Morgunblaðið - 22.10.1963, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 22.10.1963, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 22. okt. 1963 MORGUNBLAÐIÐ 3 Á SUNNUDAGINN var hafði hennar hátign, Bagga skjald- bökudrottning, opinbera mót- töku í Fiskifélagshúsinu við S.úlagötu. Þangað munu hafa lagt leið sína á þriðja þúsund manns, og eru börn meðtalin. Virtist mikill áhugi hjá fólki að heilsa upp á Böggu frá Stein- grímsfirði. Blaðamaður Mbl. kom þang að kl. 3% og var þá stór bið- röð utan við húsið, og varð sumt fólkið að bíða í 20 mín- útur til að sjá skjaldbökuna, en stæðilegir lögregluþjónar héldu uppi reglu við dyrnar. Skjaldbökunni var komið Sæskjaldbakan í Fiskifélagshúsinu. Mennirnir með hattana eru þeir Einar Hansen og Kristján Geirmundsson. Ég hélt það væri bobbingur á floti Sæskjaldbakan fær heimsókn af tveim frænkum sínum fyrir á stórum frystihúsvagni, og eigandi hennar, Einar Han- sen frá Hólmavík, sem allan veg og vanda hefur haft af flutningi skjaldbökunnar hing að, stóð þarna nærri og veitti fólkinu fúslega allar upplýs- ingar. Hann sagðist hafa fundið skjaldbökuna á floti innan við Grímsey á Steingrímsfirði. Kvaðst hann hafa orðið aldeil- is steinhissa, þegar hann sá þennan hlut mara í hafskorp- unni kringum 100 metra frá báti feðganna. Hafi hann fyrst haldið að þetta væri „bobb- ingar“. Þegar þeir komu að dýrinu, tók Einar það til bragðs að krækja í skolt þess hákarla- sókn, þ.e. öngli á keðju, sem notaður er við hákarlaveiðar. Jafnskjótt og öngullinn fest- ist í skolti skjaldbökunnar, hafi allt „loft“ úr henni far- ,ð og hún farið að sökkva, en keðjan bilaði ekki, og hafi þeir síðan dregið hana til lands. Læknirinn á staðnum skoðaði hana og var það álit hans, að skjaldbakan hefði verið nýlega dauð, þegar þeir feðgar fundu hana. Einar hélt, að ekki hefði verið hægt að ná skjaldbök- unni lifandi til lands, en hún vegur eins og kunnugt er um 300 kg og er um 1 m á lengd. Kristján Geirmundsson, hinn þekkti starfsmaður við Náttúrugripasafnið, sem sér um að stoppa út dýr fyrir safnið var þarna mættur, enda mun það falla í hlut hans að sjá um að skjaldbakan geym- ist óskemmd, sagði blaða- manninum það, að hætta væri á, að húð hennar rispaðist og skemmdist við það, að sýna hana svona. Þetta er svokölluð „leður- skjaldbaka", sem ekki hefur hornskjöld. Beinplöturnar eru óreglulegar og eru ekki tengd ar við hryggjarbein dýrsins, eins og í öllum öðrum skjald- bökutegundum. Eftir endi- löngu baki hennar liggja 7 stórir hryggir, þaktir „leðr- inu“, sem skjaldbakan dreg- ur nafn sitt af. Af hafskjaldbökum eru að- eins til fjórar tegundir, og sú stærsta þeirra er leðurskjald- bakan (Dermochelyo cori- acea (L.) ). Hún er mjög sjald gæf og sennilega á góðum vegi með að verða útdauð. Hvorki er nytjað af henni skel eða kjöt. Dr. Finnur Guðmundsson, forstöðumaður Náttúrugripa- safnsins, er erlendis um þess- ar mundir, en þess er að vænta, að ekki standi á safn- inu, að kaupa jafn merkileg- an hlut og þessi skjaldbaka er, og varla við því að búast, að þetta tækifæri komi upp í hendur þess aftur næsta mannsaldurinn. Meðal gestanna, sem komu að heilsa upp á skjaldbökuna, voru tvær litlar frænkur hennar, grískar landskjaldbök ur, sem báðar til samans voru miklu minni en haus sæskjald bökunnar. Tveir litlir drengir áitu skjaldbökurnar, og sögðu þeir, að þær væru hjón, og hétu Sókrates og Xantippa. Virtist fara vel á með þeim hjónakornunum og Böggu sæ- skjaldböku og vöktu þær litlu ekki síður athygli en sú stóra. Einar Hansen sagði blaða- manninum að lokum að lík- lega yrði skjaldbakan sýnd skólabörnum á næstunni, en hann lagði áherzlu á, að ekk- ert væri enn ákveðið, hvað af henni yrði. Sæskjaldbaka á sundi. Námskeið ■ föndri SJÁLFSTÆÐISKVENNAFÉ- LAGIÐ Hvöt gengst fyrir nám- skeiði í föndri í þeim tilgangi að búa til smekklegar, litlar jóla- gjafir og fleiri smáhluti. Verður byrjað föstudagskvöldið 25. októ- ber og haldið áfram 7 næstu föstu dagskvöld. Námskeiðið verður