Morgunblaðið - 02.02.1964, Page 8
8
MORCUNBLAÐIÐ
Sunnudagur 2. feHruar 1964
Dr. Benjamín Eiriksson:
Ófullkomin sagnritun
GEF OSS BARRABAS! Mér
flaug í hug þetta hrop lýðsins,
þegar ég ias nýlega ritdóma um
bók Krtstjáns Aibertssonar: Ævi
sögu Hannesar Hafsteins.
Fyrir nokkrum árum sýn-di
Þjóðleikhústð leikrit eftir Krist-
Benjamin Eiríksson.
Fyrri grein
ján: Haust. Mér fannsit þetta
gott leikrit. Það vantaði aðeins
herzlumiuninn að það væri ágætt.
Og það hefði þurft að koma tutt-
ugu árum fyrr, þvi að það flutti
hugvekju gegn einræði. En mér
til mikillar undirunar réðust
gagnrýnendurnir með tölu á
leikritig og rifu Kristján í sig
þangað til ekkert var orðið eftir
nema beinagrindin. En Kristján
hefir síðan safnað nýju holdi og
skinni og sent frá sér tvö bindi
af Æviségu Hannesar Hafsteins,
skálds og stjórnmálamanns. En
nú bregur svo við að gagnrýn-
endunum finnst flestum bókin
góð, og komasf sumir fjálglega
að orði, en mér finnst hún ekiki
góð, þótt hún sé eins læsileg og
fjörugur reyfari. Ég hefði viljað
bíða með að skrifa um bókina
þangað til hún væri öll komin
út. En furðuskrifin, sem birzt
hafa, gera að ég tek heldur
•þennan kostinn.
Kristján Albertsson byrjar
ævisögu Hannesar Hafsteins á
því að segja frá því að hann sé
þriðji íslendingurinn sem ís-
lenzka þjóðin reisti líkneski.
Um þetta hafi bæði fylgismenn
Og andstæðingar hjálpazt að.
Samt finnst K. A. að H. H. njóti
efeki nægilega sannmælis hjá
þeim sem um hann riti. Hann
vilil bæta úr því.
Svona afsöfeun eða átylla er
algjörlega óþörf. Saga íslands
seinustu 100 árin og raunar
lengur, er hvergi nægilega
fcönnuð né rituð. Og ævisaga
H. H. hlýtur að mi'klu leyti að
vera stjórnmáilasaga íslands í
aldarþriðjung. Þegar ég var í
skóla var sem sögu íslands lyki
um 1874. Bláþráðóbt niðurlag
uin heimastjórn og deilur, sem
enginn botnaði í, og svo nátt-
úrulega sanibandslögin 1918,
ráku botn í þessa sögufeennslu.
Það eru efeki ýkja mörg ár síð-
an ég minnist þess að hafa heyrt
eða séð nafn Valtýs Guðmunds-
sonar i fyrsta skiptið. Svona
var nú sagnritunin og sögu-
kennslan þá.
Ævisagan er í stuttu máli á
þá leið, að H. H. er mikill mað-
ur, mókið akáld og stjórnmála-
maður. Hann er gáfaður og fall-
egur. Dugnaður og framtak er
óaðfinnanlegt. Hann vinnur mik-
ið afrek í sjálfstæðisbaráttunni.
I þessu mati erum við öll með
Kristjáni. En þetta er honum
ekki nóg: Hannesi skjátlast ekiki
og hann gerir ekkert rangt.
Andstæðingar hans eru litlir
kallar. Hann er fuilkominn. í
myndinni af H. H. er enginn
skuggi. Við fáum ekki einu
sinni að sjá hvernig hann verður
að miklum manni. Það samrým-
ist ekki viðhorfi K. A. að H. H.
hafí ekfei alltaf verið mikill
maður. Stjórnmálamanninum
Hannesi Hafstein verðum við að
talsverðu leyti að kynnast með
því að lesa á milli línanna.
íslenzkur lesandi kemst að
þeirri einkennilegu niðurstöðu,
að höfundurinn sé litblindur:
hann sér ekki að mennirnir,
sem hann skrifar um, eru að
heyja sameiginlegt stríð. Af
þessu stafar hinn falski blær
ritverksins.
Benedikt Sveinsson sýslumaður
Einn mesti ókosturinn við
hetjusferif K.A. er sá, að hann
gerir talsvert af því að lækka
samtíðarmenn H. H. Honum
finnst Hannes sjáist betur og í
skærara ljósi, ef hægt sé að
smækka hina. Þetta er áberandi
viðleitni í skrifunum um Bene-
dikt Sveinsson, sýslumann.
