Morgunblaðið - 31.01.1964, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 31.01.1964, Blaðsíða 6
6 MQRGUNBLAÐIÐ r FSstadagtir 31. Jan. 1984 Jón Sigurösson, siökkvi- liösstjöri - Minning ÞAU alvarlegu • tíðindi bárust mér 21. nóvember sl., að Jón Sig- urðsson hafi þá um daginn veikzt mjög alvarlega og verið fluttur frá heimili sínu í Landsspítalann. Sólarhring seinna var hann flutt- ur í sjúkrahús í Kaupmanna- höfn. Ekki hvarflaði það að mér, þegai Jón kom til mín í Slysa- varðstofuna, eftir að ég hafði hlotið meiðsl í starfi, að það væri í síðasta* sinn, sem við ræddumst við, vegna þess að hann mundi hverfa af sjónarsviðinu. Enn síð- ur að það væri í síðasta sinn, sem ég starfaði undir hans stjérn, er slökkvfliðið var að störfum þá um kvöldið. En svo mikill er hverfulleiki lífsins. Hann lézt í ÍJorgarspítalanum í Reykjavík 25. janúar vl. Jón Sigurðsson var fæddur í Reykjavík 10. desember 1906, sonur hjónanna Guðríðar Gils- dóttur og Sigurðar Péturssonar fangavarðar; börn þeirra voru 7 og var Jón 5. í röðinni. Hann ólst upp í föðurhúsum þar til hann fór til viáms í Þýzkalandi 1928. • Hann varð shident frá Mennta skólanum í Reykjavík 1928, fyrri hluta verkfræðinám stundaði hann í Þýzkalandi og síðari hlut- ann í Kaupmann,ahöfn og lauk prófi í byggingarverkfræði við tækniháskólann þar árið 1937. Hann hóf vevkfræðistörf hjá bæjarverkfræðingi 1937 og var þar til 1942 og rann að mestu við gatnagerð. Hann var deildar- verkfræðingur h>á Vatns- og hitaveitu Reykjavikur 1942— 1945 og sá að mestu um tenging- ar húsa við aðalkerfið. Slökkvi- liðsstjóri var hann frá 1945. Með slökkviliðsstjórastarfinu var hann vatnsveitustjóri árin 1954 til 1958. í stjórn i'élags nor- rænna slökkviliðsstjóra frá 1949. f loftvarna- og bygginganefnd frá 1945. Einnig starfaði hann mikið í félögum og félagasamtökum. Kona hans var Karen Guð- mundsdóttir. Eignuðust þau tvær dætur, Elísabetu, sem gift er Einari Þorlákssyni og Sigríði, sem er í foreldrahúsum. Jón fylgdist vel með allri tækniþróun. Hann var ákveðinn hvatamaður að notkun háþrýsti- tækja við slökkvistarf. Undir forystu hans var slökkviliðið í Reykjavík langfyrst allra slökkviliða í Evrópu til að taka í notkun háþrýstidælur árið 1946. Hann hafði kynnt sér þessi tæki og var aldrei í neinum vafa um, að þau mundu valda bylt- ingu í slökkvitækni. Það mun láta nærri, að um 90% af öllum eldum, sem slökkviliðið í Reykja vík fæst við, séu slökktir með vatni frá háþrýstidælum. Á móti nórrænna slökkviliðs- stjóra í Osló 1952 flutti Jón ítar- legt erindi um notkun háþrýsti- dælunnar og vakti það mikla at- hygli og deilur. Nokkru áður hafði slökkviliðið í Osló fengið sína fyrstu háþrýstidælu. En svo hart var það mál sótt fyrir þá- verandi varaslökkviliðsstjóra í Osló, R. Hamborgström, að hann fékk leyfi til að kaupa bifreið með háþrýstidælu frá Ameríku, með því skilyrði, að þeir mættu skila henni aftur eftir 6 mánuði, ef hún reyndist illa. Svo fór þó, að Oslóborg greiddi bifreiðina að fullu eftir 3 mánuði; svo miklu hafði _ hún bjargað á þessum tíma. Hamborgström var sá eini, sem fylgdi Jóni í þessu máli. Nú- á síðustu árum hafa flestar stór- borgir á Norðurlöndum og víðar, byggt upp sin slökkvilið með há- þrýstidælum. Jón var áræðinn við að not- færa -sér nýjungar, sem fram komu. Hann var einn með þeim fyrstu hér á landi, sem reiknaði út og teiknaði grannar lagnir í Síminn stendur sig Hér koma tvö bréf, það fyrra frá Stefáni tollverði, sem segir frá hinni góðu þjónustu símans við hann: „Ég hei haft síma í 29 ár. Vegna starfs míns er hringt til mín á, hvaða tíma sólarhrings sem er og ef ekki næst til mín missi ég af vinnu. Síðast er símaskráin kom út hafði nafn mitt og númer faliið niður af vangá. Ég talað í síma við rit- stjóra skrárinnar, Hafstein Þorsteinsson. Var hann mjög kurteis og afsakaði mistökin. Lofaði hann að athuga hvað unnt værí að gera. Fór ég fram á að afnotagjaldið félli niður unz ný skrá kæmi út. Síðar hafði ég tai af honum. Kvað hann símann enga ábyrgð bera á Þessu, en lofaði enn að at- huga málð. Eftir áramótin fékk ég innh^jmtuseðilinn án þess að npkkur leiðrétting hefð ver- ið gerð. Þar sem ráðam.enn sím ans höfðu ekki sýnt mér þá kurteisi að láta mig vita frekar, fékk ég lögfræðmg til að skrifa þeim. Fór hann fram á að af- notagjaldið félli niður am.k. þar til viðbætir kæmi. Var því algerlega neitað. Bréf símans barst mér að kvöldi 28. 