Morgunblaðið - 31.01.1964, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 31.01.1964, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLADID FöstudagUr 31. jan. 1964 Ctgefandi: Hf. Arvakur, Reykjavík. Framkvaemdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur Matthías Johannessen, Eyjólfur Konráð Jónsson. Auglýsingar: Arm Garðar Kristinsson. CTtbreiðslustjóri: Sverrir Þórðarson. Ritstjórn: AðaJstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Áskrifturgjald kr. 80.00 á mánuði innanlands. 1 lausasölu kr.- 4.00 eintakio. NÝ NEFND - VALDA- BRASK FRAMSÖKNAR eftir Skúla Skúlason jóðin spyr: Hver eru úr- ræði Framsóknarflokks- ins í efnahagsmálunum, eftir að hann hefur myndað þjóð- fylkingu með kommúnistum um nýtt kapphlaup milli kaup gjalds og verðlags og hvers konar skemmdarstarfsemi til þess að trufla það jafnvægi, sem tekizt hafði að skapa eft- ir uppgjöf vinstri stjórnarinn- ar? Tíminn skýrði í forystu- grein sinni í gær frá því hver þessi úrræðu væru. Hann sagði að Framsóknarmenn hefðu flutt tillögu um það við 2. umræðu um stjómarfrum- varpið um ráðstafanir í þágu sjávarútvegsins, að ríkis- stjórnin skipi 8 manna nefnd — tvo frá hverjum þingflokki eftir tilnefningu þeirra — til að rannsaka efnahagsmál þjóðarinnar og leita sam- komulags um aðkallandi ráð- stafanir í þeim efnum. ¥ Þetta er þá eina úrræði Framsóknar. Hún leggur til að kommúnistar og Fram- sóknarmenn gangi í nefnd með fulltrúum stjórnarflokk- anna til að rannsaka efna- hagsmál þjóðarinnar og leita samkomulags um aðkallandi ráðstafanir í þeim efnum. Skyldi nokkur maður, sem eitthvað fylgist með í ís- lenzkum stjórnmálum, fara í grafgötur um það, hvað hér sé á ferðinni? Áreiðanlega ekki. Framsóknarmenn og komm- únistar hafa svarizt í fóst- bræðralag um að eyðileggja hinn mikla og heilladrjúga árangur viðreisnarstarfsins, sem núverandi ríkisstjórn hefur unnið, allt frá því að flokkar hennar tóku við ís- lenzku efnahagslífi í rústum eftir úrræðaléysi og uppgjöf vinstri stjórnarinnar. Þegar svo er komið að þjóðfylkingu kommúnista og Framsóknar hefur tekizt að skapa útflutn- ingsframleiðslu þjóðarinnar stórfellda erfiðleika og raska efnahagslegu jafnvægi í þjóð- félaginu, þá koma Framsókn- armenn og eiga þá tillögu eina, að ný nefnd verði stofn- uð og niðurrifsöflunum boðið þar til sætis! * Hin gamla maddama er enn einu sinni að fara á fjörurnar um það að komast til valda. Þjóðin hafnaði forystu henn- ar og kommúnista með ótví- ræðum hætti í almennum al- þingiskosningum á sl. sumri. Hún vildi ekki fá yfir sig nýja vixistn stjórn, ekki nýtt valda brask Framsóknar og Moskvu manna. Það fer ekkert duit að bar- átta kommúnista og Fram- sóknarmanna fyrir nýrri verðbólguskriðu og tilraunir þeirra til að stöðva útflutn- ingsframleiðsluna stefna fyrst og fremst að því að eyði- leggja árangur viðreisnar- stefnunnar og spilla öllum starfsfriði fyrir löglega kjör- inni stjórn landsins. Yfir- gnæfandi meirihluti íslgnd- inga gerir sér þetta ljóst. En íslenzkur almenningur hefur fengið nóg 'af valdabraski Framsóknarflokksins, hlut- drægni leiðtoga hans, skatt- ránsstefnunni, viðskipta- ófrelsi og margs konar rang- læti. Framsóknarmenn vita sjálfir að þeir hafa með henti- stefnu sinni dæmt sig frá þátt töku í stjórn landsins um langt skeið. Tilboð þeirra nú um nefndarskipun til að leysa þau vandamál, sem þeir hafa átt ríkastan þátt í að skapa í samvinnu við kommúnista er falsyfirlýsing ein, sem ekkert liggur á bak við annað en lævísleg tilraun til þess að hefja nýtt valdabrask og til' þess að leiða hina spilltu hentistefnu á ný til hásætis í íslenzkum stjórnmálum. IÐNREKSTUR í KAUPTÚNUM rír ' alþingismenn, þeir Gunnar Gíslason, Björn Pálsson og Benedikt Grön- dal, hafa nýlega lagt fram á Alþingi þingsályktunartillögu um athugun á auknum iðn- rekstri í kaupíúnum og kaup- stöðum. Er þar lagt til að at- hugað verði hvað