Morgunblaðið - 22.01.1964, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 22.01.1964, Blaðsíða 13
Miðvikudagur 22. jan. 1964 MORGU N BLAÐIÐ 13 Hver skipuleggur fækkun eftir Gunnar Bjarnason, NÆSTA grein mín um nýjungar og vanrædd viðhorf í landbúnaði okkar heitir „Kornrómantík og fóðurfræði“, en vegna skrifa Pálma Einarssonar og Stefáns Aðalsteinssonar verð ég að skjóta þessari fram fyrir, ekki sízt af þeim sökum að Morgunblaðið gerir málflutning þeirra og sjón- armið að stefnu síiyú, að minnsta kosti' í 2 daga. Sem betur fer var ekki dvalið lengi í þeirri para- dís, því að 8. jan. tekur blaðið aftur upp stefnu framfaramanna og birtir leiðarann „Hagnýtum þekkinguha“, sem var mjög tíma bær herhvöt til þjóðarinar um að taka trúanlega þekkingu hag- fræðinga og færa sér í nyt árang- urinn af rannsóknum þeirra og vísindastörfum. Menningarþjóðir verja æ meiri hluta af tekjum atvinnuvega sinna til vísindalegra rannsókna, og helzta viðfangsefnið á síðustu 5—10 árum hefur verið -skynvæð- ing (rationalisering). Maður opn- ar ekki svo fræðirit um atvinnu- mál, að þessi mál séu ekki þar efst á dagskrá. Ég veit ekki af hvaða sökum hér á landi hpfur verið óhugnánleg þögn um þessi mál að því er landbúnað snertir. Það er hafður í frammi nokkur slagorðavaðall Um vélvæðingu, vinnuhagræðingu, rafvæðingu o. fl., en hvert um sig af þessu eru aðeins þættir úr skynvæð- ingunni. Ég hef lesið eina skil- merkilega grein um áhrif skyn- væðingar á landbúnað hér. Hún var rituð af hagfræðingi, mig minnir það væri Jónas Haralz. Ég hef vel orðið þess var sl. viku, að ekki ásaka allir (bænd- ur og aðrir) mig fyrir „ábyrgð- arlaus skrif“ um landbúnaðar- mál, heldur eru ýmsir aðrir ásak- aðir fyrir ábyrgðarlausa og víta- verða þögn eða vanþekkingu á þessum mikilvægu framfaramál- um. Vísindalegar rannsóknir knýja fram breytingar og byltingar, enda gerðar í þeim tilgángi. Fyrst eftir að nýjungar hafa komið fram þarf að ræða þær gaum- gæfilega frá öllum hliðum, áhrif þeirra á hagþróun, þjóðfélags- hætti, og menningarlíf. Andlegt ástand íslendinga, bæði bænda og annara, þarfnast engra þjóðfé- lagslegri feimnismála. Það er oft- ast lokastig rökþrota hjá mál- efnalegum nátttröllum, sem dag- að hafa uppi, að hrópa að gagn- rýnendum hins úrelta ásakanir um „ábyrgðarleysi" eða að „er- lend fræði hæfi ekki íslenzkum aðstæðum" og að síðustu ,„þið eruð kolvitlausir“!! Skynvæðing eða i,Vr, úr kú“ í umræðum búfræðinga um þróun landbúnaðarins á þessum brennheitu tímum, hefur alls ekki komið nógu skýrt í ljós, hvert er eðli hinna tveggja meg- instefna, sem nú er um að ræða. Annars vegar er það hin nýja stefna, skynvæðing (rationalis- ering) landbúnaðarins, sem nú fer hraðar um lönd en frelsið eftir frönsku byltingu. Ég hef slcýrt hana lítillega í tveimur greinum í Mbl. Á því sviði er margt að ske í mörgum löndum. Hin stefnan er hægfara gráðu- þróun. Þetta er hin gamla stefna, sem þegar er búin að gegna hlut- verki sínu. Hún gerði mikið gagn á sínum tíma, og Pálmi Einars- son