Morgunblaðið - 31.01.1964, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 31.01.1964, Blaðsíða 13
Föstudagur 31. jan. 1964 MORGUN BLAÐI& 13 Hver á að brunatjón? — ef viðkomandi hvorki geta né vilja sækja skaðabætur í eigin vasa GóJShjartaðir grannar? Líknarstofnanir? Tryggingafélög? [ÞÓTT SUMT bendi til annars, er víst engin ástæða til þess að ef- ast um almennt svar við slíkum spurningum. Ætli nbkkur teldi eðra aðila réttkjörnari til þess- arar pliktar en tryggingafélög- in? En, hvers vegna þá að spyrja? Jú, einfaldlega vegna þess, að tryggingafélögunum er óhugnan lega oft sleppt við að inna þessa 6jálfsögðu kvöð af höndum; hlut verk, sem þau hafa þó Valið sér ejálf og eru stofnuð og starfrækt til að rækja. Hvens vegna? Áð- eins af þeirri einföldu ástæðu, að tryggingafélögín eru ekki beðin að gera svo vel- Þar ligg- ur hundurinn grafinn! Og samt er „bara að h'ringja, svo kemur það“. Svo einfalt er málið! 1 „Já, en eru ekki þessar bölv- aðar tryggingar, sem þeir eru alltaf að troða upp á mann, svo dýrar, að það sé frágangssök? “ spyr e. t. v. einhver. Nei, það er öðru nær! Þær eru svo órýrar, að það er með ólíkindum. Þess vegna ekki að furða, þótt lands- kunnur maður, sem fór að nokkru að gamni sínu í trygg- ingasöfnun eftir að hann var annars búinn að kasta af- sér reiðingi lífsstarfsins fyrir aldurs sakir, segði: „Tryggingafélags- ins vegna hefi ég ekki brjóst í xnér til að safna þessum áhætt- um á það fyrir þetta skíterí!“ En, hvað um þdð: í fyrsta flokks steinhúsi — en það eru flest ný- ieg og nýbyggð hús — kostar eitt hundrað þúsund króna venjuleg innbústrygging' kr. 100 — 120 segi og skrifa: eitt hundrað til eitt hundrað og tutt- ugu krónur yfir árið! Að vísu eru þetta ódýrustu tryggingam ar — nægilegar samt til að mæta þeirri hættunni, sem algengust er: eldsvoðanum '— en jafnvel þær kosnaðarsömustu, þar sem áhættan er mest, er árlegur tryggingarkostnaður af nefndri tryggingarupphæð ekki meiri en sem svarar hóflegri heimamál- tíð meðal fjölskyldu, eða ódýr- ustu dansleiksferð bindindis- hjóna, eða einni- góðvínsflösku þorstláts mánns! Svo hrikalegt fjárhagsævintýri er þetta. Ekki eð furða, þótt svo mörgum nú- tíma íslendingum hrjósi hugur við í djúpri samúð margra, að því er virðist! Og þó má enn ínilda þetta: Sum tryggingafé- lögin gefa afslátt — oft 10% — frá nefndu hungurlúsargjaldi. Finnst mönnum nú rík ástæða til þess að misnota sér góðvilja og hlýtt hjartalag samborgara sinna vegna þes hróplega og al- gjörlega óþarfa sjálfskaparvítis að koma ekki viðkomandi tjóna ábyrgð yfir á bök þeirra, sem eru boðnir og búnir að taka hana á sig: Tryggingafélaganna? Til hverrar viðurkenningar finnst því fólki, sem ekki tryggir inn- bú sín það hafa unnið? Er fyrir hyggja þess og framkoma slík, að við því sé sjálfsagt að búast af öðrum — þar í meðal óviðkom- andi fólki — að það leggi sig í líma fyrir það öðrum mönnum fremur? Ég spyr í einlægni og hreinskilni. En þó að umrædd trygginga- taka sé svo einföld og ódýr sem hér hefur verið upplýst, láta al- veg ótrúlega margir undir höfuð leggjast að tryggja. Maður skyldi þó ætla, að allir ábyrgir og hugs andi heimilisfeður a. m. k. gerðu þetta lítilræði alveg ótilkvaddir. En það er svo langt frá því að svo sé, að þrátt fyrir alltíða og Baldvin Þ. Kristjánsson nána eftirgangsmuni umboðs- og sendimanna tryggingafélaganna, fyrirspurnir þeirra, áminningar og hvatningu, auk fjölda upp- lýsingapésa, sem dreift hefir ver ið margsinnis ókeypis um allt land — já, þrátt fyrir allt þetta og margt fleira, skeður það enn í dag, að eldsvoði grandar að meira eða minna leyti eigum fólks nær og fjær, án þess að það hafi tryggt sér skaðabætur. Meira að segja er það Svo, að í sjálfum bæ allra tryggingafé- laganna kviknar þráfaldlega í með þessum ömurlegu afleiðing- um. Og