Morgunblaðið - 04.02.1964, Blaðsíða 8
MORCUNBLAÐIÐ
ÞriSjudagur 4. febr. 1964
NATO-ríki beðin um að
taka þátt í lögregluliði
Makanos hefur ekki sambykkt tillögu
Breta og Bandarikjamanna — Talið
að hann beri fram gagntillögu
London, Nicosia
(Ntb) 3. febrúar.
• Vtanríkisráðherra Kýpur,
Spyros Kyprianou, flaug í dag
til London frá Nicosia og hafði
meðferðis svar Makariosar erki-
giskups, forseta Kýpur, við til-
lögu Breta og Bandaríkjamanna
um „alþjóðlegt lögregiuiið“ á
Kýpur. Talið er að Makarios
hafi ekki samþykkt tillöguna
heldur komið með gagntillögu,
þar sem gert sé ráð fyrir að
herlið undir stjórn Sameinuðu
þjóðanna verði sent til Kýpur.
• Litlu munaði að til óeirða
kæmi á Kýpur í dag, er fimm
vopnaðir lögreglumenn af grísk-
um stofni fóru inn í hverfi tyrk-
neska þjóðarbrotsins í Nicosia,
en voru handteknir og afvopnað
ir. Brezkir hermenn skárust í
leikinn og stilltu til friðar.
• Öll meðlimariki Atlantshafs-
bandalagsins (NATO) nema ís-
land og Luxemburg fengu í dag
fyrirspurnir frá Bretum og
Bandaríkjamönnum um hvort
þau gætu tekið þátt i „alþjóð-
lega lögregluliðinu". sem sent
verður til Kýpur, ef allir aðilar
að Kýpurdeilunni samþykkja. —
Grikkir og Tyrkir hafa samþykkt
tillöguna en svar Makaríosar er
enn ekki kunnugt eins og áður
segir.
Johngon Bandaríkjaforseti
hefiur, sem kunnugt er, fallizt á
að senda 1 til 2 þús. hermenn
til Kýpur. Leiðtogi demókrata í
öldungadeild Bandaríkjanna,
Mike Mansfield, gagnrýndi í dag
þessa ákvörðun Johnsons. Sagði
hann, að Bandaríkin ætfcu ekki
að taka þátt í „alþjóðlegu lög-
regluliði“ á Kýpur. Hann sagði,
að sem aðili að Atlantshafs-
bandalaginu yrðu Bandaríkja-
menn að aðstoða Breta og aðra,
sem hlut ættu að máli, við lausn
Kýpurdeilunnar því að annars
væri hætta á að upplausn yrði
í austuraimi bandalagsins. Hins
vegar væri ekki rétta leiðin að
senda hermenn til Kýpuir, held-
ur ættu Bandaríkjamenn að haf a
forgöngu um að herlið undir
stjóm Sameinuðu þjóðanna yrði
sent til eyjarinnar, þvi að slíkt
virtist vænlegra til árangurs.
★
Hér á eftir fara í stuttu máli
viðbrögð nokkurra^ Atlantshafs-
bandalagsríkja við fyrirspurnum
Breta og Bandaríkjamanna um
væntanlega þátttöku í „alþjóð-
lega lögregluliðinu“:
• Kaupmannahöfn: Jens Otto
Krag, forsætisráðherra Dana,
sagði í dag, að áður en tekin
yrði ákvörðun um þátttöku í lög
regluliðinu yrði haft samband
við nokkrar smænri þjóðir inn-
an Atlantshafsbandalagsins t.d.
Belgíu og Holland. Stjóm Dan-
merkur myndi ræða málið á
morgun. Forsætisráðherrann
sagði of snemmt að fullyrða
hvaða ákvörðun yrði tekin.
• Bonn: Stjóm Vestur-Þýzka-
lands hélt í dag fund um ástand-
ið á Kýpur. Að honum loknum
var haft eftir áreiðanlegum
heimildum að stjómin styddi
tillögu Breta og Bandaríkja-
manna, en teldi ýmis tormerki á
að Vestur-Þjóðverjar gætu tekið
þátt í lögregluliðinu. Sagt er, að
vamarmálaráðuneyti landsins
hafi varað stjórnina við að senda
hermenn til Kýpur því að enn
gæti eimt eftir af fjandskap við
Þjóðverja frá því á stríðsárun-
um. Hins vegar kvaðst vestur-
þýzka stjómin fús að leggja
fram fé til stuðnings lögreglu-
liðinu.
