Morgunblaðið - 03.12.1963, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 03.12.1963, Blaðsíða 28
28 MORGU N BLAÐIÐ Þriðjudagur 3. dés. 1963 mm GAVIN HOLT: 10 IZKUSYNING — Nei, þegar þú segir það, þá gerir hann það ekki. Áður en stelpan fór að rekast hér inn, var hann ailtaf einn. Aldrei hefði mér dottið í hug, að hann fseri að gefa sig að svona manneskju. Eg á við, að hann er svo fínn maður . . . — Mjög svo, samþykkti ég, til þess að fara ekki að rífast. — Og hvað er svo langt síðan þau fóru að vera saman? — O, það er langt. Sjálfsagt þrír eða fjórir mánuðir. En til hvers ertu með aílar þesisar spurningar? >ú talar eins og þú værirspæjari? — Eg spæjari! Nei, reyndu nú að tala eins og þú hefðir eitt- hvert vit í kollinum. — Jæja, þú talar eins og þú værir það, verð ég að segja. En ég man það núna, að þú varst alltaf eitthvað dularfullur, hérna éður <yrr. Mildred var sílltaf að segja, að hún botnaði ekkert í þér, jafnvel þegar þú fórst með henni á bíó, þegar hún átti frí. — Æ, hjálpi mér. Sagði ég þér kannski ekki, að ég væri í kjólaverzlun? — Það er ekki sama sem, að ég trúi þér, svaraði Ada og leit á mig grunsemdarauigum. Með all- ar þessar spurningar værirðu líklegri til að vera að snuðra eftir vitneskju í samibandi við ' hjónaskilnað. Og ekki mundi mig langa til að sjá Thelby maj- ór í svoleiðis vandræðum. — Hlustaðu nú á, sagði ég. — Að því ég bezt veit, á hann alls ekki neina konu, en ég hef heyrf að hann sé sjálfur í kjólaverzlun, og ég vil fá nánari upplýsingar um það. Það kynni að henda, að ég gæti gert einhver kaup við hann, en ég vil vera viss, áður en ég bryddi upp á því. >ú skilur það ekki satt? Hún sá sér þarna leiik á borði og flýtti sér að nota hann. Hún hallaði sér fram yfir borðið og hvíslaði, enda þótt enginn væri þarna innni nema ég: — Enga skömmtunarseð'la? hvislaði hún. — Nei, enga, svaraði ég í sekt- artón. — Nælonsokka? sagði hún vonglöð. — Suss! sagði ég. — Ekki orð um það við nokkurn mann. Og nefndu það ekki við majórinn, hvernig sem veltist. Ef eitthvað kemvur fyrir mig, verðurðu að gera við öll þín lykkjuföll sjáif! — Og ég sem hélt, að þú værir snuðrari. Það var svei mér hlægilegt! — Jæja, nú verð ég að fara, en ég kem aftur. Og ekki orð um þetta við nokkurn mann! Hún deplaði augunum framan i mig og ég veifaði til. hennar tveim fingrum. Þegar ég var kominn út að dyrunum, kallaði hún til mín: — Ef þú sérð hann Archie í Hví'ta Hirtinum, þá berðu þonum kveðju mína, og segðu honum að rekast einihverntáma hérna inn. — Eg veifaði aftur. Þegar út kom stóð ég grafkyrr stundarkorn og lofaði sólinni að baka mig. Síðan gekk ég upp eftir Oxfordstræti. í næsta síma- skáp hringdi ég upp númerið, sem frú Thelby hafði gefið mér. Ég sagði: — Ég þarf að tala við yður, en það má enginn ann- ar vera við. — Það 1 er betra að bíða tid imorguns, svaraði hún. — Ég er mjög önnum kafin. — Það heyrðist mér nú ekki á henni. Röddin var eins og dauð. Hún var þreytt og niður- dregin. Hún var orðin göm.uil kona og henni var farið að vera sama um allt. Ég hélt, að hún hefði lent í einhverri kreppu, en sú skýring nægði mér ekki. Mér fór að detta í hug, að eitthvað hefði komið fyrir og gert þessa eftirtektarverðu breytingu á hennL — Ég verð að tala við