hægt sé að gera til þesS að auka iðnað í þeim kauptúnum og kaup- stöðum úti á landi, þar sem ónóg er atvinna. Er gert ráð fyrir að sérstaklega sé athug- að, hvaða iðngreinar sé hag- kvæmast að starfrækja á hverjum stað og tillögur gerð- ar um á hvern hátt eigi að útvega fjármagn, svo hægt sé að starfrækja iðnfyrirtæki. í greinargerð tillögunnar benda flutningsménn á, að í einstökum kauptúnum og kaupstöðum úti á landi skorti töluvert á atvinnuörygggi. Atvinnulífið þar sé of ein- hæft og nauðsyn beri til að gera það fjölbreyttara, þann- ig að unga fólkið fái þar verk- efni við sitt hæfi og þurfi Osló 19. janúar 1964. ÞRÁTT FYRIR Evrópumeist- aramót á skautum og sífeld mót í vetraríþróttum vegna undirbúnings undir Olymps- vetrarleikina í Innsbruck 1 næsta mánuði, befur íslenzkra málefna gætt talsvert veru- lega undanfarna daga hér í höfuðstaðnum. Veldur þessu heimsókn Gylfa Þ. Gíslasonar menntamálaráðherra, fyrir- lestrar hans og opnun hinnar íslenzku bókasýningar í há- skólanum í gær. — Ráðherr- ann kom hingað á miðviku- daginn, beina leið af fundi 1 Helsinki með menntamálaráð herrum Norðurlanda, þeirra á meðai norska ráðherranum Helge Sivertsen. Stjórnir ís- lendingafélagsins hér og Norsk-Islandsk Samband not uðu þetta tækifæri til að fá dr. Gylfa til að halda fyrir- lestur um ísland í fyrradag, en daginn áður hafði hann flutt langt erindi í hagvísinda deild háskólans um „Inflasjo- nsproblemer med utgangs- punkt i situasjonen pá Is- land“. Almenni fyrirlesturinn í fyrradag var haldinn í gamla hátíðasalnum í Oslóháskóla. Var þar fjölmenni þó ekki væri fullt hús, enda er salur inn stór, og voru flestir norsk ir íslandsvinir og landar í Osló þar viðstaddir. Helge Sivertsen ráðherra setti sam- komuna og bauð ræðumann- inn velkominn en að svo búnu tók dr. Gylfi til máls. Erindi hans var skipúlegt og sköru- lega flutt og tókst ræðumanni að lýsa högum íslands og meg instraumum íslenzks þjóðlífs ótrúlega # rækilega í ekki lengra erindi. — En að erind- inu loknu las leikkonan Eva Ström Ástrop upp nokkur ís- lenzk kvæði hinna yngri ís- lenzku skálda í norskri þýð- ingu. Var þetta hin prýðileg- asta samkoma, þó lítt væri hennar getið í blöðunum hérna morguninn eftir. En þess má geta til skýringar, að daginn sem dr. Gylfi kom til Oslóar höfðu flest blöðin flutt ítarleg viðtöl við hann og sum þeirra fluttu greinar um ís- ekki að flytja burtu til þess að freista gæfunnar annars staðar. Hér er vissulega hreyft máli, sem verðskuldar athygli og athugun. Þrátt fyrir öfluga framleiðslustarfsemi í flest- um kauptúnum og kaupstöð- um úti um land hefur stund- um orðið þar vart tímabund- ins atvinnuleysis. Á allra síð- ustu árum má þó segja að atvinna hafi yfirleitt verið næg og afkoma almennings góð. En að því ber að stefna að gera atvinnulífið þar fjöl- breyttara og skapa ungu fólki þar fleiri möguleika til þess að velja sér lífsstarf. Á því veltur framtíð byggðarlag- anna að verulegu leyti. land í tilefni af heimsókn ráð herrans. í gær kl. hálfþrjú var bóka sýningin íslenzka svo opnuð í „bókamiðstöð“ háskólahverf- isins á Blindem í Osló, en ár degis var ýmsum gesþim boð ið að skoða hin nýju háskóla húsakynni þar efra. Er gamli háskólinn við Karl Jóhamns- götu smátt og smátt að flytja ýmsar kennsludeildir sínar til Blindern, og áður en lýkur verður lítið annað en lögfræði deildin eftir I hinum gamla veglega háskóla niðri í borg- inni. Svo mjög vex aðsóknin að hinni æðstu framhalds- menntastofnun Noregs sem þá þótti vera byggð „við vöxt“ á sinni tíð. Eftir stríð hefur tala stúdenta sen'. stunda fram- haldsnám aukist svo stórlega ár frá ári, að áætlanir fram- sýnustu manna um vöxt menntamannastéttarinnar hafa reyrrzt of lágar, og þess vegna heyrist oft barlómur um, að stúdentar komist ekki að á „stalíi menntagyðjunnar j Minervu". Og þó hefur verið stofnaður háskóli í Bergen eft ir stríð á grundvelli