Morgunblaðið - 04.02.1964, Blaðsíða 12
12
MOnCUNBLAÐIÐ
■Þriðjudagur 4. fehr. 1964
Dr. Benjamín Eiríksson:
r
Hannes og heimastjóm
Eftir að íslendingum hefir ver-
ið boðin innlend stjórn með kon-
ungsboðskap í ársbyrjunl902falla
foringjarnir báðir í þingkosning-
um um sumarið, Valtýr og
Hannes. -Einn af fylgismönnum
Valtýs, Jón Magnússon, hefir ver-
ið gerður að landritara, og má þar
víst kenna handbrögð landshöfð-
ingja, því Jón fer fram á móti
foringja sínum, Valtý, í Eyjum og
fellir hann. Hannes er rúmlega
hálf draettingur á móti Skúla
Thoroddsen — og fellur en séra
Sigurður Stefánsson í Vigur
kemst að.
Bókin er ekki alveg laus við
illkvittni. í sambandi við fram-
boðin 1903 segir K. A.: „í>jóðin
hafði skilið, að danska stjórnin
hafði orðið að taka að sér, fyrir
áhrif Hannesar Hafstein, að hafa
vit fyrir alþingi fslendinga, bjóða
fram stórum ríflegri sjálfstjórn
en Valtýingar höfðu beðið um í
frumvarpi sínu“.
Svona má skrifa reyfara, en
ekki sögu. Ef þjóðin leit svona á,
hversvegna fékk Hannes þá að-
eins rúmlega þriðjung atkvæða í
ísafjarðarsýslu eftir hina fræki-
legu för sína til Danmerkur? Og
hvernig máttu Valtýingar halda
Síðari hluti
þingfylgi sínu? Danskur maður
sem ekki þekkir aðstæður á ís-
landi, né skilur tilfinningar og
skoðanir alþingismanna, gæti
hafa látið eitthvað svona út úr
sér fyrir 60 árum, en á íslandi í
dag er þetta sögufölsun. Hinir
slæmu Valtýingar sendu ekki að-
eins frumvarpið. Þeir fengu því
ekki ráðið fyrir heimastjórnar-
mönnunum að senda ávarp frá
alþingi til konungs, en þeir sendu
ávarp frá efri deild og segja að
sú skoðun sé enn ríkjandi hjá ís-
lendingum — að hin æðsta stjórn
sérmálanna — þurfi að vera „bú-
sett hér á landi“. Þetta sögðu þeir
í ávarpi sínu, hvernig svo sem orð
þeirra eru teygð og snúin.
Við þetta má svo bæta, að áður
en vinstrimenn tóku við í Dan-
mörku höfðu heimastjórnarmenn
farið fram á að ráðherrarnir
væru hafðir tveir, annar í Reykja
vík en hinn í Kaupmannahöfn. Af
hverju? Af því annáð og meira
var vonlaust meðan hægrimenn
fóru með völd í Danmörku. ís-
lenzku þjóðinni hefir áreiðanlega
verið það framandi hugsun, að
alþingismenn gætu verið til, sem
væru á móti innlendri stjórn. Hitt
gat svo verið álitamál, hvað fall-
ast mætti á til samkomulags í bili.
Hinn bráði stjórnmálaþroski,
sem K. A. tilleggur Hannesi Haf-
stein 18 ára gömlum, er til orðinn
úr hrifningu K. A. og skorti á
þeirri dómgreind sem verkefnið
krefst. Jafnvel eftir að K. A.
hafði verið bent á, að eftirmæla-
greinin um Jón Sigurðsson gæti
ekki verið eftir hinn 18 ára gamla
Hannes Hafstein, hélt hann áfram
að berja höfðinu við steininn,
þangað til nú í eftirmála að ann-
arri bókinni. Viðurkennir hann
nú, að greinin sé ekki eftir H. H.
