Morgunblaðið - 22.01.1964, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 22.01.1964, Blaðsíða 6
6 MORGU N BLAÐIÐ Miðvikudagur 22. jan. 19(34 IViaglar í snjódekk auka öryggi l umferðinni Þarna sýna þeir fréttamonnunum negldu snjódekkin, Bjöm Páls- son (t. v.), Seeomatic-séifræðingurinn Lennart Landgren (fyrir miðju) og fulltrúar Fagersta-verksmiðjanna, verkfræðingarnir Lennart Odseil og Wiliielm Kúetschi. A BLAÐAMANNAFUNDI í Þjóð leikhússkjallaranum á mánu- daginn var kynnti Björa Páls- son nýjung þá í umferðarmái- um, sem Secomet kallast, en það eru hjólbarðanaglar sem gefið hafa góða raun þar sem þeir hafa verið reyndir og eru m.a. sagðir gera þeim kleift, sem aka á bílum með negld snjódekk, að hemla á helmingi styttri vega lengd en þeir, sem aðeins hafa venjuleg snjódekk á bílnum. Með Birni voru þama fulltrú- ar Fagersta stálverksmiðjanna, verkfræðingamir Wilhelm Rú- etschi og Lennart Odsell, ásamt Lennart forstjóra Landgren, sem er sérfræðingur í öllu er að Secomatic lýtur. Fjórði mað- urinn er kvikmyndatökumaður og ljósmyndari, Lennart Carlén, sem komið hefur til íslands sextán sinnum og segist eiga eftir að korna enn oftar, hér sé svo margt sikemmtilegt á seyði. Björn Pálsson kynnti blaða- mönnum Svíana, sagði frá Fag- ersta-verksmiðjunum og þessum einstöku nöglum sem svo mikið öryggi væri að, sagði að sér hefði litisit mjög vel á þá strax í upphafi og sýnzt tilvalið, að fá eitthvað af þeim hingað til reynslu, ekki veitti okkur af, með okkar vondu vegi og mörgu umferðarslýs. Sagðist Björn hafa ekið upp í Mosfellssveit þá um morguninn, við mjög slæmar að stæður, og það hefði verið eins og að vera skaflajárnaður þar sem aðrir bílar snerust eins og skopparakiringlur. Tóku þá Svíarnir við, sýndu kvikmynd um Secomatic-aðferð- ina og öryggi það er negld snjó- dekk veita í umferðinni, svöruðu spurningum blaðamanna og sýndu skuggamyndir til frekari skýringar og sýndu svo kvik- myndina einu sinni enn, ef ske Á þessarri mynd sést greinilega lögun og staerð Secomet-nagl- anna. Það skal tekið fram, að dekkið á myndinni er kappakst- ursdekk., og þess vegna svona þétt neglt. kynni að nokkuð hefði farið framhjá nokkrum. Secomatic-aðferðin er einföld og auðlærð og krefst ekki mikils útbúnaðar. Það tekur um 15 mín. að negla í dekk á venjulegum fólksbíl, ef miðað er við 10 nagla á hver 100 kg. þyngdar bílsins sjálfs, eða 100 nagla í hvert dekk á 1000 kg. þungan bíl. (Fyrir stærri og þyngri bif- reiðir þarf fleiri nagla ef sam- bærilegur árangur á að fást, allt að 200 nagla í hvert dekk.). Við ísetninguna er notaður vibrator, sem raðar nöglunum svo þeir rati rétta leið niður slöngu, sem liggur í sjálfa ísetn ingarvélina, sem er lítál og hand þæg. Naglamir slitna ekki fyrr en gúmmíið á hjólbarðanum, sem þeir eru i, og er reiknað með 20.000 km. endingu í Svíþjóð, en Landgren taldi vairlegra að áætla eitthvað skemimri endingu vegna veganna hér. Sviairnir höfðu eitthvað með- ferðis af nöglum til aðstoðar við sýnikennslu á ísetningu þeirra og gerð hefur verið pöntun, sem von er á í vikunni. Ætíunin er, að hjólbarðaverkstæði þa.u sem það vilja geti boðið viðskípta- vinum sínum þessa þjónustu og munu Svíaornir dvelja hér nokkra daga en.n að kenna Se- comatic-aðferðina. Fagersta-verksmiðjurnar eru gamlar í hettunni, svo gamlar „að