Morgunblaðið - 11.11.1963, Síða 11

Morgunblaðið - 11.11.1963, Síða 11
Mánudagur 11. nóv. 1963 MORGUNBLAÐIÐ 11 Erlent fréttayflrlit DC-8 farþegaþotan, frá Trans-Canada Airlines, sem rann út af brautinni á flugvellinum við London. Framh. af bls. 3 Sovétríkjanna, telur sig nú þjást af minnisleysi. Hann reyndi fyrir skemmstu að svipta sig lífi, er hann tók inn mikið magn af svefnlyfjum. Rannsókn stendur enn yfir á því, með hverjum hætti hann komst yfir lyfið. í>að mun vald'a sænskum yfirvöld- um gífurlegum vanda, ef Wennerström getur ekki sjálf- ur skýrt frá einstökum atrið- um í starfsemi sinni. Vín, 5. nóvember. f dag fundust enn falsaðir '■ pundsseðlar í' Toplitz-vatni í Austurríki. Leitarmenn, sem starfa á vegum austurrísku ríkisstjórnarinnar, fundu þar kassa, fullan af seðlum. Kass- inn brotnaði* er hann var dreg inn af botni, og liggur mikið af seðlum nú á botni vatnsins. Þá fundust leifar af tilrauna- eldflaug, sem Þjóðverjar gerðu í síðari heimsstyj-jöld- •innL Kennedy ánægður Washington, 6. nóvember. Kennedy, Bandaríkjaforseti, lýsti því yfir í dag, miðviku- dag, að hann væri mjög ánægð ur með úrslit ríkisstjóra- og borgarstjórakosninga þeirra, sem fram fóru á nokkrum stöð um í Bandaríkjunum í gær. Segir forsetinn, að hann sé á- nægðastur yfir því, að stefna stjórnar hans í kynþáttamál- um skuli ejcki hafa haft meiri áhrif á kosningarnar í Suður- ríkjunum, en raun bar vitni. í röðum repúblikana gætir einnig ánægju með úrslit, þrátt fyrir ósfgur á nokkrum stöðum, þar sem þeir höfðu háð harða kosningabaráttu. Bandaríkin mótmæla London, Washington, 6. nóv. Bandaríkin lögðu ‘ í dag fram opinber . mótmæli við stjórn Sovétríkjanna, vegna atburðarins við Berlín, fyrr í vikunni, er lest bifreiða með bandaríska hermenn var stöðv uð. Er þvl haldið fram í orð- sendingunni, að hér hafi verið framið brot á samningum um frjálsan aðflutning til borgar- innar. Foy D. Kohler, ambassa dor Bandaríkjanna í Moskvu, hélt skyndilega frá London í dag, en þar hefur hann verjð í leyfi, og hélt til Moskvu. Ásakar Bandaríkin Moskvu, 6. nóvember. Krúsjeff, forsætisráðherra, ræddi í dag við 22 bandaríska kaupsýslumenn, sem dveljast í Sovétríkjunum um þessar mundir. Hann vék að ýmsum málefnum, m. a. deilunni við Kína, hveitikaupum kommún- istaríkjanna vestan hafs, og síðast en ekki sízt að atburð- unum við Berlín, fyrr í.vik- unni. Taldi hann sovézku yfir- völdin þar hafa verið í fuilum rétti, og hefðu þau knúið Bandaríkin til undangjafar. — Þessari yfirlýsingu var síð- ar mótmælt í Washington. DC-8 rann út af braut London, 7. nóvember. í gærkvöldi rann stór DC-8 þota, frá Trans-Canada Air- lines, út af flugbraut á London flugvelli. 89 farþegar voru í vélinni, en enginn mun hafa slasazt alvarlega. í dag, fimmtudag, var allt enn á huldu með orsakirnar. Vélin var á leið frá London, er flug- maðurinn hætti allt í einu við flugtak, skammt frá brautar- enda. Byltingarinnar minnzt í dag var haldið hátíðlegt af mæli sovézku byltingarinnar. Að vanda var efnt til mikilla hátíðahalda á Rauða torginu. Malinovski, hermálaráðherra, hélt ræðu af grafhýsi Lenins. Var ræða hans ekki tiltakan- lega hörð í garð Vesturveld- anna. Malinovski hefur haldið ræðu við þetta tækifæri, allt frá árinu 1957, og hefUr hún oft þótt tákna afstöðu ráða- manna Sovétríkjanna til frjálsra landa — eins og hún hefur verið á hverjum tíma. Fréttamenn í Moskvu segja, að svo virðist, að ráðamenn Kína og Sovétríkjanna hafi ekki viljað minna á deilu sína, á þessu afmæli byltingarinn- ar. Telja ýmsir stjórnmála- fréttaritarar, að heídur hafi dregið úr illindum milli ríkj- anna, a. m. k. um stundarsak- ir. — Ný viðhorf til hveitisölu Ottawa, 7. nóvember. Verzlunarmálaráðherra