• Brflssel: Haft var eftir áreið-
anlegum heimildum, að Belgar
væru reiðubúnir að senda 500
manna herlið til Kýpur, sam-
þykktu allir aðilar tillögu Breta
og Bandaríkjamanma.
★
Grískumælandi skólaböm á
Kýpur fóru í dag kröfugöngu til
þess að mótmæla tillögu Breta
og Bandaríkjamanna. Staðnæmd
ust þau fýrir uban aðalstöðvar
bandarísku f riðarsvei tanna á
eyjunni og hrópuðu slagorð. —
Makiaríos erkibiskup ók framhjá
börnunum í bifreið og ávarpaði
þau. Sagði hann, að þau spilltu
aðeins fyrir málsbað Kýpur með
framferði sínu og bað þau að
sýna stillingu. Börnin urðu við
beiðni forsetans.
Jakob Jakobsson
Fæddur 20/4 1937
Dáinn 26/1 1964
í morgun lífs ég fór á fætur
þó fundist nár ég gæti í kvöld
því eins um daga
og dimmar nætur
æ, dauðans reidd er höndin köld.
Þegar ég heyrði þá harma-
fregn að vinur minn Jakob
Jakobsson væri látinn, setti mig
hljóðan. Það er svo erfitt að
skynja þann tilgang, þegar ung-
ur maður I blóma lífsins er hrif-
inn burtu frá okkur á einu and-
artaki. En með því er maður
enn einu sinni minntur á það
hve bilið er skammt á milli lífs
og dauða. Þótt Jakob sé horfinn
sjónum okkar, þá eru minning-
arnar um þennan góða dreng
svo ljúfar og sannar, að þær
verða sem smyrsl á opið sár.
Snemma kom í ljós að Jakob
var mörgum góðum hæfileikum
búinn. í Barnakór Akureyrar
söng hann sem ungur drengur
og hver sem heyrði fallegu
barnsröddina syngja „Nú hallar
degi“ man það. Þar hljómaði
rödd hans með innilegri barns-
legri innlifun.
Jakob var mikill íþróttamað-
ur og sú íþrótt sem átti hug hans
allan var kattspyrna. Svo sannur
var íþróttaandi hans, að hvort
sem hann var samherji eða mót-
herji í leik, kom ætíð í Ijós hans
drengilega og prúðmannlega
framkoma ásamt frábærri knatt
meðferð, svo að hann uppskar þá
sæmd að leika sem liðsmaður
í íslenzka landsliðinu.
Jakob varð stúdent frá
Menntaskólanum á Akureyri
árið 1957, en lagði síðan leið sína
til Þýzkalands til náms í tann-
lækningum, sem hann stundaði
af miklum dugnaði og áhuga og
átti aðeins eftir stuttan náms-
tíma, þegar hann var svo skyndi
lega burtkallaður.
Jakob minn, nú þegar ég kveð
þig hinztu kveðju og þakka þér
allar liðnar samverustundir, sem
ég hefi átt með þér í hópi vina
og á heimiþ mínu þá bið ég góð-
an guð að leiða þig um hönd
ljóss og friðar um alla eilífð.
Foreldrum þínum og systkin-
um sendi ég mínar innilegustu
samúðarkveðjur í þeirra þungu
sorg.
Tryggvi Georgsson,
IVBinningarsjóð*
ur um Jakob
Jakobsson
KNATTSPYRNUFÉLAG Ak-
úreyrar hefur ákveðið að
gangast fyrir stofnun minn-
ingarsjóðs um Jakob Jakobs-
son, er lézt af slysförum í
Þýzkalandi 23. jan. s.l. Sjóðn-
um verður varið í samráði
við ættingja Jakobs heitins
til að styrkja efnilega íþrótta
menn til náms í íþróttum. —
Útför Jakobs heitins verður
gerð frá Akureyrarkirkju,
þriðjudaginn 4. febr. kl. 13,30.