yður, áður en þér farið í skrifstofuna í fyrramálið, nauðaði ég. — Það er áriðandi. Ég vil ekki láta sjá mig í búðinni fyrr en ég kem á sjálfa tízkuisýninguna. Hún var svo sein til svars, að mér datt í hug, að hún hefði liðið út af við símann. — Halló! sagði ég. •— Eruð þér þarna, frú Theiby? — Já, ég er hér, sagði hún. — Þér getið komið heim til mín, klukkan níu í kvöld. Basecomb- vegi 71. Ég lagði hægt frá mér símann og horfði á aurakassan, eins og ég gæti ekki slitið mig frá bon- um. En það voru ekki orð kon- unnar sem höfðu fengið mig til að hika, heldur var það eitthverí óljóst hugboð, út frá orðum hennar, og þó í engu sambandi við þau. Þá fyrst datt mér í hug þetta gæti orðið eitthvað annað og meira en bara þessi þjófnað- ur á teikningunum frá Clibaud, og af einihverjum ástæðum, fór ég að verða hræddur um Sally. Það greip mig einhver hræðsla, sem ég get ekki gert grein fyrir, en ég vissi, að gömlu kionurnar höfðu sérstakt orðatiltæki yfir það. Einhver var að „ganga yfir annars manns leiði.“ VI. Þegar ég kom inn í skrifstof- una aftur, fór ég inn til Joels með ávísunina. — Fyrirfram- greiðsla, sagði ég, — en ég veit bara ekki, hvemig við getum réttlætt að taka við þ©9su. Hing- að til hafa min útgjöld verið iþrjú ölglös, símahringing fyrir tvö penny og tveir miðar með neðanjarðarbrauitinni. Og mál- inu verður lokið seinnipartinn á morgun. Það er líklegaset, að við verðum að borga till baka. Hann snörlaði eitthvað en tók ávísunina og athugaði hana. — Ég hélt, að þetta mundi taka meiri tíma en svona, sagði ég. / — Veiztu nokkuð nema svo verði? sagði hann. Ég sagði honum alla söguna. Hvernig ég hefði rekizt beint á kjarna málsins, en meðan ég var að tala, gérði hann ekki annað en horfa á þerripappírinnn fyrir framan sig. Ég sagði honum ekkert um hræðsluna, sem hafði gripið mig inni í símaskápnum, því að einhvernveginn hafði ég losnað við hana í neðanjarðar- lestinni. Hún var Mka alveg á- stæðulaus, svo að ekki var vert að gera nei'tt úr henni. Efckert gat komið fyrir ef ég héldi rétt á spilunum, oa ég hafði aldrei haft betri spil á hendinni. Það var ekki annað en að vera snar í snúningum og láta höggið falia. Á morgun mundi ég grípa Sally- Claudine að verki og skömmu síðar mundi Benny majór ganga beint í gildruna. Hvort frú Thelby léti sér þá útkomu vel eða illa lífca, varðaði mig ekkert um. Ég ætlaði að ljúka minu verki á mettíma, en svo mátti hún sjálf sjá um fram- haldið, og úr því að bróðursonur hennar átti í hlut, var hún efcki líkleg til þyrla upp miklu mold- viðri. Salily mundi þá sleppa með skammir, og ég var því feginn, því að ég vorkenndi stúlkugarm- inum. Hún hafði hagað sér eins og bjáni, en líklega var hún efck- ert slæm inni við beinið. Eða var það kannski vitleysa! Hún — Nú er kominn tími til aff viff skiptum um hlutverk. hafði veirið köilluð „chanteuse", í þeim tón, að meiningin varð varla misskilin, en ég vildi nú sarot ekki trúa því, að hún feng- ist við fjárkúgun eða þessháttar athæfi. Að minnsta kosti mundi þessi uppljósrun kenna henni, að vera ekki framvegis í slatogi með föntum. Og það gæti meira að segja kennt henni að greina raunveruleg verðmæti frá ó- merkilegum eftirlíkingum, en vitanlega var það til ofmikils ætlazt, eftir