Morgunblaðið - 31.01.1964, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 31.01.1964, Qupperneq 10
to MORGUNBLAÐID Föstudagur 31. jan. 1964 L.I.U. telur frekari ráöstafana þörf f TILEFNI af frumvarpi ríkis- stjórnarinnar um ráðstafanir vegna sjávarútvegsins o. fl., sem nú er til meðferðar á Alþin-gi, ritaði nefnd, sem stjórn L.Í.Ú. hafði kosið til þess að fjalla um fiskverð og afkomu útgerð- arinnar, bréf til sjávarútvegs- málaráðherra, dags. 27. þ. m. í,bréfinu er bent á, að sam- kvæmt áætlun yfirnefndar Verð lagsráðs sjávarútvegsins hafi orðið kostnaðaraukning á útgerð meðailbáts kr. 271.373.00 eða 13.9%. Jafnframt er bent á, að vegna almennra kaupgjaldshækkana í larldinu á sl. ári, hafi kauptrygg ing bátasjómanna' sjálflkrafa hækkað um u. þ. b. 30%, eða yfir vetrarvertíðina — 4% mán- uð — um kr* 119.025. — á hvern bát. Þessi þróun sé mjög var- hugaverð, ef fiskverð á að hald- ast óbreytt, eins og upphaflega var gert rág fyrir í frumvarp- inu þar sem hætta sé á, að hluttfr nái í fjölda tilfella ekki upp- hæð kauptryggingarinnar og þessi stórfellda röskun mílli hennar og aflahlntarins geti haft mjög slæmar afleiðingar, þar sem vonir sjómanna um að ná aflahlut séu orðnar svo litlar, að það geti dregið úr áhuiga þeirra á að starfa af sama krafti og áhuga og áður. í loba-órðum segir: Það er ljóst, að útgerðin getur ekki 'starfað á þeim grundvelli, sem henni er búin i dag, og leyfum vér oss að spyrjast fyrir um það, hvort hæstvirt ríkisstjóm hafi í hyggju að gera ráðstaf- anir, er tryggi afkomu meðal- báts, er hafi meðalafia undan- farinna 3ja ára. í tilefni af nefndaráliti meiri- hluta fjórhagsnefndar neðri deildar AL'þingis, sem felur í sér breytingartillögur við frum- varpið, um að greiða eigi 6% viðbót við fiskverð það, sem yflirnefnd ákvað á fundi sínum 20. þ. m., hefir nefndin í dag ritað sjávarútvegsmálaráðherra bróf. Þar segir m.a.: Með breytingum þeim, sem nú hafa verið gerðar á frumvarpi r íkisstj ór narinna r um ráðstaf- anir vegna sjávarútvegsins o. fl, er gert ráð fyrir 6% hækkun á fiskverði þvi, sem gilti s. 1. ár. Með þessu er efnahag og rekstr- araðstöðu al-Irar útgerðar í land inu stefnt í voða, þar sem of skammt er gengið til þess að bæta þann kostnaðarauka, sem orðið hefur á s. 1. ári. Treystum vér því, að hæstvirt ríkisstjófn geri enn frekari hreytingu á frumvarpinu um aflkomu sjávarútvegsins o. fl., tii hækkunar á fiskverði til jafns við kostnaðarauka útgerðarinnar á s. 1. ári. Teljum vér, að það myndi Mótmæli Húsavík, 29. jan.: — Bæjarstjóm og hitaveitunefnd hafa á fundi í dag samþykkt samhljóða eftirfarandi tillögu: „Bæjarstjóm Húsavíkur telur að samkvæmt samningi frá 12. des. 1962 um jarðhitaleit í Húsa vík beri jarðbomnardeild að láta Norðurlandsborinn bora að minnsta kosti aðra holu til hér í Húsavík og mótmælir því brott flutningi hans á þessu stigi máls ins. Hins veg.ar getur bæjarstjórn faillist á að þegar bomð hefur verið önnur hola, enda þótt hún beri ekki árangur, verði hita- vatns'leit hætt hér með Norður- landsbomum að því tilskyldu að jarðborunardeild haldi áfram hitavatnsleit hér með öðmm bor eftir nánara samkomulagi. — Fréttaritari. vera" farsælla fyrir þjóðina, ef söluskatturinn yrði enn hækk- aður um Vz % frá því sem gert er ráð fyrir í frumvarpinu eins og það nú liggur fyrir og að út- gerðin yrði rekin af fyllsta krafti og áhuga. Varðandi úrskurð formanns yfimefndar Verðlagsráðs sjávar- útvegsins 20. þ. m. segir svo í bréfi nefndar L.