Gjöfum í minningarsjóð
Jakobs Jakobssonar verður
fyrst um sinn veitt móttaka
á skrifstofu Morgunblaðsins.
Stuttir deildarfundir í gœr — björgunarlaun varð*k>na — bún-
aðarmálasjóður — hver er með betl og barlóm — nýtt trumvarp
um búfjárhald í Reykjarík
DEILDAFUNDIR voru á Alþingi
í gær. 42. fundur efri deildar og
5i fundur neðri deildar.
í efri deild voru 3 mál á dag-
skrá. Frumvarpi um samkomu-
dag reglulegs Alþingis 1964 var
visað til 2. umræðu. Forsætisráð
herra, Bjami Benediktsson hafði
fraimsögu. Málið er komið frá
neðri deild. Og frumvarpi til
laga um afnám verðlagsskrár
var vísað til 3. umræðu, en mál-
ið hefur þegar verið afgreitt frá
nefnd.
t
BJÖRGUNARLAUN
VARÐSKIPA
Jón Árnason (S) mælti fyrir
frumvarpi sínu um breytingu
á lögum um varðskip landsins
Og skipverja á þeim. Frumivarpið
er í tveimur greinum, en önnur
greinin er um gildistöku laganna
og gerir ráð fyrir, að þau öðlist
þegar gildi. 1. gr. hljcðar svo:
„Þegar varðskip veitir íslenzku
fiskiskipi hjálp úr 1-áska, skal
greiðsla fyrir hjálpina fara eftir
reglum, er dómsmálaráðiherra
setur, að fengnum tillögum land
helgisgæzlunnar, Skipstjórafé-
lagi íslands, Sjómannasambandi
íslands, Samábyrgðar íslands á
fiskiskipum, Sambands íslenzkra
vátryggingarfélaga og Landissam
bands íslenzkra útvegsmanna.
Við ákvörðun gjaldsins skal mið
að við útgerðarkostnað varðskips
ins og þann tíma, er hjálpin tók.
Teljist háski sá, sem fiskisikipið
er í, stórkostlegur, svo sem elds-
voði eða strand, má þó krefjast
björgunarlauna eftir reglum sigl
ingalaganna."
Hliðstætt frumvarp var flutt
í fyrra, en dagaði þá uppi og er
því endurflutt. í
ræðu framsögu-
manns, svo og í
greinargerð,
kemur fram, að
tilgangur þess er
að lækka björg-
unarlaun til
varðskipa, þegar
þau veita íslenzk
um fiskiskipum
'hjálp í háska, sem ekki er „stór
kostlegur", eins og segir í frum-
varpinu. Er talið eðlilegt, að þar
eð ríkið gerir sérstaklega út skip
til aðstoðar og björgunar, þá
skuli björgunarlaun til slílkra
Skipa ekki metin eftir ákvæðum
siglingalaganna, heldur eftir sér-
stökum taxta, sem dómsmála-
ráðuneytið setur. Segir í lok
greinargerðar, að það sé föst
venja erlendis, að skip, sem hafa
björgunarstarf að atvinnu, taki
tímakaup fyrir þjónustu sína, en
ekki bjarglaun skv. ákvæðum
siglingalaganna, sem miða í aðal
atriðum við verðmæti skips þess,
sem aðstoðað er eða bjargað.
»«Máli þessu var vísað til 2. um
ræðu og sjávarútvegsnefndar.
SKIPTING FJÁR BÚNAÐAR-
MÁLASJÓÐS
í neðri deild voru 4 mál á
dagskrá. Frumvörp um hækkun
á bótum almannatrygginga, um
breytingar á lyfsölulögum og
lögum um lækningaleyfi voru til
2. umræðu. Framsögumenn
nefnda lögðu til, að frumvörpin
yrðu samþykkt óbreytt og var
þessum málum vísað til 3. um-
ræðu.
