Morgunblaðið - 03.12.1963, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 03.12.1963, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 3. des. >iíH53 —Kaflar úr ævlsögL Framh. af bls. 17 þrifízt og unnið störf mín, án þess að geta bjargað mér í mál- inu. Þegar ég fór að geta gert mig ofurlítið skiljanlegan, fannst mér ég fara að fá betri vitneskju um kjör fólksins og hvaða kröfur það gerði til lífsins, með því að at- huga hvað það keypti til heimila sinna. Lítið atvik færði mér sérstak- lega heim sanninn um, að ég yrði að leggja mikla áherzlu á að skilja íslenzkuna sem fyrst. Theo- dór starfsbróðir minn átti það til að vera glettinn. Tómas bóndi og timburmaður i Guðlaugsvík vann við húsasmíðina, vanur smiður. Hann gisti í „Júnó“, meðan ekk- ert húsnæði var í landi. Einu sinni sem oftar var Tómas uppi á þilfari, eftir að vinnutíma hans var lokið. Kallaði Theodór til mín og bað mig með miklum sakleys- issvip fyrir skilaboð til Tómasar. Voru þau á þessa leið: „Farðu bölvaður, skrattinn þinn!“ Ég lærði orðin utan að, án þess að gera mér nokkra grein fyrir því, hvað þau þýddu. Er ég hafði þul- ið „skilaboð“ þessi fyrir Tómasi, gerði hann sér lítið fyrir, sneri sér snarlega að mér og rak mér rokna löðrung. Ég setti mér nú að brenna mig ekki á sama soðinu aftur. Ráðið til þess var fyrst og fremst að reyna að tala við fólk- ið, sem kom til að verzla og ég afgreiddi. Viðskiptavinirnir fundu hina einlægu viðleitní mína til að læra íslenzkuna sem fyrst. Þetta mun hafa átt sinn þátt í því, að fólkið var alúðlegt við mig og mér þægilegt í alla staði. Ég fór að spyrja bændur, er komu til að verzla, hvaðan þeir kæmu, hvað þeir hétu, hve lengi þeir væru á leiðinni heim- an að frá sér í kaupstaðinn, hve margt fé þeir ættu, hve marga hesta og nautgripi. Þegar samtal- ið var byrjað, fékk ég tækifæri til að spyrja þá, hvað ýmsir hlut- ir hétu á íslenzku. Lærði ég þá um leið, hvernig komið var orð- um að hinu og þessu í daglegu talL Smátt og smátt fór mér fram í , íslenzkunni, samtímis því sem ég vann mín daglegu störf. Mér er enn i fersku minni hvaða vísu ég lærði fyrst á islenzku. Lærði ég hana á siglingu á Hrútafirði, nokkru eftir að ég kom til Borð- eyrar. Hún er þessi: „Sigla fleyi sæinn blá, söðla teygja ljónin, ungra meyja ástum ná, aldrei deyja kysi ég þá.“ Annarri siglingasögu verð ég að segja frá. Við vorum nokkrir jafnaldrar á leið yfir f jörðinn, og sat ég fremst í bátnum. Segir þá einn þeirra við sessunaut sinn, að nú muni þeim vel farnast, þvi nú hafi þeir Þór í stafni. Ég skildi, hvað þeim fór á milli, og lagði strax orð í belg. Man ég, að sam- ferðamenn mínir áttu ekki von á því, að ég hefði á svo skömmum tíma lært nóg í íslenzku til þess að skilja, hvað menn töluðu álengdar sín á milli. V. Veturinn 1899—1900 var sá daprasti og skuggalegasti, sem ég hafði lifað. Þegar eitthvað blés á móti á árunum áður, gat ég dreift áhyggjum mínum með annríki. Nú hafði ég lítið að taka mér fyrir hendur og var alls óráðinn í því, hvert halda skyldi. Eitt var víst, að eitthvað þurfti að gera, Barnahópurinn hafði enn stækk- að, því að Kristjana