Morgunblaðið - 03.12.1963, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 03.12.1963, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 3. des. 1963 JMOTgPttttMftfrifr Otgefandi: Hf. Arvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur Matthías Johannessen, Eyjólfur Konráð Jónsson. Auglýsingar: Arnx Garðar Kristinsson. Útbreiðslustjóri: Sverrir Þórðarson. Ritstjórn: Aðs-lstraeti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstrætj 6. Sími 22480. Áskriftargjald kr. 80.00 á mánuði innanlands. í lausasölu kr. 4.00 eintakiö. FISKISKIP OG HAFNARSKIL YRÐI I.ogandi flak flugvélarinnar. Lögreglan varð að bægja lík- ræningjum frá slysstaðnum að er vissulega ánægjuleg staðreynd, að íslenzki fiskiskipaflotinn er í dag stærri og búinn fullkomnari tækjum til fiskveiða en nokkru sinni fyrr. Meginhluti gjaldeyrisöflunar þjóðarinnar byggist á fiskiskipaflotanum og fiskiðnaðinum. Öll afkoma þjóðarinnar hlýtur því mjög að velta á framleiðsluafköst- um sjávarútvegsins. Vel má vera, að uppbygg- ing þessa nýja og fullkomna fiskiskipaflota hafi á síðustu árum verið örari en samræm- ist getu þjóðarinnar. Þess er þó að gæta, að stöðugar breyt- ingar og aukin tækni hafa krafizt hraðrar endurnýjunar skipastólsins. Og víst er um það, að þessi stóri og glæsi- legi floti er mikil og góð eign, ef þjóðin kann fótum sínum forráð og tryggir heilbrigðan rekstrargrundvöll framleiðslu tækja sinna. > Ef rétt er á haldið höfum við íslendingar nú stórbrotið tækifæri til þess að auka framleiðslu okkar og treysta grundvöll efnahagslífs okkar í skjóli hinna stórvirku fram- leiðslutækja. En þetta tæki- færi getur runnið út í sand- inn, ef kapphlaupinu milli kaupgjalds og verðlags verð- ur haldið áfram, og nýrri dýr- tíðarholskeflu hellt yfir þjóð- ina. En eins og áður hefur oft verið vakin athygli á, er það ekki nóg að eiga glæsileg framleiðslutæki, góð og full- komin skip til þess að sækja á hin gjöfulu íslenzku fiski- mið. Þessi skip verða að hafa góð landtökuskilyrði. Góðar og öruggar hafnir í öllum landshlutum eru frumskilyrði þess að sjórinn verði sóttur með góðum árangri, og að fullt gagn verði að þeim glæsi lega fiskiskipaflota, sem þjóð- in hefur nú eignazt. Viðreisnarstjórnin hefur haft glöggan skilning á nauð- syn bættra hafnarskilyrða. Aldrei hefur meira fé verið varið til hafnargerða en á undanförnum árum. En þrátt fyrir það stendur fjöldi hafna hálfkaraður víðs vegar um land. Á einstökum stöðum eru hafnarframkvæmdirnar bein- línis í hættu vegna þess að þær standa hálfgerðar. Árlega verða stórskemmdir á ein- staka höfnum vegna þessa ástands. Það sem nú verður að gera er óhjákvæmilega það að Ijúka nokkrum þýðingar- mestu hafnargerðunum í öll- um landshlutum. Þetta er vel hægt að gera án þess að leggja of þungar byrðar á ríkissjóð. Vegna hyggilegrar og fram- sýnnar fjármálaforystu er hagur ríkissjóðs nú góður, greiðsluafgangur árlega og lánstraust þjóðarinnar út á við þar að auki öruggt. Ekkert getur stuðlað að því í eins ríkum mæli og full- komin hafnarskilyrði að út- flutningsframleiðsla