Morgunblaðið - 22.01.1964, Page 10

Morgunblaðið - 22.01.1964, Page 10
10 MORGUNBLADIÐ Mi&viku’dagur 22. jáh. 1964 Asmundur Friðriksson • skipstjóri — Minning FjöLskylda Maffna Friðjónssonar, Leng-st til vinstri situr Magni með Kristinu Maríu, 6 ára, þjj Anna Sæunn, 10 ára, KrLst bjorg 12 ára og lengst til hægri er frú Óla Þorsteinsdóttir. hálf önnur milljón fallið á númersn hans hálfu öðru ári — Einstæð heppni Magna Friðjónssonar vörubílstjóra á Akureyri Rúm hefur * — a SAGT er, að sumt fólk þoli ekki að hreppa stóra vinningixin, — hinn skyndifengni auður sé því um megn og teygi það út í taum laust líferni, þangað til það ihrekkur upp úr leiðslunni einn góðan veðurdag, þegar feng urinn er þrotinn og ekkert eftir nema bitur reynsla. Það verður fegið að hverfa. til síns lífs og sama lands, ef þangað næst á ó&rotnu skipi. Sem betur fer tekst sjaldan svo illa til, að skyndileg höpp verði mönnum til hnekkis. Flest ir standa fast í báða fætur eftir, sem áður, kunna að nota Þau sér og sínum til heilla, en láta þau ekki afvopna sig í lífsbar- áttunni. Það teljast í sjálfu sér engin undur, þegar einhver hlýtur haasta vinninginn í einhiverju ’happdrættinu; slíkt liggur í hlut arins eðli, og hlýtur að verða í hvert skipti sem dregið er. Hitt mun fátítt, þótt víða sé leitað, og sennilega algert eins- dæmi að hæstu vinningar tveggja stórhappdrætta falli á númer sama mannsins með sextán mánaða miliibili Þó hefir þetta gerzt. Þessi einstaki heppnismaður heitir Magni Friðjónsson, til heimilis ,að Rauðumýri 22, Akureyri. Hann er vörubílstjóri að atvinnu ekur á bifreiðastóðinni Stefni og vinnur að jafnaði frá kl.* 7 á morgnana til klukkan 7 á kvöld- in. Hann er kvæntur óg á þrjár dætur, 6, 10 og 12 ára. Ekki er þó svo að skilja, að hálfa aðra milljón hafi rekið á fjörur hans óskerta. í ágúst 1062 vann hann' 500 þús. kr. í vöruhappdrælti SÍBS, og í des- enrrber sl. vann hann ásamt 14 félögum sínum, sem allir eru bíl stjórar á Stefni, helminginn af milljón króna vinningi í happ- drætti Háskóla íslands. Þar eiga þeir 30 númer í röð, svo að þeir hlutu eiomg aukavinning- ana hálfa. Ég skauzt hér um kvöldið til Magna og konu hans, frú Ólu Þorsteinsdóttur, og spjallaði við hann stundarkorn um heppni og tilviljanir. — Ég hef alltaf haft gaman af að spila í happdrættum, það hefur verið mitt sport, sagði Magni. — Ég var barn að aldri, ég held ég hafi verið í 5. bekk í Barnaskólanum, þegar ég keypti fyrsta miðann minn í Háskólahappdrættinu hjá Þor- steini Thorlacius. Ég hafði þá ekki einu sinni vit á, að það þyrfti að endurnýja miðanri. Ég var svo sem engu heppnari en gekk og gerðist, svona framan af. En ég hef lengst af átt nokkra miða í því happdrætti og nú lengi átt 10 miða í vöruhapp- drættinu. Ég hef líka orðið fyrir óHeppni; t.d. hætti ég einu sinni við miða, sem gaí af sér hrein- ar 13 þúsund krónur árið eftir. — En svo kom hvalrekinn allt í einu. — Já, Kristján Aðalsteinsson, umboðsmaður, hringdi til mín út á