Morgunblaðið - 08.10.1963, Síða 20

Morgunblaðið - 08.10.1963, Síða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 8. okt. 1963 BRJÁLAÐA HÚSID 9 ELIZABETH FERRARS ------- — Ég hélt ég hefði sagt þér að fara ekkert að tala ,við hann fyrr en ég væri kominn, sagði Toby. •— Var það kannski skipun? spurði Vanner hæðnislega. — Nei, bara hollráð. Og svo skait þú, Gillett, hætta að haga þér eins og bölvaður asni. Við kunnum að vera sammála um það, að Vanner kallinn ætti bezt heima i Gestapo, en það er morð inu á henni Lou Capell algjör- lega óviðkomandi. ■— Og hvar ég var í gærkvöldi er því álíka óviðkomandi, sagði Coiin Giilett. — Þú varst í Hildebrand-stofn uninni í gærkvöldi? — Já, í vinnustofunni minni. — Annars skiptir það meiru máii, hvar þú varst seinnipart- inn í gær. — Seinnipartinn í gær. Fas unga mannsins tók snöggri breyt ingu. og það kom allt í einu í ljós, að svipurinn á honum var óvenju gáfulegur, skarpur og hugsandi. En þegar hann svar- aði, beindi hann orðum sínum til Vanners en ekki til Toby. — Það gætu tíu manns sagt yður, hvar ég var seinnipartinn í gær. — Og hvar var það? sagði Toby. f Wilmers End svaraði hinn og beindi enn orðunum til-Vanners — Og á hvaða tíma? spurði tiltekinni persónu tiltekin skila- boð. — Hvern fjandann sjálfan ertu að dylgja? sagði Colin Gillett. — Hversvegna geturðu ekki sagt það berum orðum? — Við erum ekki með annað en beinar spurningar, sagði Toby. Vanner skaut 'fram höfðinu í áttina til Gillétts. — Þér gerið ekki sjálfum yður néitt gagn, ungi maður, með þessum undan- slætti. Hversvegna stunguð þér af í gærkvöldi. Ég hef ekki enn fengið fullnægjandi svar við því. Fyrirlitningarsvipurinn, sem átti að líta út eins og ofurmann- leg þolinmæði, kom nú á and- lit unga mannsins í staðinn fyrir gretturnar. — Hlustið þér nú á, sagði hann með settum, kulda- legum rómi. — Ég er að at- vinnu plöntulíffræðingur. Ég er á eitt hundrað og fimmtíu punda ársstyrk við Hildebrand-stofn- unina, og starfa þar að rannsókn um. Hann þagnaði og spurði: — Skiljið þið mig enn Sem komið er? Vanner kinkaði kolli. — Jæja, sjáum til. Unlanfarin tvö ár hef ég fengizt við rann- sóknir á.þessu sviði . . . — Já, gott og vel, sagði Vann- er, — en það, sem ég vildi vita, var, hvort .... Colin Gillet kom með svo hávísindalega romsu, að hinir botnuðú hvorki upp eða niður í henni. en Gilett setti upp sigri- hrósandi svip. — Þér getið af þessu skilið, lögregiustjóri, að það var ekkert undarlegt þó að ég væri alla7 nóttina að vinna í vinnustofunni minni. Augun í Vanner voru orðin hvít. Toby vildi ekki bíða eft- ir rokunni, sem hann vissi að mundi koma, og sagði því: — Það sem ég get ekki skilið er, að það skyidi vera einmitt í nótt sem þú þurftir að vinna fram úr. — Það vildi bara svo til, að ég var búinn að ákveða það. Toby sneri sér að Vanner. — Það er ekki að spyrja að vís- indaáhuganum, sagði hann. — Jæja, nú veiztu allt. — Já, allt sem er að vita, sagði Colin Gillett. — Þetta er ekki annað en tímaeyðsla, Vanner. Vanner horfði á hann þreytu legum augum. — Já, þú h'efur lengi verið iðinn við að eyða fyrir mér tíma, Dyke. Kannski þú látir mig þá í friði við mína vinnu næst. Hr. Gillett . . . Hann þagnaði, en þegar