En þar með er margt breytt. Þá
skiljum við betur að stjórnmála-
áhugi H. H. er tiltölulega seint til
kominn. Þá skiljum við kerskni
hans og jafnvel háð á Þingvalla-
fundinum 1885, um '„ólánsboð-
ann“, sem hann svo kallar. Síðan
kemur svo afstaða hans á Þing-
vallafundinum, 1888, sem ég hefi
minnzt á. Fyrra bindið þarf því
að semja upp.
í grein í Fjallkonunni 12. febrú-
‘ar, 1888, lýsir H. H. því yfir að
þjóðfrelsishjalið sé ekki tilkomið
af neinni undirokun á þjóðerni
okkar----------stjórnarskrárbar-
áttan beri ekki í skildi neina af
tímans kröfum. Hún fari ekki
fram á meira stjórnlegt eða
mannfélagslegt frelsi. í dag get-
ur varla verið neinn ágreiningur
um það, að maður sem þannig
skrifar 1888 er ekki enn farinn að
taka út neinn þroska í stjórnmál-
unum. Enginn vegarspotti er í
landinu. Allar samgongur eru
upp á hreina og ótruflaða mið-
aldavísu, svo og flest fram-
leiðsla. Dönsk stjórn kemur í veg
fyrir að minnsta skref sé stigið
til þess að stemma stigu við flutn-
ingi arðsins af striti landsmanna
til útlanda (búsetulögin). Enn
sem komið er virðist H. H. lítið
skilja hver sé uppistaða stjórn-
málanna. Hann er heldur ekki
nema 27 ára gamall.. Hann virð-
ist vanta þá reynslu sem mótað
hefir tilfinningar fólksins og for-
ingja þess. Hann getur því litið á
ræður þeirra sem „orð, orð innan-
tóm“. -Sú spurning hlýtur því að
vakna hvort það séu ekki fyrst
og fremst Tryggvi Gunnarsson og
Magnús' Stephensen landshöfð-
ingi, sem rói að því að koma H.
H. til pólitískrar forystu.
Hannes byrjar með því að falla
tvisvar við alþingiskosningar.
Loksins kemst hann inn í Isafjarð
arsýslu, en með lægri atkvæðis-
tölu en Skúli Thoroddsen.
Eftir hina frækilegu Danmerk-
urför 1901 fellur hann í alþingis-
kosningunum. Loksins kemst
hann að í þingkosningunum 1903,
og þá í héraði fjölskyldu sinnar
og frændliðs. En hann rétt skríð-
ur. Atkvæðatölurnar eru þessar:
Klemenz Jónsson 363, Hannes
Hafstein 213, Stefán í Fagraskógi
192.
Ef K. A. væri ekki svona blind-
aður af hrifningu eða sárindum
myndi þessi áberandi fylgisskort-
ur Hannesar hjá þjóðinni verða
til þess að hann leitaði svars við
spurningunum, sem hljóta að
vakna við íhugun þessa máls.
Þeir Skúli Thoroddsen og Klem-
enz Jónsson eru langtum vinsælli
þingmannsefni en Hannes. Hvað
veldur? Skáldið H. H. túlkar til-
finningar þjóðarinnar á unaðsleg-
an og stórkostlegan hátt. Hann á
innlifunarhæfileikann í ríkum
mæli. En náði hann inn í dýpstu
sálarfylgsnin? Gerði hann sér
fulla grein fyrir því hve beiskjan
var sterk og hlaut — með réttu
og röngu — að beinast gegn hinni
erlendu stjórn? Ég er sannfærð-
ur um það, að hið varfærnislega
orðalag H. H., einkum um Land-
vörn, stafar af því að ósigrarnir
kenni honum það, að hann hefir
áður verið of grunnfær. Menn-
irnir, sem hann hafði skopazt að
á Þingvöllum skildu meira en
hann.