stöð að kvöldi hins 7. ágúst 1962 og bað mig að finna sig snöggvast, ef ég gæti. Ég sagði strákunum, félögum mínum, sem oft höfðu gert gys að mér fyrir happdrættisdelluna, að ég þyrfti að skreppa inn eftir til Krist- jáns að sækja vinning. Þeir hlógu bara að mér, en þeir hlógu ekki,_ Þegar ég kom aftur. Einhvern veginn þóttist ég finna óttablandna virðingu þeirra næstu daga, auk þess sem þeir samfögnuðu mér af hjarta. — En hverníg varð þér við og ykkur hjónunum? — Við urðum þessu vitanlega ósköp fegin, eins og nærri má geta, en mjög undrandi líka. Ég held, að það híjóti að orka svo á alla, sem orðið hafa fyrir þess ari reynslu. En við erum still- ingarmanneskjur, svo að um hróp, köll eða yfirlið var ekki að ræða. Fyrlr vinningsféð gát- um við keypt þetta hús og borg- að út í hönd, en áður bjuggum við í leiguhúsnæði. — Svo kom hinn vinningur- inn. — Já, ég var nú eiginlega hvatamaðurinn að því, að við bundumst félagsskap, þessir 15, og keyptum 30 miða í röð í árs- byrjun í fyrra, allk hálfmiða í Háskólahappdrættinu. Ég hef líka verið „framkvæmdastjóri fyrirtækisins," séð um- endur nýjun og úthlutun vinninga til hinna. Við höfum alltaf fengið eitthvað í hverjum drætti síðan, þó held ég, að einn mánuður hafi fallið úr, sem við fengum ekk- ert. Svó kom að því, að við hrepptum stóra vinninginn núna fyrir jólin. Fyrst við áttum röð- ina, fengum við báða aukavinn- ingana líka. _ — Þér er sennilega orðið hlýtt til þessara tveggja happdrætta. — Mér þykir vænt um þau, — já, alveg jafnvænt um þau, enda þjóðÞrifafyrirtæki. Ég tel mig líka hafa góða reynslu af báðum, þó að heppni mín sé auðvitað hrein tilviljun, — ein- kennileg og sjaldgæf tilviljun samt, held ég. <— Hefur pig nokkurn tíma dreymt fyrir vinningum eða dreymt ákveðin miðanúmer, sem heppni hefur síðan fylgt? — Nei, ég hef engar vitranir fengið í því sambandi, bara rennt blint í sjóinn, venjulega haldið sömu miðunum ár eftir ár. — Akureyringar hafa oft ver- ið heppnir í happdrættum. — Það held ég, að megi segja. Oft hafa fallið hingað stórir vinningar. Þeir eru ófáir, DAS- bílarnir, sem hingað hafa komið, svo að eitthvað sé nefnt. — Mig langar til að biðja þig að skila því til blaðanna áð lokum, að mér þykir þau stundum nokkiuð seinlát að birta v^inningaskrárn- ar._ Ég kveð Magna og konu hans, sem hafa búið dætrum sínum myndarlegt og traustlegt heim- ili, sem ber vitni um hófsemi og góðan smekk. Auðfundið er, að hér býr fólk, sem ver fjár- munum, en sóar þeim ekki. Pen- ingarnir hafa ekk> smækkað það. Það heldur sínj jafnvægi. Sv. P. Til tunglsins BIFBEIÐ af gerðinni Taunus 12M Cardinal, sem ekið hefur verið viðstöðulaust síðan 10 júlí s.l. á hringakstursbraut- inni Miramas við Marseille í Frakklandi, fór hinn 28. nóv- ember s.l. kl. 20:00 yfir 356.430 kilómetra-markið, sem er sama og stytzta vegalengd frá jörðinni til tunglsins. Þetta er sá lengsti og eftir- tektarverðasti þolraunaakst- ur, sem nokkurn tímann hefur verið ekinn undir eftirliti