Morgunblaðið - 03.12.1963, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 03.12.1963, Blaðsíða 31
í>riðjudf'gur 3. des. 1963 MORGUN*'AÐÍÐ 31 Farþegum SAS fjölgaði um 250 þús. á síðasta reikningsári 175 milljón króna hagnaður ó rekstrinum Stokkhólmi, 2. des. (NTB) Súgspjald þeyttist á útvegg kyndiklefans og stóð fast í ein- angruninni. Egill Hjörnar eldvarnareftirlitsxnaður, stendur við að, svo og loftrásarstokkar. Olíukynditækin sjálf munu litt skeimmd, en rannsókn á orsök sprengingarinnaiT er ekki að fullu lokið. Sprenging sem þessi er ekki hættuileg, nema að því leyti að fólk gæti orðið fyrir hlutum, sem þeyttust til“. KARL Nilsson, fram- kvæmdastjóri flugfélagasam- steypunnar SAS, skýrði fréttamönnum frá því í dag að á reikningsárinu 1. okt 1962 til 30. september í ár hefði hagnaður SAS numið 175 millj. krónum (ísl). Á sama tíma árið áður var hins vegar kr. 204 millj. tap á rekstri samsteypunnar. Sagði Nilsson að SAS væri fyrsta flugfélagið í Evrópu, sem hefði komið rekstri sínum í rétt horf eftir að skipt var úr skrúfuvélum í þotuy. Harðfisksgerð brenn- ur í Hnífsdal Taldi forstjórinn að þennan góða árangur bæri fyrst og fremst að þakka aukinni sölu farseðla, samfara stöðugu eftir- liti með kostnaðarliðum, áfram- haldandi endurbótum á rekstri og betri notkun farkostanna. — Takmark okkar er að ná að minnsta kosti jafn góðum árangri á yfirstandandi reiknings ári, sagði Nilsson, og lagði á- herzlu á að starfsmenn SAS hefðu sýnt einstakan áhuga á að koma SAS á réltan kjöl að nýju. Við lok síðasta reikningsárs störfuðu alls hjá SAS 11.990 manns eða nokkurn vegin jafn margir og reikningsárið á und- an. Ekki taldi hann nauðsynlegt að fjölga starfsfólki fyrst um sinn, því reynt yrði að koma á auknum afköstum jafnhliða fjölgun farþega. Nam afkasta- aukning starfsmanna SAS á síð- asta ári að meðaltali um 10%. Á síðasta reikningsári nam farþegafjöldi SAS 2.358.000, og hafði aukizt um fjórðung millj- ónar frá árinu áður. Hafði sætanýting aukizt úr 51,5% í 53,2%. Heildartekjur félagsins jukust um 685 milljónir, og voru alls 7.765 milljónir (isl.) króna. Miðstöðvarketill tekinn við hús í Kópavogi í SÍÐASTLIÐINNI viku vair mið stöðvarkatli stolið frá húsi, sem er í byggingu við Kópavogsbrauit. Ketillinn stóð úti fyrir húsinu og var tekinn þaðan. Vegfarandi, sem þekkir eig- endur hússins og átti af tilviljun leið þarna framihjá, sá menn með bíl við húsið. Telur hann sig muni þekkja bílinn aftur. Ekki er ótrúlegt að hér hafi verið utm mistök að ræða og viðkom- andi skili katlinum aftur, þegar þeir komast að þvi. Ketillinn'er grár að lit, 2,5 ferm., smiðaður af verksm. ól. Olsen í Njarðvík- um. Lítill síldarafli sl. viku súgspjaldið. — Ljusm.: Sv. Þ. — Sprengingin Framihald af bls. 32 nefna, að vængjahurðir, sem eru í urn 20 metra fjarlægð, slógust öfugar í gegnum dyragáttina. Þar er um ca. 4 fermetra átaks- flöt að ræða. Þá sprungu út úr dyragáttum a.m.k. tvær • aðrar hurðir á næstu göngum í kjall- aranum. Við sprenginguna fauk stórt súgspjald í kyndiklefanum og stakkst í gegnum múrhúðun á útvegg og stóð fast í einangrun- inni. Reykgöng löskuðust nokk- — Fiskimálaráðsf. Fram/hald af bls. 32 uð verði nefnd að ráðstefnuninni lokinni til að vinna að frekari framgangi málanna. Bretar hafa látið uppi ósk um að færa fiskveiðilögsöguna við strendur Bretlands út í 12 sjómíl- ur, en hún er nú aðeins þrjár. Hvað hún verður fer eftir undir- tektum á ráðstefnunni undir sam eiginlega fiskimálastefnu. Ef önn ur ríki, sem senda fulltrúa á ráð- stefnuna, samþykkja ekki útvíkk un landhelginnar við Bretland, teljast Bretar óbundnir miðað við aðgerðir annarra ríkja, og geta því einhliða ákveðið útfærsluna. Ekki eru allir útgerðarmenn í Bretlandi einhuga um útfærsl- una, því eigendur togara, sem stunda úthafsveiðar, óttast að með útfærslu í 12 mílur fái hinir