Morgunblaðið - 02.02.1964, Síða 15

Morgunblaðið - 02.02.1964, Síða 15
Sunnudagur 2. febrúar 1964 MJkCUNBLAÐIÐ 15 ;*r m Haustsýning Júlíönu Sveins- dóttur í Kaupmannahöfn JÚLÍANA Sveinsdóttir, list- málari, hélt á sl. hausti stóra sýningu á málverkum sínum og teppum á vegum „Kunst- foreningen“ í Kaupmanna- höfn. Sýning þessi vakti mikla athygli og hlaut ágæta dóma hjá listgagnrýnendum Kaup- mannahafnarblaðanna. Lista- konan seldi mörg verka sinna, en fjölmörg þeirra voru í einkaeign og því ekki til sölu. Sýningin var opnuð 30. nóvember og stóð til 18. des- ember. Voru samtals á henni 93 listaverk, olíumálverk og teikningar. Júliana Sveinsdóttir hefur um áratuga skeið verið búsett í Danmörku og nýtur þar vin- sælda og álits, sem stórbrot- inn og mikilhæfur listamaður. Henni hefur verið sýndur þar margvíslegur heiður. Hún hef- ur haldið margar sýningar á Charlottenborg og verið veitt verðlaun og ferðastyrkir úr ýmsum sjóðum, sem aðeins veita fremstu listamönnum viðurkenningu. Síðan árið 1960 hefur hún verið meðlim- ur í félaginu „Kammerat- erne“. Júlíana Sveinsdóttir er eins og kunnugt er fædd í Vest- mannaeyjum. Hún hóf ung nám á Konunglega listahá- skólanum í Kaupmannahöfn, en stundaði síðan nám við Freskoskólann. Fyrstu sýn- ingu sína í Kaupmannahöfn hélt hún árið 1918. Hér heima hefur Júlíana Sveinsdóttir einnig haldið margar sýningar á listaverk- um sinum. A þessari síðustu sýningu Júlíönu Sveinsdóttur var fjöldi landslagsmálverka frá íslandi, þar á meðal frá Vest- mannaeyjum. Þar gat einnig að lita portræt, kyrralífs- myndir, að ógleymdum hinum sérkennilegu og fögru teppum hennar, sem hafa átt ríkan þátt í að afla henni frægðar og vinsælda. Júlíana Sveinsdóttir er í dag talin í hópi beztu og mikilhæf- ustu listmálara í Danmörku og hér heima er óhætt að full- yrða að hún sé talin meðal þroskuðustu og alvarlegustu listamanna íslendinga. Uppstilling, máluð árið 1958 íslenzkt landslag, málað árið 1981 ATHUGIÐ að borið saman við útbreiðslu er langtum ódýrara að auglýsa í Morgunblaðinu en öðrum blöðum. Orðsending til knnpsýslnmnnna A skrifstofu Verzlunarráðsins Laufásvegi 36 getið þér fengði töflu yfir hækkun útsöluverðs vegna hins nýja söluskatts. Opið kl. 2 — 4 í dag (sunnudag). VERZLUNARRÁÐ ÍSLANDS. Sjálfsmynd af Júlíönu Sveinsdóttur, máluð árið 1931. Eig- andi Ársæll Sveinsson í Vestmannaeyjum. Ung stúlka við glugga, málað árið 1950. Eigandi Mennta- málaráðuneyti Dana. BL4ÐBU RÐAFOLK ÓSKAST t þessi blaðahverfi vantar Morgunblaðið mi þegar unglinga, röska krakka eða eldra fólk, til þess að bera biaðið tii kaupenda þcss. Safamýri Austurbrún Gjörið svo vel að tala við afgreiðslu blaðsins eða skrifstofu. SIMI 22 4 80

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.