Morgunblaðið - 25.01.1964, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 25.01.1964, Blaðsíða 16
16 Laugardagur 25. jan. 4-984. MORGUNBLADID Hopmynd ur sal. Árshátíð Sjálfstæðis- manna í Borgarnesi ÁRSHÁTÍÐ Sjálfsstæðisfélaganna í Mýra- og Borgarfjarðarsýslu fór fram í Hótel Borgarnesi í Borgarnesi sl. Iaugardagskvöld og hófst með borðhaldi kl. 8. Guðmundur Jónsson, skólastjóri, Hvanneyri, Þorbjörn Ólafsson, Borgarnesi, og konur þeirra. Þátttaka í hátíðinni var mikil og varð að láta borðhald fara fram í veitingasal á annarri hæð hótelsins, þar sem eigi var rúm fyrir alla gestina í veitingasaln- um á fyrstu hæð. Á dagskrá hátíðahaldsins var .ávarp Ásgeirs Péturssonar, sem istjórnaði hátíðinni. Síðan flutti Bjarni Benediktsson, forsætisráð- herra, ræðu. Þá lék Rögnvaldur Sigurjónsson píanóleikari á hljóð færi. Að lokum fór Jón Gunn- laugsson með gamanþátt. Að lok- um var dansað. Hljómsveit úr Borgarnesi lék fyrir dansinum. Skemmtun þessi þótti takast með ágætum og fara vel fram í alla staðL Á myndinni sjást m. a. Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, Sigurður Ágústsson, alþingismaður, Ásgeir Pétursson, sýslu- maður, og konur þeirra. — Utan úr heimi Framh. aí bls. 12 1962 metár í fiskveiðum í „Yearbook of Fishery Statistics“, sem út kom 23. des. sl. hjá FAO (Matvæla- og landbúnaðarstofnun SÞ) segir að aldrei hafi veiðzt eins mik- ið af fiski og árið 1962, en þá veiddust samtals 44.720.000 smálestir af fiski. Var hér um að ræða hækkun frá 1961 sem nam 7 a fhundraði. Eins og áður var mesta fiskveiðiþjóð heims árið 1962 Japan með afla sem nam 6.863.700 lest- um. Næst kom Perú með 6.830.000 smálestir, þá Kín- verska alþýðulýðveldíð með ca. 5.000.000 smálestir. Þar næst komu Sovétríkin og Bandaríkin, en Noregur var í sjötta sæti með 1.338.000 smá- lestir, Danmörk og Færeyjar í 13. sæti með 928.400 smálest- ir, ísland í 14. sæti með 832.600 smálestir, Svíþjóð í 27. sæti með 290.900 smálestir og Finnland í 50. sæti með 64.700 *#málestir. Húsnæðisskorturinn æ tilfinnanlegri Húsnæðisskortur er ekkert einkenni háþróaðra landa. — Vandamálið er a.m.k. eins að- kallandi I þróunarlöndunum, ef ekki mun verra viðureign- ar. Af skýrslu sem Sameinuðu þjóðirnar hafa nýskeð birt um þessi mál, má sjá að til þess að vinna 1 á vandamálinu væri n ulegt að reisa 24 milljó -yrra íþúða árlega í Afi-i u, Asíu og Latnesku A. .uiku frá árinu 1965, og Kennsla Lærið ensku 1 mettima i hutu pægiíega tioteli okkar við .javarsíöuna naiægt Oover. I’a- neonar öekkjadeildrr. B’imm tiukkuatundir a dag. Engin ald- rrstakmörk. Stjórnaö al Kennur- um ménntuðum 1 Oxíord. Sérstök námskeiö fyrir Chambridge Certi- iic'srtes’. - England. The ..Regency, Ram3gate. kringum 26 milljónir árlega frá árinu 1975. Þetta jafngildir því að árlega væru reistar 10 nýjar íbúðir á hverja 1000 íbúa þessara landa. Eins og stendur er hlutfallstalan 