Morgunblaðið - 31.01.1964, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 31.01.1964, Blaðsíða 22
22 Mnnr.uM*i aOIÐ Föstudagur 31. jan. 1964 Rússnesku stúlkurnor unnu þrefuldun sigur Olympíuetlduriim tendrað- reykur. Josl Rieder sem 1958 logar næstu dægur yfir Inns- ur í Insbruck. Eldtungur afiaði landi sínu heimstitils í bruck. stíga til himins og kolsvartur svigi tendraði eldinn, sem nú Stigin í Innsbruck EFTIR 2 daga keppni í Inns bruek hafa Rússar tekið for ustuna í keppninni um verð launapeningaha. Lokið er þá keppni í 6 greinum. Listinn er þannig. G S B Sovét........ 2 1 2 Finnland .... 2 0 0 Austurríki .... 1 0 0 Þýzkaland .... 0 1 1 Frakkland .... 0 1 0 Noregur ..... 0 1 0 Kanada ...... 0 0 1 Stigakeppnin (sem er óopin ber) miili landanna um 6 efstu sætin er þannig. Sovét 13 stig, Þýzkaland 11, Finnland 8, Austurríki 7, Frakkland 6, Noregur 5, Svíþjóð 5, Kanada 4, Sviss 4, Bandaríkin 3. LYDIA Skoblikova setti nýtt Ol ympíumet í 500 m skautahlaupi kvenna á OL í Innsbruck í gær. Hljóp hún vegalengdina á 45,0 sek. — og grét af gleði á eftir og faðmaði hvem sem fyrir varð. Rússneskar stúlkur urðu nr. 2 og 3 en bandarískar nr. 4 og 5. Sænska stúlkan Gunnlia Jakob- son varð nr. 6 — og klauf þann ig bandariska tríóið. England heimsliðið KNATTSPYRNUKVIKMYNDIN sem KSÍ keypti af leik Englands og úrvalsliði heimsins og sýna átti í Tjarnarbæ í gær kl. 7, varð ekki sýnd vegna bilunar á sýn- ingarvél. Frumsýningin verður í kvöld kl. 7 í Gamla bíói og þar verða sýningar á myndinni næstu daga. Zimmerman varð þjdð- hetja fyrir gullið Fyrsti Norðurlandabúinn varð í 22. sæti i keppninni HINN 24 ára gamli kokkur, Egon Zimmerman, varð þjóðhetja í heimalandi sínu Austurríki, er hann í gær vann gullverðlaun í brunkeppni OL í Innsbruck. Hann skaut rúmlega 80 kepp- endum frá 27 löndum aftur fyrir sig. Zimmerman sem varð 10. í þessari grein á síðustu Vetrar- leikum fór brautina, 3.100 m. langa, á 2.18,16 mín. og var sek úndubrotum á undan næsta manni Leo Lacroix Frakklandi. FÖGNUÐUR Zimmerman var ákaflega fagn Frá fyrsta stafta ki hafði Finninn forystu í göngunni Og á síðustu metrum krækti Norðmaður i 2. sætið FINNINN Mæntyranta var frá sinu fyrsta staftaki hinn öruggi sigurvegari í 30 km skíðagöngu í Innsbruck í gær. Það var eins og hann ætlaði sér að taka spilið með trompi þegar í upphafi — og það reyndist sannarlega happasælt honum. Við 10 km markið hafði Mæntyranta notað 28.58.7 mín. 2. var Ellefsæter Noregi 29.10.7 mín og 3. Laurila Finnl. 29.12.8. Og Mæntyranta hélt yfirburð- um sínum, — og reyndar jók þá. Við 20 km markið hafði hann notað 1.00.20.7 klst. 2. Laurila- landi han 1.01.28.7 og 3. Voront- sjitsjin Sovét 1.01.27.5 klst. Á hádegi í gær var frost hafi fari ANA fyrir sunnan j um allt land, mjög víða yfir jan)j Gg áfram verði kalt með 5 stig. Horfur voru á því að y lægðin sem sést suðvestur í aust og norðlægum áttum. Laurila varð að gefa eftir á síðasta sprettinum og hafnaði í 6. sæti. En síðasti kaflinn var sprettur Grönningens Noregi sem vann sig upp í „silfursætið“ —»■ en enga möguleika hafði hann til að ná Mæntyranta á tíma. Mæntyranta var ekki ánægð- ur með «ð TTalda í horfinu því einnig á síðustu 10 km sprettin- um vann hann á og jók sitt for- skot. Hann var y firburðas i gur - vegari. Ég hefði aldrei unnið Finnann. NTB fréttastofan hafði sam. tal