Í.Ú. frá 27. þ.m.: Verðlagsráð sjávarútvegsins hefur starfað frá því í desem- ber 1961 og við ákvörðun fisk- verðs hefur það verið viðtekin venja bæði í Verðlagsráði og í yfirnefnd, að tekið hefur verið tillit til framleiðsukostnaðar fiskvinnslustöðva svo og kostn- aður við að afla fisksins. Þess- ari reglu var einnig fylgt í yfir- nefnd nú þar til á síðasta fundi nefndarinnar þann 20. janúar s. L, að oddamaður ákvað fisik- verð hig sama og gilti á s. 1. ári, en að vorum skilningi með 4 mótatkvæðum. Er því hér brot in sú venja, sem gilt hefur við tvær síðustu verðákvarðanir þ. e. fyrir árin 1962 og 1963, en þá gmndvallaði yfirnefnd ákvarðanir sínár með samihljóða meiriihluta, enda teljum vér að gert hafi verið ráð fyrir slíku vig setningu laga. um Verðlags- ráð sjávarútvegsins, en þar segir í 9. gr.: „— og ræður meirihluti at- kvæða úrslitum.“ L. í. Ú. var samþykkt setn- ingu laganna um Verðlagsráð sjávarútvegsins, enda hefur það verið skilningur vor, að við ákvörðun fiskverðs skuli ávallt tekið tillit til þarfa útvegsins tiil þess að afla fisksins, enda er L. í. Ú. gert skylt samkvæmt lögunum að leggja fram áætl- anir um reksturskostnað fiski- skipa á hinum ýmsu veiðum og sjáum vér ekki, að slíkt geti haft tilgang, ef ekki á að taka tillit til þeirra í neinu. Nú hefur oddamaður yfirnefndar, Hákon Guðmundsson, hæstaréttaritari, brugðið þessari venju, og telur hann sig hafla fulla stoð í lögum til þess. Sjáum vér oss því til- neydda að fara þess á leit við hæstvirta «ríkisstjórn, að hún hlutist til um nú þegar að gerð- ar verði breytingar á lögunum um Verðlagsráð sjávarútvegsins, er tryggi, að vig verðákvarðanir ráðsins verði að jöfnu tekið til- íit til þarfa fiskiskipaflotans og þarfa • fiskvinnslunnar í landi, eftir að tekið hefur verið tillit til ríkjandi markaðsverða. (Fréttatilkynning frá L.Í.Ú.) ••••• • ’/ ...................................... ••• •• ■ Brezka freigátan Malcolm kemur til Reykjavíkur. Kanna segulsvið Surtseyjar í G Æ K kom brezka frei- gátan Malcolm hingað til Reykjavíkur. Með henni voru tveir ungir vísinda- menn úr rannsóknarliði Imperial College í London, þeir Peter F. Barker og Robin P/ Riddihough. — Fréttamaður Mbl. náði tali af þeim félögum skamma stund eftir að skipið lagð- ist að bryggju. Verkefni þeirra hingað til lands er að rannsaka segulsvið hinnar nýju eyjar, sem mynd- Pete F. Barker og Robin azt hefur við Vestmannaeyj- ar, Surtseyjar. Munu þeir mæla seguláhrifin á ákveðnu svæði suður af eynni. Þeir telja verkefni sitt taka sem nemur tveimur dögum,' ef veður reynist gott, en mæling- ar þessar er ekki hægt að fram kvæma nema í góðu veðri. — Þeir hafa ekki í hyggju að ganga á land á eynni, eða rann saka hana sjálfa til neinnar hlítar. Þeir félagar kváðust búast við því að ambassador Bretá hér á landi myndi taka sér ferð með Malcolm út til eyj- Riddihough. arinnar og þá myndu einhverj ir íslenzkir vísindamenn verða með í förinni, annars kváðust þ^jr ekki njóta beinnar að- stoðar eða samvinnu við is- lenzka vísindamenn við athug anir sínar. Þeir sögðu að þeim hefði verið bent á að hafa sam band við Þorbjörn Sigurgeirs- son prófessor, en að Iíkindum myndu þeir fremur ræða við hann er þeir