Morgunblaðið - 25.01.1964, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 25.01.1964, Blaðsíða 6
MORCU N BLAÐIÐ i Laugardagur 25. jan. 1964 6 Iðja braut ísinn í verkfallinu og fék frumkvæðið í launa- baráltunni í sínar hendur Rætt við Runólf Pétursson í Isaga 3VIORGUNBLAÐIÐ birtir hér viðtal úr Iðjublaðinu, senr. kom út nú í vikunni. Við hittum Runólf Pétursson, vélgæzlumann í verksmiðjunni ísaga, ag máli í síðustu viku og spurðum hann nokkurra spurninga um verkfallið í des- emiber. Runólfur er frambjóð- andi í varastjórn á B-listanvjm. — Var verkfallsvarzlan nógu vel skipulögð hjá ykkur, þegar þes.s er gætt, að þetta var fyrsta verkfall, sem Iðja hefur gert, síðan núverandi stjórn félagsins tók við af kommúnistum? — Ekki bar á öðru en skipu- lagningin væri í fú'llkomnu lagi. Við höfðum aðsetur í skrifstofu Iðju og vorum þar með þrískipt- a^ vaktir. Þetta gekk allt slysa- laust, og ekkert kom fyrir, sem í frásögur er færandi. — Var hvergi reynt að vinna í blóra við verkfallið? — Jú, á einstaka stað þurftum við að fjarlægja fólk, allt upp í 10-12 menn á vinnustað. Þetta var aðallega fólk, sem ekki er i Iðju.og taldi sig hafa löglegan rétt á að vinna. En fólkið tók vel í að fara af vinnustað, oe hvergi kom til þess, að við þyrftum að beita valdi. Góð samvinna við Darsbrún, sem hafði minni mannafla. — Höfðuð þið samstarf við önnur verkalýðsfélög í verkfall- inu? — Já, við höfðum mikla sam- vinnu við Dagsbrún, t.d. um gæzlu við verksmiðjur. Dagsbrún hafði minni mánnafla á að skipa en Iðja, og er þetta þó í fyrsta skipti, sem núverandi stjórn Iðju hefur orðið að leggja út í verkfall. Góður félagsandi — en póiitíkin hljóp í spilið. — Hvernig var félagsandinn innan Jðj;u í samibandi við fram- kvæmd verkfallsins? — Hann var mjög góður. Vel var mætt á va'ktir, og enginn ríg ur fannst milli manna að neinu leyti, þótt þeir hefðu verið and- stæðingar innan félagsins. Vegna þess þess hve gott samstarf og mrkill einhugur var meðal félags manna í verkfallinu, fannst stjórninni rétt að nota tækifærið til þess að sætta hin stríðandi öffl í félaginu. Því var minnihlut anum boðið samstarf um upp- stillingu til trúnaðarmannaráðs. Pélagsmenn vildu þetta eindreg- ið sjálfir, og voru samningar milli meirihluta- og minnihiluta- manna komnir á góðan reksipöl. >á vildi ógæfan til: pólitíkin kom í spilið, og stjórnmálafflokk arnir gripu í taumana. Kommún- istum og Framsóknarmönnum innan Iðju var bannað að taka þátt í samvinnu við annað Iðju- fól'k, og þar með var reynt að spilla heilbrigðu félagslífi, sem allt Iðjufólk gæti heilshugar tek- ið þátt í. Ég tel það mjög miður farið, að menn fylgi flokksskrif- stofunuim svona í blindni og láti hagsmuni félagsins sitja á hak- SÍS ýtir úr vör — áhugalitlir Framsóknar-frambjóðendur. — Hvað segir þú um framboð A-listans og C-listans? •—.Frambjóðend'Ur á C-listan- um hafa litinn sem engan þátt tekið í félagslífinu. Því miður er þetta fólk, sem engan áhuga hef- ur sýnt á félagsmálum Iðju til þessa. Þetta er hreint Framsófcn- arframboð. SÍS gerir fólkið út og ýtir úr vör. Formannsefni list ans, Hannes Jónsson, hefur lítil afskipti baft af félagsmálum, ef nokikur. Hann býr fyrir utan bæ- inn, uppi í Mosfellssveit, og e.t.v. er það ástæðan fyrir áhugaleysi hans. - Halda kommúnistar, að Iðjufólk sé gleymið? — En hvað um kommúpistana á A-listanum? — Sá listi er borinn fram af Bimi Bjarnasyni, og ætti þá að vera óþarfi að hafa fleiri orð um hann. Björn hefur reynt það seinni árin að fela sig á bak við yngri menn, en er sjálfur á bak við tjöldin og stjórnar sínum mönnum eftir gömlum Stalín- ista-aðferðum. Efsti maður A- listans og formannsefni komm- únista er Gísli Svanbergsson. Gísli þessi kom ekki nálægt verfc falilinu á nokkurn hátt. Iðjufólk þekkir þessa A-listamenn, sem lánuðu sér meirihluta félags- sjóða, þegar þeir höfðu völd í féiaginu. Þeir tóku þúsundir króna af fé Iðju og lögðu í húsa- kaup kommúnista á Tjarnargötu 20. Þetta fé tapaðist algerlega. Þegar þeir misstu völdin í Iðju, eyðilögðu þeir nær allt skjala- safn félagsins og stungu af með allar spjaldskrár þess. Og svo ætlast þetta fólk til þess, að Iðju fólk kjósi það í næstu kosning- um! Sjúkrasjóðurinn. — Hvernig finnst þér núver- andi stjórn hafa staðið sig? — Eins og stjórn í verkalýðs- félagi á að standa sig. Ég fer ekki að rekja hér einstök mál, því að af of mörgu er að taka, en þó get ég ekki stillt mig um að