hefur verið merkur fulltrúi og starfsmaður hennar sl. 4 ára- tugi. Þessa stetfnu má skýra með mörgum dæmum, en ég finn strax eitt dæmi á bls. 396 í Frey í frásögn um aðalfund í Stéttar- sambandi bænda á sl. hausti. Þar 6egir: „f tillögum framleiðenda var lagt til að auka mjólkur- magnið um 540 1. og stækka kúa- búið um J4 úr kú“!! íslenzka meðalbúið hefur 7,5 kýr, en skyn- væddur og vélvæddur nútíma- búrekstur gerir manninum kleift áð annast um 75 mjólkandi kýr. Samkvæmt hugsjón gömlu 17. greinar jarðræktarlaga skal stækka öll bú og allar jarðir landsins nokkurn veginn jafnt. Fyrst kom túnþýfisútrýmingar- stefnan byggð á mjög sérhæfðu styrkjakerfi, svo 10-hektara stefn an með öðru styrkjakerfi, og ég held við séum nú farnir að sigla í námunda við 15 hektara stefn- una. Það mun taka Pálma og andiega niðja hans 337 og hálft ár að ná marki skynvædds bú- skapar í dag með gráðustærðinni „Vs úr kú“ á ári. Pálma vaxa tímalengdirnar ekki í augum, svo að þetta kann að vera í lagi frá sjónarmiði hans. Hann sækir rök sín gegn stórbúskap og skynvæð- ingu í þokukennda fortíð, 300 ár aftur fyrir burð Krists. Ég býst við, að yngri sveitamönnum þyki þetta heldur gamaldags sjónar- mið. Tölur tveggja Framsóknar- manna Tíminn flytur fróðlega grein eft ir' Gísla Guðmundssón, alþingis- mann, daginn eftir að Pálmi skrifar grein sína í Mbl. Nú vil ég láta tölur frá Gísla fræða Pálma um, hvernig honum og stefnu hans hefur tekizt að hamla gegn fólksfækkun í sveitum á síðustu tveimur áratugum. Á tímabilinu 1940—1962 hefur fólki fjölgað í landinu um rúmlega 51%. Gísli álítur, að sama fjölg- un hefði átt að vera í sveita- héruðum landsins, ef allt hefði verið með felldu. Hann telur það eðlilega tölu fólks í héruðunum að bæta 51% við tölu þess árið 1940. Þessa tölu ber hann sam- an við „raunverulegan" fólks- fjölda. Ég tek hér nokkur dæmi úr þessum samanburði: Dalasýsla (ættarbyggð Pálma) ætti að hafa 2128 íbúa — hefur 1164. ísafjarðarsýslur ættu að hafa 7612 íbúa — hafa 3778. Norður-Múlasýsla (ættarbyggð Stefáns Aðalsteinssonar) ætti að hafa 4032 íbúa — hefur 2457. Rangárvahasýsla ætti að’hafa 4971 íbúa — hefur 2886. Búnaðarfélagið lét nýlega gera athugun á meðalaldri bænda og birtir Guðmundur Jósafatsson grein um það í Frey í september. Sá merkilegi fróðleikur hefur vakið minna umtal en vert er, og þessar hógværu tölur segja um- fangsmikla mannlífssögu án fjálg leiks og án blekkingar. Samkvæmt þegsu er meðalald- ur bænda 49,5 ár, meðalaldur húsmæðra í sveitum 46,3 ár, ókvæntir eru um það bil 1250 bændur (21%), aleinir á jörð eru um það bil 185 bændur (3,1%). Aðeins eru til í landinu 540 bændur (9%) þrítugir og yngri. Hvað ætlar Pálmi og stefnu- bræður hans að hafa marga bændur í sveitum landsins, þeg- ar þessir 540 bændur eru orðnir fimmtugir? Sjá menn nú, hvað það er „ábyrgðarlai}st“ og út í bláinn að saka okkur yngri menn um að ætla „að framkvæma skipulags- bundna fækkun bænda á Is- landi“. Pálmi og samherjar hans ræða og rita iðulega um grózkuna í sveitum og búskap og eru alltaf að skipuleggja fjölgun bænda með samansöfnuðu sparifé fá- tækra manna og stórum opinber- um framlögum. Mér er vel kunnugt um, að bændur eru í stórum hópum farn ir að sjá í gegnum ábyrgðarleys- ið og blekkingarnar í öllum þess- um málum. Þeir krefjast raun- hæfni, sannleika og fræði- mennsku. Hvanneyri var á að losa um vinnuafl?