hafa lokið mæl- ingum sínum til þess þá að hafa eitthvað fyrir hann að leggja. Þeir Barker og Riddihough sýndu okkur tæki þau, sem þeir nota við mælingarnar. í þilfarshúsi aftur á skipinu er komið fyrir allstóru bretti með margskonar mælitækjum, en frá þeim liggur svo 200 m lang ur kapall og á honum eru tæki, sem dregin eru í sjónum og verða þau að vera svona langt frá skipinu, til að það hafi ekki áhrif á segulmælingarn- ar. Peter F. Barker hefur áður verið hér á landi. Það var sum arið.1961 að hann vann að rannsóknum í nágrenni Akur- eyrar með hópi nemenda frá Lundúnaháskóla. Þeim félögum þótti kalt hér en urðu furðu lostmr er þeim var tjáð að þetta' væri fyrsti kaldi dagurinn um langt skeið. Þeir höfðu ætlað að Vinna að mælingum á leiðinni hingað, er þeir fór.u hjá Surtsey, en verkið var þá óframkvæman- legt vegna þess hve vont var i sjóinn og vindur 8—9 vindstig. Héðan heldur Malcolm til rannsóknanna strax og veður leyfir. Gl R. JÖHAIMIMSSON SKKIFAR UM SKÁKMÓTIÐ 11. UMFERÐ. , Tal — Nona. Spánski leikurinn. Eins og ávallt í þessari byrj un, náði hvítur frumkvæðinu og frjálsari stöðu. Tal fór sér þó í engu óðslega. Hann jók stöðuyfirburði sýna jafnt og þétt, unz fylkingar ungfrúar- innar tóku að riðlast. Tal vann svo auðyeldlega. Guðm. — Friðrik. Kóngsindversk-vörn. Friðrik reyndi að flækja taflið eftir föngum, en Guð- mundur hélt þó í horfinu. í miðtaflinu náði stórmeistar- inn úndirtökunum. Þó voru yfirburðir hans ekki nægi- legir til þess að reyna að vinna og sömdu keppendur um jafntefli eftir röska 30 leiki. Gligoric — Ingi R. Spánski leikurinn. Ég beittT hinu svonefnda Steinizt afbrigði af spánska leiknum. 1. e4, e5; 2. Rf3, Rc6; 3. Bb5, a6; 4. Ba4, Rf6; 5. 0-0, Be7; 6. Hel, d6; 7. Bxc6ý; bxe6. 8. d4 Rd7; 9. Rbd2, f6; 10. Rc4, 0-0. Fram að þessu mun skákin hafa teflst eins og skák þeirra Keres — Reshewsky í Los Angeles. Hér lék Reshewsky hinum eðlilega 10. — Rb6; 11. Ra 5, Bd7. Gligoric tjáði mér að hann hefði nú leikið c4 í stað 12. Dd3 sem Keres lék. Skák okkar varð . snemma flókin og mjög erfið. Mér tókst þó að skapa mér nægi- legt mótvægi í miðtaflinu. f 28. leik yfirsást mér bezti og jafnframt einfaldasti leikur- inn Dg6 í stað Dd7. Eftir það fékk Gligoric mjög þægilega stöðu, sem reyndist ekki kleift að verjast. Hvítur vann í 39 leikjum. Arinbjörn — Freysteinn. Kóngsindversk-vörn. Arinbirni urðu á mistök í byrjun taflsins, sem Frey- steini tókst þó ekki að nýta til fulls. í miðtaílinu virtist staðan öllu hagstæðari fyrir Arinbj. og í flækjum miðtafls ins vann Arinbj. mann og þar með skákina. Wade — Ingvar. Frönsk-vörn. Báðir aðilar tefldu óná- kvæmt í byrjun taflsins, en þó voru skekkjur Ingvars öllu meiri, því Wade náði betra tafli. í miðtaflinu vann Wade „franska peðið", og blés síð- an til atlögu að kóngi Ingv- ars og vann fremur auðveld- lega. . . Magnús — Trausti. Kóngsindversk-vörn. Magnús notfærði sér vel að- gerðarleysi andstæðings síns. Hann náði samtímis sókn á kóngsvæng og drottningar- væng. Úr því var ekki að sök um að spyrja. Jón — Johannessen. Frönsk-vörn. Jón átti betra tafl allan tím ann, en þegar skákin fór í bið var staða Sven Johannessen hagstæðari. Biðská. Hv. Kgl, Hf3, peð: a3, b4, c3, f4, h2. Sv.: KG, Hc4, peð: a6, b7, Í5, g7, h6. Hvítur lék biðleik. IR.Jóh.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.