Kan ada, Mitchell Sharp, lýsti því yfir í dag, að sala Kanada á hveiti til kommúnistaríkjanna kynni að tákna varanlega breytingu á hveitimarkaðn- um. Taldi hann sennilegt, að Alþýðulýðveldið Kína myndi um langt skeið flytja inn mik- ið magn af hveiti, árlega. Námamönnum hjargað í Lengede Lengede, 7. nóvember. í dag tókst að bjarga náma- mönnunum 11, sem verið hafa innilokaðir í kolanámunni við Lengede í hálfan mánuð. Voru margir þeirra þjakaðir mjög, er þeir komu upp til jarðar. — Það þykir undrun sæta, hve vel tókst til um björgunina, en hætta var mikil á grjót- hruni. — Mennirnir 11 fund- ust á lífi fyrir tilviljun, en björgun var þá hætt. Það var hópur sérfræðinga, sem starf- ið annáðist. Björgunarstarfið var ein helzta heimsfréttin þann tíma, er það stóð yfir. Flugslys í Finnlandi Helsingfors, 8. nóvember. Farþegaflugvél frá, finnska flugfélaginu Aeros féll í dag til jarðar, er hún \?ar á leið til Helsingfors. 21 farþegi, auk áhafnarmeðlima, létu lífið. Tveir farþegar og ein flug- þerna voru flutt mikið slösuð í sjúkrahús. Þau munu hafa látizt síðar. — Talið er, að flugmaðurinn hafi setið að drykkju kvöldið áður. Kloinar byltingarráðið? Saigon, 8. nóvember. Uppi eru um það raddir í Saigon, að einn af hershöfð- ingjunum, sem riðnir voru við byltinguna 1. nóvember, muni verða látinn ganga úr bylting- arráðinu. — Er hér um að ræða einn voldugasta hers- höfðingja landsins, Tom That Dinh, en hann ræður yfir það miklu liði, að hann hefði að öllum líkindum getað gert byltingu á eigin spýtur. Hlut- deild hans er talin hafa ráðið úrslitum, en samstarfsmenn hans munu ekki telja hann einlægan í afstöðu sinni. Vingast þeir á ný? Moskvu, 9. nóvember. í dag, laugardag, birtir Moskvublaðið „Pravda“ úr- drátt úr skrifum kínverska „Alþýðublaðinu“, þar sem far ið er mjög lofsamlegum orð- um um sovézku byltinguna. — Undanfarnar vikur hefur held ur dregið úr árásum leiðtoga Sovétríkjanna og Kína, á hverja aðra. Kveikt í Melabragganum Vörubirgbir skemmast i Eyjum, bátur á Ólafsfirði AÐFARANÓTT þriðjudagsins sl. var um nótt kveikt i Melabragg- j anum í Reykjavík. Var eldurinn fljótlega slökktur, en fjöldi manns býr í bragganum. Lög- regla handtók mann, sem hefur játað íkveikjuna. Mikið tjón varð af völdum elds I Vestmannaeyjum, er kviknaði í húsinu á Kirkjuvegi 19, en þar eyðilagðist stór vöru- lager. Og fólkið slapp út á nær- klæðunum. Einnig skemmdist báturinn Leifur á Ólafsvík mikið er eldur kom upp í honum. Kveikti i Melabragganum Aðfaranótt þriðjudagsins 5. nóv. var kveikt í Melabraggan- um við Hjarðarhaga. Handtók lögreglan um morguninn drukk- inn mann, sem játaði að hafa kveikt þar í. Var eldinum haldið í skefjum með 6 handslökkvi- tækjum, sem þarna eru, þar til slökkviliðið kom og réði niður- lögum eldsins á skammri stvmdu. Maðurinn, sem er íbúi í bragg- anum, kvaðst hafa sótt bréf út í öskutunnu, hellt í það smurnings ©líu, kveikt í og stungið bréfinu bak við lausa trétexplötu í gang- inum. Hann fór síðan að sofa, en fór síðan að hugsa um að hann gæti með þessu tiltæki skaðað íbúa braggans og fór fram og sá reykinn. Hrópaði hann þá upp yfir sig og vakti íbúana, sem kölluðu á slökkviliðið og héldu eldinum í skefjum með hand- slökkvitækjum, þar til það kom. Urðu skemmdir ekki miklar. En verr hefði getað farið, þar sem bragginn er eldfimur og margir íbúar í svefni. Fólkiff slapp út á nærklæffuunum Aðfaranótt laugardagsins 2. nóvember kom upp eldur í hús- inu við Kirkjuvej 19 í Vest- mannaeyjum og varð þar mikið tjón, einkum í verzluninni Örin, þar sem var mikill vörulager. Um 2 leytið um nóttina vakn- aði fullorðin kona á miðhæðinni og varð vör við mikinn reyk. Þar á hæðinni bjuggu hjón og