Þessi breyting fer ekki fram-
hjá öllum. Hinn 12. desember
1903 segir Norðurland að H. H.
hafi á síðasta þingi tekið nýja
stefnu og gerzt, „ákveðinn breyt-
ingamaður" og barizt „af alefli
fyrir ýmsum beztu framfaramál-
um vorum-----------“. Hannes er
m.ö.o. að læra, honum er að fara
fram. f stjórnmálum hefir hann
kynnzt ýmsu nýju í fari þjóðar-
innar. Og hann er gáfaður og
námfús. Senn gæti hann skrifað
minningargrein um Jón Sigurðs-
son.
Hann lendir að nokkru sökum
tilviljunar í sendiferðinni 1901.
Hann er þá nýliði á þingi. Eftir
kosningasigur heimastjórnar-
manna 1903 — þeir fá 17, and-
stæðingarnir 13 þingmenn
— þá er allt í óvissu um foryst-
una. Klemenz Jónsson eða Lárus
H. Bjarnason virðast sjálfsagðir
annar hvor. En hér ræður úrslit-
um eins og áður: Hannes Haf- I
stein er í náðinni, þ.e.a.s. hann
nýtur trausts hinnar dansklund-
uðu embættismannastéttar, og
náttúrlega Dananna, sem eru
ekki svo fáir í Reykjavík þeirra
tíma. Og svo síðast en ekki sízt:
hann nýtur velvildar landshöfð-
ingja og ráðamanna í Danmörku.
Það er ekki afstaða Hannesar,
sem gerir hann að oddvita í sjálf-
stæðisbaráttunni, heldur aðstaða
hans. H. H. er tilnefndur ráð-
herra, ekki af Heimastjórnar-
flokknum eða alþingi heldur af
danska dómsmálaráðherranum, þ.
e. danska stjórnin velur hann. (G.
Brandes þakkar sér val Hannes-
ar). Hér eru enn að verki öflin á
bak við H. H., fyrst og fremst
landshöfðinginn. Það eru menn
sem virðast ekki þora að láta
Heimastjórnarflokkinn tilnefna
ráðherrann: flokkurinn hefði
sennilega tilnefnt annan en H. H.
Sjálf er þjóðin full óvissu um það
hver verði ráðherra. Enginn er
alveg sjálfsagður. ■
Er ekki þjóðin í háalofti af
hrifningu? Sumir, sumir ekki.
Eitt unga skáldið kemst svo að
orði að nýja stjórnin sé „þræls-
mark á frjálsbornum lýð“. K A.
segir frá þessu til þess að sýna
hve menn geti verið fáránlegir.
Og ritdómarar hafa tekið undir
þennan skilning á veigamiklum
þætti sjálfstæðisbaráttunnar. En
Sr. Sigurður Stefánsson
maður gæddur svolítið meiri
hæfileika til gagnrýni, og svolítið
meiri stjórnmálaþroska, mundi
gaumgefa að hér er enn á ferð-
inni hið sama og hjá Jóni Sig-
urðssyni, Benedikt Sveinssyni og
mörgum öðrum: íslendingar eru
sérstök þjóð og vilja fá að ráða
sér sjálfir. Hið eina sem réttlætir
bið er fámenni og vanmáttur.
Hið erlenda stjórnarfar er höfuð-
þröskuldurinn fyrir betra lífi og
auknum mætti. Það er niðurlægj-
andi að búa við erlenda stjórn,
enda er það að verða viðhorf
vaxandi fjölda íslendinga. Ekkert
má gera sem torveldar eða fyrir-
byggir endanlega valdatöku ís-
lendinga. Af þessu leiðir tvennt:
annars. vegar stirt stjórnarfar,
hinsvegar að aðrir menn en þess-
ir sem svona hugsa eru heppi-
legastir til þess að vera í hinni
daglegu samvinnu við Dani, að
áliti hinna dönsku valdhafa.
