Morgunblaðið - 22.01.1964, Síða 20

Morgunblaðið - 22.01.1964, Síða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ .Miðvikudagur 22. jan. 1964 GAVIN HOLT: 37 ÍZKUSÝNING — Hafið þér ekki svona hátt! sagði hún. Allir leigjendurnir fara að stinga höfðunum þt á ganginn. — Ég hef ekkert hátt — það er ekki annað en ímyndun yðar. f»ér aetlið að koma fram við mig eins og götusala, og þá verð ég að láta heyra til mín. Þetta er ekki rétti staðurinn til að taka móti gestum. — Gott og vel, komið þér þá inn fyrir, sagði hún. Þegar ég var kominn frá hurð inni, skellti hún henni. Ég kom inn í setustofu, þar sem allt var til, sem Sally hafði ekki. Það eina, sem skorti, var smekkur. Mér líkuðu ekki hú.sgögnin, né myndirnar — heldur ekki skraut ið eða stúlkan, sem þarna átti heima. Ég var feginn að vera ekki hrifinn af henni, því að það hefði kannski ruglað fyrir mér. Hún var utan við sig og hrædd. Og nú ætlaði hún að fara að verða vingjarnleg við mig. ^ — Fáið yður í glas, sagði hún og gekk að vínskáp. Höfum flutt raftækjaverzlun okkar aí) laugavegi 172 Jfekla Hún var að rembast við að vera róleg, og bíða eftir að mat- arbjallan bjargaði henni. Mér datt i hug leigubíllinn, sem beið alltaf eftir mér, en það gerði ekkert til með hann. Ég var kom inn að ákveðinni niðurstöðu um stúlkuna og ég vissi, að því betra næði sem ég gæfi henni, því betur mundi hún flækja sig. — Við skulum hafa það gin' sagði ég. — Nema þér eigið bjór frammi í kaeliskápnum. Hún kom með gin handa mér, en stóran viskí handa sjálfri sér, sem hún drakk standandi. Þarna voru tveir klunnalegir armstól- ar og hún benti mér á annan. Þarna var líka tilsvarandi legu- bekkur og hún settist á hann. Eins og hún hafði lagað á sér andlitið, var hún lagleg, og vand ræðasvipurinn í aúgunum fór henni vel. Ég drakk haegt úr glasinu, og hún horfði á mig og mældi mig með sinni aðferð. Hún var nú orðin rólegri og hugsaði nú út næsta leik, og það var alveg eins og ég vildi hafa það. Ég vildi garna, að hún yrði fyrri til atlögu. Það tók heila mínútu, en svo kom það. — Einhver hefur verið að segja yður hinar og þessar lygar um mig, sagði hún, — og ég kæri mig ekki um, að þær breið- ist út. Eins og nú stendur á, kæri ég mig ekki um að komast á kant við lögregluna. — Nei, það datí mér einmitt í hug, sagði ég. — Það var þess- vegna, að ég vildi verða á undan henni. Þegar lík er í húsinu, hættir henni iil að draga ein- kennilegar ályktanir. — Það er nú einmitt það, sem mér datt í hug, sagði hún. — Auðvitað get ég sannað, að ég hafi verið í leikhúsinu, en það mundi blanda öðrum aðila í málið, sem ég ekki blanda í það. — Svona er lífið, sagði ég. — Það blandast alltaf einhver í öll þessi _mál. — Ég vinn mér ekki inn mikið fé, sagði hún. Sama hér, sagði ég. — Allt sí- hækkandi, og þá er erfitt að láta endana ná saman. — Það er engin ástæða til neinnar gamansemi! hvæsti hún að mér. — Mér er ekkert gaman í huga, sagði ég. — Alls ekkert. En ég er að missa þolinmæðina og þá fæ ég alltaf krampa í mag- ann. Hún víxlaði fæturna