna nefndar, sem skipuð
var fyrir 8 mánuðum til þess
að íhuga úrræði til að koma
sjávarútvegi Noregs á örugg-
ari grundvöll en nú er,
þannig að hann komist af án
opinbers styrks. í nefnd þess-.
ari sátu fulltrúar frá fjár-
mála- félagsmála- og atvinnu
má.laráðuneytinu, auk aðal-
ritara og formanns „Norsk
fiskarlag“, en sá siðarnefndi,
Magnus Andersen er nú orð-
inn fiskimálaráðherra eftir
Nils' Lysö.
Það er viðurkonnt að út-
vegurinn eigi við örðugleiika
að etja, og fisikimenn búi við
svo erfið kjör, yifirleitt, að
ungir menn flýi sjóinn og
leiti sér afcvinnu í verksmiðj-
unum. Síðustu árin hefur
þessi fl'ófcti verið áberandi,
ekki sízt frá Lóifótveiðunum
og Finnmerkurútgerðinni.
Um síðustu áraimót gerðu
fiskimenn verkifall og kröfð-
ust hærri Mgmarkstrygging-
ar fyrir- afia sínum en fisik-
kaupendur vildu borga.
Stjórnin lofaði þá að .miðla
málum, er endurskoðun yrði
gerð á kauptaxta ýmsra
stétta með vorinu. En íviln-
anir þær sem fiskimenn
fengu þá, hafa sízt nægt til
fraimibúðar. Á yfirstandandi
ári hafa komið fram nýjar
beiðnir um lágmarkstrygiging
ar á atflah'lut og fiskverði,
sem sýna, að útvegurinn ber
sig illa og róttækra aðgerða
er þörf.
. Þær aðgerðir eru fyrst og
fremst í því fólgnar að endur
byggja fiskiflotannn: taka úr
notkun hundruð skipa, sem
ekki fullnægja kröfum tím-
ans og fá 1 staðinn betri skip,
sem hægt er að nota til út-
hafsveiða á fjarlægum stöð-
um, og eru ekki háð miðun-
um við Noregsströnd. Því
að þau mið eru ekki jatfn
gijöful og áður var. Síldin
hetfur brugðist tiftfinnanlega
síðustu árin og suimar Lófót-
verfcíðirnar hafa gefið beint
tap. En útgerðarkostnaður
hefur vaxið úr hófi.
Útvegjjmenn hatfa tapað fé
og hatfa fæstir fjánhagslegt
bolmagn til að endurnýja
skip sín. Og sölutfyrirkomulag
sjávarafiurða er Mka á eftir
fcímanum og óhentugt. Og
vöruvöndun og fjölbreyfctni
vörunnar er lika hægt að
bæta.
Nefndin bendir á allt þefcta
en fcelur hinsvegar ekki hægt
að kioma nauðsynleguim breyt
ingum til bóta firarn, nema
með aðsfcoð ríkisins. En þeirri
aðsboð verði að haga þannig,
að hún hatfi í för með‘ eér
varanleg áhrif á atfkomuna,
þannig að sjávarútvegurinn
verði sjálfbjarga á.n allra
styrkja frá ríkinu. Aðstoð
þassi á að vera í því fólgin
að létta úfivegismiÖnnum að-
gang að Mnsfié til skipakaupa,
gera reksturinn hagkvæmari
og aiflkastameiri, hagnýta afl-
ann betur og bæta sölufyrir-
komuMg atfurðanna. Nefndin
telur og sjáltfsagit að hafa
styrktansjóð til ' þess að
hjálipa útvegsmiönnuim, sem
verða hart úti eða verða að
Mita af störfum, sökum elli og
veikinda.
Nefndin telur, að eignist út-
vegismenn nýbízkú Skip, sem
geti stanfað mestan hluta árs-
ins, sé engin hætta á því að
þau bjangist ekki sjálif í öMu
sæmilegu árferði og þá þartf
útvegurinn einskis styrks við
nemia í verstu aflaaleysisár-
um. En til þess að flýta fiyrir
endurnýjun flotans vill netfnd
in auka getu Fiskibanka rík-
isins, svo að hann geti veifct
meiri Mn en nú er. Enntfrem-
ur að ríkið haifi dálí'tinn sjóð
til þess að veita efnalitlum
úfcvegismönnum það, sem þá
vantar til þess að geta komið
skipum á sjó.
