Morgunblaðið - 03.12.1963, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 03.12.1963, Blaðsíða 25
Þriðjudagur 3. deg. 1963 MQRGUNBLAÐID 25 — Thor Jensen Framh. af bls. 17 Seinna var mér stundum ekki grunlaust um að fyrirtækin hans væru, í og með, á vissum augnablikum, stórkostleg leik- föng sem hann hafði komið sér upp. Eitrt kvöld í fyrri heims- styrjöld gekk ég með honum og sonum hans innan úr Kveldúlfi, með sjónum, og við horfðum á togarana þeirra létta akkerum nær samstundis og bruna með koldimman mökk upp úr stromp- inum út á Engeyjarsund, á leið norður í síldina, mikla fyrir sér og veiðilega. Thor Jensen stanz- aði, hugfanginn, benti með stafn- um sínum: „Sjáið þið þá ....“ I*að var enginn vafi á því að honum var innanbrjósts líkt og barni sem er hrifið af gullunum sínum. Minningar hans eru einlægar og opinskáar, lýsa honum vel, það sem þær ná, og sama er að segja um þá kafla sem Valtýr Stefánsson skrifar og tengja saman höfuðþætti minninganna. Thor Jensen var manna glaðast- ur í lund og hlýjastur í viðmóti, hvenær sem hann gat litið upp frá önnum og áhyggium, og á- stúð hans ekki ytra borð, þel hans djúpt og drengilegt. Al- kunnugt er hve hann var htáip- samur, og stórtækur ef því var eð skifta, eins og þegar hann rak á eiginn kostnað almenn- ingseldhús fyrir hundruð manns, vikum saman, meðan Reykja- víkurbær var að rétta við eftir drepsóttina miklu 3918; hver sem vildi gat matazt þar ókeyp- is eða látið sækja mat. Forstöðu- maður eldhússins sknfar kafla um þessa starfsemi, sem Valtýr Stefánsson tekur upp í bók sína, segir m.a. að Thor Jensen hafi lagt svo fyrir að ekkert mætti kaupa af matföngum „nema það allra bezta eftir hans fyrirsögn. .... Hann tók það fram að nota ekkert nema kjarnamat handa börnunum .... Hann vildi láta börnin fá sama mat og sín eigin böm, fannst mér.“ Hann hafði einu sinni sjálfur verið fátækt barn. Söguna af örlæti hans veit enginn nema að litlu leyti. Hann hjálpaði meðal annars mörgum listamönnum, og eins námsmönn- um. Einn sem úr þeim hópi get- ur talað er sá sem skrifar þess- ar línur. Eftir að ég varð stúdent átti ég Thor Jensen að þakka að utanveruár mín urðu fleiri, og miklu ánægjulegri og lærdóms ríkari en annars mundi orðið hafa. Engum manni gat verið Ijúfara að eiga eitthvað að þakka, en honum, því ein brýn- asta þörf hjarta hans var sú, að reynast öðrum mönnum vel. Fjölþættir hæfileikar ag and- stæður í lundarfari mótuðu starfs feril hans. f>að var mikið í hon- um af bónda, ást á moldinni, ánægju af gróðri og skepnum, og líba af húsarneisfa>a og af verkfræðingi — en umfram allt yfirmanni og stjórhanda, um- Býslumanni. Margt sem virzt gat óskylt vó hvað á móti öðru, eða hélzt í hendur, í viljaV.fi og verki. Hann var öðrum þræði fljóthuga áhlaupamaður, seina- gangur var honum nauðugur — en á mótd vó gerhygli og varúð, skyldan að reisa hverja ákvörð- un á fyllstu þekkingu, og vís- indalegri nákvæmni. Vogun vinnur, vogun tapar, varð hon- um oft að orði. Tjóni varð að taka án þess að láta hugfallast, bíða hnekki á því sem mestu skifti — athafnavilja og áræði. En eitt var ófyrirgefanlegt — að hafa ekki undirbúið fram- kvæmdir af vandvirkni, og hugsað ráð sitt til hlítar. Hann hataði kák og kæruleysi í vinnu- brögðum. Eitt nýyrði bjó hann til, sem hann notaði um þá menn sem hann vildi hvað sízt eiga undir. Hann kallaði þá „ágizk- unarskepnur", — menn sem aðeins vissu undan og ofan af um það sem þeir áttu að vita, og gerðu sér hálfa grein fyrir hlutunum. Hvort sem hann lét reisa byggingar, smíða skip, eða rækta land og koma upp stór- búi —. þá hugsaði hann sjálfur smátt og stórt sem að verkinu laut, og mark hans alltaf hið sama — að allt væri eins vel af hendi leyst og framast voru tök á. Hann sezt að í Reykjavík upp úr aldamótum, kominn undir fertugt, og þá má heita að frægð- arferill hans hefjist. Hanr. gerist á skömmum tíma einn af mestu athafnamönnum bæ.iarins, í verzlun, útgerð og jarðrækt, — brýtur upp á ýmsu nýju. — Hann segir svo frá að hann hafi oft á þessum á um átt tal við Tryggva Gunnarsson um fram- faramál, heyrt eftlr honum haft að hann væri vanur að spyrja, hvort málið hefði verið borið undir Thor Jensen, þegar menn ympruðu á nýjum framkvæmd- um við hann. „Fann ég að hann veitti bæði framkvæmdum mín- um og tillögum mikla eftirtekf*. I>á gerist einn afdrifamesti at- burður fslandssögunnar á þess- ari öld, heimsókn seks skipstjóra og skútueigenda til Thors Jen- sens vorið 1905. hilskipaútgerð- in bar sig ekki, svo til vandræða horfði, en hinsvegar höfðu ;nn- lendar tilraunir með togaraút- veg mistekizt og fanð út um þúfur. En skipstjórarnir seks hafa trú á því að slík útgerð geti blessast undir stjórn Thors Jensens; vilja selja skútur sínar og kaupa gamlan toga.ra í En.g- landi, fá Thor fyrir forstjóra fyr irtækisins. Hann játar því — og þetta verður upphaf stórútgerðar á íslandi, og þar með aldaskil í lífs- baráttu þjóðarinnar. Eitt þeirra blaða, sem rómar þetta áræði yngri manna, tekur sér- staklega fram hve forustan sé í góðum höndum: „Forsprakki þessa fyrirtækis, Thor Jensen kaupmaður, er að vísu danskur maður að uppruna, en löngu alislenzkur orðinn að flestu eða öllu öðru, nema hvað hann er meiri framkvæmdamaður en landar hans gerast flestir; landið á sér að öðru leyti fáa sonu íslenzkarL" (ísafold, 18. apríl 1906). I>að er nú, eftir bráðum sekstíu ár, eitthvað átakanlegt við að horfa aftur til frumherjanna í íslenzkri efnahagsreisn, sjá þá stíga fyrstu sporin. Thor Jensen er beðinn að ráða því hver skip- stjóranna skuli taka við stjórn á togaranum, og hann velur Halldór borsteinsson, sem var „viðurkenndur dugnaðarmaður, snyrtimenni, athugull, gætinn og reglusamur", segir Thor Jensen í minningum sínum. Halldór ræð ur sig þegar á enskan togara, sem háseti, til að læra vinnu- brögð og veiðiaðferð. Thor taldi skipstjórana á feaupa ekki gam- allt skip, heldur láta smíða nýtt, og að öllu sem trnustast og hagkvæmast til veiða 1 norður- höfum. Og hann áskildi sér að ráða einn öllu um smiði skipsjn.s. „Sumarið 1905 vann ég að því öllum stundum, er ég gat því við komið, að semja soiíðalýsingu á togara. Lagði ég áherzlu á að skipið væri sérlega vandað og traust Ég kynnti mér smíðaregl- ur Lloyds og