en rétti svo úr þeim aftur og hallaði sér fram. — Þegar manni eru sagðar margar lygar, er bezta ráðið að reyna að gleyma þeim. — Aðalgallinn á mér er minn- ið mitt, kvartaði ég. — Alla ævina hefur _það fylgt mér eins og draugur. Ég hef minni á við heilan hóp af sirkusfiluim. Hún hló, en það var engin gamansemi í augnaráðinu. Hún hallaði sér aftur á bak og víxl- aði fæturna aftur. Ég fór að hugsa’ um, hvort hún mundi selja mér tvenna nælonsokka, ef hún væri í því skapi. Hún notaði ein- mitt stærðina, sem ég þurfti áð fá. — Eina ráðið til að ráða yið fíla, er að gefa þeim bollur að éta, sagði hún. — Það er allt í lagi, ef maður getur náð í nokkrar bollur, sagði ég. — Ég gæti útvegað fáeinar. Hvað mikið gagn væri til dæmis í svo sem fyrir tuttugu pund? — Það mundi nú hrökkva skammt. — Jæja, andvarpaði hún. — Hvað viljið þér £á mikið. Ég gæti hækkað þetta eitthvað, ef þér viljið vera sanngjarn. Fæturnir á henni voru langir og vel lagaðir og hnén góð, en ég var farinn að verða þreyttur á þeim. Ég gekk yfir að legu- bekknum og hlammaði mér niður við hliðina á henni. — Ég er eitthvað ekkert sann- gjarn í kvöld, Josie, sagði ég. — Og e£ ég gizkaði á eins og þér, mundi ég heldur hætta öll- um ágizkunum. Þér eruð klók stúlka, og gætuð hengt sjálfa yður með tveggja þumlunga spotta. — Hvað viljið þér fá mikið? æpti hún. — Ég er að spyrja, hvað þetta eigi að kosta! — Ekki túskilding frá yður, elskan, sagði ég. — Ég er að vinna fyrir hana frú Thelby. — Hún er dauð, og ekkert upp úr henni að hafa. — Víst er hún dauð, en hún borgaði fyrirfram og á enn inni vinnu hjá mér. Ég vil vinna fyrir mínu kaupi, og tek aldrei við peningum fyrir ekki neitt. — Gott og vel, sagði hún. — Kallið þér bara á lögregluna! Komið þér bara með hana hing- að. Það er sími á borðinu þarna. Komið þér bara með hana hing- að og þá skal ég segja henni, hvernig þér hafið reynt að kúga af mér fé. Þér getið ekkert sannað á mig, einfaldlega vegna þess, að það er ekkert til að sanna. Ekki tangur né tötur! — Var það þessvegna, sem þér buðuð mér tuttugu pund til að tapa minninu? — Farið þér til fjandans. Hún þaut upp af legubekknum. — Ég skal ganga frá yður. Ég skal kalla á lögregluna. Ég greip um úlnliðinn á henni og dró hana niður aftur. Svo færði ég takið á öxlina á henni og sneri henni, svo að hún vissi beint að mér. — Nú skuluð þér vera róleg og hlusta á mig, hvæsti ég. — Það, sem ég hef í höndunum, er fyrstu handar upplýsingar, og þér getið ekki gabbað mig leng- ur. Ég var hjá Clibaud í nótt sem leið. Ég var í salnum, þegar þér komuð inn gegn um dyrnar hennar Linu, eða kannski var ég í einhverju hinna herbergjanna. En ég kom nógu snemma inn i skrifstofuna til að sjá yður leita í skrifborðinu. — Sáuð þér mig? Spurningin var dottin út. úr henni, eins og ósjálfrátt. Hún talaði lágt — þetta var ekki annað en ótta- slegið hvísl, en það var nógu hátt til ,þess að ég heyrði það. En nú var ofseint fyrir hana að bíta úr sér tunguna. Það voru engin mótmæli í röddinni leng- JÚMBÓ og SPORI — >f— ■—-)< — — Teiknari: J. MORA Spori stóð upp og gekk að glugg- anum og horfði út .... en allt í einu sá hann nokkuð, sem fékk hann til að gleyma öllu svefnleysi ..... vai hann að dreyma? .... var þetta martröð? Hann stökk í ofboði að Jumbo og bnsti hann rækilega. „Jumbo, vakn- aðu. Komdu og sjáðu! Það er eitt- rvað ofboðslegt á seyði ....