Morgunblaðið - 22.01.1964, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 22.01.1964, Blaðsíða 8
8 MORCUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 22. jan. 1964 V IIMGI 1 R . JÓHAMMSSOIM SKRIFAR UM SKÁKMÓTIÐ 1 /a fasamar fdrnir k( istuðu tapl 6. TJMFERÐ Tal — Wade Sikileyjarvöm Wade beitti Pelikan aíbrigð inu, sem Pilnik vakti til lífsins á nýjan leik m. a. í 9kák sinni gegn Geller í Amsterdam 1956. En Tal var öllum hnút- um kunnugur og eftir riddara leiki í stíl Reshewskys náði Tal yfirráðum á öllurn mikil- vægustu reitum borðsins. Tal sótti svo skiptamun í greipar andstæðingsins og að því ioknu malaði hann niður srvörtu kóngsstcðuna og vann auðveldlega. Freysteinn — Gligoric Griinfeldsvörn Freysteinn fómaði snemma skiptamun til þess að skapa sér sóknarfæri gegn svarta kónginum, en aldrei varð neitt úr sókninni og tapaði Freysteinn án þess að til verulegra átaka kæmi. Ingvar — Sv. Jóhannessen Spánski leikurinn Bftir 1. e4, eö; 2. Rf3, Rcb3; 'Bb5, a6; 4. Ba4, b5; 5. Bb3, Ra5. Þá kaus Ingvar að fórna biskupnum á f7 og taika siðan peðið á e5 meö skák. Þessi fórn Ingvars hefur ekki verið ýkja mikið rannsökuð af skák fræðingum, en þó hafa nokkr- ar skákir verið tefldar með þessari fórn. Vafasamt verður þó að teljast hvort fórnin á nokkurn rétt á sér. Jáhannes- sen tókst að vinna meira lið og eftir að sókn Ingvars rann út í sandinn, gafst hann upp. Nona — Magnús Karo-Can Skákin var í jafnvægi allan tímann og aðeins tímaspurs- mál hvenær um jafntefli yrði samið. Arinbjöm — Jón Nimzo-indversk vöm Arinbjörn náði snernma betri stöðu, sem hann svo fylgdi allfast eftir. Þegar skákin fór í bið átti Arinbjörn fremur auðunna skák. Trausti — Guðmundur Hrodmadke árás Trausti fékk ljómandi skemmtilega stöðu upp úr byrjuninni en tókst ekki sem skyldi að notfæra sér yfir- burði sína. Smámsaman tókst Guðmundi að afstýra öllum hótunum andstæðingsins og endaði skákin í jafnteflL Friðrik — Ingi Karo-Can 1. e4, c6; 2. d4, d5; 3. Rc3, dxe4 4. Rxe4, Rbd7; 5. Bc4, Rgf6; 6. Rxf6ý, Rxf6; 7. Rf3, Bf5; (Efcki 7. — Bg4; 8. Bxf7f, >Kxff; 9. Re5) 8. De2, e6; 9. Bg5, Da5ý; 10. Bd2, Bb4. Einnig var mögulegt 10. Dc7; 0-0-0, 0-0-0; 12. Bg5 og e. t. v. þá 12. — c5. Staðan er vand- tefld fyrir báða. 11. c3, Bd6; 12. Rh4!, 0-0. Eftir t. d. 12. — Bg4; 1Í. f3, Dh5, 14. Df2!, g5; 15. íxg4, Rxg4; lt. Be2!, Rxf2; 17. Bxh5, Rxh; 18. Rf3!, Hg8; 19. g4! og vinnur tvo létta menn fyflr hrók og peð. 13. Rxf5, exf5. Eftir 13. — Dxf5; 14. 0-0-0, hefur hvítur betri möguleika. 14. 0-0, Dc7; g3, Re4; 16. Be3, Hfe8; 17. gxf4, og hvítur vinnur. 18. gef4, og hvítur vinnur. 18. Hadl, Had8;19. Kg2, Kg7; 20. Hfel, h6; 21. h4, He7; 22. He2, Hde8; 23. Hdel, Dd7; 24. Bd3, c5? Þama feilreiknaði ég mig illilega. Betra var 24. — Rf6, t.d. 25. Bcl, Hxe2; 26. Hxe2, Hxe2. 27 De2, De6, er engan veginn tapað tafl, þó hvítur eigi betri mögul. þar sem bi9kupaparið er hans meginn. N25. dxc5!, Bxc5? Eg anna ekki hættuna. Eftir 25. — Rxc5. 26. Bd4f, K!h7, er hvíta staðan betri en enganvegin auðunn- in. 26. Bxc5, Rxc5. 