2 á móti 1000, og fer ástandið sí- versnandi, Skýrslan verður tekin til umræðu á annarri ráðstefnu hinnar nýju nefndar Sameín- uðu þjóðanna um húsnæðis- og byggingamál, sem haldin verður í New York á tímabil- inu 22. jan. til 4. febr. Fólksfjölgunin er örari í þró unarlöndunum en þeim lönd- um sem þróuð eru. Milli 1950 og 1960 nam fjölgunin í Af- ríku 2,2 af hundraði, íAsíu 1,9 af hundraði og í Rómönsku Ameríku 2,3 af hundraði, en í Evrópu nam hún einungis 0,8 af hundraði. Af þessari ástæðu éinni er brýn þörf á víðtæk- um byggingaframkvæmdum hið bráðasta. Auk þess gerir flóttinn í þéttbýlið ekki síður vart við sig í þróunarlöndun- um en annars staðar. Sam- kvæmt síðustu fáanlegum töl- um jókst íbúatala borga ár- lega í Arabíska sambands- lýðveldinu um 3,7 af hundraði, í Kínverska alþýðulýðveldinu um 6,5, í íran um 7,2, í Venezú Ný starfræksla á Suðurnesjum SIGURÐUR Sumarliðason á Akurbraut 2 í Innri Njarðvík hefur hafið nýja starfrækslu. sem mun koma sér mjög vel og verða mikið notuð. Þessi þjón- usta er gufuhreinsun á hvers- konar vélurn, bílum og skipum. Til þessara verka er notuð ný gerg af gufuhreinsivél, sem heit- ir KISMET, vélin er Jiituð með olíu og er hægt að stjórna hita- stigi og þrýsting gufunnar og einnig að nota í þessu sambandi ýmsa hreinsilegi, sem auðvelda verkið ef um gamla þykka fitu er að ræða. Hreinsa má alla undirvagna á bílum og vélar þeirra, einnig er táeki þetta hand hægt við hreinsun iesta á skip- um og sérstaklega lestarinnrétt- ingar úr aluminíum, einnig færi- bönd, borð og stíur í frystihús- um og verksmiðjum. Mikill ávinningur er að fá þessa starfraekslu til Suður- nesja, því áður hefur þurft að saekja þessa þjónustu til Reykja- vikur með miklum kostnaði og fyirhöfn. — hsj — ela um 5,8 og í Columbíu um 5,4 af hundraði. Þetta gerir miklar kröfur til bygginga- framkvæmda í borgum. Þar við bætist svo að þörf. er á víðtækum endurbótum og endurnýjum á þeim húsum sem fyrir eru. Skýrsla Sameinuðu þjóð- ánna sýhir, að fá hinna há- þróuðu landa reisa ibúðir með þeim hraða sem náuðsynleg- ur væri í þróunarlöndunum. Sovétríkin reistu á árinu 1960 14 íbúðir á hverja 1000 íbúa, Vestur-Þýzkalánd 10,5, Sviss 9,3 og Svíþjóð 9,1. Önnur lönd Vestur-Evrópu og Bandariki Norður-Ameríku reistu minna en 8 íbúðir á hverja 1000 íbúa. Þróunarlöndin þyrftu að reisa a.m.k. 10 íbúðir árlega á hverja 1000 íbúa, en eins og stendur eru reistar þar u.þ.b. 2 íbúðir árlega á 1000 íbúa (t.d. í Indlandi og Indó- nesíu) eða þaðan af minna. BIFREID AEIGENDUR Við bjóðum yður: Kaskotryggingar Ábyrgðartryggingar Rúðutryggingar Farþegatryggingar Brunatryggingar ^ 4 ^ . . . Alls staðor era sömu kjör, en þjónustan er bezt hjó ..... • . i . . í .*•■ • . ' • V ■„ ; »•. -• ■ . ’ ■ • ’ > .' 1 ’ „ALMENNUM" Almennar Tryggingar hf. I i •• • • • .. •« •• \x ./.•:•• :

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.