útgerðarmennirnirí sem reka fisk veiðar við strendurnar, bætta að- stöðu á þeirra kostnað. Hafa eig- endur úthafstogara áður óskað eftir því að útfærslan verði tak- mörkuð við 6 sjómílur. Það snertir fyrst og fremst fiskimenn frá Frakklandi, Vest- ur-Þýzkalandi, Belgíu, Póllandi og Sovétríkjunum, ef Bretar færa út fiskveiðilögsöguna. Má í því sambandi benda á að þar sem Ermarsundið er mjóst milli Frakklands og Englands er það innan við 24 mílur. Ef þannig að bæði Frakkar og Bretar færðu lögsöguna út í 12 mílur, næðu yfirráðasvæði þeirra saman. Þegar Bretar tilkynntu á síð- asta vori að þeir hyggðust boða til fiskimálaráðstefnu í London, var það m.a. á þeim grundvelli að alþjóða vandamál í sambandi við fiskveiðar hefðu á seinni ár- um orðið alvarlegri og flóknari en áður. Sérstaklega ætti þetta Við um aðgang að fiskimiðum og að fiskmörkuðunum í Evrópu. — Telja þeir að helzta verkefni ráð- stefnunnar sé að ræða þessi mál og reyna að finna þá lausn, sem réttlát sé gagnvart Evrópulönd- unum. Einnig benda þeir á að út- færsla fiskveiðilögsögunnar við strendur annarra landa hafi haft mikil töp í för með sér fyrir brezka fiskimenn, og þessvegna réttlátt að Bretar sjálfir færi út lögsögu sína. Varðandi markaðs- aðstöðu i Bretlandi benda Bretar á að aðrar fiskveiðiþjóðir geti ekki ætlazt til að hafa ótakmark- aða sölumöguleika á fiski og fiskafurðum í Bretlandi meðan Bretar njótg ekki sömu hlunn- inda í viðkomandi landi. Hnífsdal, 2. des.: — Um kl. 17 veitti fólk því athygli hér í Hnífsdal, að kominin var upp eldur í harðfisksgerðinni „Reykur“ s.f., sem þeir Óskar Friðbjörnisson og Högni Stur- laugsson eiga. Ekki var verið að vinna í harðfisksgerðinni, þegar eldurinn kom upp, en er að var Sáttafundir um helgina Á LAUGARDAG ræddu aðiljar að kjaradeilunni við sáttasemj- ara og fulltrúa rikisstjórnarinn- ar. Á sunnudag stóðu fundir deiluaðilja við sáttasemjara og sáttanefndina frá því kl. 14 og fram yfir miðnætti. Var ræðzt við í hópum um svonefndar sér kröfur verkalýðssamtakanna. Símaviðgerðar- skipið á staðn- um í gærkvöldi Símaviðgerðarskipið, sem gera á við Scotice símastrenginn, sem slitinn er skammt sunnan við Þórshöfn í Færeyjum, var vænt- anlegt þangað í gærkvöldi og sólarhringsviðgerð áætluð. Str- engurnn kemst því í fyrsta lagi í lag I kvöld. Nýju Delhi, 2. des. (AP): Talsmaður indverska varnar málaráðuneytisins sagði í dag að rússnesku Mig-21 orustu- þoturnar, seim settar verða saman í Indlandi, verði búnar fjarsíýrðum eldflaugum. — Byggð verður ný verksmiðja í Hyderabad til að smíða eld- flaugarnar. Fyrstu flugvélarn ar eiga að verða tilbúnar á árinu 1965. Miami, Florida, 2. des. (AP): Grant Stockdale, fyrrum sendiherra Bandaríkjanna á írlandi og náinn, persónuleg- ur vinur Kennedys forseta, beið bana í dag eftir fall út um glugga á 13. hæð Dupont byggingarinnar í Miami. — Segir lögreglan að sennilega hafi verið um sjálfsmorð að ræða, og bendir á að Stock dale hafi tekið morðið á Kennedy mjög nærri sér. komið, hafði hann læst sig um allt húsið, sem var allstórt timb urhús, lágreist. Stóð það rétt framan við mitt plássið. Hvíta- logn var á. Nokkur tími leið, áður en slökkviliðið kom á vett- vang. Brann húsið að heita má til ösku, en nokkur hluti þess hangir þó uppi. Næstu hús þarna við eru fjárhús, þar sem 30—40 kindur eru geymdar, og tókst að verja þau. Mjög lítið af fiski var í hús- inu, en hins vegar eyðilagðist þarna mikið af áhöldum, vélum og umbúðum. Allt var þetta lágt vátryggt, og er tjón eigendanna tilfinnanlegt, enda er ekki í önn ur hús að venda fyrir þennan atvinnurekstur fyrst um sinn. Eig andi hússinis var Jón Kristjáns- son, trésmiður í Reykjavík. Hér fer á eftir skýrsla Fiski- félags íslands um síldvedðarnar sunnan lands og vestan: Miklar ógæftir voru s.1. viku og bárust einungis á land 11.157 uppm. tn. og var þá heildarafl- inn á land kominn frá vertiðar- byrjun til laugardagsins 30. nóv. s.l. 202.032 uppm. tn. Aflahaestu bátarnir vair Hrafn Sveinbjarnarson III. f rá Grinda- vík með 8.106 uppm. tn. Höfr- ungur II frá Akranesi með 6.780 uppm. tn. og Engey, Reykjavík með 6.562 uppm. tn. Hæstu veiðstöðvar eru þessar: Uppm. tn. Grindavík ............. 