Morgunblaðið - 25.01.1964, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 25.01.1964, Blaðsíða 2
% 8 MORCUNBl AfílÐ r Laugardagur 25. jan. 1964 r ¥ Kosnjngar í Þrófti í dag Listi lyðræðissinna er B.-listinn STJÓRNARKOSNING fer fram í Vörubílstjórafélaginu Þrótti nú um heígina. Kosið er í húsi félagsins við Rauðarárstíg og hefst kosn- ing í dag kl. 1 e. h. og stendur til kl. 9 síðd. Á morgun (sunnudag) heldur kosningin áfram á sama stað og tíma og lýkur kl. 9 síðdegis á sunnudagskvöld. Tveir listar eru í kjöri, B-listi, sem borinn er fram og studdur af lýðræðissinnum, og A-listi komm únista. B-listinn er þannig skipaður: Sigurður Sigurjónsson, form., Erlingur Gíslason, varaformaður, Pétur Hannesson, ritari, Pétur Guðfinnsson, gjaldkeri, og með- Friðrik og Cligoric og Ingi R. og JoKannessen stjórnandi Ásmundur Guðmunds- son. Varastjórn: Lárus Bjarnason og Stefán Hannesson. Trúnaðarmannaráð: Andrés Kr. Hansson, Helgi Kristjánsson, Friðrik Pálsson og Bjarni Jó- hannsson. Til vara: Valdemar Stefánsson, Gunnar Ólafsson, Hans Þorsteins- son og Marinó Pétursson. Þróttarfélagar! Vinnið ötullega að sigri B-listans og tryggið glæsi legan sigur hans. Munið x B-listinn. Sjálf- eigast við í dag SKÁKMÓT Reykjavíkur er nú hálfnað, sjö umferðum lokið af 14. Staðan á mótinu er sem hér segir: 1. Mikael Tal V. 6 14 Friðrik Ólafsson 614 3 Svetozar Gligoric .... 6 4. Svein Johannesen .... 414 5. Ingi R. Jóhannsson .. 4 6. Guðmundur Pálmason 3 Nona Caprindashvili .. 3 Robert G. Wade 3 9. Ingvar Ásmunsson .... 2% Magnús Sólmundarson 214 Trausti Björnsson .... 214 13. Arinbjörn Guðmundsson 2 13. Freysteinn Þorbergsson 114 Jón Kristinsson 114 Áttunda umferð verður tefld í dag og hefst kl. 1 e.h. í Lido. Þá eigast þeir við Friðrik og Gligoric, Ingi R. og Johannessen, Nona og Jón, Ingvar og Magnús, Trausti og Tal, Freysteinn og Wade og Arinbjöm og Guð- mundur. boðaliða vantar til starfa í verkalýðö- kosningum yfir helgina. Hafið samband við kosninga- skrifstofu í Skátaheimilinu við Hrin^braut frá hádegi í dag og allan daginn á morgun. Simar: 21410 og 21451. HEIMDALLUR FUS Surtsey gengur í GÆR á'tti Mbl. samtal við dr. Sigurð Þórarinsson, jarðfræðing og spurðist fyrir um hvað valdið B-listinn í Dagsbrún Kosningaskrifstofa B-listans í Dagsbrún er í Skátaheimilinu við Snorrabraut. Simar skrifstofunnar eru " 21451 og 21452 Skrifstofan er opin, meðan á kosningu stendur. Stuðnings- menn B-listans eru hvattir til að koma á skrifstofuna og aðstoða við kosninguna. gæti flugufregn þeirri, sem blað- inu barst i fyrradag um að nýtt gos væri upp komið sunnar og vestar en Surtseyjargos. Blaðið hafði mikinn undirbúning að því að kanna gos þetta, en í ljós kom að ekki reyndist þar um neitt nýtt gos að ræða. Dr. • Sigurður gaf Þá skýringu að verið gæti að hér væri um samskonar fyrirbæri að ræða eins og meðfyigjandi mynd sýn- ir, en hún er tekin við Surtsey hinn 30. nóv. sl. laust fyrir há- degið. Þá skeði það að Surtsey jjaus snögglega miklu gosi en hætti svo og liðu nokkrar mínút- ur þar til nsesta hrina kom. Á meðan fluttist mökkurinn und- an vindinum og eins og myndin saman sýnir virðist strókurinn koma upp úr sjónum talsvert norðan eyjarinnar. I fyrradag fiaug Landhelgis- gæzlan yfir Surtsey og var dr. Sigurður þá með vélinni. Sagði hann fremur iitið gos í eyjunni og að brotnað hefði af henni síðustu daga- Er þeir flugu yfir hana á' 6. tímanum um kvöldið var taisverð glóð í gígnum sem sást vel í myrkrinu. Gengu hraunslettur upp í gíginn innan- verðan enda hefir hann sýnilega þrengzt. Eyjan er samkvæmt mælingu í fyrradag 133 m. há og 863 m. á lengd, en hinn 15 jan var hún 160 m. á hæð og um 1000 m. á lengd. Sjórinn hefir því unnið á henm frá þeim tíma. Þjóviljaritstjóri ráð inn til Dagsbrúnar í DAGSBRÚN er allt félagslíf í kaldakoli og hefur svo ver- ið, síðan kommúnistar náðu þar völdum. Þrátt fyrir mik- inn mannafla á skrifstofum fé- lagsins, öriar aldrei á vilja eða getu af þeirra hálfu til