“ Stefán Aðalsteinsson spyr mig þessarar spurningar í grein sinni 8. jan. Fjármagn og vinna eru uppistöður allrar framleiðslu. Það er hægt að ná sama marki í framleiðslu að tvennum leið- um: a) með miklu fjármaghi og lítilli vinnu, b) með mikilli vinnu og litlu fjármagni. Það er óþarfi fyrir Stefán að knýja mig til að gefa honum þetta einfalda og margþekkta hagfræðilega svar. % Gunnar Bjarnason. Gamla búskaparlagið notar mikla vinnu og lítið fjármagn. Skynvæddur atvinnurekstur not- ar mikið fjármagn en litla vinnu. Ádeilutónn Stefáns í grein hans og hiti en óþarfur. Ég hef trú á rannsóknarstörfum hans, eins og hann veit. Bændur vita, að það var fyrsta verk mitt eftir að ég var skipaður skóla- stjóri á Hólum veturinn 1961, að gera fjárbúið" þar að sérstöku feldfjárræktarbúi og tilraunabúi í hans höndum, svo að góð mennt un hans á þessu sviði kæmi að betri notum. Það þýðir hins vegar ekki að segja þjóðinni, að hún muni geta haldið við lífskjörum sínum og bætt þau árlega með því að stöðva þróun sjávarút- vegs, hætta iðnvæðingu og leggja aðaláherzlu á sauðfjárrækt, jafn vel þótt Stefán kunni einhvern tíma að geta fundið upp vél, sem aðskilur tog og þel!! Áður en þjóðin gefur Stefáni Aðalsteinssyni frjálsar hendur með að leysa vandamál utanrík- isviðskipta og gjaldeyrisöflun með framleiðslu og sölu sauðfjár- afurða, þá Æu hér smáar 114,2 milljónir króna, sem hann þyrfti að gera skil áður. Þetta eru með- gjafir ríkissjóðs með útfluttum búsafurðum á árunum 1960—’62. Ríkissjóður greiddi með: a. Útfluttu kindakjöti 87,5 milljónir kr. b. Útfluttu kýrkjöti 1,0 millj. króna. c. Útfl. ostaefni 10,7 millj. d. Útfl. undanrennudufti 14,5 millj. kr. é. Útfl. kartöflum 487 þús. kr. Um þessi mál öll er meiri þörf á umræðum en þögn — meiri þörf á hagfræði en fjálgleika úr ræðustíl ungmennafélagstíma- bilsins. ----0----- Stefán Aðalsteinsson segir m.a.: „Það er ekki ástæða til að taka fyrir nema fáeinar fræðilegar skekkjur í grein Gunnars,“ etc. Ég leita vandvirknislega að leið- réttingum á þessum „skekkjum", en þar er ég algerlega í geitar- húsi að leita ullar. Ég tek hér tvö dæmi um þessar leiðrétting- ar, það fyrstá, sem ég rekst á: 1. Gunnari „sést yfir mögu- leikann á því að afla ísl. dilka- kjötinu markaða erlendis og selja það á verði, sem er gæðun- um samboðið". Þetta hefur hvergi komið fram í skrifum mínum fyrr né síðar. Þetta má takast að bænda? einhverju leyti, en kjötið verður aldrei sett í búðarhillur með „ostrum“ eða kavíar. Ég brosti af hrifningu Stefáns yfir því, að Bandaríkjaforsetinn hefði hælt dilkakjötinu. Diplomatar hæla alltaf einhverju hjá hverri þjóð, og þar sem hann