þegax fyrirtæki eitt í Bandaríkjunum skrifaði og spurði hvenær þær hefðu verið stofnaðar, svöruðum við,“ sagði Odsell, „að Fagersta hefði tekið til starfa áður en Kólumbus fann Ameríku“. Nú vinna hjá Fagersta um 7000 manns, þar af um 4000 í Svíþjóð, en fyrirtæk- ið rekur verksmiðjur m. a. í Mexico, Kanada, Frakklandi og Suður-Afríku og hefur skrif- stofur í fjölda annarra landa. Fagersta byrjaði framleiðslu á Secomet-nöglunum árið 1960 og er nú svo komið að verksmiðj urnar anna ekki eftirspuminni, þó framleiðslan sé komin yfir 100 rríilljónir nagla. Ekki er áhugi á Secomet eingöngu bundinn við norélægar breiddargráður, því m. a. fá P irel! i-h j ól ba rða- vérksmiðjui'nar ítölsku nagla frá Fagersta. Við prófanir sem fram fóru veturinn 1926—63 og sumarið 1963 á vegum sænsku vegamála- stofnunarinnar, reyndust Seco- met-naglarnir svo vel, að stofn- unin samþykkti, að bílar þeir er hefðu Secomet-negld snjó- dekk mættu bera sérstakt rnerki til auðkenningar í umferðinnL En hvað kom til að Björn Framhald á bls. 8. íslenzkt frímerki með Kennedy Velvakanda hefur borizt eftirfarandi bréf: „New York Times“ segir frá því, að póststjórnir margra landa undirbúi nú útgáfu frí- merki með myndum af John F. Kennedy. Þetta gætum við líka gert. Sjaldan eða aldrei hefur fráfall eins manns snort- ið jafnmarga, ekki síður á ís- landi en annars staðar. Mörg þúsund manns rituðu nöfn í minningarbókina í bandaríska sendiráðinu þann stutta tíma, sem hún lá frammi. Það fór vissulega ekki milli mála hver hugur íslendinga var. Flestir mundu fagna útgáfu frímerkis með mynd af Kennedy forseta. Við erum ekki vanir að gefa út frímerki með myndum af er lendum mönnum. Einmitt þess vegna mundum við heiðra minn ingu hins látna forseta eftir- minnilega með því að helga honum frímerki. Ekkert, sem við sendum frá okkur, fer víð ar en frímerkin — og jafnvel eitt frímerki getur flutt boð- skap minnt á merka sögu eða speglað hug þjóðar, þegar það flýgur milli landa og heims- álfa. Póststjórnin ætti að at- huga þetta gaumgæfilega. Sumir eiga bágt Blaðamannafundurinn með prófessor Dungal í útvarpinu í fyrrakvöld var fróðlegur í hæsta máta og geri ég ráð fyrir að margir hafi hlustað og sum ir orðið æði áhyggjufullir. Vandamál reykinganna snert ir nú fleiri einstaklinga í þessu landi en nokkurt annað vanda mál. Þess vegna er eðlilegt, að margir hafi spurt sjálfa sig undir svörum Dungals, hvort þeir væru komnir yfir strikið hvort það þýddi nokkuð að reyna að hætta eftir svo og svo margra ára reykingar. En þessi spuming kom einmitt fram í lokin og gladdi það sjálfsagt marga að heyra, að aldrei væri of seint að hætta. Þegar um er að ræða vanda- mál, sem snertir alla, er það blátt áfram furðulega mikið sambland af heimsku og minni máttarkomplex, sem kemur fram í því hjá einstökum mönn um, er þeir neita að viðurkenna skaðsemi reykinga eftir allt, sem komið er fram, einungis vegna þess að þeir hafa reykt svo og svo lengi — og geta ekki viðurkennt fyrir neinum, að reykingar séu eitthvað, sem skynsamlegra væri að forðast. Ég fór að hugleiða þetta, þeg- ar ég las í einu dagblaðanna í gær viðtöl við nokkra reykinga menn, þar sem þeir voru spurð ir að því hvað nú væri til ráða. Þar var þetta haft eftir einum: „Annars er mitt álit, að það sé alrangt, að hinir lærðu menn sem