1., en að morgni þess 29. 1- var búið að loka símanum. .Stefán Ó. Björnsson." Hver ber ábyrgð Þetta er ekki fyrsta kvörtun- arbréfið yfir símanum, sem hingað berst. Eftir lestur bréfs ins hefur maður á tilfinning- unni, að síminn beri ekki á- byrgð á iokuninni að morgni þess 29. frekar en hann ber ábyrgð á símaskránni. Per- hitakerfi íbúðarhúsa, og nú síð- astliðin tvö ár vann hann mikið að því að vekja athygli á geisla- hitunarkerfi í verksmiðjur og verkstæði, sem ég álít að eigi eftir að sýna, hversu mikið ör- yggi það er, vegna eldvarna, fram yfir lofthitunarkerfin sem nú eru mikið í notkun. Hann vandaði mjög allan frá- gang á sínum teikningum, og þótti því mjög gott að vinna eft- ir þeim. Eitt af hans stærstu áhuga- málum var bygging nýrrar slökkvistöðvar og til margra ára lét hann ekkert tækifæri ónotað til að afla sér upplýsinga um það bezta frá nýjum erlendum slökkvistöðvum. Þetta var hans ■hjartans mál, sem hann sá fram á að var að raétast. Hann lagði mikla vinnu í allan undirbún- ing, og lagði áherzlu á, að qIIu væri haganlega fyrir komið. Bygging slökkvistöðvarinnar hófst 4. janúar sl. Jón lá þá mik- ið veikur á spítala, og fékk aldrei að sjá upphaf þess verks, sem hann Jiafði undirbúið svo vel. sónuleg reynsla mín af sam- skiptum við símann er sú, að hann beri ekki heldur ábyrgð á því þótt síminn sé óvirkúr og símanotendum gagnslaus langtímum saman. En hann stendur sig vel í innheimtunni — og þannig vilJ oft fara hjá fyrirtækjum, sem njóta einok- unaraðstöðu. Ég er ekki viss um að símamenn geri sér yfir- leitt grein fyrir því að síminn er þjónustufyrirtæki eins og flestar aðrar stofnanir þjóðfé- lagsins. En meðal annarra orða: Hver ber ábyrgð á símaskránni? Nesstofa Og hér kemur eitt svarbréf- ið, sem við komumst víst ekki hjá að birta enda þótt það sé allt of langt: í Morguniblaðinu 15. janúar 1964 birtist grein eftir höfund sem nefnist Ein úr Þinghc^ltun- um. Þar er vikið að eigendum Nesstofu með óvenjulegri rætni. Vísvitandi ósannindum og getsökum, sém eru alger- lega úr lausu lofti grijjnar. Ég vona því að nafnið sem grein- ar höfundur hefur valið sér sé rétt nefni- Og hún verði ein í Þingholtunum, um slikan nag- dýrshátt í garð saklausra manna. Við skulum nú líta á Nesstofu og þær miklu skemmd ir sem greiparhöfundur telur að Þar hafi verið unnar. í Nesi hefur verið tvíbýli svo langt sem elztu menr. muna og hefur húsinu því verið skipt, og fylgir sinn helmingur þess hvorum jarðarparti. Húsinu er skipt að endilöngu þannig að .Vestur- hliðin er eign H.f Ness og nefn- ist Nes I. En austurhliðin er eign Ólafar Gunnsteinsdóttur og' nefnist Nes II. Og það er í dag kveðjum við starfsmenn slökkviliðsins í Reykjavík okkar góða húsbónda, sem einnig var okkar góði ráðgjafi og vinur, þeg- ar við leituðum til hans með vandamál okkar. Ég sendi konu hans, dætrum sá partur er ég mun gera hér að umtalsefni, því mér er það mál vel kunnugt. Ólöf hefur alla ævi átt heima í Nesi og þar bjuggu foreldrar hennar Gunnsteinn Einarsson og Sól- veig Jónsdóttir. Sólveig bjó lengi eftir mann sinn, og lét hún haida húsinu við eftir því sem efni stóðu til á hverjum tíma Á árunum upp úr 1950 lét hún gera við húsið fyrir margatugi þúsunda og var þess jafnan gætt að breyta út- liti Þess svo lítið, sem kostur var. En hitt hlýtur hver heil- vita maður að sjá að til þess að 200 ára hús sé íbúðarhæft, ,þá verður ekki komizt hjá því að