Morgunblaðið - 25.01.1964, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 25.01.1964, Blaðsíða 9
Laugavdagur 25 fan 15ÍÍ4 MCRZUNBLAÐIÐ 9 ÚR DALASÝSLU Búðardal, 14. jan. 1964. ÞAÐ má til tíðinda telja, að fyrir jólin var lögð. hitaveita í félagsheimilið í Búðardal, þ, e. þann hluta þess, sem þegar er risinn af grunni. Var það gert með þeim hætti, að samloomiulag náðist um að leiða kælivatn frá rafstöðinni, sem er skammt frá félagsheimilinu. Virðist þetta setla að gefa mjög góða raun, því að nægur hiti hefur verið í fé- lagsheimilinu síðan án frekari upphitunar. Unnið var við bygg- inguna fram í desember. Þar er nú Barnaskóli Búðardals til húsa, nær fúllbúið húsnæði fyrir hér- aðsbókasafnið og tekinn hefur verið í notkun stór og vistlegur aalur, veitingasalurinn, til sam- koinuhalds. Hefur aðstaða til fé- lagslífs þegar stórbatnað, þó að enn sé langt í.land, að öll bygg- ingin komist upp. Benedikt Jóhannesson ©ddviti Laxdælinga fimmtugur Hinn 4. jan. sl. átti Benedikt Jóhannesson, oddviti á Saurum, fimmtugsafmæli. Af því tilefni gekkst umí. Ólafur pó í Laxár- cal fyrir því, að honuin var hald- ið samsæti í félagslæimilinu. Hef ur hann lengi verið áhugasamur og duglegur ungmennafélagi, og ei auk þess formaður fram- kvæmdanefndar við byggingu félagsins. Samsætinu stjórnaði_ frú Kristjana Agústsdóttir, form. umf. ólafs pá. Þátttaka var mjög góð frá nær öllum heimilum í Laxárdal og hin bezta veizla. Ræður og ávörp fyrir minni Bene <3ikts og konu hans, frú Stein- unnar Gunnarsdóttur, fluttu Frið jón Þórðarson, Bjami Finnboga- eon, Herdís Guðmundsdóttir, Arni Tómasson, ólafur Tómasson ©g Hallgrímur Jónsson, Bárust afmælisbarninu margar gjafir og heillaóskir. Þórhallur Ólafsson. Læknaskipti Um þessar mundir verða lækna skipti í Búðardalslækmshéraði. Sverrir Goorgsson, sera gegnt hefur störfum irm eins árs skeið við góðan orðstír, hverfur nú brott til frekara náms, en við tekur á ný Þórhallur Óiafsson, héraðslæknir okkai, sem dvalizt hefui- sl. ár í Svíþjóð og Bret- landi við. framhaldsnám. Það er liverju héraði ómetanlegt að hafa traustum lækni á að skipa. Sem betur fer hafa Dalaanenn lengi reynzt heppnir,.hvað þetta snert- ir. Brynjólfur Sandholt Þess er og vert að geta, að sl. haust fluttist hingað Brynjólfur Sandholt, héraðsdýralæiknir, með fjölskyldu sina og tók við sínu fyrra starfi. Hafa þau hjón dval- izt í Bandáríkjunum undanfárin 3 ár, en er nú. vel fagnað við heiimkomuna og boðin velkomin .í nýjan dýralæknisbústað, sem má nú heita fullbyggður. Meðan Brynjólfur var erlendis, starfaði hér dýralæknir Ólafur Gúð- mundsson frá Hvammi. Hann er nú 73 ára að aldn og á langan og farsælan starfsdag að baki, hvers manns hugljúfi hér í Döl- um. Mjólkurbúið Sagt er, að vélarnar í mjólkur- búið hafi átt að fara um borð í skip frá Danmörku um miðjan Lauritz Jörgensen sl. mánuð, en þeim seinkaði vegna verkfallsins. Munu þær nú komnar til landsins, og verða væntanlega settar niður mjög bráðlega. Mjólkurbústjórinn