Danir og dansklundaðir íslend-
ingar láta lengi vel sem þessi
stefna sé ekki til, eða þá of nei-
kvæð til þess að hana þurfi að
taka alvarlega. En alltaf kemur
hún skýrt fram. Um B. Sv. hefir
þegar verið rætt. Síðan kemur
Landvörn í beinu framhaldi. Auð
vitað er hægt alla tíð að láta sem
hún sé ekki til. Málin eru leyst
frá degi til dags í samvinnu við
hin dönsku yfirvöld. En það eru
yfirvöld sem alltaf draga taum
hinna samvinnuþýðu. Og stund-
um refsa þau þeim sem haldnir
eru röngum anda, eins og reynsla
Benedikts og Skúla sannar. f ævi-
sögu sinni segir Hannes Þorsteins
son svolítið frá viðskiptum sínum
við landshöfðingjann. Þetta við-
horf dönsku stjórnarinnar eflir
fjölmennan flokk tækifærissinna
á íslandi, sem undir niðri eru
samt íslendingar og ekkert ann-
að, þar á meðal landshöfðinginn
sjálfur. En vanmatið á hinum
staðföstu þjóðernissinnum, hin-
um óhagganlegu, hefir í för með
sér ýmis konar vonbrigði og að
lokum ósigur Hannesar Hafstein.
B. Sv. hafði verið „neikvæður",
að áliti sumra, þar á meðal K. A.
En var stefnan neikvæð? Var
hans aðferð ekki einmitt aðferð-
in sem tryggði afstöðu hinnar
nýju kynslóðar? Þegar öllu er á
botninn hvolft vann hann það
sem öllu máli skiptir: hjarta
æskunnar.
Hannes Þorsteinsson
Hans varð því hin „ungborna
tíð“. Þrátt fyrir allt sem á yfir-
borðinu gerðist til framfara, biðu
hinir hvern ósigurinn á fætur
öðrum, bæði Valtýr og Hannes.
Sigurvegari þessa tímabils var
framar öllu Benedikt Sveinsson
sýslumaður. Með málflutningi sín
um og harðri baráttu þegar ekki
sást til lofts fyrir kolsvörtu aftur-
haldi og kyrrstöðu, lagði hann
grundvöllinn að sigrunum 1904—
1918. Erfiðasta tímabilið var eng
inn hans jafningi. Það má vel
kalla stjórnarskrána 1874 sigur
Jóns Sigurðssonar. Á sama hátt
má kalla sigrana 1904 og 1918
sigra Benedikts Sveinssonar og
hans lærisveina.
„Sálsýkin"
K. A. ræðir talsvert „ofstæki og
hefndarhug“ mótstöðuflokksins
1904. Það er nú ekki nema mann-
legt að líka ekki vel að sjá sigur-
launin falla þeim í skaut, sem
mest hafa dregið fæturna í bar-
áttunni. Því engum getur dulizt
að Heimastjórnarflokkurinn var
hægfara flokkur og að sigur hans
var fyrst og fremst fólginn í því
að hann var dönskum stjórnar-
völdum einna mest að skapi þeg-
ar farið var að ræða málin í
alvöru. En það var fyrst og
fremst andstæðingunum að þakka
að þau yfirleitt komust á viðræðu
stigið. Þessu gleymir K. A.
K. A. reynir að bjarga sér frá
þeirri raun að þurfa að taka trútt
tillit til afstöðu talsverðs hluta
íslendinga með því að segja að
nú taki „pólitísk sálsýki----að
grafa um sig meðal nokkurs hluta
þjóðarinnar". Þetta er sú afstaða
að gangast aldrei undir neitt sem
geti torveldað valdatökuna, full-
veldið. Þetta er það eldfjall sem
ekki verður slökkt með því að
taka af því augun.
Fyrsti íslenzki ráðherrann var
danskur í föðurætt. Áhugi íslend-
inga fyrir þeirri staðreynd mun
yfirleitt ekki meiri en svo, að
fæstir vita þetta fyrr en þeir lesa
það á prenti. Fjöldi manna í trún-
aðarstöðum, þar með taldir stjóm
málamenn, hafa verið af dönsk-
um ættum að meira eða minna
leyti, sumir með aldönsk nöfn
eða dönskufærð. Með hliðsjón af
þessu ætti K. A. ekki að skrifa
um pólitíska sálsýki íslendinga,
heldur um það kraftaverk að ís-
lendingar skuli hafa getað háð
frelsisbaráttu sína án þess að
skaddast á sálinni. Þetta hlýtur
hver maður að viðurkenna, sem
svipast úm í heiminum í dag, og
virðir fyrir sér viðbrögð og við-
horf hinna nýfrjálsu þjóða. Þessi
þróun á íslandi er án vafa mikið
að þakka því fólki sem ég hefi
kallað dansklundaða íslendinga.