í Valhöll, og hefst það fyrsta kl. 8.30. Kennslukonur verða frk. Ingibjörg Hannesdóttir og Magn- ea Hjálmarsdóttir, sem kennt hafa alls konar föndur og gerð fallegra muna. María Maack, Þingholtsstræti 25, veitir allár upplýsingar og tekur á móti námskeiðsgjaldinu, sem er stillt mjög í hóf. Týndi veski með stórfé SL. LAUGARDAGSKVÖLD, laust fyrir kl. 1, varð stúlka, sem nýkomin er frá Bandaríkjun- um, fyrir því óhappi í Klúbbn- að týna veski sínu. í veskinu voru 40 dollarar í reiðufé, 250 dalir í ferðatékkum og bankabók á bandarískan banka með 650 dollara innstæðu. Auk þess var í veskinu innflytjendavegabréf stúlkunnai og ýmis önnur per- sónuleg gögn. Stúlkan skildi veskið eftir á borði á meðan hún fór að dansa, en er hún kom aftur var það horfið. Eru þeir, sem kynnu að hafa tekið veskið í misgripum, eða geta gefið upplýsingar um málið, vinsamlegast beðnir að hafa samband við rannsóknar- lögregluna. Veskið er ílangt, mjótt og svart að lit. Hallgrímur með 51.10 í kringluk. Á LAUGARDAGINN kastaði Hallgrímur Jónsson kringlunni 51.10 m. Það er bezti árangur hans á sumrinu og jafnframt bezti árangur sem náðst hefur á landinu í ár. Hallgrímur er nú Vestmannaeyingur og keppir fyr- ir Tý. STMSTESMR Hver eru úrræði Framsóknar? Synd væri að segja, að Fram- sóknarflokkurinn hefði í stjórnar andstöðunni lagt fran?. margar jákvæðar tillögur. Má því ef til vill segja að ástæðulaust sé að búast við úrræðum af hans hálfu í efnahagsmálum. Ástæða er til að athuga, hvað Framsóknarmenn hafa nú um efnahagsmálin að segja, þar sem þeir bentu fyrir hálfum öðrum mánuði á það, að nauðsynlegt væri að breyta algjörlega um stefnu „og byrja að klifra niður dýrtíðarstigann.“ Síðan hefur Framsóknarblaðið reynt að láta fyrnast yfir þessi ummæli og í Tímanum s.l. sunnudag er blað- inu snúið við. Þar segir m.a.: „Sennilegt er að stjómin ótt- ist svo andstöðu gegn nýrri geng islækkun að hún grípi ekki til hennar að sinni. í staðinn verði leitað að öðrum ráðum, seiru nái svipuðu marki, t.d. lögboðinni niðurfærslu á fcaupi launastétta og bænda meðan aðrir halda öllu sínu og hagnast síðan á niðurfærslunni hjá launafólki og bændum. Slík lausn værj full komlega í anda „viðreisnar- innar." Ummælin 4. september Hinn 4. september stóð eftir- farandi í ritstjórnargrein í Tím- anum: „Það sem ríkisstjórnin og þingið þurfa að segja nú og standa við er þetta: við ætlum ekki að gera neinar hækkunar ráðstafanir. Þvert á. móti ætlum við að byrja að klifra niður dýr tíðarstigann með lækkunarað- gerðum. Við ætlum að lækfca vissa tolla og skattstiga, en þetta er ríkinu unnt vegna þess að af völdum verð- os kauphækkana að undanförnu munu ríkistekjur vaxa meira að sjálfu sér en ríkis- útgjöldin, þó þau hækki einnig nokkuð.” Megininntak þessara ummæla er það, að stinga þurfi við fótum og lcyfa ekki frekari hækkanir. „Þvert á móti ætlum við að byrja að klifra niður dýrtíðar- stigann með lækkunaraðgerð- um.“ Þetta síðastnefnda er auð- vitað sýnu erfiðara en að stöðva hækkanirnar, enda hefur ríkis- stjórnin ekki boðað það, að hún telji beint þörf lækkana, heldur muni nægja að stemma stigu við frekari hækkunum. Snúast geg-n eigin orðum En athyglisvert er, að það ern Frairróknarmenn, sem fyrstir boðuðu það, að ekki væri ein- ungis nauðsynlegt að stöðva frekari hækkanir heldur þyrfti að byrja „lækkunaraðgerðir" eins og þeir nefndu það. En það er í samræmi við annað í mál- flutningi Framsóknarflokksins, að þegar ríkisstjórnin segir að nauðsynlegt muni vera að hindra frekari hækkanir, þá segja Fram sóknarmenn, að nú eigi að hefja lækkunaraðgerðir, og nú er sú leið, sem þeir sjálfir bentu á, orðin stórhættuleg og beinlínis miðuð við það að níðast á bænd- um og launþegura. Þannig virð- ist sá spádómur Morgunblaðsins því miður ætla að rætast, að Framsóknarn-.snn verði á móti hverjum þeim aðgerðum, sem gerðar eru, jafnvel þótt þær verði ekki ósvipaðar því, sem Framsóknarmenn sjálfir hafa krafizt

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.