Morgunblaðið - 15.11.1963, Síða 20

Morgunblaðið - 15.11.1963, Síða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ Fostu&agur 15. nóv. 1963 BRJALADA HÚSID ELIZABETH FERRARS -------- — 1. apríl ! ! ! Toby klappaði honum á öxl- ina. — Þú ert nú svo mikilvæg persóna, Vanner, að ég vildi helzt alltaf hafa þig hjá mér. Hugsaðu þér, hvað það væri hent ugt, ef þú fengir nú einhverjar upplý3ingar, sem kollvörpuðu úr skurðinum algjörlega. Vanner urraði: — Eg treysti þér ekki. Eg held þú sért bara að eyða fyrir mér tímanum. — Ef ég er að því, þá er ég líka að eyða honum fyrir sjálf um mér. Vanner virtist ekki vera nein huggun í þessum fróðleik. Þeir gengu upp eftir snyrti- legum malarstígnum saman. Þeg ar Toby hringdi, kom Fry gamli sjálfur til dyra. Hann leit á Vann er eins og steinhissa. Toby sagði: — Mér datt í hug, að yður mundi vera sama þó að fulltrúinn . . . En Fry veifaði aðeins hendi. — Þetta er merkilegt . . . mjög merkilegt. Líklega hugsanasam- band. Það er einmitt þetta sem ég hef verið að óska eftir, þar sem ég sat í stofunni minni. Komið þér inn, fulltrúi, og ver- ið velkominn. Hann fór með þá gegn um lít inn gang með hellugólfi, og inn í stofu, sem var bakatil í hús- inu. — Konan mín er úti í garði, sagði hann. — Við skulum ekki ónáða hana. Hann dró fram stóla og sett- ist sjálfur við skrifborðið. Út um gluggann sást enn grasflötur og enn rósir, og lengst í burtu, bak við lága girðingu, sá á út- saumaða hattinn á frú Fry. Fry hafði mikið af blöðum fyr ir framan sig á skrifborðinu, einnig glas með mjólk í og disk með heilhveitikexi á. Sjálfur var hann næstum hressilega fjörleg- ur í hreyfingum og framkomu, og óeðlilegur gljái í augunum. — Eg bauð yður hingað, hr. Dyke, sagði hann, — af því að ég hugsaði sem svo, að ef ég hefði dálítið næði heima, gæti ég kom ið vissum atriðum á blað. Þér munuð sjá, að það var hyggi- legt, þegar þér lesið þessi blöð. Eg hef verið mjög órór í hugan- um, síðustu dagana. Eg hef átt afskaplega bágt með að greina sundur starfsemi huga míns og það, sem þér munduð vafalaust kalla raunveruleika. En í gær- kvöldi tók mig að gruna, að í rauninni væri kannski engin þörf á að gera þennan greinar- mun. Og er hann nokkur? Sekt hjartans, sekt handarinnar — geta' þessi í raun og veru ekki verið eitt og það sama? Hvað finnst yður? Vanner iðaði í sætinu. — Eg held ekki, að nokkur maður hafi verið hengdur fyrir að vera sek ur í hjarta sínu, hr. Fry, en þar með er ekki sagt, að hann hafi ekki átt það skilið. — Nei, nei, nei, það var ekki það, sem ég átti við, sagði Fry og var óþolinmóður. Eg átti við það saraa, bókstaflega sagt það sama. Að huganum er einbeitt að öðruhvoru — hvað þýðir það? Toby horfði á handritið á borð inu. — Þér viljið láta okkur lesa það, sem þér hafið verið að skrifa, hr. Fry? Gamli maðurinn kinkaði kolli. — Já. Eg hef hreinsað huga minn mjög með því að skrifa það nið- ur, og það mun einnig hreinsa ykkar huga. Þið munuð verða margs vísari af því, sem ykkur hefur aldrei órað fyrir. Því hvernig ættuð þið, úr fjarlægð, að hafa skilning á drauminum og raunveruleikanum? Hvernig. gátuð