skemmst er„ að minnast slíks fyrirbæris undir bæjar- veggnum — á Seltjarnarnesi — nú fyrir ekki mörgum dögum. Þessi átakanlega íkoma er næst um daglegt brauð. Og margir virðast horfa upp á þetta sem sjálfsagt og óviðráðanlegt nátt- úrufyrirbæri: skaðann og sköiim ina! Hvað skal gera? Margir hafa tilhneigingu til að liggja trygg- ingafélögunum sjálfum á hálsi fyrir aðgerðarleysi í trygginga- töku á sama tíma og aðrir kveinka sér undan frekju þeirra og tilætlunarsemi. Þau eru tor- tryggð vegna eiginhagsmunaaf- stöðu. En, hvað sem þessu líður, er það staðreynd, að betur má, ef duga skal! Það veitir áreið- anlega ekki af að heita á fleiri til fulltingis í þessum efnum. Hverja helzt? Auðvitað þá, sem fylgjast bezt með í þessum sök- um og holskeflur harmkvælanna virðast kella miskunnarlausast á; að frátöldum sjálfum fórn- ardýrunum: Dagblöð og presta! Dagblöðin og óbætt brunatjón Með tilliti til þess, hversu oft og harkalega dagblöðunum gefst tilefni til birtingar frásagna af óbættum brunatjónum, getur mann furðað á því, hve ástríðu- laust — ef svo mætti að orði komast — þau jafnan skýra frá þessu. Það er rétt eins og um frá sögn af hlöðuballi eða jafnvel aflafrétt sé að ræða, sem ekk ert er við að athuga né við að bæta. Þau ótíðindi, að fjölsklda hafi misst þakið ofan af höfðinu og flestar eða allar eigur sínar undir því ótryggðar, virðast varla koma blöðunum til að depla auga til viðvörunar eða á- minningar. Og stundum getur manni hálffundist eins og milli línanna liggi kaldrifjað afskipta- og áhugaleysi fyrir örlögum hms ógæfusama fólks, sé beinlínis ekki um manntjón að ræða. En slík ályktun er náttúrlega ails ekki rétt; bæði er hjartað sjálf- sagt á réttum stað, og eins bregzt það aldrei, að blöðin í elskusemi sinni séu ávalt reiðubúin til eins: að taka á móti ölmuSu til tjónbóta — oftast fyrir tilmæli eða áeggjan sóknarprestsins. Samt mun mega fullyrða, að upp úr efnahagslegu áfalli sé margur maðurinn miklu verr settur heldur en þótt hann standi um stund úti skjálfandi á nær- buxum, hvað marga hrærir þó til meðaumkutnar. Þetta sljóa afskiptaleysi blað anna er því furðulegra, sem bet- ur er vitað um vilja þeirra og viðleitni oft og tíðum til já- kvæðra afskipta; meira að segja einróma og samfelldra, hvar sem menn eru í sveit settir og hvaða lit sem þeir bera yzt og innst. Nægir í þessu sambandi að minna á umferðarslysamálin og samstöð una um sjóslysavarnir. En víðar er þörf varnaðarorða, og frekar hvað snertir orsök en afleiöingu Virðist samt, að mairgir geri sér það oft ekki ljóst. Eitt af því, sem getur ruglað nokkuð dómgreind í þessum mál- um — janfvel sumra blaða manna — er sú staðreynd, að þeg ar húseign og innbú brennur, er um tvennt gjöróiíkt að ræða með tilliti til tjónabóta. Annars veg- ar — varðandi sjálfa húseignina — kemur skyldutrygging til greina í hverju tilfelli, og þar með tildæmdar tjónabætur sam- kvæmt henni. Hins vegar varð- andi innbúið — ræður frjáls trygging í hverju tilfelli, og það er hér, sem á ýmsu veltur um það, hvort yfirleitt eða, að hve miklu leyti getur verið um tjóna bætur að 'ræða í tryggingalegu tilliti. Reginmunurinn á þessu tvennu kemur þráfaldlega ekki nógu skýrt fram og veldur þvl auðveldlega þeim mikla mis- skilningi, að hér sé um eitt og sama tóbakið að ræða. Það eru sem sagt allt önnur bótalögmál sem gilda gagnvart sjálfri hús- eigninni en því, sem í henni er. En þau lögmál geta verið hin sömu og jafnvel betri varðandi innbúin, því frjálsar tryggingar er jafnan hægt að sníða meira við hæfi og óskir hvers ein- staklings heldur en skyldutrygg ingarnar, sem fara eftir beinni aðalbraut bókstafsins gegn um þykkt og þunnt. En hvað þarf til? Aðeins að biðja um innbús- trygginguna: panta eignavernd- ina, hver ‘fyrir sig, og inna af höndum þá óverulegu