Morgunblaðið - 31.01.1964, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 31.01.1964, Blaðsíða 24
TVÖFALT . EINANGRUNARGLER ?Oi»m reynsla hérlendia EGGERT KRISTJANSSON «CO HF 25. tbl. — Föstudagur 31. janúar 1964 laugavegi 26 aimi 206 70 Tal vann Friðrik TÓLFTA og næstsíðasta um»- ferð Skákmóts KeykjaviKur var tefld í gærkvöldi. Áhorf- endur voru eins margir og fyr- ir komust í Lídó. Mesta athygli vakti að vonum skák þeirra Friðriks Ólafssonar og Mikaels Tal. — Skákin var jöfn lengi framan af, en svo lenti Frið- rik í tímahraki og Tal náði undirtökunum. „Skákin var skemmtileg og vel samboðin meisturunum, sem te(Idu hana“, sagði Konráð Árnason, skákfréttaritari blaðsins, er hann hringdi fréttina í gær- kvöldi. Þá hafði Magnús unnið Trausta og Nona Arinbjörn. Öðrum skákum var ekki Iok- ið, er blaðið fór í prentun. — Hvemig er staðan í ó- loknu skákunum? spurðum við. „Ja, ég bara veit það ekki“, var svarið, „allt vitið fór í þessa einu skák. Það var ekki hugsað um annað, blessaður vertu“. Kjaradónmr verzl- unarmanna í næstu viku KJARADÓMUR verzlunarmanna er ekki væntanlegur fyrr en í næstu viku. Hefur orðið sam- komulag milli vinnuveitenda og Landssambands ísl. verzlunar- manna um að lokauppgjör á kaupi verði ekki greitt fyrr en hann liggur fyrir. Kjaradómur inn á sem kunnugt er að verka aftur fyrir sig til 1. október. Azkenasy og Kristinn Hallsson á tónleikum S O V É Z K I píanóleikarinn Vladimir Azkenasy hefur boð izt til þess að halda hér hljóm leika í vor ásamt Kristni Halls syni óperusöngvara Mun Kristinn hafa farið utan í morgun, til London, — til þess meðal annars, að æfa með píanóleikaranum ljóða- flokkinn „Dichterliebe“ eftir Schumann. P’ ^ Pétur Péturs- mmíson, sem haft |hefur forgöngu í|um alla tónleika | iAzkenasys hér, sagði Mbl. í gær, jað honum hefði Iborizt bréf frá jAzkenasy, þar Isem hann segð- "ist gjarna vilja halda tónleika ásamt Kristni Hallssyni söngvara, að lokinni hljómleikaferð, sem fyrirhuguð er í marz. Höfðu þeir hitzt, er Azkenasy var hér á ferð og hon- um geðjast einkar vel að söng Kristins. Azkenasy verður í London í febrúar og hyggst Kristinn dvelj- Frumvarpið orðið að lögum FRUMVARP ríkisstjórnarinn- ar um ráðstafanir vegna sjáv- arútvegsins o. fl. var afgreitt sem lög frá cfri deild Alþingis í gær. 2i og 3. uinræða máls- ins fór þá fram i deildinni, og við lok 3. umræðu var frum- varpið sámþykkt með ellefu atkvæðum gegn fimm. — Sjá þingfréttir á bls. 8. ast þar nokkrar vikur, sækja nokkra tíma hjá fyrrverandi kennara sínum — og undirbúa fyrirhugaða tónleika með Azkén- asy. Píanóleikarinn fer síðan í hljómleikaferð um meginlandið, til Grikklands og loks til ísrael, en þangað hefur honum verið boð ið með alla fjölskylduna. Tón- leikarnir hér verða að öllum lík- indum síðari hluta maímánaðar. Valinn borstaður í Eyjum Vestm.eyjum, 30. jan.: — Tveir menn frá Jarðhitadeild Raforku- málaskrifstofunnar . voru hér í Vestmannaeyjum í dag, þeir ísleifur Jónsson, verkfræðingur og- Jón Jónsson, jarðfræðingur. Voru þeir að athuga líklega staði fyrir borun eftir köldu vatni. Völdu- þeir blett norðan við Hástein. Vitaskipið Árvakur er á leið- inni með höggbor, sem nota á til að bora fyrstu 200 metrana. En síðan kemur stærri bor, sem verið er að taka niður á Húsavík og v^rður fluttur hingað Tveir hestar far- ast í bílslysi LAUST eftir miðnætti í fyrri- nótt var ekið á tvo hesta á Flóa- veginum. Drapst annar strax, en hinn varð að aflifa. Fólksbíll frá Selfossi var á veginum austan við bæinn Tún, er hann lenti í hrossahóp. Bíl- stjórinn sá ekki hestana fyrr en of seint, en mikil hálka var á veginum. Rakst bíllinn á tvo hesta frá Langstöðum, og var annar reiðhestur. Drapst ótamdi hesturinn starx, en hinn meidd- ist svo mikið að varð að aflífa hann. Bíllinn er mikið skemmd- ur.. Ekki urðu slys á mönnum. Sígarettusala saman i Kvenfólk spyr nú mikið um pípur og vindla. Áhrifa bandarísku skýrslunnar farið að gæta ÞEGAR er farið að gæta á- hrifa niðurstaða banda- rísku sérfræðinganefndar- innar um reykingar og heilsufar. í