þjóðar- innar aukist. Það er greið- færasta leiðin til þess að auka arðinn af starfi hennar. Þess vegna ber að fara þessa leið. BREYTT VIÐHORF l/fðhorfið til næstu forseta- ' kosninga í Bandaríkjun- um hefur gerbreytzt við frá- fall Johr. F. Kennedys. Flest- ir voru sammála um að hann ætti endurkosningu vísa, ef hann hefði boðið Sig fram til forsetakjörs, sem fram á að fara á næsta ári. Líklegustu mótframbjóðendur hans af hálfu Republikana voru þá taldir þeir Barry Goldwater, öldungardeildarþingmaður frá Arizona eða Nelson Rocke- feller, ríkisstjóri í New York ríki. Enda þótt líklegt sé að Lyndon B. Johnson, hinn nýi forseti Bandaríkjanna, verði í kjöri af hálfu Demókrata- flokksins, fer því fjarri að hann eigi kosningu vísa. Al- mennt er einnig talið að að- staða Barry Goldwaters hafi versnað verulega til þess að komast í framboð við fráfall Kennedys. Er nú talið líklegt að frjálslyndari öflin innan Repúblikanaflokksins hafi styrkt aðstöðu sína gegn hægri öflunum, sem fyrst og fremst halda Goldwater fram. Verða þær raddir nú stöðugt háværari innan flokksins, sem styðja Richard Nixon eða rík isstjórana Scranton, Romney eða Rockefeller til framboð fyrir Repúblikanaflokkinn. í stuttu máli má segja, að eftir fráfall Kennedys ríki al- ger óvissa um úrslit næstu forsetakosninga í Bandaríkj unum. INNLENDAR SKIPASJVÍIÐAR Tnnlendar skipasmíðar þurfa * að færast í aukana. — EINS OG skýrt hefur verið frá í fréttum, fórust 118 menn, er þota >frá flugfélagr- inu Trans-Canada Airlnies hrapaði skammt fyrir utan Montreal á laugardaginn. — Flugvélin hrapaði til jarðar á fenjasvæði, sprakk og stór gígur myndaðist. Gígurinn fylltist af vatni á skammri stundu, en flakið logaði. Nóttina eftir að slysið varð, hélt kanadíska lögregl- an vörð um flakið, því að orð ið hafði vart við menn, sem grófu í leðjuna við slysstað- inn. Sumir voru að leita að gripum, sem þeir gætu átt til minja um slysið, en sam- kvæmt upplýsingum lögregl- unnar voru aðrir að leita að verðmætum, sem þeir slógu eign sinni á. iÁTÍÐAHÖLD stúdenta 1. des. voru fjölmenn og vel heppnuð. Þau hófust kl. 10,30 í kapellu há kólans með prédikun Sigurðar K. G. Sigurðssonar stud. theol. Séra Þorsteinn Bjömsson þjón- >ði fyrir altari. Kór guðfræði- .fúdenta söng, en við orgelið var ?áll Kr. PálsSon. 7ið íslendingar getum hæg- lega byggt vélbátaflota okk- ar í innlendum skipasmíða- stöðvum. Og að því marki ber j hiklaust að stefna. Við eigum fjölda ágætra skipasmiða, sem fyrir löngu hafa sýnt og sann- að að þeir geta byggt traust og vönduð skip, sem í engu standa að baki hinum erlendu skipum. Að því verður þess vegna að stefna hiklaust að bæta aðstöðu hins innlenda skipasmíðaiðnaðar. — Hann verður að vera samkeppnis- fær við skipasmíðastöðvar þær í nágrannalöndunum, sem undanfarin ár hafa verið að byggja stóran hluta hins íslenzka fiskiskipastóls. Lögreglumaðurinn Noel Au bertin, sem var meðal þeirra fyrstu, sem komu á slysstgð- inn, sagði að lögreglumenn- irnir hefðu nokkrum sinnum orðið að skjóta viðvörunar- skotum að fólki, sem var að grafa í leðjuna. „Ég