er bóndi en ekki útgerðarmaður, lá beinást við að hrósa kjötinu. Ég man það kom einu sinni í fréttum, að Hákon Noregskonungur hefði borðað selskjöt í einhverri byggð og hrósað því, en ég hef ekki haft fregnir af innrás þess á heims- markaðinn síðan. Svona er ekki frambærileg rök. 2. Hann (þ.e. Gunnar) hlýtur að hafa fylgzt með því, að ný- verið voru Búnaðardeild veittar 500,000 krónur tiil rannsókna á því, hvernig auka mætti verð- mæti ullarinnar til iðnaðar." Svo ræðir Stefán um að útlit sé fyrir að unnt muni reynast að finna upp vélar til fullkomnari vinn- slu á ísl. ull, og bætir svo við: „Mér hefði fundizt réttara af Gunnari að sjá til, hvernig geng- ur með þær tilraunir, áður en hann „losaf um vinnuaflið" í sveitunum.“ Svona eru framtíð- arhorfurnar og rökin, allt í ó- ljósri þoku vona og óskhyggju, en varla örlar fyrir raunhæfni, eins og t.d. eftirfarandi klausa sýnir: „Ef vel tekst til með ullar- Og gæruiðnað í framtíðinni, þá verður möguleiki á að stórfjölga sauðfé í landinu. Þá getur svo farið, að þó að 6000 bændur í landinu ættu 1000 ær hver, hrykkju afurðir af þeim ekki til, svo að bændum yrði að fjölga verulega til að fuillnægja eftir- spurn iðnaðarins eftir hráefnum og eftirspurn útlendinga eftir dilkaikjöti." (Leturbr. gerðar af G.B.). Um þessi dæmalausu búvísindi get ég ekki sagt annað en þetta. Á meðan Ingi Þorsteinsson jarð- vegsfræðingur er að rannsaka, hvernig landið Okikar lítur út eft ir að 6 milljónir áa með lömtoum (ca. 14 millj hausarý hafa bitið landið í áratug, og Stefán er að finna upp vélar og skapa heims- markað, þá geri bændur það að bjargræði sínu og búsílagi að syngja stöðugt í kór: „SÓL. STATTU KYRR ! !!“ I lok greinar sinnar segir Ste- fán: „Svín og hænsni breyta inn fluttu korni í fremur verðlá.gar vörur.“ Þetta er rétt, ef rekstur- inn er skynvæddur. Það er athyg unarmál fyrir ráðamenn þjóðar- innar, sem sífellt glíma við dýr- tíðarvandamálin. Ef hægt væri að lækka til muna verð á eggj- um og kjöti með vitrænum stór rekstri, þá væri það þjóðfélags- umbót. Hitt get ég frætt menn um, að það er unnt að nota miklu meira af innlendum fóður vörum handa þessum alidýrum en menn hafa hingað til álitið, bæði fiskimjöl, grasamjöl, undan rennuduft og ostaefni, sem nú er skynsemdarlaust selt úr landi, og dýrafeiti, sem er víst verð- laus hér. Ég rnun skrifa sérstaka grein bráðlega um nýjar rann- sóknir á notkun grasmjöls, fiski mjöls og ^dýrafeiti (tólg og fl.) til fóðurs. Að síðustu þetta: Ég hef áðuf verið víttur fyrir „ábyrgðar- laus“ skrif, t.d. um „Áburðar- framleiðslu og jarðvegsástand" og mótmælti ég þá framleiðslu Kjarna-áburðar fyrir íslenzikan jarðveg. Ástæðan var einfaldlega sú, að ég var ekkj búinn að gleyma áburðar-efnafræðinni, sem ég lærði á Landbúnaðarhá- skólanum. Nú, þegar skaðræðis verkanir þessa áburðar eru farn ar að koma skýrt í ljós, minna bændur mig á hina víttu grein mína. Áburðarkalkverksmiðjan var á sínum tíma sönnun á rétt- mætj mótmæla minna, en hún er nú eins konar lífvana