dóttir okkar fæddist í Hafnarfirði. Maður með konu og sjö böm gat ekki lengi setið auðum höndum. Frá útgerðarfélaginu „ísafold" fékk ég 13 sterlingspund á mán- uði í kaup, eða 225 krónur. Botn- vörpungar félagsins höfðu lagt upp nokkuð af fiski í Hafnarfirði um sumarið. Það eina sem ég hafði þar að gera var að sjá um þennan fisk, en um aðra starfs- rækslu var þar ekki að ræða. Aðfaranótt 3. október strandaði einn af botnvörpungum félagsins, „Enganes", í Grindavík. Hafði ég á hendi ýmiskonar erindisrekstur fyrir félagið út af strandinu. Það var eitt af því síðasta sem ég starfaði fyrir þann félagsskap. Þótt allrar hagsýni og sparsemi væri gætt, hrökk kaupið frá út- gerðarfélaginu ekki til að stand- ast straum af daglegum útgjöld- um hins fjölmenna heimilis. Til þess að drýgja tekjurnar tók hús- móðirin nokkra skólapilta úr Flensborgarskóla í fæði. Sjálfur stundaði ég skarkolaveiðar og reri út á fjörð til að veiða í mat- inn. Var oft mikil kolaveiði í Hafnarfirði á þeim árum. Richard sonur okkar var þá 12 ára gam- all og gat hjálpað mér við þenn- an veiðiskap. Við veiddum oft meira en til heimilisins. Smíðaði ég mér þá sjókassa, eins og ég hafði séð notaða við geymslu á fiski erlendis, og geymdi kolann lifandi. Þegar ég gat komið því við, sendi ég nýveidda kola í kössum á hestvögnum til Reykja- víkur. Seldi ég hann meðal ann- ars til millilandaskipanna, þegar þau komu. Ég dundaði við að riða net, smíða fiskkassana og eitt- hvað þvílíkt, en þetta var mest til að eyða tímanum og gaf lítið í aðra hönd. Síðan elztu börnin okkar stálp- uðust, hafði ég haft minni tíma en ég óskaði til þess að vera með þeim, leika við þau og kynnast þeim. Nú gat ég stytt mér stund- ir með því að smíða handa þeim leikföng. Á Akranesi hafði ég smíðað handa drengjunum eftirlíkingu af þilskipi, sem var um alin á lengd, með öllum seglaútbúnaði, rá og reiða og öllu, sem átti heima of- an þilja á slíku skipi. Stóð líkan þetta á undirstöðu sem stofu- stásss. En eigendumir notuðu það við og Við sér til leiks og skemmtunar útí við. Ég man eftir öðrum smíðis- grip frá þessum vetri. Ólafur sonur okkar hafði af ókunnum ástæðum fengið þá flugu í höf- uðið, að hann vildi með engu móti borða smjör. Annaðhvort borðaði hann flot til viðbits eða brauðið þurrt. Hann hafði mik- inn áhuga fyrir bátum og skip- um. Ég gerði þá þau kaup við hann að smíða handa honum lítinn bát með þóftum, árum, stýri og öllu tilheyrandi. En það fylgdi með í samningn- um, að hann varð að borða allt það smjör sem báturinn var lát- inn flytja á diskinn hans. Á þann hátt var smjörbindindinu eytt, en báturinn entist lengi og er enn í minni barnanna. Við hjónin umgengumst fáa þennan vetur í Hafnarfirði. Átt- um þar þó nokkra góðkunningja, svo sem Ágúst Flygenring og Þórunni konu hans, Jón Þórarins son skólastjóra Flensborgarskól- ans, Jóhannes Sigfússon, er þar var kennari, og konu hans frú Cathinku, og presthjónin í Görð- um á Álftanesi, séra Jens Páls- son og konu hans. Eins og nærri má geta var það efst í huga mínum, hvað ég ætti nú að taka mér fyrir hendur, til þess að framfleyta mér og fjölskyldu