hann tók til máls aftur var tónninn ein- kennilega kæruleysislegur. — Hr. Gillett! Notið þér nokkurn- — Dóftir yðar hringdi og sagði, að þið gætuð komið heim. tíma svokallað brúsín við rann- sóknir yðar Toby leit snöggt við og horfði í sviplaust andlit lögreglustjór- ans. Gillett svaraði með alvöru og áhuga: — Já, það geri ég. — Til hvers notið þér það? — Það munuð þér finna í flest um vinnustofum lifeðlisfræð- inga. Þó er það ekki neitt sér- staklega algengt. — Það er nokkurnveginn sama og stryknín, er ekki svo? — Jú, mér gæti dottið í hug, að það hefði mjög svipuð verk- unareinkenni. — Og er unnið úr sömu jurt- inni, er ekki svo? Sthryohnos nux vomica? Colin Gillett jánkaði því. — Þakka yður fyrir, hr. Gill- ett. Þá var það víst ekki fleira rétt í bili. Ungi maðurinn stóð upp. Hreyf ingarnar voru eins og eitthvað hikandi, er hapn gekk til dyra. Það var rétt eins og hann ætl- aði að nema staðar, koma aftur og segja lögreglustjóranum frá einhverju, sem hann hefði á samvizkunni. En úr því varð ekki, og Toby varð einn eftir með Vanner. Toby — Og hvers vegna fóruð þér þangað? spurði Vanner. Það var eins og Gillett væri skemmt. — Sannast að segja hef ég enga hugmynd um, hvers vegna ,ég fer þangað, því að þarna er leiðinlegt fólk og eng- inn veit neitt í sinn haus. Skýrsla Dennings um Profumo-máliö — Á það líka við Max Pott- er? spurði Toby. Collin Gillett yppti öxlum. — O, hann er nú heldur einhæft gáfnaljós, sagði hann. — Jú, Potter kallinn er vel gefinn á sinn hátt, en hvað persónúleik snertir, er hann algjörlega óþrosk aður. Og því er það einkenni- legt, að hann spilat prýðisvel á píanó, einkum þó ef hann er hálfur. Þið ættuð að heyra hann leika Schumann, hálfan. Vanner tók fram í: — Ég var nú ekki að spyrja, hversvegna þér farið til Wilmers End og heldur ekki, hvort þér farið þang að til að leika á píanó eða fífl. Ég spurði, hversvegna þér fóruð þangað í gær. — Og hvenær. Ekki gleyma því, sagði Toby. ■ Coiin Gillet leit á þá á víxl. Svo svaraði hann dræmt, rétt eins og hann velti fyrir sér hverju orði: — Ég fór þangað einhverntima eftir hádegisverð. Ég er ekki viss um, hvað klukk- an var. Þessi klukka sem ég hef í kofanum er hér um bil alltaf vitlaus. — Jæja, svona nokkurnveg- inn hvenær, sagði Toby. — Líklega Svona upp úr hálf þrjú. — Og til hvers? spurði Vann- er. — Æ, guð minn góður, til hvers er maður að fara hitt og þetta? sagði Gillett. — Ég þoli vel að vera einn, en einstöku sinnum vill maður fá einhverja tilbreytingu, jafnvel þó hún sé ekki betri en þessi félagsskapur, *ern þarna er að hafa í Wilmers £nd. —■ Og þú hafðir engan sérstak- an tilgang með því að fara þang- •ð í gær? spurði Toby. Aftur kom hugleiðingasvipur á andlitið áður en hann svaraði: — Ég veit ekki hversu sérstak- vr tilgangurinn þarf að vera til þess að þú kallir hann því nafni. — Ég kalla það sérstakan til- gang, ef þú hefðir ætlað að flytja Það næsta sem hann gerði var að fá sir Godfrey Nicholson, þing mann, til að hitta Ivanov.. (Sir Godfrey þekkti vel Stephen Ward og hafði verið sjúklingur hans, árum saman — og hafði mælt með honum við marga aðra. (Auðvitað er sir Godfrey þjóðhollur Englendingur). Stephen Ward reyndi að' nota sir Godfrey