sá t.d. einn mann", sagði Aubertin, „sem gróf upp peningaveski, þurrkaði af því og stakk því í vasann. Ég reyndi að stöðva hann, en hann hljóp til skógar og hvarf. Þetta var hræðilegt og ég vona að ég eigi aldrei eft- ir að sjá neitt þvílíkt“. Aubertin sagðist hafa ver- ið á vakt í námunda við slys staðinn, þegar flugvélin hrap- aði. „Ég hafði stanzað til þess að ræða við nokkur börn“, sagði hann. „Allt í einu varð Kl. 14.00 hófst svo samkoma í hátíðasal háskólans. Setti Hrafn Bragason formaður hátíðanefnd ar samkomuna. Að því búnu var flutt á vegum Musiea Nova verk ið „Haustlitir", í minningu Steins Steinars, skáld og stjórnaði höfundur þess, Þorkell Sigur- bjömsson, flutningnum. Þessu næst flutti Dr. Broddi Jóhannesson erindi, sem hann nefndi „Staða einstaklingsins í nútímaþjóðfélagi". Kom Dr. Broddi þar víða við og ræddi samleik og sundurþykkju ein- staklingsins og félagsheildarinn ar frá ýmsum sjónarmiðum. Hann taldi að því stærra og ó- persónulegra sem samfélagið væri, því ljósari verði þörf ein- staklinganna til að efla minni persónuleg samélög innan þjóð- félagsins, vegna þess að slíkt þjóð félag fullnægði ekki ýmsum fé- lagslegum og sálrænum þörfum mannsins. Þó væri því ei.gi að neita að ýmsar frumhneigðir ein staklingsins hnigu í sömu átt og frumhnegiðir samfélagsins. Dr. Broddi sagði, að sú skoð- un hefði komið fram, að eftir milljónir ára kynni svo að fara. himininn blóðrauður, ég kast- aði börnunum til jarðar í skjóli við lögreglubifreiðina og reyndi að skýla þeim, ein síðan hljóp ég af stað eftir hjálp, því að talstöðin í bif- reiðinni var biluð. Þegar ég hafði og fljótt yarð ljóst, að slysstaðinn og varð fyrstur á vettvang. Ég sá flakið og eld- hafið og fljótt varð ljóst, að tilraunir til þess að bjarga fólkinu myndu reynast árang urslausar. Flugvélin var sund urtætt og fulltrúar Trans- Canada Airlines, sem komu á vettvang voru ekki vissir um að þetta væri flugvél félags- ins, fyrr en þeir fundu björg- unarvesti með einkenniisstöf- um þ'ess“, sagði Aubertin að lokum. maðurinn og vélar hans hefðu blandazt álíka náið og vöðvarnir í mannslíkamanum og taugarn- ar, er segja þeim fyrir verkum. „Ég trúi því, að við lifum nú upphaf nýs endurreisnarskeiðs, þar sem saman fer þörfin á end- urmati á manngildinu og nýr og æðri skilningur á kostum mann- eskjunnar“ sagði Dr. Broddú Var gerður góður rómur að máli hans. Næst va,r flutt annað tónverk á vegum Musica Nova: „Kadens ar“. Höfundurinn, Leifur Þórar insson, stjórnaði flutningi. KL 19.00 hófst svo samexgin- legt borðhald og kvöldfagnaður að Hótel Borg, og var þar margt til fróðleiks og skammtunar. Ellert B. Schram, stud. jur. for- maður Stúdentaráðs Háskóla ís- lands, flutti ávarp, og Sigurður Líndal, fulltrúi borgardómara fliutti ræðu. Að loknum ræðum og skemmtiatriðum, var dansað til kl. 3 um nóttina. Meðal gesta á hófi þessu voru forsætisráðherra, menntamála- ráðherra, forseti sameinaðs þings, borgarstjóri og margir há- skólaprófessorar. Fjölmenn hátíðahöld stúdenta

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.