greiðslu, sem þetta hefir för með sér. Ég vík aftur að því, að þrátt fyrir þann skort á hvatningu blaðanna til almennings um nauð syn tryggingatöku fyrir innbús eignir, sem maður saknar svo mjög — eru þau jafnan með ljúfu geði reiðu-búin eins til í nán um skyldleika við þessi mál: að taka á móti samskotum, stundum að eigin frumkvæði, en oftast samkvæmt tilmælum. Þessi hvumleiða og óalandi brunabóta- aðferð, þó í góðum huga og til- gangi sé gerð, hefir til skamms tíma hlotið furbanlega respekt sem sá „bjórsins kaldi sjór“, sem ætlað er að bæta fólki bölið, „þegar allt er komið í hundana“. En augu fólks eru smám saman að ljúkast upp fyrir þeim sann- leika, að þetta á ekki að vera; hvorki með tilliti til veitenda né Framh- á bls. 23. Frú Oswald í sjónvarpinu. Frú Oswald í sjónvarpsviðtali: Sannfærð um að Lee skaut Kennedy MARINA Oswald eigin- kona Lees Harveys Os- walds, sagði í sjónvarps- viðtali fyrir stuttu, að hún væri sannfærð um að maður hennar hefði orðið forsetanum að bana. „Ég vil ekki trúa því . .. en ég þekki of margar staðreyndir, staðreyndir sem sannfæra mig um að Lee hafi skotið Kennedy“, sagði þessi unga rússneska kona í viðtalinu. Sem kunnugt er var Oswald handtekinn sakaður um morðið á ■ Kennedy sama dag og það var framið, en tveimur dögum síðar skaut Jaek Ruby hann til bana. Meðan verið var að sjón- varpa viðtalinu við Marinu Oswald í Dallas, bárust þær fregnir frá ^ashington, að Warrennefndin, sem rannsak ar morð Kennedys, mum kalla hana til yfirheyrzlu inn an hálfsmánaðar. Verður hún fyrsta vitnið, sem nefndin yf irheyrir. f viðtalinu sagði frú Os- wald, að framferði manns henhar hefði komið henni illi lega á óvart. Hún hefði elskað Oswald og væri mjög döpur vegna þess að hann skyldi deyja svo ungur. „Eg fer til gráfar hans í hverri viku. já ■ stundum tvisvar í viku“, sagði hún. Marina Oswald er 22 ára lít il og ljóshærð. Eftir að maður hennar var myrtur, var frá því skýrt í fréttum, að hún talaði litla sem enga ensku, en í sjónvarpsviðtalinu gat hún svarað öllum spurningum sem fyrir hana voru lagðar án að stoðar túlks. Þegar lögreglan í Dallas handtók Oswald, fékk kona hans lögregluvernd og síðan hafa menn ú.r leyni þjónustu Bandaríkjanna vak að yfir hverju fótmáli henn- ar og barna hennar. En frú Os wald lagði áherzlu á, að hún væri ekki í varðhaldi og hefði frelsi til þess að gera hvað sem hún vildi. „Eg má fara í búðir hvenær sem ég vil og á hvaða stað sem mig langar til“. Dvalarstað frú Oswald er haldið leyndum en hann er einhversstaðar í Forth til“. Dvalarstað frú Oswald segist vilja búa áfram í Tex as ásamt dætrum sínum tveim ur Junie 2 ára og Rachel þriggja mánaða, en alls ekki fara aftur til Sovétríkjanna. „Rachel er fædd hér“, sagði frú Oswald, „og maðurinn minn er jarðaður í Texas. Eg vil vera hér áfram, búa hér . . . mig langar til þess að verða bandarískur ríkisborg- ari, þegar ég hef lært nægi lega mikið í ensku“. Frú Oswald og dætrum hennar hafa borizt peninga- gjafir víðsvegar að úr Banda ríkjunum og nema þær nú samtals um 1,5 milljónum ísl. kr. f viðtalinu þakkaði Mar ina Bandaríkjamönnum fyrir vinsemd í sinn garð og sagði: „Mig langar til að þakka ykk ur fyrir mína hönd og barna minna . . . Bandaríkjamenn eru mjög góðir og örlátir“. Það birti yfir frú Oswald, þegar hún fór að tala um börn sín, en hún var mjög alvarleg þegar rætt var um sannanim ar gegn manni hennar. „Eg hef nóg að gera við að gæta barna minna og hugsa um heimilið. Eg tek til, þvæ og elda dálítið og svo leik ég við börnin í garðinum“. Þetta er fyrsta viðtalið, sem haft hefur verið við Marinu Oswald frá því að maður henn ar var jarðaður. Hún var að lokum spurð hvort hún væri hrædd, og hún svaraði: „Nei, ég er ekki hrædd, allir hjálpa Mft

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.