sem verkfæri til að ná í upplýsingar fyrir IvanoV frá utanrikisráðuneytinu um fyr- irætlanir Breta varðandi afvopn un og Berlín. Og sir Godfrey, náði tali af ráðuneytinu og meira að segja utanríkisráðherranum sjálfum; og hann ritaði Ivanov þrjú bréf um Berlínarmálið og Oder-Neisse-línuna. En hann við hafði þá varúð að sýna utanríkis- ráðuneytinu uppköst af þessum bréfum og fá þau samþykkt, áð- ur en hann sendi þau. (Home lá- varður gekk svo langt að aðvara sir Godfrey um að tala ekki við Ivanov, en sir Godfrey hélt því fram, að sem þingmanni væri sér frjáls að tala við hann)-. En Steph en Ward lét ekki hér við sitja. Hann vildi ná tali af sir Harold Caecia, ráðuneytisstjóra (per- manet Under-Secretary of State) í utanríkisráðuneytinu, og 5. apríl 1962 efndi sir Godfrey til hádegisverðar, þar sem Ward hitti sir Harold. Ward bauðst til að koma sir Harold í beint sam- band við Ivanov, en það boð af- þakkaði sir Harold. Utanríkis- ráðuneytið gerði sér engar glæsi- myndir af Stephen Ward. II. Kúbu-Uppreisnin Seint í október 1962 var Kúbu- upreisnin, þegar rússnesk skip voru á leið til Kúbu með kjarna vopn. Stephen Ward lá ekki í letinni um þessar mundir. Hann virðist hafa starfað eftir fyrir mælum Ivanovs. Hugmynd Wards var sú, að Sovétstjórn- in, mændi til Samveldisins, sem einustu vonar um milligöngu í þessum deilum — og að Samveld ið ætti að kalla saman fund æðstu manna til að leysa hana. Hinn 24. október hringdi Ward til utanríkisráðupeytisins og sagði, að Astor lávarður hefði gefið sér meðmæli til að ná tali af sir Harold Caccia — og hann lagði fram tillögu um fund æðstu manna. Hinn 25. október 1962 fékk hann sir Godfrey Nicholson til að tala við Ivanov og síðan — samkvæmt beiðni Ivanovs — 6 til að fara til utanríkisráðuneyt- isins með sömu tillögu. Seinna hringdi Ward sjálfur í ráðuneyt- ið sömu erinda. Sama dag fékk hann Astor lávarð til að tala við Arran lávarð. Astor lávarð- ur tjáði Arran lávarði, að rússn- eskur maður (vafalaust Ivanov höfuðsmaður), væri að reyna að koma áríðandi upplýsingum til Bretlandsstjórnar. Tveim dögum síðar, hinn 27. október 1962, fór Ward með Ivanov heim til Arr- ans lávarðar. Ivanov tjáði lávarð inum, að hann óskaði eftir að koma boðum til Bretlandsstjórn- ar, eftir krókaleiðum, þess efn- is, að hún kallaði saman fund æðstu manna tafarlaust. Hann hélt því fram, að Krúséff myndi taka fundarboðinu með miklum áhuga, og þannig mundi Sam veldið leysa úr sjálfheldunni. Arran lávarð grunaði, að þetta væri tilraun til 'að reka fleyg milli Samveldisins og Banda- ríkjanna. Hann gerði því bæði utanríkisráðuneytinu og flota- málaráðuneytinu viðvart. Allar þessar tilraunir Wards misheppnuðust. Nú vildi svo til að sunnudaginn 28. október 1962 var aftur samkvæmi í Cliveden. Meðal gesta Astors lávarðar var Arran lávarður. Stephen Ward og Ivanov komu til hallarinnar. Meðan þeir voru þar staddir, bárust þær fréttir gegn um út- varpið, að rússnesku skipin hefðu snúið við á leið sinni til Kúbu. Ivanov gat ekki leynt gremju sinni og vonbrigðum. Allir gestirnir tóku eftir þessu. Þegar Ward minntist þessa atviks sagði hann mér, að sér hefði fundizt hann vera að vinna þýðingarmikið afrek, en síðar áttaði hann