Morgunblaðið - 22.10.1963, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 22.10.1963, Blaðsíða 17
Þriðjuðagur 22. okt. 1963 MORGUNBLAÐIÐ 17 Þórdís Jónsdóttir Minning í DAG verður borin til moldar vestur á Patreksfirði Þórdís Jóns- dóttir. Hún andaðist 15. október á heimili Jórunnar dóttur sinnar, Framnesvegi 36, Reykjavík. Þórdís var fædd 6. sept. 1874 í Hænuvík við Patreksfjörð. For- eldrar hennar, er þar bjuggu, voru Jón Sigurðsson og Helga Ólafsdóttir. Jón var stórbrotinn maður, skapstór, en vel greindur. Hann fylgdist af lífi og sál með öllum atburðum og framförum í samtíð sinni og sögu þjóðarinnar. Hann naut sín þó ekki seinni hluta ævinnar, vegna sjúkdóms, er þjáði hann árum saman og varð að lokum banamein hans. Helga var hin góða, blíðlynda kona, sem allt bætti og öllum vildi gott gjöra, er hún náði til. Þau hjón áttu fjögur börn, er upp komust: Ingveldi, Einar, Sig- urð og Þórdísi, og var hún yngst þeirra. Erfðu systkinin greind föður síns og gæði móður sinnar og voru vinsæl og vel metin. Ing- veldur var sérstaklega dugleg kona, bliðlynd og ástúðleg. Hún þurfti líka á dugnaði sinum að halda, því hún varð ung ekkja með tvö börn. Þau hjón, Jón og Helga, tóku á efri árum sínum vandalaust og móðurlaust barn og voru því eins góð eða betri en sínum eigin börnum. Þetta tökubarn fann aldrei til síns munaðarleysis, meðan þau og dætur þeirra náðu til hennar. Þessari stúlku kenndi Helga að lesa, þannig að hún var orðin fluglæs sjö ára gömul. Hún kenndi einnig fleiri börnum lest- ur. Þórdís ólst upp í Hænuvík, en fór að heiman um tvítugt. Þá tóku þau Ingveldur systir henn- ar og Einar Guðmundsson frá Tungu, maður hennar, við búi í Hænuvík með foreldrum henn- ar. En Einar dó eftir fá ár og leystist þá upp heimilið í Hænu- vík. Nokkru eftir aldamót giftist Þórdís Guðjóni Jósepssyni, ætt- uðum úr Múlasveit, mesta snyrti- og sæmdarmanni. Reyndist hann henni alla ævi ástríkur eiginmað ur og' umhyggjusamur \heimilis- faðir. Bjuggu þau á Patreksfirði þar til hann andaðist 1935. Þang- að tók Þórdís fyrrnefndá fóstur- dóttur foreldra sinna, er þau gátu sökum elli ekki sinnt henni lengur. Hún styrkti hana og Studdi á allan hátt til náms í barnaskóla, sem þá var nýstofn- aður á Patreksfirði og fylgdi henni í anda alla ævi, þó leiðir skildu. Á þessum árum tók Þór- dís oft gamalmenni og einstæð- inga á heimili sitt, eða hlynnti að þeim á annan hátt. Þau Guðjón og Þórdís áttu fjögur börn: Kristjönu, Jóhannes, Jórunni og Helgu. Þau eru öll á lífi og gift og búsett í Reykjavík. Þangað fylgdi hún einnig Jórunni dóttir sinni, þegar hún var orðin ekkja með fimm börn og var hjá henni í 17 ár alls. Þar lifði hún elli sína í kærleika og virðingu barna, tengdabarna og barna- barna. Það samlíf gæti verið lærdómsríkt á þessum tímum og væri efni í langt mál. Þórdís var snemma hneigð fyrir sauma og handavinnu og hafði mikið yndi af öllu þesskonar fram á elliár. Hún var einnig og ekki síður