Morgunblaðið - 25.01.1964, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 25.01.1964, Qupperneq 20
20 Mr>*C UNR I AÐIÐ i Laugardagur 25. jan. 1964 G A VIN H O L T: 40 ÍZKUSÝNING gekk yfir þvert gólfið og greip símann. Eg heyrði í skífunni, þegar ég fór að snúa henni. Eg fór laglega að þessu og vissi það sjálfur. Eg var einn af þessum sniðugu spæjurum í glæpamynd unum. En ég var bara að plata. Eg var alls ekki að hringja, en ég lauk ekki við það, því að ég sá þegar, að síminn var alveg eins öflugt vopn og skammbyssa hefði verið. Eg stanzaði því, þeg ar Josette stoð upp og gekk yfir gólfið. Eg vissi ekki hvert hún ætláði. En hún fór fram í gang- inn í íbúðinni og ég gat aðeins heyrt fótatakið öðru hverju. Svo heyrði ég úr næsta herbergi, að skúffa var dregin út. Eg gekk að vínskápnum og fékk mér í eitt glas. Þá kom fótatakið inn aftur. H_ún rétti mér örk af skrif- pappír. Hún sagði: — Eg var að geyma þetta til að sýna Clibaud. En í öllu uppnáminu náði ég aidrei I hann. XXII Þetta var frekar góður pappír með vatnsmerki í. Eg athugaði það samt ekkert frekar, því að áhugi minn var við það, sem vél ritað var á örkina. Það byrjaði eins og kvörtun: „Eg reyndi að ná í þig á þriðjudaginn á venjulega staðnum. Eg beið eftir að geta náð í þig í einkasímanum, en það mistókst. Hvað er að ger- ast? Ef við getum ekki fengið vetrartízkurnar í vélarnar í tæka tíð, getum við eins vel gefið það alveg frá okkur. Nú, þetta leit ósköp sakleysis- lega út. Þetta hefði getað verið venjuleg orðsending, en þá hefði það verið með nafni viðtakanda og undirritað. En að hvorttveggja vantaði, gerði það einmitt grun- samlegt, og undirstrikaði, að þetta stefnumót, sem var sett en ekki haldið, var eitthvað grun- samlegt. Þar sem ég viSsi nú þeg ar um sitthvað, sem fram fór í fyrirtækinu, gat ég varla verið í vafa um að það snerist um þjófn að á teikningum — einn í viðbót. Sjálfúr þóttist ég vita, að svo væri og Selina hefði komizt að öllu saman. Og Thelby hafði komið niður, rétt eftir fjögur. Ef til vill hafði frænka hans sent eftir honum. Ef til vill hafði hún ákveðið að bera það upp á hann, áður en hún færi úr skrifstofunni, og út koman orðið sú, að hún kömst þaðan aldrei. Svo hefði hann síð ar reynt að myrða Sally Dutton, út frá þeirri forsendu, að hún hefði með höndum þetta hættu- lega skjal. En á meðan hafði Jos ie haft það lokað niðrþ,í skúffu hjá sér. Þetta pappírsblað var auðvitað stórhættulegt, sökum morðsins, serh það hafði gefið tilefni til. En þessi nafnaskortur, sem gerði það grunsamlegt, gerði það jafn framt einskisvirði, sem vitnis- burð. Það var ekki stílað á neinn en það vissi morðinginn vitan- iega ekki. En þó að það væri nafnlaust, hafði það getað sagt Selinu alla söguna. Eða hafði það það? í gærkvöldi, þegar ég var heima hjá henni, hafði hún helzt verið á því að láta mig hætta við allt saman, þar eð hún hélt vafalaust, að hún væri maður til að fást við málið sjálf. En svo hafði hún verið á báðum áttum og að lokum