Morgunblaðið - 22.01.1964, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 22.01.1964, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 55. jan. 1964 MORGUNBLAÐIÐ 3 f i, í iMMMMMWMMHaH FÉL.AG íslendinga í London hélt fullveldisfagnað og aðal- fund sama dagiun og var sam koman haldin laugardaginn 7. desember s.l., í húsakynnum „Dansika klúbbsins“ við Knightsbridge. Formaður félagsins, Jóihann Sigurðsson, setti fundinn. Var Björn Björnsson kjörinn fund arstjóri, en Sigurður Markús- son fundarritari. Flutti formað ur ítarlega skýrslu uim starf- semi félagsins á starfsáriniU. Voru á árinu haldnir 5 skemmtifundir, aulk stjórnar- funda, og mœttu á þeim sam- komuim á fimmta hundrað gestir. Af skemmtifur.dum þeim, er haldnir voru, ber sérstaklega Nokkur barnanna á jólatrésfa gnaðinum. Æ S I 1 * M ||1| * Wm r að nefna afmœlisfagnað í til- efni 20 ára afmælis félagsins, er haldinn var að Dorehester hinn 5. apríl s.l. Bárust þá fé- laginu góðar gjafir og árnaðar óskir frá vinum og velunnur- um víðsvegar um heim. Sendi herra íslands í London, Hen- rik Sv. Bjömsson og frú hans', gáfu félaginu við þetta tæki- faeri fundarhamar, hinn vand aðasta grip. í tilefni afmæl sins voru eft' irtalin kjörin heiðursfélagar: Agnar K1 Jónsson, fyrrver andi sendiherra í London. — Dr. Kristinn Guðmundsson, fyrrv. seniherra í London. — Henrik Sv. Björnsson, núv. sendiherra í Ijondon. — Björn Björnsson, fyrrv. formaður félagsins. — Elínborg Ferrier. — Dr. Karl Strand. Forseti íslands, herra Ásgeir Ásgeirsson, er sem kunnugt er verndari félagisins. í virð ingar- og þakklætisskyni fyrir stuðning við málefni félagsins fyrr og síðar færði félagið for- seta að gjötf áletraða silfur- könnu, hinn fegursta grip, þegar hann heimsótti London í nóvember s.l. Formaður gat þess að lok- um að Hjalti Einarsson, gjald keri félagsins, hefði flutzt *tieim til íslands á árinu. Við störfum gjaldkera tók vara- maður hans, Ray Mountain. Voru fundarmenn einhuga um að senda Hjalta kveðjúr fund arins og votta honum þakk- læti fyrir trúlega unnin störf í þágu félagsins. Að lokinni ræðu formanns tók til máls gjaldkeri, Ray Mountain, og fluttl skýrslu um fjárhag félagsins. Engar athugasemdir kornw fram við skýrslu forimanns og gjaldkera og voru reikning- ar félagsins samþykktir ein- um rórnL Að lokum var gengið til stjórnarkjörs og voru eftir- farandi kjörnir í stjórn Fomaður: Jóihann Sigurðs- son (endurkjörinn). Ritari: Sigurður Markús- son (endurkjörinn). Gjaldkeri: Ray Mountain. Meðstjórnendur: Elínbörg Ferrier (endurkijörin) og Gylfi Siigurjónsson. Að loknum aðalfundarstörf um var setzt til snæðings en síðan dans stiginn til miðnæt- is. Hafði Ríkisutvarp íslands að vanda léð félaginu segul- band' með ísXenzkri dansmúsik Hin árlega jólatréssíkemmt- un félagsins var haldin laug- ardaginn 28. des. í Mayfairia Rooms. Mættu á skemmtun- inni 45 börn og 40 fullorðnir. Hófst skemmtunin á þvi, að dans var stiginn umhverfis fagurlega skreytt jólatré. — Voiu að vanda sungnir íslenzk ir og enskir jóiasöngvar við undirleik Jóhanns Tryggvason ar. Þá voru fram bomar veiting ar en þvi næst sýndi töfra- maður listir sínar við gífur- legan fagnað hinna unigu á- horfenda. í>ó náði eftirvænt- ingin