sig á því, að þýðing þess var raunverulega lítil. Ég geng inn á það, að enda þótt þessi starfsemi Wards byggðist á misskilningi og væri klaufa- leg, hafi hún ekki verið vísvit- andi illviljuð, og mér er ánægja að geta þess, að á þessum hættu lega tíma höfðu tilraunir þeirra Wards og Ivanov ekki nokkur áihrif á þá, sem þeir áttu við- ræður við — nema er vera skyldi til að auka grunsemdir þeirra allra. III. Nefnir nöfn ' Skömmu eftir Kúbuuppþotið, 31. október 1962, gerðist atvik, sem sýnir vel þann ávana Wards að nefna nöfn velþekktra manna, með þeim afleiðingum, að upp komu marklausar slúðursögur um þá. Að kvöldi hins 31. októ- ber 1962, fór hr. William S. Shepherd, þingmaður, heim til Wards. Þar kveðst hann hafa hitt Ivanov, Christine Keeler og einnig Marilyn Rice-Davies. (Hún var ein þeirra stúlkna, sem Ward hafði safnað að sér, og átti um þessar mundir heirria í húsinu). Þau vissu ekki, að Shepherd var þingmaður. Sam- talið barst að Kúbuuppreisninni. Shepherd sagði, að þetta væri sigur fyrir Bandarikjamenn. Ivan ov varð ofsareiður. Þegar Shep- herd stóð upp og bjóst til að fara, sagði Ward, og átti þar við sjálfan sig og Ivanov: „Við verðum að fara líka. Við ætlum í kvöldverð til Iain McLeod“ — og það kom Shepherd spánskt fyrir. En þetta var alvanaleg með ferð á sannleikanum hjá Ward. Þeir ætluðu alls ekki í neinn kvöldverð hjá Macleod. Sannleikurinn var sá, að þetta sama kvöld var boð hjá Mac- leodhjónunum í íbúð þeirra í Sloane Court West 36. Ward og Ivanov komu þar beinlínis sem boðflennur. Annað orð er ekki til yfir það. Þetta var boð fyr* ir unglinga, 18—19 ára að aldri. Um morguninn hafði einn gest* urinn (sem augsýnilega þekkti Ward) spurt, hvort hann mætti taka með sér Ward og einn kunningja hans. Vitanlega hafði Ward átt upptökin að þessu sjálf ur. Macleodhjónin þekktu ekkert til Wards, en töldu þetta allt i lagi og sögðu já. Ward kom talsvert seint til boðsins og hafði með sér Ivanov höfuðsmann. Þeir stóðu ekki lengi við, og hittu alls ekki Iain Macleod. Hann var í þinginu og kom alls ekki í samkvæmið. Frú Macleod kom inn, undir lok samkvæmis- ins og sá þ^ssa tvo menn, sem voru svo miklu eldri en allt hitt fólkið. Hún talaði fáein orð við Ward (sem hún þekkti ekki), en alls ekki við Ivanov. Þeir stóðu svo ekki við eftir þetta nema fáar mínútur, en fóru síðan. Enginn af fjölskyldunni hefur séð þá síðan. Frú Mac- leod sagði manni sínum frá þessu daginn eftir. Hr. Sheperd þótti þetta svo grun samlegt, að einum eða tveim dögum síðar, greip hann tæki* færið til að minnast á það við Macleod. Hann sagði, að Ward hefði gefið sér í skyn, að hann hefði verið boðinn heim til Mae leod og þekkti hann. Macleod skýrði Shepherd frá því, sem gerzt hafði og talaði um það við utanríkisráðherrann (Hom* lávarð) og ritaði bréf til að skjal festa það. Auðvitað vissi utan- ríkisráðherrann sitt af hverju um Ward, þegar hér var komiS sögu. Það liggur í augum uppi nú. að Ward var að leita tækifæri* fyrir Ivanov til að hitta Mae leod og aðra, líklega til þess að snapa hjá þeim upplýsingar fyr- ir Rússa, ef hægt værL Jafn. augljóst er hitt, að hann haíði ekkert upp úr þvi kjaisL

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.