Al- þjóðlega Bifreiðaklúbbsins FIA og hefir Taunus 12M, með yfir 105 km/t. meðalhraða, slegið öll fyrri heimsmet. Þolraunaakstri þessum er nú lokið og mun bíllinn verða rifinn stykki fyrir stykki og rannsakaður ná- kvæmlega af verkfræðingúm frá B.P. olíufyrirtækinu og For d- verksmiðj ununa. F. 31/8 1909. — D. 17/11 1963 \ Vel er, að fauskar fúnir klofni, felli þeir ei hinn nýja skóg. En hér féll grein af góðum stofni, grisjaði dauði meira en nóg. S. S. ÁSMUNDUR Friðriksson er geng inn til hinztu hvíldar. Mitt í annríki dagsins var hann kall- aður _frá starfi. Áður en kvöld var komið, var honum vísað til hvílu og tjáð, að dagsverkinu væri lokið. Starfsglaður maður leggur ekki niður vinnu sína að nóni. En fyrir’ hann, sem gengur hljóður en hiklaus um heima lífsins, orkar lítið mannsins mátt- ur. Hann birtist okkur í ótal myndum, og þar fáum við sjaldn- ast frest, nema þegar bezt lætur um stundarsakir. Hann vitjar jafnt ungra sem aldraðra. Fyrstu kynni mín af Ásmundi Friðrikssyni voru um 1920. Ég var þá við fuglaveiðar í Bjarnar- ey ásamt fleiri félögum. Þá fékk Ásmundur að vera hjá okkur í 2 vikur og varð hann mér strax einkar hugþekkur. Eftir þetta var hann þarna með okkur nokkur sumur og varð ágætur veiðimað- ur og mátti því segja, að hann kæmist .snemma í snertingu við höfuð-atvinnuvegi Eyjanna, fjalla ferðir, fuglaveiðar og sjósókn. Alla tíð síðan höfum við verið mestu mátar og oft ornað okkur við ánægjulegar minningar frá þeim árum. Ásmundur Friðriksson var fæddur að Löndum í Vestmanna- eyjum 31. ágúst 1909. Hann ólst upp með sínum mætu foreldrum, Elínu Þorsteinsdóttur frá Dyrhól- um í Mýrdal og' föður sínum, Friðriki Svipmundssyni frá Lofts stöðum í sömu sveit, á heimili þeirra, Löndum í Vestmannaeyj- um, ásamt fimm systkinum og tveimur uppeldissystkinum. — Heimilið á Löndum var alla tíð talið með fremstu heimilum hér í Eyjum, að öllum myndarbrag, sem hélt uppi fornum dyggðum svo af bar. Friðrik var einn af mestu fiskimönnum Eyjanna um áraraðir, þrisvar ’ sinnum afla- kóngur, og var formaður hátt í þriðja áratug. f þessu umhverfi ólst Ásmundur upp og byrjaði snemma að fara á sjó með föður sínum. Þegar hann hafði aldur til, fór hann á Gagnfræðaskóla á Akureyri og lauk þar námi. Hinu meira fiskimannaprófi lauk hann við Sjómannaskólann 1933. 1934 giftist hann Elísu Páls- dóttur frá Reykjavík og fluttust þau- litlu síðar til Eyja. Konu sína missti hann 7. nóvember 1945. Þau eignuðust tvö börri, Elínu Hólmfríði, nú búsetta í Svíþjóð og Friðrik skipstjóra hér í Eyjum. Ásmundur giftist öðru sinni eftirlifandi konu sinni, Þór- höllu Friðriksdóttur frá Rauð- hálsi £ Mýrdal og eignuðust þau tvö böm, Ásu og Árna. Harpa Þorvaldsdóttir var stjúpdóttir Ásmundar. Ásmundur Friðriksson byrjaði skipstjórn á m.b. Friðþjófi, bát föður síns, og var með hann. nokkrar vertíðir og fleiri báta síðar. Einnig fór hann nokkur sumur með stærri skip á síld- veiðar. 