27. Bb5! Upphaflega gerði ég ráð fyrir öllu nema þessum leik! Ef hvítur hefði ekki átt annað en að skipta upp á hrókum hefði . svartur átt ágæta stöðu vegna hins sterka riddara á e4. Nú tapazt skiptamunur. 27. — Dxb5; 28. Hxe7, Hxe7; 29. Hxe7, Re4; 30. De3, Dc6; 31. Dd4ý, Kf8; 32. Dd8, Kg7; 33. Dd7, Df6; 34. Dd4, getfið. I.R.Jóh. Frá Alþingi FUNDIR voru í báðum deildum Alþingis í gær. Stofnlánadeild landbúnaðarins í efri deild hafði Ásgeir Bjamason (F) framsögu um frumvarp sex Framsóknar- manna um breytingu á lögum um Stofnlánadeild landbúnaðar- ins. Miðar frumvarpið að hækk- unum á framlögum hins opin- bera. Samþ. var að vísa því til landbúnaðarnefndar og 2. um- ræðu. Almannatryggingar Þá hafði Alfreð Gísla- son (K) framsögu um frumvarp til laga, sem hann flytur, um hækkun bóta almannatrygginga. Er það samhljóða frumvarpi ríkisstjórnarinnar, sem skýrt var frá hér í blaðinu í gær, að hækka skuli bótafjárhæðir almanna- trygginga frá sl. ‘áramótum um 15%,nema í frumvarpi stjórn- arinnar eru fjölskyldubætur undanþegnar, vegna þess að þær eru tengdar persónufrádrætti við álagningu skatta og útsvars. Breyting á lyfsölulögum í neðri deild hafði Jóhann Haf stein, dómsmálaráðherra, fram- sögu fyrir tveimur málum. Hið fyrra var frumvarp til laga um breyting á 1. mgr. 66. gr. lyf- solulaga nr. 30/1963. Lagt er til skv. tilmælum. landlæknis, að frestur sá, er þar um ræðir, leng ist úr sex mánuðum í tólf mán- uði. Frv. var vísað til 2. umr. og heilbrigðis- og félagsmála- nefndar. Dagsektir og skýrslugerðar- skylda lækna Hitt málið, sem dómsmálaráð- herra hafði framsögu fyrir, er stjórnarfrumvarp til laga um breyting á lögum nr. 47/1932 um lækningaleyfi o.s.frv. í 1. mgr. 14. gr. þeírra laga svo í sam- bandi við fyrirskipaðar skýrslur, sem landlæknir má heimta af læknum, að í reglugerð megi „ákvéða dagsektir, allt að 5 kr. fyrir hvern dag, sem vanrækt er að senda“ skýrslurnar. Nú er lagt tii, að fallið verði frá þessu 5 kr. hámarki, og greinin hljóði svo: „Má í reglugerð ákveða dagsektlr og tiltaka sektarfjár- hæðir fyrir hvern dag, er van- rækt er að senda fyrirskipaðar skýrslur, enda fylgi sektunum lögtaksréttur“. Sex menntaskólar Þriðja málið, sem tekrð var á dagskrá neðri deildar, var frum- varp til laga um breyting á lög- um nr. 58/1946 um menntaskóla. Frumvarp þetta flytja Einar Ágústsson (F) og Björn Fr. Björnsson (F). Hafði hinn fyrr- nefndi framsögu um málið. I frumvarpinu er lagt til, að menntaskólar skuli teljast fjór- ir, tveir í Reykjavík, einn á Laug arvatni og einn á Akureyri. Auk þess skuli stofna menntaskóla á Austurlandi og annan á Vest- fjörðum, þegar fé verði veitt til þeirra á fjárlögum. — Málinu var vísað til 2. umræðu og menntamálanefndar. Tvær þingsályktunartillögur Tvær þingsályktunartillögur voru lagðar fram í gær. önnur er fiutt af fjórum Framsóknar- mönnum, og segir þar svo, að A1 þingi álykti að kjósa fimm manna nefnd til að endurskoða lög nr. 63/1919 um eignarrétt og afnotarétt fasteigna, svo og laga- ákvæði um atvinnurekstrarrétt- indi útlendinga. Þáltill. þessi var flutt á síðasta þingi, og fylgir henni nú