þið nokkuð vitað? Hvern ig gat sannleikurinn og skelfing in gert vart við sig hjá ykkur? Toby rétti út hönd. — Kannski vilduð þér lofa mér að sjá . . . Fry sló lófanum niður á ark irnar. Hann stökk upp. Með hverri hreyfingu jókst æsing hans. — Hvernig gætuð þér skil- ið þessi blöð? Hvernig gætuð þér séð inn í hjarta leyndardómsins? hverju ég hef komizt með því að gefa mig á vald kvölinni, skelfingunni og sannleikanum? Hann hækkaði röddina í æsingi. Hvernig gætuð þér vitað, að — Hvernig gætuð þið vitað það, sem ég veit? Vanner svaraði ólundarlega: — Eg er reiðubúinn til að athuga hverjar þær upplýsingar, sem þér getið gefið . . . — Upplýsingar? Röddin í Fry sprakk er hann æpti upp. Hann greip eftir mjólkurglasinu. Upp lýsingar! Eru þær það eina, sem þið haldið mig geta gefið ykkur? Þetta er það, sem ég get gefið ykk ur: Allt! Allt sem þið viljið Vita . . . það er skrifað hérna! Lesið þið það! Lesið það! Hann ýtti handritinu til þeirra. Um leið bar hann mjólkurglasið upp að vörunum. Þá heyrðist brothljóð. Mjólk- in skvettist út um allt borðið. Glasið lá í þúsund molum á gólf inu. Stór steinn lá á gólfábreið unni. Toby leit forviða á stein- inn og svo út um gluggann, sem hann hafði komið inn um, en hljóp síðan til og greip gamla manninn, sem lá út af í yfirliði, náfölur. Vanner greip arkirnar upp af gólfinu og raðaði þeim síðan eftir blaðsíðutali. Það var fyrir tilviljun, að hún hitti Profumo, og það var Astor lávarði að kenna ,að hún hitti hann aftur. Eg ætla ekki að taka á mig þá sök lengur. Að ég var andvígur þessu sambandi, er skjalfast í hermála ráðuneytinu. Sir Godfrey Nicholson, sem hefur verið vinur minn í 25 ár, hefur í höndum flestar stað- reyndir málsins, síðan ég ráð- færði mig við hann, snemma á umræddu tímabili. Má ég fara fram á, að sú per- sóna, sem hefur komið fram með ósannar upplýsingar gegn mér, veðri ákærð. Yðar einlægur / Stephen Ward“. (Stephen Ward sendi inntak þessara bréfa blöðunum, en þau birtu það ekki). Þetta bréf fékk viðeigandi .svar næsta dag: „Innanríkisráðherrann hefur beðið mig að geta þess, að lög- reglan fremur þær rannsóknir, sem henni finnst við eiga, en starfar ekki undir stjórn hans“. Hinn 20. maí skrifaði Ward þingmanni einum (Sir Wavell Wakefield), langt bréf. Þar í er þetta: „Ef til vill kann rannsókn að vera nauðsynleg þegar ráðherra hefur ekki sagt þinginu sannleik ann“. Sir Wavell Waæefield lét þetta bréf ganga til siðameistarans. Hinn 20. maí skrifaði Ward einnig hr. Harold Wilson þing- manni, og sagði þar: „Það er greinilegt, að tilraunir mínar til að leyna því, að hr. Profumo hefur ekki ságt þinginu Hann las upphátt: — „Játning þriggja morða“. Síðan stikaði hann út að glugganum. — Hver kastaði þessum steini? Efri parturinn af Georg kom upp fyrir gluggakistuna. — Hvað ert þú að gera hér? spurði Vanner. Toby leit upp. Hann hafði lok ið við að leggja gamla manninn á legubekkinn. — Kallaðu á frú Fry, sagði Toby. Þá kom hann auga á Ge- org. — Halló! — Halló sjálfur, sagði Georg. — Hvað ertu að gera hér? end urtók Vanner. — Og til hvers varstu að kasta þessum steini? Georg