Frásögnin byrjar á því að
vitna í orð Gests Pálssonar: Hið
mikla böl þjóðarinnar er fátækt
og kuldi, niðurdrep og úrræða-
leysi. En búsetulögin, sem ferefj-
ast að kaupmenn séu búsettir í
landinu, og arðurinn af vérzl-
uninní verði þar meg kyrr í
landinu, fá efeki samiþykki hins
danska ráðherra né staðfestingu
konungs. Þau eru eitt aðal-
áhutgamál Benedikts. Benedifeit
hefir vafeið hina nýju frelsins-
hreyfingu um 1885, segir K.A.,
en efeki segir hann þó að þetta
sé arftaki Jóns Sigurðssonar,
eins og menn munu þó almennt
sammála um. „Hann lifir fyrir
nokkur stórmál — öll minni
þingmiál lætur hann sig litlu
skipta eða engu“. Fyrir hvað á
þjóðarleiðtoginn að lifa? Smá-
mál? Frá bæjardyrum flestra
manna mun málið horfa þannig
við, að foringjanum beri skylda
til að sinna stórmálunum, og
beri því í rauninni skylda til að
vera ekki að eyða tíma og kröft-
um í hin minni málin. Til þess
hefir hann aðstoðarforingja, fylg
ismenn og lærisveina.
Foringinn er maður sem fyrst
og fremst þarf að geta greint
aðalatriði frá aukaatriðum. Það
er því i rauninni lof um stjórn-
málaforingjann B. Sv. að segja
að hann helgi sig stórmálunum.
Höfunurinn rekur ávirðingar
B. Sv. En hvers vegna efeki að
segja ofekur söguna eins og hann
veit hana réttasta? Hvers vegna
dylgjur?
Lesandinn fær það á tilfinn-
inguna að þag sé eitthvað ein-
feldingslegt, jafnvel barnalegt,
í hugarfari K. A. Þetta kemur
skýrast fram þegar hann er að
leggja dóm á stjórnmálaforingj-
ana. Hið mikla glæsimenni. B.
Sv. hefir allra samtíðarmanna
mesta gáfu til að kveikja eld-
móð, segir K. A. En urn þetta er
H. H. einmitt að biðja í kvæð-
um sínum, sem K. A. vitnar í.
Hann hefði þvi átt að segja um
B. S.: Hér er maðurinn!
Hvergi er að finna í bókinni
almennilega greint frá ástæðun-
um fyrir hinni ríku, já, beisku
óánægju íslendinga og frelsis-
i kröfum þeirra, eða útlistun á
því ástandi sem geri Benedikt
Sveinsson a. m. k. skiljanlegan.
K. A. virðist lítinn áhuga hafa
á þjóðfélagsmálum, aðeins per-
sónum. Hann lýsir því fyrir-
brigðaheimi stjórnmálanna, yfir-
borðinu — og það oft mjög vel,
en ekki þjóðfélaginu, né hvernig
það birtist í orðum og gjörðum
einstafelinganna. Stjórnmála-
menn hans eru fyrsit og fremst
prívatmenn.
Hann minnist á búsetulögin,
sem danski ráðgjafinn (ráðherr-
ann) vill ekkí samþykkja. Hér
hefði mátt rekja ýmis önnur
mál, sem sýndu ófrelsi íslenzku
þjóðarinnar og hve illa komin
hún var. Búsetulögin, sem Al-
þingi samþyfckti, gerðu kaup-
mönnum að skyldu að vera bú-
settum á íslandi, til þess að
stuðlað yrði að því að arðurinn
af verzluninni rynni ekki út úr
landinu. „En þessi lög voru eitt
aðaláhugamál Benedifets Sveins-
sonar.“
Höfundurinn lætur hvergi í
Ijós tilfinningu fyrir né naum-
ast nokfeurn skilnig heldur á
viðhorfi fslendinga. Honum er
þjóðfrelsisbaráttan nauðsynlegur
stallur undir Hannes Hafstein,
en að öðru leyti leiðinlegur utan-
bókarlærdómur.