skarpgreind og bókhneigð kona, las mikið og unni alls konar fróðleik eins og faðir hennar. Hún var draumspök, víðsýn og frjálslynd í skoðunum og fylgd- ist vel með æskunni og skildi hana, nærri því níræð. Frjálslyndi hennar og skiln- ingur á málum æskunnar hefur vafalaust átt sinn þátt í því, hvað tveir yngri ættliðir hennar, börn, tengdabörn og ekki sízt barna- börn litu upp til hennar og virtu hana. Þau þágu ráð hennar í blíðu og stríðu og voru eins og einn maður í því að sýna henni ástúð og virðingu. Dætur hennar og tengdadætur komu til hennar eins oft og þær gátu og léttu henni sjúkdómsbölið á allan hátt. Og nú fylgja börnin henni vestur á æskustöðvarnar, þar sem hún er lögð til hinztu hvíld- ar við hlið manns síns. Blessuð veri minning hennar. 3. Jóh. Konur 02 karimenn vantar okkur á komandi síldarvertíð. Talið við verkstjórann. Sænsk-íslenzka frystihúsið hf. Rýmingarsala Vegna breytinga á verzluninni seljum við mikið af drengja- og telpnaúlpum með miklum afslætti. Einnig kvengæruúlpur aðeins kr. 690.—, Karlmannatweed j akkar kr. 500,— Amerískar kvenblússur kr. 55,— Barnagammosíubuxur kr. 25.— MiklatorgL BLUE BELL WRANGLER BUXUR JAKKAR Fram- leitt af Núna framleitl úr 14 oz. Denim Gæðin eru tryggð af Blue Bell verksmiðjunum í Bandaríkjunum Söluumboð Kaupfélag Suðurnesja Kef lavík- Sandgerði. Verxlun Björns Guðmundss. V estmannaey jum. Verzlunin Amaróbúðin Akureyri. Verzlunin Ásgeir, Siglufirði. Kaupfélag Þingeyinga Húsavík. Verzlun E. J. Waage Seyðisfjörður. Kaupfélagið Björk, Eskifirði. Kaupfélagið Þór, Hellu. Kaupfélag Rangæinga Rauðalæk. Verzlunin Skemman, ólafsvík. Verzlunin Aðalsteinn Halldórs son, Neskaupstað. Tilboð óskasf í R5EO 1054 með 12 manna húsi og palli. Bifreiðin er með 137 ha. diesel mótor (sem nýjum). Bifreiðin verður til sýnis á geymslusvæði Þungavinnuvéla h.f., Krossa- mýri til 31/10 n.k. Tilboð óskast send skrifstofu Samvinnutrygginga herbergi 214 fyrir 31. október næstkomandi. Til sölu 5 herb. íbúð á 2. hæð við Stórholt, selst tilbúirvn undir tréverk, fullunnin að utan með tvöföldu gleri. — BílskúrsréttindL — Hitaveita. MÁLFLUTNINGS OG FASTEIGNASTOFA Agnar Gústafsson, hrl., Björn Pétursson, fasteignaviðskipti. Austurstræti 14, símar 22870 og 17994. Utan skrifstofutíma 35455. Norðurmýri 5 herb. íbúðarhæð. 130 ferm. við Kjartansgðtu til sölu. Skipti á 3ja herb. íbúð kemur til greina. Steinn Jónsson lögfr.stofa — fasteignasala, Kirkjuhvoli. Símar: 14951 og 19090. Tónlistaskóli Kópavogs Innritun fer fram í félagsheimili Kópavogs mið- vikudaginn 23. og fimmtudaginn 24. okt. kl. 5—7 báða dagana. SKÓLASTJÓRINN. m ./j i. v CHAMPION KRAFT- KVEIKJU- KERTI. 1. 5 grófa ceramic einangrun. 2. Eru ryðvarin. 3. .,KRAFTKVEIKJU“ neistaoddar eru úr NICKEL- ALLOY málmi, sem endast mun lengur en venjulegir oddar. I*eir auka endingu i kertisins um 63%. MY CHAMIPSOM KRAFTKVEIKJIJKERTI HAFA ÞESSA KOSTI:

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.