táikn- mynd eða minnisvarði um gleymd fræði og þá „ábyrgðartil- finningu,“ sem þjóðfélagið virð- ist meta og hampa. Einnig má minna á vítt skrif mín um fjáir- skipti á Vesturlandi á sínum tírna. Ég fylgdist vel með þeirri framkvæmd, skrifaði harða gagnrýni og fullyrti, að fjárpest ir myndu aftur koma á þessu fjárskiptasvæjSi. Hver er raunin? Sem betur fer hef ég ennþá minni, penna og aðgang að góðu blaði, — já, sem betur fer fyrir málefnaþróun landbúnaðarins. Það kemur meira. Með þökk fyr ir birtinguna. Afnám verðskrárlaga f EFRI deild var á dagskrá í gær stjórnarfrumvarp um af- nám verðskrárlaga frá 1957. Mælti fjármálaráðherra, Gunn- ar Thoroddsen, fyrir málinu. Segir svo í athugasemdum við lagafrumvarpið, að með lögum nr. 70/1962 um tekjuskatt og eignarskatt hafi yfirskattanefnd ir verið lagðar niður, en skv. Égreikna, 2. liefti komið út ÉG reikna, 2. hefti, er komið út á vegum Ríkisútgáfu námsbóka, og hafa þeir Jónas B. Jónsson og Kristján Sigtryggsson gert heft- ið. Gerð bókarinnar er svipuð og 1. heftis. Hún hefst á upprifjun þess, sem áður var lært i sam- lagningu og frádrætti, og síðan er haldið áfram, aðeins byrjað á margföldun og deilingu og kennt að geyma í samlagningu Það er ætlazt til þess, að börn- in reikni í bókina nema þar, sem annað er tekið fram, og margar mýndanna má lita. Þótt bókin sé fyrst og fremst kennslubók til notkunar í skólum fyrir átta ára börn, er hún einnig hentug til notkunar í heimahúsum. Börnin geta fikrað sig áfram af sjálfs- dáðun, því glöggar leiðbeiningar eru með hverri nýrri aðferð, en auk þess gefur bókin margar bendingar um leiki, æfingar og spil, sem alls staðar er hægt að nota. lögum um verðlagsskrár skyldn þær setja verðlag á búpening þann og innlenda vöru, sem venja hefur verið að taka á verð lagsskrá. Skv. lögum nr. 70/1962 eiga skattstjórar að leysa þau störf af hendi,-sem yfirskaíta- nefndum var á*r falið, en þar sem talið er, að ákvæði laga um verðlagsskrár hafi ekki lengur hagnýtt gildi, er ástæðulaust tal ið að halda þeim útreikningi áfram. Því er lagt til í frumvarp inu, að þessum útreikningi verði hætt og lögin afnumin. Umsögn Búnaðarfélags íslands er svo- hljóðandi: „Stjórn Búnaðarfé- lags íslands sér ekki eins. og nú er komið, að það hafi neina praktíska þýðingu að halda í lög þessi“. Frumvarp þetta var afgreitt samhljóða til 2. umræðu og fjár- hagsnefndar. Annað mál á dagskrá Ed. var frumvarp til laga um heimild fyrir ríkisstjórriina til að selja eyðijörðina Litlagerði í Grýtu- bakkahreppi. Var frumvarp þetta til annarrar Umræðu nú, en flutningsmenn þess eru Karí Kristjánsson og Bjartmar Guð- mundsson. Segir svo í frv.: „Rík- isstjórnfhni er heimilt að selja Jóhanni Skaptasyni, bæjarfógeta á Húsavík, sýslumanni Þingeyj- arsýslu, eyðijörðina Litlagerði 1 Grýtubakkahreppi í S-Þing. fyrir það verð, er um semst eða verður ákveðið skv. mati dóm- kvaddra manna“. — Samþykkt var samhljóða að vísa frumvarp inu til 3ju umræðu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.