breyta eldhúsi og hitunar kerfi og fleiru. Ein í Þingholt- unum væri kannske ánægð með að búa við sömu skilyrði og formóðir hennar bjó við fyrir 200 árum. Elda matinn á hlóð- um við fjörumó þurrkaðan þara, sprek úr fjörunum, kynda opin eldstæði til upphitunar sækja vatn í fötum og búa við önnur skilyrði eftir þes§u. Ég held hún ætti að gera sér ferð fram að Nesi og fá að sjá það ágæta heimili sem Ólöf og Jó- hann maður hennar hafa búið sér í sínu 200 ára gamla húsi, áður en hún hleypur í annað sinn í blöðin með dylgjur, um að verið sé að breyta Ness^ofu í bílaverkstæði eða annað verra. Þær breytingar sem Þaa gerðu á húsinu á þessu ári og kostað hafa stór fé miðast allar við að bæta húsið' án þess að rýra gildi þess sem Ne^tofu og færi betur að állt í Wckar þjóðfélagi væri eins ^el á vegi statt og héimili og íbúð þeirra Ólafar og Jóhanns í Nesstofu. Ein í Þingholtum vitnar mjög í Vilmund hinn fróða og þykist og tengdasyni mínar innilegustu samúðarkveðjur. Sig. Gunnar Sigurðsson. , K V E Ð J A JÓN Sigurðsson, slökkviliðsstjóri, er borinn til grafar í dag. Hann veiktist snögglega fimmtudaginn þann 21. nóvember sl., var fyrst fluttur í sjúkrahús hér, en þegar sýnt þótti hve sjúkleiki hans var hættulegur,'var hann fluttur flug leiðis til Kaupmananhafnar að- faranótt sunnudagsins 24. nóvem- ber. Skurðaðgerð, sem hann und- irgekkst í ríkisspítalanum þar, reyndist þó ekki bera tilætlaðan árangur og þann 11. janúar sL var hann fluttur hingað heim aftur, án þess að hafa hlotið nokkra bót, og andaðist hann í Borgarspítalanum þann 25. sama mánaðar, að morgni. Jón Sigurðsson hafði þá verið slökkviliðsstjóri frá 1. maí 1945 og því húsbóndi brunavarðanna í nær tvo áratugi. Og nú, þegar mér verður í huganum litið yfir liðin starfsár með Jóni Sigurðs- syni, minnist ég hans fyrst og fremst sem hins sanngjarna og góða húsbónda, er stöðugt var reiðubúinn að -hjálpa drengjun- um sínum — því að það taldi hann okkur altlaf vera, bæði i starfi og leik, og var okkur alltaf hinn góði ög ráðholli félagi, ekki Framh. á bls. 17 þar báðum fótum í jötu standa. Ég held hún ætti að spyrja Vil- mund, ef hún hitti hann hvers- vegna hann hefði ekki viljað búa í Nesstofu og breyta henni í Landlæknisbústað, þegar hann átti kost á þvi sem landlæknir að taka við siaðnum. Svo gæti hún spurt forráðamenn Sel- tjafnarneshrepps frá sama tíma hversvegna þeir keyptu ekki Nes I bæði jörð og hús þegar þeim var boðin þessi eign fyrir svipað verð og sæmileg íbúð kostaði á þeim tíma í Reykja— vík. Ein í Þingholtunum virðist hafa litla trú á einstaklingnum hinum venjulega starfandi manni eiginleikum hans fram- taki og ábyrgðartilfinningum enda gengur hún svo langt að hún vill láta ríkið skipa mönn- um fyrir hvort þeir hafi mið- stöðvarofn eða rafmagnseldavél á sínum eigin heimilum. Ég held hún fari að nálgast járn- tjaldið svo vafi leiki á hvoru megin hún ættj að vera. Ríkið skal eignast hús og jarðir með róttækum aðgerðum og laga- boðum hitt skiptir minna hvernig ríkið fer með þær jarð- ir og Þau hús sem það á fyrif- Ein í Þingholtunum ætti að kynna sér#ástand höfuðþóianna út um landið, sem ríkis og kirkjuvald rændu bændur fyrr á öldum og. oft með róttækum aðferðum eins óg hún hvetur til í grein sinni. Þessi höfuðból eru mörg prestsetur undir vernd biskups, sum eru komin í eyðL Flest eru á sama stigi um fram- kvæmdir og meðal jarðir voru fyrir 30 árum. Ef ungir menn vilja kaupa þessar jarðir fá þeir blákalt nei. Þær eiga að_ geym- ast handa prestinum. Ég hef fyrir mörgum árum fengið eitt slíkt nei af biskupi og kirkju- valdi og þekki fleiri, sem hafa fengið nei síðan- Það er ekki allt fengið þótt ríkið eigi hlut- ina og það þarf meira til ef vel á að fara en reka útigángs- trippi úr kirkjunni í Viðey. Sigurður Jónsson. ÞURRHLÖDUR EHE ENDINGARBEZXAR BRÆÐURNIR ORMSSON hf. Vesturgötu 3. Simi 11467.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.