“ „Æ, svona nú,“ muldraði Jumbo, „yðtir hlýtur að hafa verið að dreyma, Spori.“ „Dreyma, ójá,“ sagðí Spori. „Lítið þér bara snöggvast niöur á jörðina“ Júmbó kom að gluggnnum og leit n:ður. „Þetta er aiveg-hræðilegt“, stundi hann, „þetta hlýtur að vera runnið undan rífjum galdramanns- íns ....“ KALLI KÚREKI -pf— Teiknari; FRED HARMAN AIM’T YOU GOTA CAMTEEM? THIS OLLA'S MADE O’CtAY/ IPIDSOPIT, ITBEEAKS^ J7-----------— M0 SOT CAMTEEWf i QOT TWOOLLAf YDUTAKEONE, M£ KEEPONE/ OKAY/ MOW X'LL TAKE THAT BUUEO, TH’QUIETOMEf OH M0/ YOU TAKE OTHEE OMEf HEB TOU&H/ HER ^ TAKE YOU ACROSS PESERT EASY/ Allt í lagi, vinur. Þú lætur mig fá tíu dali og tekur asnann og eina krús af vatni í staðinn. Meira get ég ekki misst. Bættu við dálitlu þurrkuðu kjöti cg soðum baunum og þá slæ ég tiL 2. Áttu ekki brúsa? Krúsin er úr leir. Ef ég missi hana niður brotnar liún .... og þá er úti um mig. Ég á engan brúsa. Bara tvær krús- ir. Taktu aðra en ég held hinni eftir. 3. Allt í lagi. Ég tek þá asnann, þenna stilltarL Nei, þú tekur hinn asnann. Það er þolin skepna. Hún skilar þér auð- veldlega yfir eyðimörkina. ur. 3|tltvarpiö Miðvikudagjur 22. janúar 7.00 Morgunútvarp (Veðurfregnir —• Tónleikar — 7 3C Fréttir — Tón- leikar — Morgunleikfimí — 8.00 .r Bæn — Veðurfregnir — Tón« leikar — 8.30 Fréttir — Tónleikar — 9.00 Úrdráttur úr forustu- greinum dagblaðanna — 9.10 Veðurfregnir — 9.20 Tónleikar — 10.00 Fréttir) 12.00 Hádegisútvarp (Tónleikar — 12.25 Fréttir og tilkynningar). 13.00 „Við vinnuna“: Tónleikar. 14.40 „Við, sem heima sitjum": Ása jJónsdóttir les söguna „Leyndar- málið“ eftir Stefan Zweig (3). 15.00 Síðdegisútvarp (Fréttir og tilk. —Tónleikar — 16.00 Veðurfregnir — Tónleikar — 17.00 Fréttir Tónleikar). 17.40 Framburðarkennsla í dönsku og ensku. 18.00 Útvarpssaga barnanna: .Skemmti legir skóladagar“ eftir Kára Tryggvason; H. (Þorsteinn Ö. Stephensen). 18.20 Veðurfregnir. 18.30 Þingfréttir. — Tónleikar 18%50 Tilkynningar. 19.30 Fréttir. 20.00 Varnaðarorð: Haraldur Árnason ráðunautur talar um varúðar- ráðstafanir í meðferð búvéla. 20.05 Létt lög: Alfred Hause og hljóm- sveit hans leika. 20.20 Kvöldvaka: a) Lestur fornrita: Gunnlaugs saga ornjstungu; III. (Helgi Hjörvar). b) íslenzk tónlist: Lög eftir Hall- , grím Helgason. c) Oscar Clausen flytur annað erindi sitt um harða biskup- inn í Skálholti. d) Séra Gísli Brynjólfsson flytur írásöguþátt: Síðasta dagleið eéra Páls. e) Sigurbjörn Stefánsson flytur vísnaþátt. 21.45 íslenzkt mál (Dr. Jakob Ben- ediktsson). 22.00 Fréttir og veðurfregnir 22.10 Lög unga fólksins (Bergur Guðna son). 23.00 Bridgeþáttur (Hallur Simonaf- son). 1 23.25 Dagskrárlok.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.