minni og geta borgað skuldirnar frá Akranesi. Ameríkuferð þaut enn upp í huga mér, í þriðja eða fjórða sinn. Minntist ég þess, er mágar mínir þrír, þeir Hraunhafnar- bræður, Pétur, Sveinn og Krist- ján, fóru vestur um haf árið 1887. Þá hafði talazt svo til, að þeir létu mig vita um hagi manna þar vestra og hvernig væri bezt að haga ferðum sínum, ef til vest- urfarar kæmi, hvað rétt væri að taka með sér héðan og hvar bezt væri að leita sér atvinnu. Þeir höfðu ráðlagt mér að staðnæmast ekki í Winnipeg eða þar um slóð- ir, ef ég kæmi vestur, heldur halda áfram vestur til Kyrra- hafsstrandar. Nú komst undir- búningur minn svo langt, að ég smíðaði ferðakoffortin í tóm- stundum mínum í Hafnarfirði, En aldrei var ákveðið að fara vestur, enda var húsmóðurinni ávalt öll tilhugsun um slíka ráða- breytni mjög á móti skapi. En það má sjá, hvernig mér var innanbrjósts þennan vetur af bréfi, sem ég skrifaði vini mín- um, séra Einari Friðgeirssyni á Borg á sumardaginn fyrsta. Bréf- ið er svohljóðandi: „Kæri Einar. Það má sannarlega segja, að nú sé vík á milli vina, enda eru fundir okkar orðnir sjaldgæfir, jafnvel bréfaskipti. Þegar sól er og sumar og heiðríkt í kring um mann, þá er ef til vill meiri löng- un hjá manni til að láta vini og vandamenn frá sér heyra, held- ur en þegar hið gagnstæða er á teningnum. Þessvegna er það lík- lega, að þögn hefur ríkt milli okk ar, nú um hríð. Nú þegar ég fer að hripa þér fáeinar línur, þá er það ekki af því, að mér íinnist vera farið að birta til, von mín er, að hugsunin um þær fornu vellíðunar- og skemmtistundir á samvistardögum okkar, megi verða til þess að dreifa þó ekki sé nema um stundarsakir þeim svörtu skýjaflókum, sem hvar vetna hylja fyrir mér sjóndeild- arhring tilverunnar, já því sem næst gerir hana gleðisnauða. í dag er sumardagurinn fyrsti, og er það sá dagur sem mér oft- ast hefur þótt einna vænst um. En nú finnst mér hann tilkomu- laus og vona að hann hverfi skjótt, til þess að sem stytzt verði að þeim næsta, hvernig sem kan» að skipast þá og þangað tiL Þegar ég fór úr Nesiriu forðum, þóttist ég sjá opinn heiminn fyrir mér, hafði þá gnótt fjár og þótt- ist hafa ráð undir rifi hverju. En Akranes — þeim stað gleymi ég aldrei meðan ég lifi — hefir flett mig klæðum. Þar hefi ég látið minn síðasta pening og meira til. Má vera að óbænir Langes gamla hafi fylgt mér. En hvað um það, verra en það gekk fyrir mér upp á síðkastið gat ég naumast í- myndað mér áð gæti átt sér stað, jafnvel þótt manni væri óskað hins versta. Nú sem stendur er ég að byrja, eða fer að byrja bardagann upp á nýtt. Ég stend ekki vel að vígi, árin eru nokkur, reynslan meiri, efnin engin, en aðeins hugur nokkur ennþá, sem ég vona að muni duga til þess að ryðja þá braut sem þarf fyrir svo stóra fjölskyldu, sem ég hefi nú að annast. Atvinnan hjá þessu félagi er nú þrotin. Það stóð stutt. Óefað hefði minn hagur orðið betri, ef það félag hefði aldrei orðið til. Ég hefði þá líklega enn haft mína verzlun. Þó í smærri stíl væri, hefði hún kannske ver- ið nóg til að lifa af henni, og láta hvern með tímanum fá sitt. Hefði ég þá að líkindum