10.283 Sandgerði ............. 13.859 Keflavík .............. 37.359 Hafnarfjörður ......... 16.416 Reykjavík ............. 69.515 Akranes ............. 29.941 Ólafsvík .............. 15.248 110 skip háfa tilkynnt um afla og af þeim hafa 65 skip aflað 1000 uppm. tn. eða meira. „Þegar ég var 17 ára“ RÍKISIJTVARPIÐ hefur áhveð ið að efna til samkeppni um frá- sagnir frá hlustendum, er nefn- ist: „Þegar ég var 17 ára”. Er ætlazt til þess að þar sé fjallað um minningar frá þessu aldurs- skeiði, eða sagt frá lífsviðhorfi, áætlunum, umhverfi eða öðru slíku, sem hverjum höfundi þyk- ir frásagnarverðast. Flutningslengd frásagnanna í útvarpi skal vera 20—25 mínút- ur og æskilegt að höfundur flytji erindið ejálfur, en einnig getur útvarpið lagt til flytjanda, ef óskað er. Fyrir bezta þáttinn greiðir útvarpið 5.000 kr. verð- laun og flutningsgjald í útvarp að auki. En fyrir næstbezta þáttinn 3.000 kr. og flutningsgjald að auki. Ríkisútvarpið áskilur sér rétt til að kaupa allar þær frásagnir, sem því berast, gegn venjúlegu gjaldi. Frestur til þess að skila frásögunum er til 31. janúar n.k. Skulu handritin send í lokuðu umslagi, merkitu höfundarheiti eða auðkenni, og í öðru lokuðu umslagi meðfylgjandi, merktu á sama hátt, fylgi rétt nafn og heimilisfang höfunda. Haag, 2. des. (NTB): Tveir Hollendingar, sem ját- uðu á sig njósnir í Sovétríkj- unum voru dæmdir til 13 ára fangelsisvistar 19. ágúst 1961, hafa verið látnir lausir. Verða þeir sendir heim til Hollands á miðvikudag. Eldsupptök eru með öllu ó- kunn. — Sat. Tímarit á kynningar Ritinu mjög vel tekið erlendis ÚT ER komið annað hefti árs- fjórðungsritsins Iceland Review, en þetta er fyrsta timáritið, sem hér er gefið út á ensku til kynn ingar á íslenzkum atvinnuveg- um, útflutningsafurðum, þjóð- lífi og menningu íslendinga. Hingað til hefur verið brýn öþrf fyrir slíkt kynningarrit til dreifingar erlendis og hlaut fyrsta heftið mjög góðar viðtök ur. Því er dreift erlendis bæði af opinberum aðilum, fyrirtækjum og einstakiingum og þegar hafa ritinu safnazt margir erlendir á- skrifendur. Umsagnir um Iceland Review birtust í mörgum erlendum blöð um bæði vestan hafs og austan og hefur útkomu ritsins verið fagnað mjög af þeim, sem áhuga hafa á íslenzkum málefnum og vilja fylgjast með þróuninni hér á landi. Iceland Review er prentað á góðan pappír, mjög myndskreytt og vandað hvað útlit og frágang snertir. Annað eintakið er að nokkru leyti helgað heimsókn forseta íslands til Bretlands og var dreift þar ytra á meðan heim sókninni stóð. Grein er um for- setahjónin, sendiherra Íslands í ensku til á Islandi London, Henrik Sv. Björnsson, og helztu fulltrúa okkar í Eng- landi. Þá er grein um efnahags- mál, sauðfjárrækt, íslenzka hest inn. Þá er fjalliað um nokkra þætti sjávarútvegsins, greinar um útflutningsafurðir okkar og siðast en ekki sízt leiðbeiningar fyrir útlendinga, sem hug hafa á að heimsækja landið. Að flestra áliti stenst Iceland Review samanburð við sambæri leg erlend rit enda virðist ekkert sparað til að gera það vel úr garði. Ritstjórar eru þeir Harald ur J. Hamar og Heimir Hannes son .Gísli B. Bjömsson hefur séð um útlitið, en ritið er prentað í Stebergi. ANNA MARIA MAGNÚSDÓTTIR frá Brennistöðum, andaðist 25. nóvember sl. Hugheilar þakkir til allra er auðsýndu henni vináttu í veikindum hennar og hlut- tekningu við jarðarför hennar, sem hefur farið fram. Fyrir hönd móður og systkina. Soffía og Svanhvít Magnúsdætur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.