hámarki sínu, þegar lúðraþytur boðaði kornu jóla- sveinsins. Var hann kominn um langan veg, alla Xeið frá íslgndi, og hafði meðferðis , fullan poka af hinum ágæt- ustu gjöfum. Bar hann hin- uim ungu gestum kveðjur og jólaóskir ii'á jafnöldrum þeirra á. íslandi og lék að vanda við hvern sinn fingur. Að skemmtuninni lokinni fengu hinir ungu gestir munn gæti og blöðrur í nestið. Jóhann Sigurðsson og Gylfi Sigurjónsson örmuðust und- irbúning skemmtunarinnar fyrir hönd félagsstjórnarinn- ar.» Björn Björnsson, fyrrverandi formaður félagsins, og Jóhann Sigurðsson, núverandi formaður. t. - Fulltrúar seljenda og kaupenda skiluðu sératkvæði um fiskverðið FRÉTT um úrskurð yfirnefndar um ferskfiskverðið birtist í blað- inu í gær. Oddamaður í nefnd- inni skar úr um að Verðið skyldi vera óbreytt kr. 3.24 á slægðum þorski og ýsu með haus. Ekki var þá rúm til að greina frá sérat- kvæðum fulltrúa fiskseljenda og fulltrúa fiskkaupenda í nefnd- inni, en þeir gerðu eftirfarandi grein fyrir atkvæðum sínum: Sératkvæði Kristjáns Ragnarsson og Tryggva Helgasonar t Fulltrúar seljenda i yfirnefnd telja, að með þessari verðákvörð- un sé þrengt svo að starfsemi fiskveiðanna, bæði hvað snertir útgerð og sjómenn, að hún geti ekki gengið með eðlilegum hætti framvegis, þar sem ekki er í verðákvörðuninni að neinu leyti tekið tillit tíl þeirra miklu verð- hækkana, sem átt hafa sér stað frá því síðast var ákveðið verð, þ.e. í árslok 1962. Er í verðlagsákvörðuninni nú brugðið frá þeirri venju, sem áð- ur hefur verið við höfð við fisk- verðsákvarðanir, að meta til jafns framleiðslukostnað fisk- vinnslunnar í landi og kostnað á við afla fisksins. Fiskseljendur mótmæla því þessari verðákvörðun, þar sem hún hlýtur að leiða til verulegrar hnignunar hjá sjávarútveginum og versnandi kjara allra þeirra, sem við hann starfa. » Sératkvæði Valgarðs J. Ólafssonar og Helga G. Þórðarsonar Fnlltrúar fiskkaupenda rök- styðja sératkvæði sitt þannig: Til grundvallar tillögu fulltrúa fiskkaupenda um meðalverð liggja þær kr. 2.55 pr. kg., sem er niðurstaða kostnaðaráætlunar meðalfrystihúss eftir að ráðið og yfirnefndin hafði um hana fjall- að og fært verulega niður frá framlagðri kostnaðaráætlun og í ýmsum atriðum gegn atkvæðum fulltrúa fiskkaupenda. • Til viðbótar kr. 2.55 kemur sú Spilakvöld HAFNARFIRÐI. — Félagsvist Sjálfstæðisfélaganna verður í Sjálfstæðishúsinu i kvöld og hefst kl. 8,30. — Er þetta fyrsta spilakvöldið eftir jólin, og eins og áður verða verðlaun veitt. auratala, sem upplýst er að rík- isvaldið muni bæta fiskverkend- um til að mæta 15 %• kauphækk- unum í des. sl. og talin er jafn- gilda 5.2% af f.o.b.-verðmæti út- flutningsafurða, en það svarar til u.þb. kr. 0,32 pr. hráefniskíló. Þannig verður tillaga fiskkaup- enda um meðalverð á þorski og ýsu kr. 2.87 pr. kg. miðað við slægðan fisk með haus, enda gert ráð fyrir því, að umrædd 5,2% komi til góða öllum útflutnings- afurðum úr þeim fiski, sem verð- ákvörðunin nær til. Bridgemót Hafnarfjarðar HAFNARFIRÐI. — Nú stendur yfir bridgemót Hafnarfjarðar og eru þessir efstir eftir átta um- ferðir: Ólafur Guðmundsson 48 stig, Gunnlaugur Guðmundsson 36, Jón Pálmason 28, Einar Hall- dórsson 16, Sigmar Björnssoní 14, Albert Þorsteinsson 