að sinna félagsstarfsemi af einu eða öðru tagi, svo ekki sé tal- að um fræðslustarfsemi eða aðra þjónustu við félagsmenn. Eitt af því, sem skrifstofu- menn félagsins þóttust ætla að gera, var að sjá um útgáfu fé- lagsblaðsins, Dagsbrúnar. Að sjálfsögðu hefur sú starfsemi verið með sama hætti og ann- að, enda er nú svo komið, að þeir hafa endanlega gefizt upp á að sjá um blað félags- ins. Uppgjöf Dagsbrúnarstjórn- arinnar kemur fram í yfirlýs- ingu í félagsblaði, sem sent var út núna fyrir kosningarn- ar. Þar segir stjórn Dagsbrún- ar, að hún hafi „fengið sér til aðstoðar HÆFAN MANN“ til að sjá um útgáfu á blaði félagsins. í yfirlýsingu stjórn- arinnar er ennfremur viður- kennt berum orðum, að ólest- ur hafi verið á útkomu blaðs- ins. Segir þar m.a.: „til dæmis kom ekkert blað út á síðast- liðnu ári, nema kauptaxtinn.“ Það er óvenju langt gengið, þegar stjórn Dagsbrúnar sér sig tilneydda að birta í eigin nafni slíka yfirlýsingu. Hinn „hæfi maður", sem nú er kominn á laun hjá verka- mönnum, til að vinna verk starfsmanna félags þeirra, er ekki valinn af lakari endan- um. Til verksins er fenginn ritstjóri Þjóðviljans, fyrrver- andi, og slá kommúnistar hér tvær flugur í einu höggi. Lip- ur áróðursmaður á að vinna verk Eðvarðs og félaga, um leið og létt er á fóðrunum hjá Þjóðviljanum á kostnað verkamanna. Óþarfi er að taka fram, að í fyrsta blaði Þjóðviljarit- stjórans, sem kostað er úr sjóði Dagsbrúnarmanna, er rekinn einhliða áróður fyrir framboðslista kommúnista í kosningunum nú um helgina. Stolið veið- arfærum . Keflavík, 24. jan. . ÞJÓFNAÐUR var framinn milli 17. og 20. jan. s.l. í geymsluskúr upp með gamla flugvallarvegin- um. Þaðan var sbolið 25 rúllum af sísalteinatói og mun verðgildi þess um 30 þús. kr. Ekki hefur enn tekist að hafa bendur í hári þjófanna. Varð fyrir bíl og fótbrotnaði í GÆRDAG varð það slys á Suðurlandsbraut n.óts við Múla að 19 ára gamall piltur, Guð- mundur Magni Gunnarsson, Suð urlandsbraut 86, varð fyrir bíl og slasaðist. Guðmundur var fluttur í slysavarðstofuna, og þaðan í sjúkrahús. Mun hann hafa fót- brotnað. » Afíi línubátanna AKRANESI, 24. jan. — Afli.línu bátanna hér í gær varð alls 80 tonn. 15 bátar voru á sjó. Afla- hæstur var Sigurður með 8,8 tonn þá Sigurvon 7,5, Anna 7,3 og minnst 3 ■ tonn. Fiskurinn er flakaður og hraðfrystur. Bátarnir munu róa óvenju- lega snemma í kvöld, því að árs hátíð skipstjóra, stýrimanna og vélstjóra verður annað kvöld. — Oddur. Mikil slldveiöi í Meösl- landsbugt í gær og nótt f FYRRINÓTT var síldveiðin með minna móti, enda lélegt næði. Þeir bátar sem bunir voru að kasta fyrir kvoldmat í fyrra- kvöld, náðu dágóðri veiði, en um kl. 20,30 byrjaði að bræla all- verulega og um miðnætti í fyrri nótt var kominn strekkings vind ur, vestan 6 og kvika, og því ekkert næði lengur. Veiðin sam anlagt var á 10. þús. tunnur og var síldin mjög misjöfn að gæð- um úr bátunum t.d. 1300 tunnur úr Hrafni Sveinbjarnarsyni III. og 1000 tunur úr Engey fóru mestmegnis í frystingu, enda um stóra millisíld að ræða. Hjá öðr- um bátum var síldin svo smá að ógemingur var að taka nokkuð til vinnslu úr þeim. Mikill fjöldi báta urðu fyrir minni og meiri háttar nótaskaða, rifu illa, sprengdu svo að þeir komust vart út þennan sólarhring. í gærkvöldi voru allir bátar, sem á miðunum voru, kom'nir í síld og voru farnir að vinna fyr- ir kvöldimat. Veður var þó all- gott á síldarsvæðinu, sem er i Meðallandsbugt á svipuðum slóð- um og verið hefur. Kl. 11 1 gær- kvöldi voru margir bátar búnir að fá slatta og nokkrir dágóða veiði, suimir á leið til haifnar. Þar af höfðu nokkrir bátar tilikynnt 700—1200 tunnur. Ef um mikla veiði hefur verið að ræða í nótt sem leið eins og útlit var fyrir í gærkvöldi e>r vart búist við að hægt verði að taka á móti síld í Vestmanna- eyjum nema af heimabátum, þar sem allt þróarrými er senn á þrotum. Sjólistæðisiólk! Varðarkaffið í Valhöll verður ekki i dag

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.