Morgunblaðið - 22.10.1963, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 22.10.1963, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLADIÐ Þrlðjudagur 22. okt. 1963 Útgefandi: Hf. Arvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur Matthías Johannesseri, Eyjólfur Konráð Jónsson. Auglysingar: Arm Garðar Kristinsson. Útbreiðslustjóri: Sverrir Þórðarson. Ritstjórn: Aðsdstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Áskriftargjald kr. 80.00 á mánuði innanlands. í lausasölu kr. 4.00 emtakiö. FRAMLEIÐSLAN OG VIÐREISNARSTEFNAN Tlöfuðmarkmið viðreisnar- ráðstafana núverandi ríkisstjórnar, þegar hún hóf störf sín, var að koma í veg fyrir stöðvun framleiðslunn- ar, sem yfir vofði eftir upp- gjöf vinstri stjórnarinnar. Jafnvægi í efnahagsmálunum varð að nást, ella var stöðv- un útflutningsframleiðslunn- ar óhjákvæmileg. Uppbóta- kerfið hafði gersamlega geng- ið sér til húðar. Það var ekki lengur fært um það að halda framleiðslutækjunum í gangi. Með hinum víðtæku við- reisnarráðstöfunum ríkis- stjórnarinnar tókst ekki að- eins að afstýra því hruni, sem við.blasti þegar vinstri stjórn in hrökklaðist frá völdum. Viðreisnarstjórninni tókst að tryggja þróttmikinn rekstur atvinnutækjannd og síðan all verulega framleiðsluaukn- ingu. Þannig hafði verið brotið í blað í íslenzkum efnahags- málum. Grundvöllur var lagð ur að áframhaldandi fram- leiðsluaukningu og þar íneð bættum lífskjörum alls al- mennings í landinu. Það er staðreynd, sem allir íslendingar þekkja, að það voru fyrst og fremst stjórn- arandstæðingar, Framsóknar- menn og kommúnistar, sem ekki vildu una þessari þró- un. Þeir sögðu fólkinu að það varðaði ekkert um greiðslu- getu atvinnuveganna. Það þyrfti ekki að miða kröfur sínar um hækkað kaupgjald við afkomu framleiðslunnar. Kommúnistar og Framsókn- armenn, sém nýlega voru bún ir að leiða verðbólguflóð yfir þjóðina og allt að því stöðv- un framleiðslutækjanna vegna of mikils tilkostnaðar, sögðu nú, að útflutningsfram- leiðslan gæti borið stórkost- lega aukinn tilkostnað. Heildarsamtökum verka- lýðsins var svo beitt harka- lega fyrir hinum óhóflegu kröfum á hendur framleiðslu- tækjunum. STÖÐUGT GENGI ¥slendingar verða að skilja *■ það, að lífskjör þeirra byggjast öll á því, að útflutn- ingsatvinnuvegir þeirra séu reknir á heilbrigðum og traustum grundvelli. Ef út- gerðin og hraðfrystihúsin eru rekin með halla, er skammt yfir í stöðvun og gengisfell- ingu. Hagur framleiðslunnar hef- ur þrengzt verulega vegna kaupphlaupsins milli kaup- gjalds og verðlags undanfar- in misseri. Þó standa vonir til þess að unnt verði að tryggja rekstur tækja hennar með ýmsum samræmdum aðgerð- um á sviði efnahagsmála. Rík- isstjórnin hefur lýst því yfir, að hún muni leggja höfuð- kapp á að tryggja stöðugt gengi krónunnar og hindra gengisfellingu. En engum hugsandi manni getur dulizt að því aðeins er það mögu- legt að þjóðin stingi nú við fótum, stöðvi kaupphlaupið milli kaupgjalds og verðlags og freisti raunhæfra leiða til þess að tryggja hag sinn. íslenzkir kjósendur sýndu á sl. vori mikinn