lagði báða olnboga á gluggakistuna. — Nú, ég hélt, að ég gæti fundið hann Tobba hérna; ég minntist þess, að Fry gamli hafði boðið honum hingað klukkan ellefu. Toby var kominn út að glugg- anum. — Frú Fry! kallaði hann. •— Hún er ekki hér, sagði Ge- org. — Þetta er bara hattur- inn hennar á skófluskaftL — Hefurðu verið að hlusta hérna fyrir utan? sagði Vanner. — Rétt segir þú. Eg kastaði þessum steini . . . jæja . . . mér datt það bara svona í hug En þegar ég sá hann afhenda þér þessa játningu og lyfta um leið glasinu til að drekka úr því, þá datt mér rétt si svona í hug, að mjólkin í því væri kannski ekka holl fyrir hann. Vanner beygði sig yfir mjólk urpollinn á borðinu og þefaði af honum. — Eg er ekki frá því, að þetta sér rétt hjá þér, sagði hann. sannleikann hafa gefið það í skyn að ég hefði eitthvað að fela. Það er nú alveg greinilegt að þeir vilja að staðreyndirnar komi fram og ég mun gera mitt til að svo verði“. Hinn 23. maí sendi Harold Wilson afrit af þessu bréfi til for sætisráðherranns. Þetta bréfaflóð frá hendi Wards hafði sín áhrif. Fyrir- spurnir komu fram í þinginu frá hr. Ben Parkin og hr. Chuter Ede sem innanríkisráðherrann skyldi svara. Þau voru stíluð upp 31 á það að spyrja hann um hvaða upplýsingar hann hefði fengið frá Stephen Ward í sambandi við rannsóknina sem borgar- lögreglan hafði með höndum — og áttu vafalaust við upplýsing arnar í bréfi hans frá 19. mai 18*03 — en þessar spurningar voru síðar teknar aftur. Einnig voru mikil heilabrot hjá blöð unum í Fleet Street. Allir höfðu það á meðvitundinni að sögurn ar sem gengu um Profumo væru sannar. Málið var komið á úr- slitastigið. (IV) Hr. Harold Wilson víkur að öryggisþættinum. Hinn 9. apríl 1963 sendi Wil- son minnisgrein hr. Wiggs sem áður er getið til forsætisráðherr ans fyrir milligöngu siðameist- arans. Forsætisráðherrann svar- aði 17. apríl: „Siðameistari minn hefur Toby var að líta frá Georg til mannsins, sem lá í dái á legu- bekknum, með spurningarsvip á andlitinu. — Síðan hvernær ertu orðinn svona löghlýðinn, Georg, að þú viljir ekki lofa morðingj- um að drepa sjálfa sig? — Það skulum við tala um seinna, sagði Georg. — Það væri víst betra að lífga hann við, sagði Toby. Vanner sló fingrum á arkirn- ar, sem hann hélt á. — Bjóstu við þessu, Dyke? — Já, jafnvel. — Það er ekki víst, að það sé neitt að marka það, skilurðu. — Það veit ég. Toby gekk til hans. — Við skulum líta á það. Þetta var það sem Fry gamli hafði veiið að skrifa, meðan hann beið þess, að hugsanaflutn ingur kæmi með lögregluna að dyrum hans: Játning þriggja morða. Eg ætla að byrja á byrjuninnþ afhent mér bréf ásamt fylgi- skjali frá yður, dags. 9. apríl, sem fjallar um viðtal hr. Wiggs við Stephen nokkurn Ward. Eg mun biðja viðeig- andi yfirvöld að láta fram fara rannsókn á þessum upp- lýsingum og hafa samband við yður, ef nauðsynlegt þyk- ir“. (Orðin „Stephen nokkurn Ward“ hafa síðar verið gagn- rýnd sem óviðeigandi). Forsætisráðherrann lét raun- verulega rannsaka öryggisþjón- ustuna. Hinn 25. apríl tilkynnti hún viðtöl sín við Ward og að- vörunina til Profumo. Hún sagði: „Við