er fluttur hingað með fjölskyldu sína. Það er Lauritz Jörgensen. Hann hefur starfað á Húsavík undanfarin ár. Rafmagn I fyrradag kom vinnuflokkur frá Rafmagnsveituim Tikisins í Miðdali. Ætlunin er að ljúka við að leggja rafmagn tí1 12 býla þar í sveit. Atti því verki að verá lokið fyrir jól, en það tafðist, m. a. út af verkfalli syðra. — Hugmyndin mun vera að fram- kvæma siðasta áfanga Miðdala- línu á þessu ári. Fá þá öll býli í Miðdölúift, sem eftir eru, raf- magn, nema eitt, en þaðan mun engin umsókn háfa borizt. Á framkvæmdaáætlun þessa árs er einnig raflína út í Hörðudai, og ætla verður, að raimagn verði einpig lagt um Saurbæinn á þessu ári. Verður þá lokið þeim áfanga í. rafyæðingu héraðsins, sen, hin .syokallaða 10 ára áætlun og seinni samiþykktir taka til, a. m. k, að mestu lþyti. En áfram verðúr haldið, Vegamál Allir fagna hinni nýju löggjö.f um vegamáj.,, 8. m k, að því, er snertir aukið framlag til vega- og brúargerða. Er þó mála sann- ast, að sjaldan eð; aldrei hefur jafnmikið áunnizt i Laxárdal á einu sumrl og nú í ár. Byggðar voru brýr yfir Laxá hjá Dönu- stöðum og Hólkotsá. Auk þess var Arnargil brúað og nýr vegur lagður milli Grafar og Dönu- staða. Kappsamlega var og unn- ið að vegagerð víða uim sýsluna, eiida er þess full þörf. En auk þess verður að hafa í huga að hraða vegaframkyæmdum á Hey- dal og um Laxárdalsheiði. Geta það án efa orðið einhverjir beztu og öruggustu fjallvegir á land- inu, er saman tengja fjölmenn byggðarlög og bæta hag fólksins. Fréttaritári. Yfirlýsing „Af gefnu tilefni vegna fjöl- margra fyrirspurna til mín um útkomu kvennablaðsins. „Frúin“, vil ég upplýsa, að ég sagði af mér ritstjórastörfum við blaðið í maímánuði 1963. Ennfremur vil ég upplýsa, að ég hefi aldrei verið eigandi að blaðinu og ber því enga ábyrgð á útgáfu þess. Eigandi og útgef- andi blaðsinS er Heimiiisútgáfan, Grundarstíg 11, Reykjavík, og rétt að þeir, sem eiga erindi við blaðið, snúi sér þangað. Reykjavík, 20. janúar 1964. Magdalena Thoroddsen“. Þýzkir náms- styrkir ■FRESTUR til umsóknar um sóknar um styrki þá, er boðnir hafa verið fram handa íslend- ingum til háskólanáms í Sam- bandslýðveldinu Þýzkalandi námsárið 1964.—65 hefur verið framlengdur til 29. janúar 1964. Tilskilin umsóknareyðublöð fást í menntamálaráðuneytinu, Stjórn arráðshúsinu við Lækjartorg, og þangað skal umsóknum skilað. (Frá menntamálaráðuneytinu). ® ® ALlTAF ® F J fi L G A R ® VOLKSWAGEN ® ® ® Þeir sem œtla að kaupa VOLKSWAGEN fyrir nœstu mánaðamót eru vinsamlega beðnir að hafa samband við okkur strax Heildverzlunin H [ K L A h f. Laugavegi 170—172 — Sími 21240. Höfum flutt Verkfæra- og búsáhaldadeild vora úr Austurstræti 10 í Hafnarstræti 23 (húsnæði Samvinnu- * . | " ’ ‘ sparisjóðsins). — Þar verður til sölu fjölbreytt úrval af verkfærum, búsáhöldum, smærri byggingarvörum, hreinlætistækjum og sport- vorum. Gerið svo vel og lítið inn i nýju búðina Austurstrœfí

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.