Fyrsti mifeli stjórnmá'Iaforingi
hins nýja tíma, sem íslenzka
þjóðin eignast, Jón Sigurðsson,
Hannes Hafsteinn, ráðherra.
bjó erlendis. Það féll í hlut Bene
difets Sveinssonar að gerast næsti
merkisberi eftir Jón. En hann
bjó á Íslandi. Með honum færist
forystan inn í landið. Þjóðin
féfck alinnlenda pólitíska for-
ystu. Þetta var að sínu leyti efeki
ómerkari þróun en tilkoma inn-
lends ráðherra. Hversu alvarlegt
mál þetta var sézt bezt af af-
stöðu Valtýs Guðmundsson og
örlaga hans. Ég er ekfei frá því,
að hans persónulegi ósigur hafi
einmitt verið dsigur hinnar
erlendu forystu, forystu erlendis
frá. Málefnalega virðist hann
hafa unnið stærri sigra en flestir
íslenzkir stjórnmálamenn hafa
orðið að láta sér nægja. Það
er hann sem fékfc stjórnmála-
menn í Danmörku og á íslandi
til að hugsa á nýjan hátt og um
ný mál. Bftir að hann fer að
hræra í mönnum fara hlutirnir
af stað, efeki endiiega eins og
hann vildi hafa þá, en af stað
samt. Og það er hann sem setur
þá af stað, þótt hann ráði ekki
ferðinni. Og stærsta málið fyrir
utan sigur þingræðisins — því
með þingræðinu kom innlendi
ráðherrann — var sennilega stcf n
un íslandsbanka. Bankinn var
fyrst og fremst verfe Valtýs. ís-
landsbanki var fremur öðru sú
jarðýta, sem ýtti þjóðinni inn í
verkmenning nútímans.
Um Danmörku liggja þjóðveg-
imir þvert og endilangt.
Á íslandi er naumst spannar-
langur spotti árið 1885. Þjóðar-
leiðtoginn Benedifet Sveinsson,
sem farinn var að reskjast, verð-
ur að byrja þjóðfundarhöldin
með því að fara dagleið á hest-
bafei til Þingvalla. Hann þarf
að hressa sig að þeirra tíma sið
og er rykaður morguninn eftir.
Hannesi Hafstein finnst lítið til
um allt saman. Hann yrkir um
feomu einhvers „ólánsboða" á
Þingvöll, efeki vingjarnlega.
„Færð var slæm, kalt veður
með skúrum og var æði óvistlegt
á Þingvöllum —“, er haft eftir
Þorvaldi Thoroddsen. Ekki held-
ur hér andar neinum kulda til
yfirþjóðarinnar frá K. A. Ömur-
leikinn sem mætir okkar aftur
og aftur á síðunum hjá K. A.,
er þannig til feominn að íslenzka
þjóðin er aumingjar. „Samþyfckt
var tillaga í stjórnarskrármál-
inu.“ Þetta er það helzta sem
við fáum að vita um stjórnmála
fundinn á Þingvöllum. K. A.
hefir, enn sem komið er sög-
unni, ekfei mifeinn áhuga á stjórn
málum. Þó segir hann frá ósvíf-
inni svarræðu, sem landshöfð-
ingi flytur þá um sumarið á al-
þingi, um það að fslendingar
þurfi efeki nýja stjórnarskrá og
stjórnin mun; efeki fallast á
neinar breytingar. Þingmenn-
irnir eru ósammála. Sumir „telja
enga von um neinn árangur."
Þessi setning er eins og viðlag
í stjórnmálaumræðunum í marga
áratugi, eins og grammifónplata
þar sem nálin kemst ekfei upp
úr farinu. Hið danska valda á ís-
landi reynir eftir mætti að
drepa dáðina úr Íslendíngum.
K. A. gerir engar athugasemdir.
Hann tilfærir samt orð B .Sv.,
að því er virðist án þess að
skilja þau: „Það getur verið að
stórauðug þjóð geti um tíma
risið undir eður staðið straum
af óhentugri, seinfærri, óþjóð-
legri og starflítilli stjórn, en alls
eigi tiil lengdar, en hitt er víst
og vafalaust, að innlend, frjáls,
starfsöm og þjóðleg stjórn er
sönn uppspretta auðæfanna, og
aftur á móti erlend, óþjóðleg,
ófrjálsleg, óhagkvæm. og fram-
kvæmdalítil stjórn er hyldýpis-
brunnur fátæktar, örbirgðar og
volæðis, og má ég spyrja: Mundi
ég geta nefnt betra dæmi,
ómótmælanlegra dæmi upp á
þennan sannleifea, en einmibt
sjálft ísland.“ (Leturbr. B. E.).
Hér er málið í hnotskurn. Hér
ta-lar hinn sanni þj óðarleiðtogi,
sem velt hefir fyrir sér mólinu
þangað til hann þefekir kjarnann,
maður, sem tekizt hafði á um sál
þjóðarinnar við marga djöfla
þótt ýmsir hafi haft betur.