þeim, sem gerður hafði verið áður af Bergens Museum, sem raun verulega var háskóli. í haust varð hann að setja upp úti- bú í Stavanger, og nú gera norskfa- „Norðlingar" kröfu til þess að fá háskóla í Trom- sö. En Niðarós hefur um langt skeið haft eina verkfræðinga háskólann í Noregi. En svo að sögunni víki aft ur til Blindern þá rísa þar upp stórbyggingar svo að segja á hverju ári. Þar er alltaf eitthvað í smíðum og ekki sízt vekur það athygli hve sérbyggingar ýmissa nátt úrufræði- og læknisfræðirann sókna eru þar umfangsmikl- ar. Hér er ekkert rúm til að lýsa því. En til þess að gefa lesandanum hugmynd um hve manmargt er þarna i þessari miðstöð menntanna á Blindern veit ég ekki annað ráð betra en að nefna það, að þegar sýnt var eldhúsið á „Velferdssentret" hafði ég orð á því, að það mundi vera ó- FORYSTA I GEIMRANN- SÖKNUM jVlargt bendír til þess, að Bandaríkin hafi nú tekið forystuna í geimrannsóknum og geimflugi. Þau hafa nú sent á loft gervihnött, sem vegur 19 tonn. Er það lang- samlega þyngsti gervihnött- ur sem sendur hefur verið á braut umhverfis jörðu. Það var eldflaugin Saturnus I sem flutti þennan gervihnött á braut sína. Vóg hún samtals fullhlaðinu um 562 tonn. Það er skoðun sérfræðinga að hér sé um mikið afrek að ræða og merkan áfanga í sögu geimrannsókna. Samvinna Bandaríkja- manna og Rússa á þessu sviði vísindanna hefur undanfarið þarflega stórt, en leiðsögu- maðurinn svaraði, að það yrði að vera nokkuð. stórt, „því að við þurfum að hafa mat handa 6000 manns á hverjum morgni og miðdegisverð handa yfir 3000 — og þessar tölur eru alltaf að hækka“. Enda sannfærðist maður um, þegar inn í mötuneytið (cafe taríuna) kom, áð þarna er allt stórt í brotinu. Á 3. þúsund manns mun geta borðað þar samtímis. Prófessor Vogt, núverandi rektor háskólans bauð til há degisverðar áður en sýningin var opnuð og munu hafa ver ið þar 30—40 gestir. Kennar- ar frá ýmsum deildum háskól ans, formenn Norsk-isl. Samr band og íslendingafélagsins, þeir Tönnes Andenes og Árni Eylands og ýmsir fleiri ís- landsvinir og nokkrir ísilend ingar. Heiðursgesturinn var vitanlega dr. Gylfi og þakk aði hann fyrir matinn með stuttri og smellinni ræðu. — Og svo hófst sýningin, en hún er í þeim hluta „velferds sentret* sem nefnist Galleri Fredrik (nafnið mun stafa frá því, að Oslóháskóli hét þangað til fyrir skemmstu „Det kgl. Frederiks Univer- sitet). í bókadeildinni þar voru nú komnar 300—400 fall egar íslenzkar bækur, en til hliðár var autt svæði handa boðsgestum og bak við þær blasti við með stórum stöfum „motto* sýningarinnar: „Frá Snorra Sturlusyni til Halldórs Laxness!“ Háskólarektor bauð gesti velkomna og gerði grein fyrir hvernig sýningin hefði orðið til: Það er Oslóarháskóli, í samvinnu við norska kennslu málaráðuneytið og Háskóla- bókaforlagið sem að henni stendur og hefur allan veg og vanda af henni. Því næst tók dr. Gylfi til máls. Hann þakkaði fyrir þann sóma, sem Oslóarháskóli og ríkisstjórn- in hefði sýnt fslandi með því að efna til þessarar sýningar á bókmenntum og útgáfu- starfsemi íslendinga, því að bókmenntirnar væru sá þátt- ur menningarlífsins, sem helzt hefði orðið til þess að Framh. á bls. 14. farið mjög vaxandi. Er ástæða til þess að fagna því. Sam- einuðu þjóðirnar hafa á þing- um sínum samþykkt yfirlýs- ingar, þar sem látin er í ljós sú skoðun, að nauðsyn beri til þess að alþjóðleg samvinna takist um geimrannsóknir og geimferðir í þágu friðar á jörðu. Geimvísindunum fleyg ir nú fram með ári hverju. Margt bendir til þess að með þeim megi ná hagnýtum árangri á ýmsum sviðum, t.d. á sviði sjónvarps- og veður- vísinda. Er nú talið líklegt að alheimssjónvarp muni í fram tíðinni vera rekið með gervi- hnöttum og að veðurspár verði stórum öruggari á grund velli þeirra upplýsinga, sem nú er auðvelt að afla með vís- indatækjum úti í himin- geimnum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.