unað glaður við mitt fram á þennan dag. Þegar ég renni huganum til baka í tímann, þá finnst mér engu líkara en ævi mín hafi ver- ið eins og kefli í forlaganna hrað fleyga straumi, sem ber mig til og frá — og hvert? Vonin segir manni í höfn friðar og farsæld- ar. En hið skeptiska mannvit hristir höfuðið og bendir á þau ótal vopn, sem alstaðar virðast vera að manni í bardaganum fyr ir tilverunni, þar sem keppnin með galdrasprotum sínum vekur til lífs nýja og nýja striðsmenn, sem óðara grípa vopn þeirra er fallið hafa og fylkja liði í stað þeirra. Ekki standið þið ver að vígi, þið andans stríðsmenn, er hafið herklæði, er engin vopn bíta á . . . . Bréf þitt kærkomna frá 14. þ.m. hefi ég meðtekið, og er þér þakk- látur fyrir. Éð sé af því, að þið eruð heldur ekki of sæl. Apro- pos, einu sinni hafði ég svo há- fleyga drauma, að ég meira en vonaðist eftir að geta skapað svo víðtæka verzlun, að ég að nokkru leyti gæti ráðið, að lífsferill okk- ar kæmi til að liggja nær saman en nú lítur út fyrir — hélt þá kannske, að Einar Friðgeirsson ef til vill hefði viljað taka að sér úmsjón og stjórn selstöðunnar — það reyndist sápubóla einber, það var annað, sem mér var ætlað- Nú enri einu sinni verður Rubi kon á leið minni. Spurningin um, hvort flýja skal landið og reyna að ryðja sér braut vestan hafs eða halda tryggð við gamla Frón, sem hefur alið fnig nú í 22 ár, sem mikið hefur gefið riiér, en líka mikið tekið. Ég er ennþá eins og í svima, veit eigi gjörla, hvorn kostinn velja skal. Hvernig heldur þú að færir fyr- imr okkur, ef þú, Albert og ég færum til Vesturheims og gerð- innst farmarar? Ef ekki betra byðist. Það yrði víst fallegur bú- skapur. Skjóni þinn er nú orðinn aldraður og máttu sakna hans, er hann fellur frá. Baldur gamli fékk að hvila sig í haust. Hef ég nú Molda og Bleik, sem ég lík- lega sel báða í vor. Blessaður láttu telefóninn gjalla, þegar þú verður á ferð- inni. Mér þætti vænt um, og okkur öllum, að sjá þig og spjalla við þig eina tómstund eins og fyrr. Hvort þú færð nýja soðn- ingu og snaps, mun verða eftir atvikum, en það bezta er aldrei of gott, já þótt betra væri en við getum nú í téð látið. Fyrirgefðu mér allt þetta-stagl, það er eins og vant er. Ego hefur komizt í hásætið, og vil ég því ékki í þetta sinn reyna meira á þolinmæði þína, en enda með ótal heilla og lukkuóskum fyrir sumarið og áframhaldandi ævi- stundir þínar frá okkur öllum til þín og þinna. Segðu Jakobínu, að hinar fornu samverustundir okk- ár, hvort heldur voru skemmti- reiðtúrar eða heimsóknir í hið forna góða Borgarnes, muni seint fyrnast úr huganum, — þá leið okkur öllum þó bezt, og er það satt, að enginn veit hvað átt hef- ir, fyrr en misst hefir. — Líði ykkur öllum ætíð vel. Óskar ykkar einlægur Thor Jensen. Einu sinni kom séra Jens Páls- son, frændi konu minnar og vin- ur okkar í heimsókn. Börnin okkar voru öll heima, er hann kom. Það barst í tab að mér hefði dottið í hug að leggja leið- ina vestur um haf. Þá leit séra Jens Pálsson á börnin og sagði: „Þetta er allt of fallegur hópur til að fara með til Ameríku". Konu minni þótti vænt um þessa