Alltaf þegar á átti að herða, þá
fundu landar þeirra að þeir voru
íslendingar og annað ekki, tæki-
færissinnaðir íslendingar.
Það væri leitt ef skrif K. A.
yrðu til þess að vekja að nýju
óvinsamlegar tilfinningar í garð
Dana. Þær munu yfirleitt útdauð-
ar, og ekkert nema vinsamlegar
tilfinningar allsráðandi. Það hef-
ir áreiðanlega farið illa í taug-
arnar á Islendingum þegar Nelle-
mann sagði: „de má da vel föle
sig som danske". En nú er svo
komið að þegar íslendingar koma
utan úr heimi, þá finnát þeim
sumum þéir vera komnir heim
þegar þeir eru komnir til Kaup-
mannahafnar.
Það er augljóst að upp úr alda-
mótunum er Hannes að harðna.
Á þinginu 1903 hafði hann sagzt
myndi kjósa að vera Landvarnar-
maður, ef hann áliti ekki að þeir
byggðu á röngum staðreyndum.
Þetta verður að túlkast svo að
hann þá játi markmið Landvarn-
armanna.
Islendingar úr öllum flokkum
samþykktu ályktun Þingvalla-
fundarins hinn 29. júní 1907 án
mótatkvæða. Kröfurnar eru:
konungssamband, fullveldi, upp-
segjanlegur sáttmáli — annars
skilnaður. Ef þetta er pólitísk sál-
sýki, þá er að sjá að öll þjóðin sé
sálsjúk. Þetta er afgreitt mótat-
kvæðalaust af því þar er það eng-
in nýjung, og þetta er það sem
svo til öll þjóðin vill í hjarta sínu.
Og þetta vita allir stjórnmála-
mennirnir. Hitt er svo annað mál
að danska stjórnin vill ekki fall-
ast á óskir íslendinga. Hinn
danski fáni, sem allsstaðar blakt-
ir, meiðir þjóðerniskennd Islend-
inga meir og meir. Þetta vita líka
dýrkendur listar hins mögulega,
hverjum manni betu'r. En það er
engin sálsýki að halda fram því.
sem er innst og dýpst í hvers
manns hug.
Við sjáum hvað eftir annað
hvernig forystumenn glúpna fyr-
ir Dönum. Aðstæðurnar neyða þá
til þess að sætta sig við hluti, sem
þeim líkar ekki við, en þeir verða
þó að verja. En þá fá þeir hnútu-
svipu veruleikans um hrygg-
lengjuna, þess veruleika, sem býr
í hug þjóðarinnar. Hannes fær
refsingu fyrir sumt sem hann hef-
ir sagt: „Strikum yfir stóru orðin
— standa við þau minni reynum".
En viðfangsefnið er einmitt að
halda sér við stóru orðin og fá
þjóðina til þess að standa við
þau. í dag er hún of vanmegna —
en á morgun?
Hannes verður hrifinn af Ragn-
heiði, en móðir hennar gezt ekki
að þeirri hugsun að hún muni
giftast trúlitlum manni. Hannes
leysir þann vanda með því að
fara að sækja kirkju. — Var ekki
París einu sinni talin messu virði?
spyr K. A. En hvað um embætti
ráðgjafa, eða eins og nafnið varð,
ráðherra? Ég myndi draga af
þessu og kveðskap Hannesar þá
ályktun, að hann hafi verið þjóð-
ernissinnaður íslendingur frá upp
hafi. En þjóðernissinnaður stjórn-
Framh. á bls. 17