skipalvsingar. lét ekkert færi ónotað til þess að fara út í enska togara, er hing- að komu, skoða þá í krók og kring, tala við skipsmenn um kosti þeirra og galla. Ég ákvað að máttarjárn og plötur í skrokk hins nýja skips skyldu að styrkleika vera 20% umfram það, sem tilskilið var £ smíða- reglum Lloyds. Ýmsar aðrar endurbætur ákvað ég að gera skyldi við smíði þessa togara, umfram það sem tíðkaðist á enskum togurum, t.d. að háseta- klefi yrði rýrrn en venja var til, meiri þægindi fyrir skip- verja, stærri vatnsílát I skip- inu og margt fleira. Kjöllengd skipsins var ákveðið 130 ensk fet. Voru mjög fáir enskir tog- arar svo stórir þá, og engir stærri.“ Togarinn kom til ís- lands í janúar 1907 — og síðan í kjölfar hans allur sá floti, sem átti eftir að gjörbreyta hag lands ins. Jón forseti hét hann, og reynd ist happafieyta — og dularfullt samband hélzt milli hans og mannsins, úr hvers höfði hann var stokkinn, og vakað hafði yfir bernsku hinnar fyrstu ís- lenzku stórútgerðar sem lánaðisrt Yfir dyrunum á skrifstofu Thors Jensens á heimili hans var lík- an af skipinu í djúpum ramma með gleri yfir. En þegar Thor kom inn á skrifstofu sína að morgni hins 27. febrúar 1928, lá líkanið mölbrotið á gólfinu. Um nóttina hafði Jón forseti farizt í óveðrL ★ Svo er stundum mælt að landnám á íslandi hafi staðið fram á okkar öld, í þeim skiln- ingi að vart megi land teljast fuil-numið fyrr en lærzt hefur að búa svo að landsnytjum, til byggða og sjávár, sem nauðsyn- legt er til að forðast skort og niðurdrep og sjá öllu landsfólki borgið. Landnámsmaður verður sögu- lega séð það tignarheiti sem Thor Jensen fer bezt — hann varð hinn síðasti mikli land- námsmaður, og sá sem meira landi kom í rækt en nokkur annar, og meira hafði bú en nokkur samtímamaður, og meiri átti veiðiflota, ásamt sonum sín- um, en aðrir menn á íslandL Hvemig sem velta því efni fyrir sér, þá má mikið vera ef annað sýnist líklegt, en að Thor Jensen og syni hans muni æf- inlega bera hæst, hvenær sem sögð er saga þess framtaks, sem á fyrstu áratugum þessarar ald- ar lyfti Islandi upp úr fruinbýl- isháttum í lífsbjargaretnum, upp úr úrræðaleysi og fátækt, stöðv- aði flóttann til Ameríku, skóp þann þjóðarhag og þá bjartsýni sem smiðshöggin rak á allt sem var í bígerð, hlóð þá undirstöðu sem gerði Islendingurn kleift að verða að nýrri þjóð og að sjálf- stæðu ríki. ,,.,attir þehhja ban. m ort ^beodorant Skyggna konan II Minningar Margrétar fra Öxnafelli, Skrdðar af Eiríki SigurðssynL skólastjóri SKYGGNA KONAN Lýsir undraverðum skyggnisýnum frá Strandar- kirkju og Snæfellsnesi Hún segir frá andlegum lækningum með aðstoð Friðriks dularlæknis, einnig frá dulrænum lækning- um í Bretlandi. Skráðar af Árna Óla, blaðamanni. SKYGGNA KONAN II. skýrir frá vitnisburðum fólks, sem telur sig hafa notið dásamlegra lækninga með hjálp Margrétar frá Öxnafelli. Fyrri hluti bókarinnar kom út drið 1960 og var þd metsölubók. iiomin tll bóksala ' BÓKALTGAFAIM FRÓÐl MODEL ‘64 flý gerð af sófasettum fyrir hina vandlátu KR-hÚSgÖgn, Vesturgötu 27 s.mi 16680

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.