12. Næsta umferð verður spiluð í kvöld, síðan verður hlé á sveita- keppninni vegna firmakeppni, sem hefst næstkomandi fimmtu- dag. STARSTflMAR Afleiðingarnav koma í ljós Þegar iaimþegasamtökin höfn uðu tillögum ríkisstjórnarinnar um raunhæfar kjarabætur tii handa hinum lægst launuðu og minni launahækkanir til annarr^ stétta, varð ljóst, að kaupgjalds baráttan mundi leiða til allmik- illa verðhækkana og óhjákvæmi legt yrði að gera einhverjar ráðstafanir til að greiða fyrir út flutningsframleiðslunni. 15% kauphækkun til handa nær öll um launastéttum var knúin fram, þótt fulltrúar launþega jafnt og aðrir gerðu sér fuiia grein fyrir því, að slík hækk un hlyti að leið til al- mennra verðhækkana Og ýrði til takmarkaðs gagns fyrir launþega. Nú eru þessar af- leiðingar að koma í ljós og á þeim bera þeir menn ábyrgð, sem ekki vildu reyna lausn vinnu- deilnanna á grundvelli þeirra tillagna, sem rikisstjórnin bar fram, en knúðu fram kauphækk un, sem þeir vissu, að ekki yrði við ráðið án gagnráðstaf- ana. Nýjar ráðstafanir Um það er ekki deilt, að ein- hverjar ráðstafanir verður að gera tU að koma í veg fyrir að útfiutningsframleiðslan stöðvist. En naumast er nokkur maður svo skyni skroppinn, að hann geri sér ekki grein fyrir því, að ef komið er til liðs við útflutn- ingsframleiðsluna, þá verður það ekki gert með öðrum hætti en þeim að eitthvað af þeim byrð- um, sem hún hefur borið, verði nú lagt á allan almenning. Stjórnarvöld munú að sjálfsögðu leitast við að hafa þær byrðar sem léttbærastar og enginn efi er á því, að útflutningsframleiðsl unni mun þykja of skammt geng ið í aðstoð við sig. Hitt er raunar einnig liklegast, að menn þeir, sem ábyrgð bera á þeim ráðstöf- 'unum, sem nú verður að gera, kenni öðrum um þær, þótt þeir þakki sér það að hafa knúið fram kauphækkanir, sem gerðu siíkar ráðstafanir óhjákvæmileg ar. Kostajörð f gær ræðir Tíminn um bú- rekstur þann, sem Hafnarfjarð- arbær hugðist á sínum tímá reka í Krýsuvík. Þar segir: „Hugðust þeir reisa fyrirmynd arbú á jörðinni, framleiða þar úrvalsmjólk handa börnum og matjurtir og ávexti. Til þess hef ur Krýsuvík marga kosti. Þar er fim jarhita og hið ákjósan- legasta ræktarland og allar leið ir greiðfærar til stærstu mark- aða, Hafnarfjarðar, Reykjavík- ur og þéttbýlisins á Suðurnesj- um. En oft reynist örðugra í að komast en um að ræða og svo reyndist í búskaparmálum krat- anna. Allmikið svæði var ræst og ræktað, byggt var fjós mikið og tveir súrheystumar, hús fyrir for stöðumann, gróðrarstöð með fjórum góðum gróðurhúsum og hús fyrir starfsfólkið. En lengi máttu börnin í Hafnarfirði bíða eftir mjólkinni úr kratabúinu og er hún ókomin enn eftir rúm 15 ár“. Olíukynding Grein Tímans heldur áfram: „í gróðurhúsaræktinni gekk betur. Byggð voru góð gróður- hús og síðan var 2 stærri bætt við og byggt var hús fyrir starfs fólk. En eitt lítið atriði varð út- undan: að tryggja öruggan hita í húsin. Fyrstu árin reyndu krat ar að reka gróðrarstöðina, en gáf ust síðan upp og leigðu hana, en vegna ófulinægjandi hitaveitu varð of lítill hiti í húsinu. Voru kratar fljótir að finna ráð við því: Þeir settu olíukyndingu í gróörarstöðina!" C / /

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.