>á vill nefndin auka fram-
lög fcM tilraunaisjóðs fiskveið-
anna, sjá útvegsmönnum
fyrir auknu reksturstfé og
efla rannsóknir á mismun-
andi fistoverkun, fyrst og
fremist harðfiskverkun, en
eiiinig á meðferð isaltfisks og
nýs fisks. Nefndin leggur og
til að 200.000 kr. verði veittar
á næsta ári til þessara verk-
unarathugana, á vleindaleg-
um grundrvellL
Þá vill netfndin korna á
samvinnu milli fiskútflytj-
enda ýmsra vöruflokka, en
þesisir aðilar eru margir, og
í sumum tiltfellum starfa
fleiri en eifct „eksport-Mg“ í
sömu greininni, og stundum
samkeppni á miMi, þannig að
hver býður annan niður á
á erlenda markaðnum. Nefnd
in telur nauðsynlegit að rik-
isstjórnin beiti sér fyrir sam-
vinnu þesara aðila, því að
annars verði hún engin.
Þá segir nefndin, að enn
sem komið er verði ekki
komizt hjá að tryggja fiski-
mönnum Mgmarkshlut, e*i að
þessi trygging eigi að smá-
minka og loks hverfa úr sög-
unni.
— Eigi minnast blöðin á,
að nefndin hafi bent á nein
úrræði til þess að draga úr
milliliðakostnaði í fiskverzl-
uninni innanlands, enda er
það ekki nema brot af aflan-
um, sem fer til neyzlu í land-
inu og skiptir því litlu máli
fyrir afkomu útvegsins í
heild. En neytendum austan-
fjalls í Noregi finnst óskilj-
anlegt, að flattur fiskur lin-
saltaður þurfi að kosta n-kr.
5.40 — eða yfir 30 ísl. kr. —
á sama tíma sem fiskimenn
fá ekki nema rúma eina
krónu norska fyrir fiskinn
upp úr sjónum. Og hraðfryst
fiskflök kosta yfir 10-nkr.
kílóið. Hér liggur einhver
hundur grafinn, sem ekki
sýnist vanþörf á að fjarlægja.
Líklegt er að' viðreisn fisk-
veiðanna verði eitt af hinum
stærri málum Stórþingsins í
vetur, ekki síst vegna þess,
að Magnus Andersen, sem er
gamall fiskimaður og síðan
trúnaðarmaður fiskimanna-
stéttarinnár, er orðinn fiski-
málaráðherra.'Ástand sjávar-
útvegsins hefur lengi verið
svo bágborið hér í Noregi, að
full þörf er á umbótum. En
í Noregi eins og annars stað-
ar er útvegurinn allrar at-
vinnu stopulastur. Stefna
Norðmanna með endurnýjun
skipastólsins, er sú, að geta
komist á fjarlæg mið þegar
þau nálægari bregðast.
Sk. Sk.
29 VARÐBERGSMENN komu
til Washington á fimmtudag
* þriggja daga heimsókn, en
áður höfðu þeir dvalizt í þrjá
daga á Norfolk, Virginia, þar
sem floti Atlantshafsbanda-
reglusamþykkt. Hér er í senn
um menningar- og öryggis-
mál að ræða. Kvöldráp ungl-
inga í erindisleysi um götur
og veitingastaði á að vera úr
, sögunnL
lagins hefir aðalbækistöðvar
sínar.
A fimmtudag hlustuðu Varð
bergsmenn á fyrirlestur um
Bandaríkin og bandarísku
þjóðina, en hann flutti pró-
fessor Charles H. Heimsaph,
kunnur sagnfræðingur.
Föstudag hitti hópurinn að
máli Robert F. Kennedy dóms
málaráðherra. Síðar um dag-
inn hlýddu svo Varðbergs-
menn á fyrirlestur um stjórn-
arfar Bandaríkjanna og oorg-
aralogt frelsi, en þann fyrir-
lestur flytur prófessor Carl
Ccrny við Georgetown-há.
skóla. Ennfremur ræddu þeii
á fóstudag við þingmannim
Robert F. Ellsworth.
Áður en Varðbergsmen*
komu til Washington, höfðu
þeir heimsótt aðalbækistöðvai
flota Atlantshafsbandalagsina
í Norfolk, þar sem þeii
hlýddu á fyrirlestra um starf.
semi NATO og kynntu séi
bækistöðvarnar. Á miðviku.
dag var þeim boðið um borí
í bandaríska kjarnknúna flug-
móðurskipið Enterprise.