þjóðmála- þroska þegar þeir veittu við- reisnarstjórninni ótvíræða traustsyfirlýsingu fyrir starf hennar og stefnu. Nú veltur mikið á því að almenningur standi fast með ríkisstjórn- inni í viðleitni hennar til þess að tryggja rekstur fram- leiðslutækjanna og áfram- haldandi aukningu útflutn- ingsframleiðslunnar. Það er eina leiðin til þess að bæta lífskjörin og koma í veg fyrir að hinn mikli árangur við- reisnarstarfsins renni út í sand verðbólgu og upplausn- ar. — NÝR FORSÆTIS- RÁÐHERRA BRETLANDS Niðurstaða átakanna innan íhaldsflokksins um eftir- mann Macmillans varð sú, að Home lávarður var valinn til þess að mynda nýja ríkis- stjórn. Eftir er svo að vita, hvernig sú ákvörðun gefst. Viðurkennt er, að Home lávarður sé mikilhæfur og þaulreyndur stjórnmálamað- ur. Hann hefur getið sér góð- an orðstír sem utanríkisráð- herra og hvarvetna komið fram af festu og virðuleik. En ýmislegt bendir til þess að hann sé ekki sigurstrang- iegur leiðtogi til þess að leiða íhaldsflokkinn fram til sigurs í næstu kosningum, sem fram eiga að fara í Bretlandi á næsta ári. Sú staðreynd að hann tilheyrir lávarðadeild- inni veldur honum og flokki hans áreiðanlega miklum vandkvæðum. Stór hluti brezku þjóðarinnar lítur á lávarðadeildina sem úreltar leifar frá liðnum tíma, þrátt fyrir það þótt hún sé virðu- Miklir liðsflutningar yfir til hvaða staðar sem er á jörðinni, ef Bandaríkjamenn eða bandamenn þeirra verða Framh. á bls. 23. f DAG hefjast miklir liðs- flutningar frá Bandaríkjun- um til Evrópu. Á þremur dög-- um verða 16. þús. menn úr bandaríska flughernum og landhernum fluttir loftleiðis til Vestur-Þýzkalands, en þar taka þeir þátt í heræfingum á vegum Atlantshafsbanda- lagsins. Fyrir skömmu skýrði Ro- bert McNamara, varnarmála- ráðherra Bandaríkjanna frá liðsflutningunum og sagði, að aldrei hefðu eins margir bandarískir hermenn verið fluttir með flugvélum yfir Atlantshaf á jafn skömmum tíma. Bandarísku hermennirnir verða fluttir til Evrópu frá herstöðvum í Texas og á aust- urströnd Bandaríkjanna. Með al þeirra eru menn úr sér- stakri herdeild, sem nefnd er „The Striking Command" og var stofnuð 1961. Er sú her- deild aUtaf viðbúin að leggja af stað með stuttum fyrirvara lég stofnun sem gegni enn þann dag í dag mikilvægu hlutverki. Hin hörðu átök um val eft- irmanns Macmillans innan íhaldsflokksins skilja eftir spor, sem að öllum líkindum mást ekki út á þeim skamma tíma, sem eftir er til kosn- inga. Þótt Home lávarður sé heið- arlegur og mikilhæfur stjórn- málamaður, er hann ekki sá baráttumaður, sem líklegt er að fái skapað nýja trú á sig- urmöguleika íhaldsflokksins, eftir 12 ára óslitið valdatíma- bil hans. Bfezka þjóðin, sem margir telja þroskuðustu lýð- ræðisþjóð veraldar, telur sér gjarnan henta, að skipta um forystu og láta ekki sama flokkinn fara allt of lengi með völd. Þess vegna virðist nú, sem sigurmöguleikar Verkamannaflokksins séu miklir og vaxandL 240 herflutningaflugvélar (1) og fjöldi orustuflugvéla (2) flytja 16 þúsund hermenn til Evrópu á þremur dögum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.