1939 tók hann við skip- stjórn á m.s. Helga, sem þá var stærsta skip í Eyjum, eigandi Helgi Benediktsson. Ásmundur var með hann um þrjú ár í sigl- ingum og á síldveiðum við góðan MIKIL KOSNINGAÞÁTT- TAKA Lusaka, Norður-Rhodesíu, 20. jan. (AP) Þingkosningar hófust í N- Rhodesíu í dag, og standa við mikilli þátttöku, sérstak- lega meðal blökkumanna. — Einntg er fulvLst talið að Kenneth Kaunda, leiðtogi Þjóðfrelsisflokksins (UNIP) verði fyrsti forsætisráðherra landsins, og að flokur hans fái allt að 69 þingsæti af 65. orðstír. Síðan keypti hann m.b. Sjöstjörnuna frá Akureyri með Tómasi M. Guðjónssyni og var með hana í nokkur ár. 1947 hóf Ásmundur skipstjóm á togara, b.v. Elliðaey frá Vest- mannaeyjum. Síðan tók hann við skipstjórn á b.v. Elliða frá Siglufirði. Síðast var hann með b.v. Keflvíking frá Keflavík og hætti þá skipstjórn eftir um 20 ár. Þá réðist hann útgerðarstjóri til Einars Sigurðssonar um nokk- urra ára skeið. Síðan réðist hann í að stofna eigið útgerðarfyrir- tæki, sem var í Keflavík en þar var hann búsettur síðustu 10 ár- in. Síðan seldi hann þetta fyrir- tæki og nú síðast vann hann hjá Atlantor h.f. Þetta er aðeins stutt æviágrip og er minnst um hann sagt með því og vita það allir, sem til þekkja hér í Eyjum, að á milli þessara ára liggur athafnarík ævi, sem við vinir Ásmundar hefðum óskað að yrði lengri. Af því sem hér hefir sagt verið sézt að Ásmundur hefir átt í cík- um mæli forustuhæfileika og manndóm, stjórnsemi og reglu- semi, sem enga stund vildi láta ónotaða en halda markvisst í höfn starfsheiðursins. Þetta var sú dyggð, sem foreldrar hans, sem voru börn 19 aldarinnar, voru svo auðug af og inhrættu honum í æsku. Og þannig vann hann sér traust annara og sér og sínum efnalegt sjálfstæði. Ásmundur var öll sín sjó- mannsár forsæll í störfum og skil aði ætíð skipi og áhöfn heilu i höfn. Hann var ágætur fiskimað- ur og naut óskipts trausts útgerð- armanna og skipshafnar, sökum einlægrar skapfestu og einstakrar prúðmennsku, sem hann var svo ríkur af, og sem kemur sér ætíð vel, ekki sízt þegar komið er i erlendar hafnir, því það eru stundum einu kynnin, sem út- lendingar hafa af íslendingum og af framkomu þeirra er þjóðin dæmd. Þeir eiginleikar Ásmundar, sem hér hefir verið nokkuð lýst, koma að sjálfsögðu ekki hvað sízt fram á heimili hans, sem . hann dáði svo mjög og var um- hyggjusamur og ástríkur svo af bar og helgaði heimilinu allar tómstundir sínar, er hann hafði lokið dagsverki sínu. Einnig reyndist hann móður sinni, sem nú dvelur í Reykjavík, alltaf sami góði sonurinn. —★— Það er huggun harmi gegn, sagði skáldið góða. Enginn veii fyrr en hann stendur í sporum syrgjandans, hvílík náðargjöf sú trúarvissa er. Það er tóm og harmur í hug« vina og kunningja Ásmundar við hið sviplega fráfall hans og góð- ar minningar varpa birtu yfir samverustundir við góðan dreng; sem í engu mátti vamrri sitt vita og var sannur og heiU í huga og starfi. Friðfinnur Finnsson Oddgeirshólum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.