meðferð hennar á mér. Joel hélt áfram að glápa á ávísunina. Allt í einu spurði hann: — Hvað þýðir S.? — Saiily. — Mér skildist það vera nafn- ið á stelpunni? — Já, það er það, sem ég er að segja þér. Hann sendi mér það, sem kalla mætti vantrúað augnatiilit, enda 'þótt mér væri efcki vel ljósit, hvað hann þurfti að tortryggja, — Hlustaðu nú á, sagði hann. — Ég er að tala um þetta S. i undirsfcriftinni. Heitir frú Thei- by líka Sally? — Nei. Hún heitir Selina. — Selina? Selina Thelby? — Já, hvað er við það að at- huga? Hann reisti þunglamalegan skrokkinn upp úr stólnum og stikaði fram að dyrum. — MiMie! kallaði hann. — Viltu slá upp Theliby í spjald- skránni og koma með það, sem þú kynnir að finna. Skýrsla Dennings um Profumo-málið (II) Samningar um kofa Þetta franska blað sagði um annan ráðherra: „Það er enginn vafi á því, að hr. . . . (ráðherr- ann) var í nánu sambandi við dr. Ward og stúlknahópinn hans). Þetta er algjörlega tilhæfu laust. Eina sambandið, sem ráð- herra hafði við Ward, var sem hér segir: í marzmáhuði 1962 voru ráð- herrann og kona hans yfir helgi í Cliveden hjá Astor lávarði. í þetta skipti hittu þau Ward, sem kom til hádegisverðar í höllina. Hann átti eitthvert viðtal við ráð herrann og konu hans um and- litsmyndir og þessháttar, og fór svo eitthvað hálfri klukkustund eftir borðhaldið. Á gönguför um landareignina, um þessa helgi, benti lávarður- inn ráðherranum á kofá, sem kallaður var Ferjukofípn, og bryddi upp á því hvort ráðherr- ann vildi taka hann á leigu hjá iandeiganda. Þegar hér var kom ið, stóð kofinn auður, og þar var engin snyrting né eldhús. Ráð- henranum datt í hug, að hægt væri að innrétta hann til sumar íbúðar fyrir fjölskyldu hans, og næsta ár fékkst hann við að taka hann á leigu og láta laga hann til. Þeir fengu byggingamenn til að framkvæma verkið. Þetta ár, 1962, fór hann og fjölskylda hans þrisvar eða fjórum sinn- um til kofans, til að athuga, hvemig verkinu miðaði, og borð uðu þarna úti við, en dvöldu þar ekkert. í nokkur þessi skipti vildi svo til, að ráðherrann fór fram hjá Stephen Ward, ásamt þremur stúlkum og heilsaði þeim, en þó án þess að tala við þau. í febrúar 1963 fluttu ráð- herrahjónin einhverja innan- stokksmuni 1 kofann til þess að geta flutt þangað sjálf á eftir. 3. marz 1963 fóru þau þangað með börnin, sem léku sér þarna í snjónum, en aldrei sváfu þau þarna. Kofi Wards var um það bil 400 metra frá Ferjukofanum, sem ráð herrann var að semja um. í marz 1963 heyrði ráðherrann fréttir, sem urðu til þess, að hann hætti við samningana, og upp úr þeim slitnaði í aprílbyrjun 1963. Þetta var allt það samband, sem Ward átti við ráðherrann, og hvorugt þeirrá hjóna hafði nokkurntíma komið til Wards í Cliveden og þá ekki í London. Upp úr þessum fullkomlega saklausu atvikum spruttu sögu- sagnirnar um þennan ráðherra. Ekfci er neinn fótur fyrir sögun- um. (III) Lánsbíllinn. ' í marz 1963 kom upp sú saga, að annar ráðherra hefði léð Pro fumo bílinn sinn, vitandi vits í þeim tilgangi, að Profumo not- aði hann til að fara út að aka í honum með Christine Keeler. Svo óx þessi saga upp í hina, að ráðherrann sjálfur hefði farið út að aka með Christine í Rich- mond Park. Og svo þegar sagan var prentuð í franska blaðinu, hafði