sama greinargerð og þá. — Hin þáltill. er frá Ragnari Arnalds og er um rannsókn á atvinnuástandi á Norðurlandi vestra. Mosieilssveitoi- vegurinn fei illa BÍLAR sem leið áttu um vegmn upp í Mosfallssveit á laugardag- lentu í því að aka í syndandi for. Mbl. spurði vegamálastjóra hverpig á þessu stæði. Hann sagði, að þegar salt væri borið á vegina á sumxin vegna ryksins, þá ryki ljtið'úr þeim og því yrðu þessir vegir slepjulegir þegar þeir blotna. Á laugardaginn var svo klaikinn að fara úr Mosfells sveitarveginum og þegar þungu hlöðnu malarbílarnir aka um hann spæna þeir veginn upp. Þessvegna var vegurinn svona slæmur á laugardag. Strax og hægt var á sunmudag voru veg- heflar látnir skafa hann upp. - NAGLAR Framhald af bls. 6. Pálsson....? Jú, þeir þekkj- ast frá fomu fari, Landgren, Carlén og hann (voru allir „I fluginu“) og ......það var nefnilega dálítið gaman, hvernig þetta byrjaði", sagði Carlén méðan við horfðum í annað sinn á kvikmyndima. „Það var þann- ig, að við vorum að aka þarna úti og ég ók dálítið greitt, á svona 120 km. hraða eða þair um bil — en svo verður mér litið á Bjöm og sýnist hann eitthvað uggandi um sinn hag, svo ég spyr hann ósköp hæversklega, hvort honum líði eitthvað illa. „Onei“, segir Björn, „en ég er nú ekki vamur að fara á þessarri ferð á landi ....“ Þá stöðvaði ég bílinn og sýndi honum hvern ig í þessu lá, að ég var. með negld snjódekk á bílnum ..... já, svona býrjaði þetta“, sagði Carlén og hló. Foimaðui Stéttaisambandsins mætii á fundum ó Noiðuilandi Blönduósi, 21. jariúar. f GÆR var almennur bænda- fundur haldinn á Blönduósi að tilhlutan Búnaðarsambands Aust ur-Húnvetninga og sátu hann um 100 bændur. Formaður Stétt- arsambands bænda, Gunnar Guð bjartsson, mætti á fundinum og flutti erindi um verðlagsmál og þróun landbúnaðfcrins undanfar- in ár. Gunnar kvað kjötfrmaleiðsl- una hafa aukizt á árabilinu 1947 - 1962, að báðum þeim árum meðtöldum, úr 5.6 þúsund tonn- um á ári í 12.1 þúsund tonn, eða um 115%, og mjólkurinnlegg 1 mjólkurbúin á sama tímabili hefðu aukizt úr 29 milljónum lítra í 88 milljónir lítra, eða um 186%. Á þessu tímabili voru stofnuð 4 ný mjólkurbú sem hafa tekið á móti 13.6 milljón- um lítra. Gunnar Guðbjartsson er nú á ferð um Norðurland á vegum Stéttarsambandsins og mun mæta á fundum Búnaðarsam- bandanna í flestum sýslum Norð anlands. Blönduósfundurinn er fyrsti fundur hans í þessari ferð, en sá næsti verður haldinn að Hólum í Hjaltadal. — Björn. 1 kvöld verður í0. sýning á Hamlet í Þjóðleikhúsinu. Leikurinn cr sem kunnugt er sýndur í tilefni af 400 ára afmæli höfundarins. Sýnmgufni hefur verið 'rijög vel tekið. — Myndin er af Gunnari Eyjcitssvni i hlutverki Hamlets og Herdisi Þorvaldsdóttur í hlutverki aiottningariunar. CLAÐBURÐAFÓLK ÓSKAST f þessi blaðahverfl vantar Morgunblaði* nú þegar unglinga, röska krakka eða eldra fólk, til þess að bera blaðið til kaupenda þess. Milli Bankastrætis og Vatnstígs Grenimel 1-40 Gjörið svo vel að tala við afgreiðslu blaðslns eða skrifstofu. SÍMI 224 80 I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.