við Grönning „silfurmann“. Hann hafði verið kvefaður fyrir keppni og hafði þau ráð í upp- hafi að reyna ekki um of á sig ef kvefið gerði honum erfitt fyr- ir. Hann fór sér hægt framan af en fylgdist vel með. — Ég fann við 15 km markið að allt var í lagi og lagði að mér. En þó ekkert hefði verið að hefði ég enga mögílleika haft til að sigra Mæntyranta, sagði Norð maðurinn. Ef honum tekst upp, þá þarf mikið til að koma í veg fyrir sigur hans. Grönning sagðist telja að þessi 30 km braut hafi verið einhver sú hraðgengasta braut sem hann hefði farið. að, klappaður og kysstur eftir hina glæsilegu för sína niður hina erfiðu braut. Þau læti upp- hófust strax og hann hafði lokið ferðinni og aðrir keppendur streymdu í mark hver af öðrum. Enginn vissi úrslitin. En er þau komu ætlaði allt um kojl að keyra. í þessari keppni báru keppend ur Alpalandanna hreinlega af. Þeir skipuðu 13 efstu sætin. Sönnuðu þeir ákveðið að skipun in í 1. grúppu í, keppninni var ekki óréttlátlega gerður. NORÐURLANDABÚAR Norðurlöndin áttu ekki gull að sækja í þéssa keppni. Beztur var — og vakti mikla athygli — Finninn Raimo Mannien, sem varð 22. á 2.23,94 (eðcT tæplega 6 sek. á eftir þeim bezta). Næst ur kom Finninn Ulf Ekstan nr. 16 á 2.27,31, Bengt Erik Grahn Svíþjóð varð 31. á 2.29,29, Jon T. Överlajid Noregi 32. á 2.29,74 og Arild Holm Noregi 38 á 2.31,32. VILL VERÐA HÓTELEIGANDI Zimmerman, sem engan veg- inn telur íþróttir fremstar í sínu lífi, er bráðlega 25 ára gamall. Hann hefur áður hlotið sigra í öllum greinum alpaíþrótta — og það á morgum stærstu mótum Ev'rópu. í Chamonix 1962 varð hann heimsmeistari í stórsvigi og brons í brupi. Hann er kokkur að atvinnu, hef tungumál og hefur í huga að verða hóteleigandi. Svig, brua og þvíumlíkt hefur hann sem flestir Austurríkisbúar stundað frá barnæSku. Annar í svigi varð Frakkinn »Leö Lacroix 2.18,90 og 3. Þjóð verjinn Wolfgang Bartels 2.19,48 mín. 4. Minsch Tékkóslóvakíu 2.19,54. 5. Leiltner Þýzkalandi 2.1S,67. 6. Pe Lat Frakklandi 2.19,79. FH og Fram unnu TVEIR leikir fóru fram í 1. deild handknattleiksmótsins í gærkveldi. FH vann Ármann með 18:17 og Fram vann ÍR með 34:21. Einnig hefur verið dregið um hvaða lið mætast 1 3. umferð skosku bikarkeppninnar. East Stirling gegn Dunfermline Dundee gegn Clyde eða Forfar Motherwell gegn Hearts Rangers gegn Partiok Kilmarnook gegn Albinon R. Celtic gegn Aierdrie St. Mirren gegn Stranraer i Q. Park gegn AYR. \ Þórhallur 61. Birgir nr. 64 ÍSLENZKU keppendurnir, Þórhallur Sveinsson og Birgir Guðlaugsson, urðu nr. 61 og 64 (í sömu röð) í 30 km göngu- keppninni í Innsbruck í morgun. Tími Þórhallar var 1 klst. 51 mín. 43.4 sek„ en timi Birgis var 1 klst. 54 mín. 00.3 sek. Þannig segír í einkaskeyti til Mbl. frá Associated Press fréttastofunnl. Því má við bæta að tíminn er sá bezti sem nokkur fs- lendingur hefur gengið þessa vegalengd á, þótt skíðamenn- irnir hafi rekið lestina í Innsbruck. Til samanburðar má geta þess að vegalengdin er svipuð og frá Reykjavík til Kolviðar- hóls. — (Ath. Mism. á röð íslendinga í fréttum hér og í útvarpi stafar af því að útvarpsfréttir eru fluttar áður en endanlegur dómur fellur um ógildingu keppni. T.d. voru Ellefsæter, Noregi, og Marek, Póllandi, dæmdir ógildir, en þeir hefðu hlotið 18. og 34. sæti i keppninni).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.