heimsókn. Er fram á vorið kom, seldi ég reiðhestana mína til Englands. Annaðist vinur minn Charles Mauritzen þá sölu. Hann var þá kominn til Edinborgar. Ég bað hann að selja þá fyrir mig á ein- hvern herragarð. Gat ég ekki hugsað til þess, að þeir ættu að lenda í námunum. Ég fór sjálfur með þá til Reykjavíkur og teymdi þá niður bryggjuna og út í uppskipunarbátinn, en gekk síðan heim til Hafnarfjarðar. Er leið að hausti, þurfti ég að fá lán og veðsetja bækur og hús- muni til þess að afla mér nauð- synlegra matarbirgða fyrir heim- ilið. Það voru kröpp kjör. Athafnamaðurinn Thor Jensen kvæði eftir Kjartan Oiafsson Þú komst til íslands ungur sveinn svo æskufrjáls, í geði hreinn, méð svipinn brúnabjarta. Og útþrá, sem í blóði brann, sinn blóma auð og vorið fann við landsins heita hjarta. Þú riamst hér land, sem lifið bauð, og lagðir fram þinn hjartans auð, þín auðnugull, og gróður. Og drengurinn frá Danagrund með dyggð og tryggð á heillastund, hér fann sér fósturmóður. Sú móðir varð þér mild og góð, þín manndáð óx við hennar Ijóð, við hennar hetjusögur. Hún gaf þér þína draumadís, sú drottning þinnar ástar rís við hlið þér hljóð og fögur. Þá byrjar saga minnismerk, þín manndómslund var ung og sterk og hugans draumar heiðir. En kjörin voru kröpp sem fyr, þú kaust að sigla hærri byr og leggja á nýjar leiðir. Með stórhug skyldi starfið háð, með styrk og trú á fósturláð, með sókn á sjó og landi. Á stærri skipum aflað auðs, í akurlöndin sáð til brauðs, til urta á eyðisandi. En byrjun öU og hugsjón hver fær harðan barning móti sér, og menn, sem vilja meiða. Svo gekk á ýmsu alla tíð, við öfund, rógburð, last og níð, þá þjóðarlesti leiða. En þrek og vilji, vori og trú, hér var þín mikla auðlegð sú, er öllu barg og breytti. Því eftir töp, og tjón og strönd, þér tókst að eignast skip og lönd, sem björg og blessun veittL í fararbroddi þú varst þar, sem þjóðin kvödd til framtaks var um reisn og ræktun sveita. Að stofnun „Eimskips" stóðstu mest með stærstan hlut og ráðin bezt, hvar trausts er lengi að leita. , Hún gleymist seint þín sanna dáð, ef sága „Kveldúlfs" verður skráð eins sönn á öllum sviðum. Með verksmiðjur við vík og fjörð, og verzlun frjálsa um alla jörð, og skip á mörgum miðum. Þá byrjar stóriðjunnar öld, þá aukast fólksins störf og völd, þá yngist þjóðarandi. Er breytir okkar byggðar svip rbetri menn og stærri skip til betra lífs í landL Þú studdir málin merk og góð, þitt mat var hátt á landi og þjóð, hinn góði þegn og granni. Svo stórgjöfull íraun og reynd, þín rausn kom fram í kyrrð og leynd svo oft hjá öðlings manni. Þitt nafn ber hátt um storð og stað, þó straumur tímans falli að, og glatist margt og gleymist. Þín saga er fróð, og minnismeri svo máttug, rík, og sigursterk og lengi — lengi geymist. \ Kjartan Ólafsson. Ensk hjón óska að taka íbúð á leigu með húsgögnum nú um jólin og fram yfir nýjár. — Tilboð sendist afgr. Mbl. merkt: „íbúð“. Til leigu Stofa og herbergi ásamt aðgangi að eldhúsi fyrir 1 eða 2 reglusamar stúlkur. Upplýsingar í síma 36863 í dag (þriðjudag) frá kl. 6 e.h.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.