ákveðið að láta mig halda áfram, en í dag, svo að segja á síðustu mínú.tu, hafði henni aftur snúizt hugur. Kann- ski líka fyrr — jafnvel strax um morguninn? Morðið leit ekki út eins og neitt augnabliks uppá- tæki. Það var vandlega undirbú- ið og skipulagt. Eg las blaðið aftur, en var engu nær. Eg leit á Josie. — Vissuð þér, að þetta var sent til frú Thelby? spurði ég. -— Eg veit ekkert meira en á því stendur, svaraði hún. Út úr svip hennar skein ekk- ert annað en hræðsla. Þessi ró- semi, sem hún hafði lágt sér til, var nú rokin út í veður og vind. —*• Hvernig vissuð þér, að það var í skrifborðinu? — Eg var ekki viss um það, en ég sá Linu með það. — Hvenær var það? — Seinnipartinn í gær. Eg fór í skrifstofuna hennar í einhverj um erindum, og hún lét mig bíða meðan hún var að fara gegn um síðdegispóstinn. Bréfin voru ný- komin og þetta var þar á meðal. Eg vissi, að það var eitthvað á- ríðandi jafnskjótt sem hún opn- aði það, því að hún tók viðbragð í stólnum. En svo bölváði hún hressilega og fór að kveina. — Munið þér nákvæmlega, hvað hún sagði? — Jáj hún sagði: „Helvízkur fanturinn! Eftir allt, sem ég er búin að geia fyrir hann!“ Svo tautaði hún eitthvað fleira, sem ég gat ekki greínt. •— Sáuð þér umslagið? — Aðeins efra hornið á því. Það var merkt einkamál. En ann ars lá annað umslag ofan á því. — Já, en það getur ekki hafa verið áritað til hennar! Opnar hún kannski öll bréf, sem koma í hú'sið? Má enginn hafa neinn einkapóst? — Jú. Hún hlýtur að hafa opn að það af misgáningi. — Eða viljandi. Hana kann að hafa grunað eitthvað. — Já. Röddin í Josie varð æ aumingjalegri. — Lætur Thelby oft senda sér bréf til Clibaud? — Það veit ég ekki. — Hvað varð af umslaginu? — Það veit ég ekki, endqrtók hún. — Eg gáði að því, en gat hvergi fundið það. Eg fór inn í skrifstofuna henr/ar eftir að hún' var farin heim. Það var ekki í bréfakörfunni innan um ruslið. Mér datt í hug, að hún hefði læst það niður í skúffu. Þessvegna kom ég þangað í nótt til að leita að því. — Hvernig stóð á, að þér höfð uð lykla? Eg hef haft skrifstofulykilinn JUMBO MORA pTb\ Þegar allt ,var orðið rólegt og hvergi hreyfingu að sjá, maurarnir á bak og burt, Jumbo með prófessor Mökk og Spora út á sléttuna. „Nú ■kulum við ganga grejtt, vinir mín- ir“, sagði hann, „við eigum langa leið fyrir höndum“. Galdramaðurinn kom auga á þá, þar sem hann stóð við rústimar og varð öskuvondur. — „Hvað á þetta eiginlega að þýða?“ urraði hann, „óvinir mínir spásséra sig bara burt eins og og ekkert væri! Mauramir hafa svikið mig!“ ...... Hann sner- ist á hæli...... og fór í loftköstum að finna banda- menn sína. — „Er það þá svona, sem þið þykist efna gefin heit?“. æpti hann. „Hvar er drottningin? I>ið eruð svosem ekki að láta það dragast á langinn að fá ykkar hluta samningsins fram- kvæmdan! En þannig háttalag geng- ur bara ekki, það ætla ég að láta ykkur vita........ KALLI KUREKI Teiknari; FRED HARMAN — Náðirðu nú góðu taki á henni? — Farðu á bak. Ég get ekki haldið henni svona lengi. Þetta verður eins og að sitja fjallakött, hugsar indíáninn, þegar asninn tekur sprettinn, en Gamli er ekki á því að gefa sig og segir: „Láttu eins og þig lystir, asni minn, nú er ég við öllu búinn“. 3. — Blessaður, kallar indíáninn en hugsar með sér að sjaldan hafi rauðskinni komið betri hefndum á hvítan mann en í þetta skipti. — Og áfram þá! Sýndu nú hvað þú getur, fjallakötturinn þinn! lengi. Lina glopraði honum ein- hverntíma niður. Það voru fleiri lyklar til. — Eigið þér við, að þér hafið hirt lykilinn? — Já. Hún leit niður á tærnar á sér og síðan á vínskápinn. — Eg hafði engan lykil að skrifborðinu, en einn af mínum lyklum gekk að því. Eg trúði henni. Svona skrár má opna með hverju sem er. — Hlustið þér nú á, sagði ég. — Þegar Lina nefntfi þennan hel- vízkan fant, vissuð þér þá nokk uð, hvern hún átti við? — Hún hikaði. — Líklega hef ég gert það? — Yður datt Benny í hug? — Já, hún notaði þetta orð venjulega um hann. — Svo að grunur yðar hefur fengið staðfestingu. Var það þesa vegna, sem þér voruð svo æst að ná í bréfið? Sflíltvarpió Laugardagur 25. Janúar 7.00 Morgunútvarp (Veðurfregnir Tónleikar — 7.30 Fréttír — Tón. leikar — Morgunleikfimi — 8.00 Bæn — Veðurfregnir — Tón- leikar — 8.30 Fréttir — Tónleikar — 9.00 Úrdráttur úr forustu- greinum dagblaðanna — 9.10 Veðurfregnir —- 9.20 Tónleikar 10.00 Fréttir). Hádegisútvarp (Tónleikar — 12.25 Fréttir og tilkynningar). Óskalög sjúklinga (Kristín Anna Þórarinsdóttir). í vikulokin (Jónas Jónasson): Tónleikar — 15.00 Fréttijr Samtalsþættir — íþróttaspjall v Kynning á vikunni framundan. Veðurfregnir — Laugardagslögin Danskennsla (Heiðar Ástvalds- son). Fréttir Þetta vil ég heyra: Sveinn Elías- son skrifstofustjóri velur sér hljómplötur Útvarpssaga barnanna: .Skemmtl legir skóladagar' eftir Kára Tryggvason; III. (Þorsteinn Ö. Stephensen). Veðurfregnir. Tómstundaþáttur barna og unj« linga (Jón Pálsson). Tilkynningar. Fréttir. Leikrit: „Barbara majór" eftir George Bernard Shaw. Þýðandi: Árni Guðnason. — Leikstjóri; Gísli Haldórsson. Persónur og leikendur: Andrew Underhaft Þorsteinn Ö. Stephensen Kona hans Guðbjörg Þor- • bjarnardóttip Stefán sonur þeirra .... Erlingur Gíslason Barbara dóttir þeirra .... Krist- björg Kjeld Sara dóttir þeirra .... Jónína ÓlafsdóttiP Adolf Cusins, unnusti Barböru Rúrik Haraldsson Karl Lomax( unnusti Söru Þorsteinn Gunnarsson Aðrir leikendur: Guðrún Ás- mundsdóttir, Gestur Pálsson* Helga Valtýrsdóttir, Árni Tryggvason, Guðrún Stephen- sen, Valdimar Lárusson og Karl Sigurðsson. Fréttir og veðurfregnir Framhald leikritsins „Barböru majórs" eftir Shaw. Þorradans útvarpsins — þ.á.m. leikur hljómsveit Jóhanns Mor- avek Jóhannssonar gömlu dans- ana, og tríó Sigurðar Guðmunds- sonar hina nýrri. Söngkona: Ellý Vilhjálms. — (2400 Veður- fregnir). 02.00 Dagskrárlok. 12.00 13.00 14.30 16.00 16.30 17.00 18.00 18.20 18.30 18.50 19.30 20.00 22.00 22.10 23.00 r

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.