hún náð fáránlegri stærð. „Næsta fórnardýrið mundi áreið anlega verða hr. . . . sem út- vegaði ungfrú Keeler skrautbíla, sem hún ók í ásamt hr. Profumo í „helgiboð í sveitinni". Sam- kvæmt heimildum kunnugra stóð hr. . . . fyrir svallveiziun- um, sem fóru fram í sumarbú- stað dr. Wards. Þar var hann ekki aðeins hlutlaus áhorfandi þesis, sem fram fór og svo nektar sýninga, sem áttu sér stað í sund laug dr. Wards, sem Profumo hafði sérstaka ánægju af“. Þessar sögur eru algjörlega til hæfulausar. Sannleikurinn í mál inu er þessi: Um eina helgi í júlí 1961 (líklega 16. júlí), fékk Profumo lánaðan svartan Bent- ley, sem ráðherrann átti og hafði á sér merki, sem gerði hann auð- þekktan. Ástæðan til þessa var sú, að frú Profumo hafði farið út í sveit í þeirra bíl. Ráðherr- ann þurfti ekfci að nota bílinn þessa helgi, þar sem hann var að ferðast til kjördæmis sins (eins og hann gerði oft) og með járnbrautarlest, svo að Pro- fumo bað um að fá hann léðan, þar sem hann yrði að vera í London. Ráðherrann fékk hon- um lyklana að bílnum og hugs- aði svo ekki um það meira. Pro fumo sagði ekki ráðherranum til hvers hann ætlaði að nota bílinn, en. raunverulega notaði hann hanh til að aka Christine Keeler eina eða tvær ökuferðir um höf uðborgina. Hann benti henni á merkið á bílnum og sagði henni, að ráðherrann ætti hann. Hann skilaði bílnum aftur á sunnu- dagskvöld. Þetta var eina skipt ið, sem hann fór út með Christ ine í ráðherrabílnum, og ráðherr ann hafði enga hugmynd um, til hvers Profumo hafði notað bíl- inn. Hann vissi alls ekki, að Pro fumo hefði farið í honum út með Christine eða neinni annarri stúlku. Allt þetta atvik var svo ó- merkilegt í augum ráðherrans, að hann steingleymdi þvf. Næst um tveim árum síðar, þegar Chirstine fór með sögu sína í blöðin, sagði hún þeim, að Pro fumo hefði farið með sig út { bíl, með sérstöku merki framan á vélarhúsinu. Það sýndi, að þetta var bíll ráðherrans. Blaðið trúði sögu hennar. Þegar hún var borin undir ráðherranin (og það var hún 2. apríl 1963) sagði hann, að engin tilhæfa værj i henni. Þarna skjátlaðist honum illilega. En ég er fyrir mitt leyti alveg sannfærður um, að það hefur verið óviljandi af hans hendi — hann hafði blátt áfram gleymt að hafa léð bílinm. Und- ir eins og hann var minntur á atvikið (en það gerði Profumo, 6. júní 1963), leiðrétti hann þetta og játaði, að sér hefði skjátlazt. Eg er sannfærður um, að þess ar sögusiagnir um hamn hafa verið algjörlega tilhæfulausar. Allt og sumt, sem skeði var það, að ráðherrann léði í mesta sak- leysi Profumo bílinn sinn, yfir eina helgi, án þess að vita til hvers hann yrði notaður. (IV) Tebollinn. í sama franska blaðinu voru nefnd nöfn tveggja anmarra ráð- herra, rétt eins og þeiir væru úr kunningjahópi Wards. „RáðheiT ar úr ríkisstjórninni eins og hr. . . . og hr. . . . hafa ánægju af að koma þangað og fá sér bolla af te . . . En það er sagt, að sam- kvæmisviðræðumar . . . gangi lengra heima hjá Ward. Aug- sýnilega er þar allt annað mál talað og mál, sem ekki er eina leiðinlegt“. Þessar sögusagnir komust aldrei í gang í Englandi — til þess voru þær of fjar- stæðukenndar, svo að ég þarf ekki að orðlengja um þær.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.