Manni rennur til rifja að sjá
þenhan fullhuga á áttræðis aldri
vera að velkjast með strandferða
skipunum kringum landið seinni
hluta vetrar 189®, til þess að
stappa í menn stálinu gegn
Vaitýskunni. Hann hefir séð
fangelsismúra þjóðarinnar gnæfa
ókleifa við himinn, múra ófrels-
ins, fátæfetar, vanmáttar og van-
trúar. Eldarnir sem brenna í sál
hans hafa efeki fengið beislun í
heil'brigðu athafnalífi, ögun við
erfiði og uppskeru ,eins og heil-
brigt er að heilbrigðir menn
reyni, heldur hefir sá eldur tært
sál hans og sviðig til ösku eða á
annan hátt spillt því sem verð-
ur efniviður farsæls lífs venju-
legs borgara. Hann er óhamingju
samur maður á heimsins vísu.
Hann er frumherji, einn af
þessum foringjum sem þjóðin
verður að skapa og efla ef hún
á nofckru sinni að gera sér von
um sjálfstæði og eigið riki. Hann
lifjr og starfar á íslandi. Hann
er einn fyrsti íslenzki stjórnmála
foringinn, meður sem velst til
forystu og helgar sig því hlut-
verki. í þessu er lítillar per-
sónulegrar hamingju að vænta.
I hlut á fátæk og vanmáttug
smáþjóð. Samgöngur, verzlun,
fjármagn og hið pólitíska vald
er í höndum Dana, sem þeir
svo deila með völdum vinum
sínum á íslandi. Hann hefði
þurft að geta siglt til Danmerk-
ur árlega til þess að fræða Dani
og vekja, róa í þeim og sveigja
þá. Hvei-su nauðsynlegt þetta
•hefði verið sjáum við af því,
að árangrar Valtýs og Hannesar
eru fyrst og fremst að þakka
persónuleguim viðræðum þeirra
við stjórnmálaforingja Dana. f
Danmörgu ríkti botnlaus fáfræði
um Ísland og íslendinga. ísland
var í augum Dana, Grænland
þeirra tíma.
Þótt þjóðernissinnaðir íslend-
ingar hafi ekki talið stjórn-
skipulggslega rétt að tala við
dönsku stjóraina, (nema að svo
miklu leyti, sem hún fór með
vald sitt í umboði konungs), þá
liggur í augum uppi að við
danska stjórnmálamenn var
brýn nauðsyn að tala. Það sem
B. Sv. virðist hafa verið áfátt
I sem stjórnmálaforingja var þessi
' einangrunarstefna hans. Hér lét
hann Valtý Guðmundsssyni
leikvöllinn eftir. Síðan kemur
! svo Hannes Hafstein og f er að
tala við dönsku stjórnmálamenn-
ina, einkum konunginn og ráð-
gjafa hans.
Með skrifum sínum um Bene-
dikt Sveinsson, sýslumann karm
| K. A. að hafa unnið betra verfe
j en hann sennilega hefir áttað
i sig á. Starfsár Jóns Sigurðssonar
l falla aðalilega meðan þjóðin er
enn að vakna af þyrnirósu-
svefni miðaldanna og vonirnar
eiga eftir að rætast. Starfsár
Hannesar Hafsteins falla á tíma-
bi'li hinna miklu leysinga. Allir
, sáu að „þjóðvorið fagra“ var
komið. En Benediifet Sveinssön
berst á tímum svartasta aftur-
I haldsins í Danmörfeu. Hann berst
baráttu sem flestir voru sam-
mála um að gæti efeki borið
neinn sjáanlegan árangur að
sinni. Hann þurfti að stappa
! stáli í lið, sem var illa upplýst,
j vonlítið, þróttlítið og marghrak-
ið. Hann er foringinn á von-
leysis — og uppgjafartimum. En
hann sá „stóru málin“. Og hon
um Og hans mönnum var það
Björn Jónsson, ráðherra.
fyrst og fremst að þakka að
uppgj alarstemning, eihs og sú
sem við kynnumst hjá Hannesi
Hafstein 1885 og 1888, verður
ekki að allsherjar undanihaldi.
En hann liggur óbættur hjá
garði. Jóni Sigurðssyni og Hann-
esi Hafstein hafa verig reistir
minnisvarðar. Það er senn tírni
að greidd verði sfeuldin við
í Benedikt Sveinsson.