gömul kona og í rishæðinni hjón með 4 börn. Vakti hún fólkið, og komst það út á nærklæðunum. Eldurinn mun hafa kviknað í lítilli kompu innan af verzlun: inni á neðstu hæð, þar sem geymdur er lager, en þar er raf- magnstafla fyrir hitun. Er talið að eldurinn hafi kviknað út frá henni. Slökkviliðið réði niðurlögum eldsins. Var þá mikið orðið skemmt uppi á hæðunum af eldi og reyk og mikið af vörunum brunnið, en lagerinn mun hafa verið vel trýggður. Ólafsfjarffarbátur skemmist af eldi Ólafsfirði, 7. okt. — Á 8. tím- anum í gærmorgun urðu menn, sem voru að hefja vinnu við höfn ina, varir við reyk í mótorbátn- um Leifi. Þegar þeir fóru að at- huga það, var mikill eldur í bátn- um. Reynt var að stemma stigu fyrir útbreiðslu eldsins með því að birgja ventla og op. Eftir rúman hálftíma hafði slökkviliðinu tekizt að ráða nið- urlögum eldsins. En þrátt fyrir það virðist báturinn allmikið skemmdur, öll siglingartæki og mælar ónýtt og innréttingar í lúkar allmikið brunnið. Hafa eigendur orðið fyrir miklu tjóni. Álitið er að eldurinn hafi kviknað út frá rafmagnstöflu. — Báturinn var mannlaus. Leifur er 27 lestir að stærð, byggður fyrir 3 árum á Akur- eyri. — Jakob. Bruni í Kópavogi Á laugardagsmorgun kviknaði í út frá olíukyndingu á Álfhóls- braut 60 í Kópavogi. Þetta er gamall sumarbústaður og ketill- inn í eldhúsinu. Var enginn í hús- inu, maðurinn gengið eitthvað ■ frá. Slökkviliðið var kvatt á vett- vang og réði niðurlögum eldsins, en mikill reykur var í húsinu þegar það kom. Sviðnaði eitt- hvað kringum ketilinn og tals- verðar skemmdir urðu í íbúðinni af reyk. — Yfir 600 marms Framh. af bls. 1 á, að hún hafi orðið út frá neista frá rafleiðslu. Annars er á það bent, að öryggisbúnaður þess- arar námu var talinn hinn full- komnasti og áreiðanlegasti sem þekkist. Náman er ein hinna elztu of stærstu sinnar tegund- ar í Japan og vinnuskilyrði sögð með bezta móti. Að björgun námamannanna, sem innilokaðir eru, starfa 3.500 manns, en björgunarstarfið er miklum erfiðleikum háð, sökum eiturgassins í námugöngunum. Auk þeirra er slösuðust niðri í námunni meiddust tugir manna er unnu á jörðu uppi. Rúður brotnuðu í húsum í 300 metra fjarlægð og skemmdir urðu á mannvirkjum í næsta nágrenni námunnar. Járnbrautarslysiff Járnbrautarslysið í bænum Tsurum, um 20 km suðvestur frá Tókíó varð með þeim hætti að vöruflutningalest fór út af sporinu, með þeim afleiðingum, að farþegalest, sem kom rétt á eftir, ók beint á hana og önnur farþegalest skall á braki hinna tveggja örskömmu síðar. Þegar hafa fundizt 164 lík — en búizt er við að fleiri hafi farizt. Forstjóri ríkisjárnbrautanna í Japan, Reisuke Ishida, hefur til- kynnt, að hahn muni leggja lausnarbeiðni sína fyrir Ikeda, forsætisráðherra, svo sem venja er í Japan þegar meiri háttar járnbrautarslys ber að höndum Leggur forstjórinn það í vald forsætisráðherrans hvort hann heldur starfi sínu áfram eða ekki. Stjórn járnbrautanna hef- ur tilkynnt, að fjöskylda sérhvers þeirra, er í slysinu fóryst, muni fá greiddar 100.000 yena skaða- bætur (sem svarar nál. 12.500 ísl. kr.). — Skrilslæti Framh. af bls. 12 Sat hann í sæti sínu í Efri deild á meðan umræður fóru fram í Neðri deiid, og las þingskjöl. Kom þá steinninn á mikilli ferð inn um gluggann, skall í gólfið ca. meter frá Páli, og valt út að dyrum ca. fimm metra frá. Gler- brot úr rúðunni dreifðust yfir handleggi þingmannsins. Ófagurt var um að litast við þinghúsið eftir ólætin. Eggja- skurn kartöflur og drasl lágu á gangstéttinni' og voru eggjaslett- urnar upp um alla veggi húss- ins. Smiðir unnu að því að setja nýjar rúður i húsið daginn eft- ir, og hreinsa það af ósómanum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.