allt þykjast vita, séu að reyna að hræða fólk með krabbameini". Já, sumir éiga bágt. Hvers getum við vænzt? Ef mikið er af sams konar fólki í landinu er ekki við góðu að búast. Hvorki hvað snertir baráttu gegn sjúkdómum, sókn í menningarlegu tilliti eða á öðrum sviðum. Annars hafði enginn aðspurðra manna hug á að hætta reykingum. En þrátt fyrir að ýmsir reykingamenn geti eða vilji ekki láta allt of mikið á móti sér, þá er það lág markskrafa, sem verður að gera til fullorðins fólks í því- líku hámenningarþjóðfélagi, sem við segjum okkur lifa i, að það leggist á sveif með heil- brigðisyfirvöldum til þess að reyna að forða unglingum frá því að verða nikotínistar — eft ir að sannanirnar liggja á borð inu. Þess er hægt að krefjast af fullorðnu fólki, enda þótt það sjálft hafi ekki kjark eða áhuga á að hætta reykingum. Við ber um ábyrgð gagnvart unga fólk- inu. Er hægt að skella allri skuld inni á fermingardreng, sem byrjaður er að reykja? Hefur hann þetta ekki eftir þeim full orðnu? Og þegar svo fullorðna fólkið getur ekki viðurkennt staðreyndirnar — til hvers á þá að ætlast af börnunum? Til lítils að fara í leik- fimi, ef . . . í þessu sambandi er vert að geta þess, sem fram kom í Mbl. um helgina, er blaðamaður átti tal við nokkur ungmenni um reykingavenjur þeirra. Þar sagði einn unglinganna, að hann hefði ekki lesið um skýrslu bandarísku læknanna í blöðunum, ekki hefði verið minnzt á hana í skólum, hann hefði aðeins heyrt talað um hana. Hve margir skyldu þeir vera, sem aðeins hafa heyrt tal að um þetta — eða alls ekki heyrt neitt? Unglingurinn sagði að miðsvetrarprófin stæðu nú yfir og það getur verið fullgild afsökun. En prófunum lýkur — og þá er það beinlínis hlut- verk og skylda skólanna að að fræða unglingana um skað- semi reykinga. Það er til lítils að vera að halda uppi kennslu — kenna heilsufræði og líkams rækt, skylda börnin til að fara í leikfimi og sund sér til heilsu bótar, ef ekki er reynt að hamla gegn reykingum _barna og ungl inga, reykingum, sem geta orð ið þeim til ævarandi heilsu- tjóns. Hér er um að ræða svo al- varlegt mál fyrir upprennandi kynslóð, að þörf er mjög rót- tækra ráðstafana. Eg hef trú á að góðar fræðslukvikmyndir gætu haft mjög mikil áhrif. Og svo ætti auðvitað að gefa út bækur um reykingahættuna, bækur, sem hæfðu börnum inn an við fermingu. En það duga engar biblíumyndir í þvilíkar bækur. Þar á að sýna áhrif reyk inganna á líffærin — með lit- myndum. Ekkert hrífur betur. Og börnin verða að læra þetta nógu snemma. En það tekur sinn tíma að undirbúa slíkt — og á meðan mætti vel byrja aS vinna að málinu •— t.d. meS því að girða algerlega fyrir að börn og unglingar komist upp með að reykja á salernum skóla eða á umráðasvæði skól- anna. Hvar bezt er að byrja Þannig mætti auðvitað halda áfram að bollaleggja. En þótt rætt sé um ýmsar aðgerðir af hálfu skólanna, þá ættu allir að hafa það hugfast, að það er ekki hægt að ætlast til að skól- arnir lyfti einhverju grettis- taki án utanaðkomandi aðstoð- ar. Og það, sem er í rauninnl mikilvægast af öllu, það eru álirifin, sem unglingarnir verða fyrir heima hjá sér. Læknar staðhæfa, að börn leiðist frek- ar út í reykingar, ef annaS hvort eða bæði foreldri reyki. Við vitum þá hvar bezt er að byrja.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.