Jónas Pétursson (S) mælti
fyrir frumvarpi sinu um breyt-
ingu á lögum um stofnun búnað
armálasjóðs. Frumvarpið gerir
ráð fyrir, að
Búnaðarfélag ís
lands skipti
helmingi fjár
sjóðsins milli
búnaðarsam-
banda ef tir
höfðatölu, en
helmingi eftir
framleiðslu-
magni afurða á
sambandissvæðinu. í núgildandi
lögum skal öllu skipt eftir fram
leiðslumagni.
Flutningsmaður taldi núgild-
andi skiptingarreglu óeðlilega í
félagsmálastarfi og ekki til þess
fallna að styðja þá viðleitni ríkis
valdsins, að jafna búrekstrarað-
stöðu héraðanna.
Björn Pálsson (F) kvaddi sér
hljóðs af þessu tilefni. Taldi hann
flutningsmanni standa nær að
tala kjark í kjósendur sína aust-
anlands, kenna þeim að heyja
meira og stækka bú sín í stað
þess að vera með betl og bar-
lóm fyrir þeirra
hönd, sem Björn
taldi felast í
frumvarpinu og
vera auðmýkj-
andi. — Taldi
Björn allan slík-
an barlóm til
þess fallinn að
fæla frá land-
búnaðinum.
Jonas tók aftur til máls. Þakk
aði Birni heilræðin. Kvaðst hann
Birni sammála um það, að bar-
lómur væri ekki líklegur til þess
að efla landbúnaðinn. Hann sagð
ist aðeins vona, að þeir skildu
sneiðar Björns, sem þær eiga.
(Ræðumaður átti við flokksbræð
ur Björns).
Frumvarpinu var vísað til 2.
umræðu og landbúnaðarnefndar.
NÝ MÁL
— Búfjárhald í Reykjavík.
í gær var lagt fram frumvarp
til laga um búfjárhald í Reykja-
vík. Flutningsmenn eru þau Auð
ur Auðuns og Alfreð Gíslasom.
Frumvarpið er flutt að beiðni
borgarráðs.
Frumvarp þetta gerir ráð fyrir
því, að borgarstjórn sé heimilað
með samþykki ráðherra, að setja
reglugerð um búfjárhald í
Reykjavík. Megi þar banna eða
takmarka tiltekið búfjárhald, að
leyfi þurfi til búfjárhalds, að
heimilt skuli að taka búfé, selja
á uppboði eða slátra, ef það er
haldið án leyfis, að leyfisgjald
skuli greiða, allt að 1.090,00 kr.
og brot varði sektum allt að kr.
5.000,00.
Þá gerir frumvarpið ráð fyrir
því, að borgarsjóður skuli greiða
bætur, ef aðili verður fyrir at-
vinnutjóni vegna banns eða tak-
markana á búfjárhaldi, þannig
að bótum varði.
— Togbraut
Framh. af bls. 19
Svig kvenna
sek.
Árdís Þórðardóttir Sigluf. 87.0
Karolína Guðmundsd. Rvík 102.4
Marta B. Guðmundsd. Rvík 102.7
Sigríður Þ. Júlíusd. Sigluf. 114.5
Brautarlengd 300 m, fallhæð
90 m og hlið 30.
Svig drengja 11—15 ára
sek.
Aðalst. Bernharðss. Ólafsf. 42.1
Árni Óðinsson Akureyri 42.5
Ingi Óðinsson Akureyri 45.8
Brautarlengd 150 m, hlið 16.
Sveitakeppni í svigi
sek.
A-sveit Akureyrer 417.1
A-sveit Siglufjarðar 455.8
A-sveit Ólafsfjarðar 464.3
A-sveit Reykjavíkur 590.7
Bæjakeppni í svigi milli Ólafa
fjarðar og Akureyrar.
Sveit Akureyrar 464.9
Sveit Ólafsfjarðar 470.8
Veður var fremur óhagstætt,
hvasis SV og éljagangur. SRA sá
um mótið. '
Mvinna óskast
Ungur maður, með verzlunar-
skólapróf, óskar eftir atvinnu
á kvöldin. Tilboð ásamt uppl.
um starf leggist inn á afgr.
Mbl. fyrir fimmtudagskvöld,
merkt: „Heimavinna — 9878“.