Reykjavík er greinilegt að sígarettusalan er að dragast saman, en pípu- og vindlakaup hins- vegar að færast í aukana. Kvenfólk spyr nú mikið eftir pípum, en ekkert er að heita af kvenpípum á mark aðinum. Væntanlegar eru þær þó innan skamms. Þá hefur kvenfólk einnig ver- ið að fikra sig áfram varð- andi vindlareykingar að undanförnu, að því er Mbl. var tjáð í tóbaksverzlun- um í gær. — Enda þótt Ijóst sé, að full snemmt sé að spá um minnkandi reyk ingar, þar sem oft fer svo, að reykingamenn hætta um tíma en falla síðan aftur íyrir freistninni, er það ljóst af samtölum, sem Morgunblaðið átti í gær við ýmsa aðila, sem verzla með sígarettur, að sala þeirra hefur minnkað. Sumir sögðu að hún hefði minnk- að mikið, aðrir að hún hefði minnkað töluvert og enn aðrir að hún hefði minnk- að eitthvað. Flestum har saman um að sala á pípum, vindlum og reyktóbaki hefði aukizt mikið. Mbl. fékk þær upplýsingar hjá Áfengis- og tóbaksverzlun ríkisins að sala á sígarettum hefði minnkað. Ekki væri hægt að segja hversu mikið, en eftir mánaðamótin myndu liggja fyrir tölur um sölu í janúar til samanburðar við söluna í janúarmánuði í fyrra. Eftirfarandi upplýsingar fékk Mbl. hjá fimm aðilum í Reykjavík, sem verzla með sígarettur í smásölu: Tóbaks- og sælgætisverzlun- in, Laugavegi 92: „Jú, sígar- ettusalan hefur minnkað mik- ið, aðallega sala á Camel. Þar tökum við raunar mest eftir þessu, því mest er selt af Camelsígarettum. En við höf- um einnig tekið eftir þessu varðandi aðrar tegundir af sígarettum. Okkur virðist þannig að sala á filtersígartett- um hafi einnig minnkað mik- ið. Þessi samdráttur hefur all- ur átt sér stað eftir að banda- ríska skýrslan var birt. , „Hitt er svo annað mál, að við seljum nú iðulega sama manninum eina sígarettu fimm til sex sinnum á dag. Margir reyna að hætta þannig, en venjulega eru þessir menn byrjaðir -að reykja aftur af fullum krafti eftir viku eða svo. Vindlasala hefur heldur aukizt hjá okkur, og sama er að segja um píputóbak". Tóbakssalan, Laugavegi 12: „Okkur virðist sem ekki hafi dregið mjög mikið úr sígarettu sölunni. Aðallega verðum við varir við samdrátt í sölu filter lausra sígaretta. Hér seljum við um 20 tegundir af sígar- Framh- á bls. 23. Wade teflir f jöl- tefli við ungliiiga HINN kunni skákmeistari Ro- bert G. Wade teflir fjöltefli við pilta í skákklúbb Æskulýðsráðs Reykjavíkur og aðra pilta inn- an 16 ára í tómstundaheimilinu að Lindargötu 50 í kvöld kl. 7,30. Piltarnir eru beðnir um að hafa með sér töfl. Þátttaka kost- ar kr. 50.00. Wade mun útskýra eina ská’k úr fjölteflinu að því loknu. Mikil hálka á götum GEYSIHÁLT var á götum Reykjavíkur í gær og duttu margir og meiddu sig. Var mikið að gera á slysavarðstofunni, en ekki voru þó stórslys að því er Mbl, bezt veít. Keflvíkingur í brezka sjón- va»*r'?nu Keflavík, 30. jan. KEFLVÍKINGUR einn, Emil Kristjánsson, Hátúni 16, flýgur í fyrramálið til London, þar sém honum hefur verið boðið að koma fram í sjónvarpi BBC. Emil starfar í Slökkviíiðinu á Keflavíkurflugvelli. Þeígar hann var 13 ára gamall kynntist hann 17 ára pilti, er var í brezka hemurn, Dennis Stanley Jewiss að nafni. Þeir hafa síðan haft bréfasaimband, en ekki sézt í 20 ár. Allt í eimu fékk Emil svo upp- hringingu írá London, þar sem honum var boðið að koma til London og vera „surprice guest“ eða koma sem óvæntur gestur í þáttinn „This is your lif“ í sjón- varpinu, en Dennis Stanley Jewiss, vinur hans, er æskulýðs- leiðtogi, sem starfar við sjón- varpsþætti. Eiga þeir félagarnir sjálfsagt að rifja upp kynni sín á íslandi. — hsj. Eyjabátar teknir í landhelgi Vestmannaeyjum, 30. jan. — í dag koip varðskipið Albert ínn með tvo V estmannaey j abáta, sem varðskipsifienn höfðu stað- ið að ólöglegum botnvörpuveið- um í landhelgi. Þetta voru 30-40 lesta bátar, Skúli fógeti og Björgvin. Var mál þeirra lagt fyrir bæjarfógeta, en réttarhöld eru ekki hafin. Allir Vestmannaeyjabátar voru á sjó í dag. Línubátum fer fjölgandi og er afli allgóður. — Bj. Guðm.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.