minnast á sjúkrasjóðinn, sem núverandi stjórn stofnaði. Iðja má vera stolt af því að vera fyrsta félagið, sem gerði slí'kan sjóð virkann. Til dæmis má nefna, að í desemher siðastliðn- um var 120 þúsund krónum út_ hlutað úr honum til félagsmanna. Sagan af samningunum og þáttur Eðvarðs í Dagsbrún. — Þú varst í samninganefnd Iðju. Hvað viltu segja um samn- ingana? — Við getum verið mjög ánægð með þá og það frumkvæði sem Iðja hafði í þekn efnum. Svo að ég reki lausn málsins í stiuttu máli, þá kom hún þannig til: Sunnudaginn 15. des. bauð sam- starfsnefnd verkalýðsfélaganna abvinnurekendium að lækka kröf- ur sínar niður í 29% (upphaflega krafan var 42%), en atvinnurek- endur höfnuðu því boði alger- lega. Formaður Iðju, Guðjón Sig urðsson, stakk þá upp á því, að boðin væou 25%, svo að ekki Flokksskrifstofur Framsóknar og kommúnista eyðilögðu einhug- inn, sem myndaðist í verkfallinu, segir Runólfur Pétursson í ísaga sen:. sést hér við vinnu sína. slitnaði upp úr viðræðum og við ræðugrundvölliw héldist. Það töldu kommúnistar í samstarfs- nefndinni útilokað. Sagði Guð- jón þá, að Iðja mundi hefja samn ingaviðræður beint við sína við- semjendur. Þær viðræður hófust kl. 10 um morgunin mánudaginn 16. des. og stóðu óslitið fram til kl. 4 á þriðjudagsmorgun 17. des. Þá kröfðumst við 16% hækkun- ar, en vinnuveitenduir stóðu fast- ir í 12%. Þegar fundurinn hófst að nýju kl. 10 um morguninn, fréttum við, að Eðvarð Sigurðs- son, formaður Dagsbrúnar, hefði lækkað sig niður í 15%. Við Frh. á bls. 11 Talar um framtíðina Enn er flugvallarmálið á dagskrá. Nú síðast lét Pétur flugvallarstjóri á Keflavíkur- flugvelli hafa það eftir sér, að flutningurinn frá Reykjavík yfir á Keflavíkurvöll yrði sjáll krafa og heimska væri að ætla að byggja annan flugvöll fyrir Reykjavík. Einn lesanda Mbl., hefur orðið fyrir sýnilegum á- hriíum og séð langt fram í tím ann. Hann sendir teikningar með bréfinu og fylgja þær hér: „í einu tölublaði Morgun- blaðsins frá því í janúar ánð 2000 er birt viðtal við Vestur- íslendinginn Árna Bjarnason, sem fluttist vestur um haf árið 1964 og heimsóttí nú fomar slóðir í fyrsta skipti eftir 36 ára fjarvem. Árni kemst meðal annars þannig að orði í viðtalinu: „Það er nú meiri breytingin sem orð ið hefur á Reykjavík síðan ég fór þaðan. Gamli flugvöllur- inn orðinn að stórum og mynd arlegum borgarhluta, þar sem Alþingishúsið nýja, stór og glæsileg bygging, er staðsett andspænis Háskólanum og stórt og fallegt torg og garður á milli. Fyrsta einsporahrautin var byggð í Wuppertal í Þýzka- landi 1901. Og svifbrautin á milli Kefla víkur og Reykjavíkur er hrein asta afbragð. Að hugsa sér: Brottför frá afgreiðslunni á Keflavíkurflugvelli klukkan tíu mínútur yfir 9 og komið á mínútunni hálf tíu að endastöð- inni við Umferðarmiðstöðina í Reykjavík. 150 km hraði og skeikar ekki mínútu frá áætl- un. Hálka á veginum, eða stór- hríð eins og var þegar ég kom í gærmorgun, skipta alls engu máli. Hinir myndarlegu strengjasteypubogar sem bera loftsporið uppi setja mikinn svip á landslagið og mér finnst þeinlínis prýði að brautinni át þeseu hrjóstrugá landi sem Reykjanesið er. Það er mjög skynsamlegt að leggja heldur fé -í þetta mann- ‘virki heldur en að fara að byggja nýjan flugvöll skammt frá gamla Reykjavíkurflugvell inum, þegar leggja þurfti hann niður. Svifbrautin kostaði ekki helming þess, sem nýr flug- völlur kostaði, skilst mér, og með henni er fljótfarnara firá Reykjavík til Keflavíkur held- ur en oft á tíðum hefði orðið með bíl út á flugvöll á Álfta- nesi eða suður í hrauni í þess- ari geypilegu umferð sem orð in er hér á öllum vegum. Með sVifbrautinni má segja að hinn mikli og góði Keflavík urfiugvöllur hafi verið ffluttur f Japan og víða í Bandaríkjun- eru einsporabrautir notaðar. — Teikningin sýnir eina banda- ríska gerð 1964, en þær eru margar. að bæjardyrum höfuðborgar- innar . . , J. H Gleymir flugvélinni Ef til vill er svifbrautin eirt- mitt það, sem við þyrftum hér, En bréfritari minnist ekki á eitt samgöngutækið, sem ég er viss um að gegna muni stóru hlutverki í flutningum á milli Reykjavíkur og Keflavíkur ár- ið 2000. Það eru flugvélarnar, þær, sem lenda og hefja sig lóð rétt til flugs. Þróunin í fluginu hefur ekki verið svo lítil síð- ustu 20 árin. Hún ætti því að verða meiri næstu 35 árin, ef mannskepnan eyðileggur ekki allt með eldi einn góðan veður- dag.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.