höfum enga ástæðu til að halda, að hr. Profumo þarfnist frekari ráðlegg- inga viðvíkjandi örygginu“, og bætir við: „Það er ekkert til satt í sögunni um, að ör- yggisþjónustunni hafi verið tilkynnt um dagsetningar eða neitt annað í sambandi við meintar heimsóknir hr. Pro- fumos til Wards eða ungfrú Keeler“. Hinn 14. maí sendi forsætis- ráðherrann hr. Wilson svolát- andi svar: ,Eg afhenti öll gögn Viðeig andi yfirvöldum, sem athug- uðu þau gaumgæfilega. Það virðist ekkert vera í skjölum þeim, er þér senduð mér, sem krefjist þess, að ég láti málið til mín taka“. Hr. Wilson þótti nauðsynlegt að halda málinu lengra áfram. Mánudaginn 27. maí 1963, var samkvæmt kröfu hr. Wilson, fundur haldinn í herbergi for- sætisráðherra í þinginu. Hr. Wilson kvaðst hafa orðið óróleg sem gerðist endur fyrir löngu. Eg var einu sinni önnum kafinn maður með vænlegar framavon ír. En svo gekk ég að eiga konu, sem átti eignir, litlar að vísu, en nægilegar handa okkur tveimur að lifa á með sparsemL Hún var hneigð til afbrýði og þoldi ekki að ég hefði áhuga á neinu öðru en henni sjálfri. Hún gerði æ meira til þess að fá mig til að sleppa starfi mínu og sefcj ast að í ró, úti í sveit, og beina áhuga mínum að listum, nátt- úruvísindum og heimspeki. Eg lét loksins undan. Eg vil bæta því við, að mér hefur þótt þetta líf að flestu leyti fullnægjandL En ég er einn þeirra manna, sem verða að hafa eitthvað að gera fyrir hendurnar, engu síð- ur en heilann. Eg hef alltaf haft eitthvert áhugamál, af ein- hverju tagi. Eg hef verið trésmið ur, bókbindari, vefari, og jafn vel fengizt við útsaum — og síð ast af öllu — morðingL ur við bréf forsætisráðherrans, og að Ward væri yfirlýstur sovét erindreki. Hann sagði að ef rílc isstjórnin væri ekki reiðubúin til að hafast eitthvað að, áskildi hann sér rétt til að reifa málið í þinginu. Forsætisráðherrann svaraði, að öll gögn hefðu verið athuguð af öryggisþjónustunru, sem væri sannfærð um, að engin öryggisatriði hefði orðið þar út undan. Samt mundi hann biðja embættismenn öryggisþjónust- unnar að athuga gögnin betur og tilkynna sér árangurinn. Þetta gerði forsætisráðherr- ann. Hann bað öryggisþjónustuna að athuga málið betur. Og mið- vikudaginn 29. mai 1663, gaf yfirmaður öryggisþjónustunnar forsætisráðherra skýrslu og op inberaði honum (það sem hann og skrifstofa hans hafði ekki áð- ur vitað), að „í skýrslu, sem Christina Keeler gaf lögreglunni í janú ar 1963, sagði hún, að í eitt skipti, þegar hún ætlaði að fara að hitta Profumo, hafi Ward beðið hana að komast að hjá honum, hvenær tiltelc in kjarnorkuleyndarmál ættu að afhendast Þjóðverjum frá Bandaríkjamönnum. Svo virð ist sem ungfrú Keeler hafi aldrei lagt neina þvílíka spurningu fyrir hr. Profumo . . . Mér skilst, að þessar upp lýsingar séu ekki líklegar til árangursríkrar ákæru á hend- ur Ward, samkvæmt lögun- um um ríkisleyndarmál. Það er ekki vitað, að hann hafi haft neitt samband við Rússa, síðan Ivanov hvaxf úr landL Mér virðist Ward nú vera lítt hættulegur öryggi landsins". Skýrsla Dennings um Profumo-málið

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.