Morgunblaðið - 04.02.1964, Blaðsíða 18
18
MORCU N BLAÐIÐ
Þriðjudagur 4. febr. 1964
Innilegustu þakkir færi ég öllum þeim mörgu, nær
og fjær, sem minntust mín með vinsemd og virðingu
á sjötugsafmæli mínu 31. desember sL
Guð blessi ykkur öll.
Ársæll Sveinsson, Vestmannaeyjum.
Þakka hjartanlega þann mikla vinarhug, er mér var
sýndur á sjötugsafmæli mínu, 16. janúar sL með heim-
sóknum, gjöfum og heillaskeytum.
Sigriður Sigtryggsdóttir.
Innilega þakka ég öllum þeim, sem auðsýndu mér
virðingu og vinarhug á sjötíu ára afmæli mínu, með
heimsóknum, skeytum og höfðinglegum gjöfum.
Guð blessi ykkur ölL
Sigurður Ásmundsson, Melgerði 3.
Systir min
MAREN ODDSDÓTTIR SZLTE
lézt 1. þessa mánaðar í Bergen.
Fyrir hönd systkina.
Hólmfríður Oddsdóttir.
SIGURÐUR B. SKARPHÉÐINSSON
Lindargötu 62
lézt laugardaginn 1. febrúar. —Fyrir hönd vandamanna.
Margrét Ólafsdóttir.
SOFFÍA PÉTURSDÓTTIR
Nóatúni 25,
andaðist á Landakotsspítala laugardaginn 1. febrúar.
Jarðarförin auglýst síðar.
Margrét Jónsdóttir.
Stjúpfaðir minn
GUÐBJÖRN S. BERGMANN
frá Ólafsvík
andaðist 2. þessa mánaðar.
Björgólfur Sigurðsson.
Hjartkær móðir okkar, tengdamóðir og amma
INGIBJÖRG ÞORLÁKSDÓTTIR
Njáisgötu 31 A
lézt á Landsspítalanum föstudaginn 31. janúar sL —
Fyrir mína hönd og annarra vandamanna.
Emelía Ásgeirsdóttir.
Þakka innilega auðsýnda samúð og vinsemd við andlát
og útför
KARLS LAXDALS BJÖRNSSONAR
Fyrir hönd aðstandenda.
Snorri L. Karlsson.
Þökkum innilega auðsýnda samúð við andlát og
jarðarför mannsins mins og föður
ögmundar sigurðssonar
Guðbjörg Jóelsdóttir,
Ásta Ögmundsdóttir Bono.
Þökkum innilega auðsýnda samúð við andlát og
jarðarför
RAGNARS BJARKAN
deildarstjóra.
Dætur, tengdasynir og bróðir.
Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem auð-
sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og jarðar-
för móður okkar, tengdamóður og ömmu
RAGNHEIÐAR HELGU JÓNSDÓTTUR
Sérstaklega viljum við þakka hjúkrunar og starfsfólki í
hjúkrunar og elliheimilinu Grund.
Lára Hammer, Þórlaug Ólafsdóttir,
Kristinn Ólafsson, Jón Ólafsson,
tengdabörn og barnabörn.
Þakka hjartanlega fyrir auðsýnda vinsemd og samúð
við andlát og jarðarför móður minnar
SIGRÍÐAR JÓNSDÓTTUR
Lilja Hjartardóttir.
— Sagnritun
Framh. af bls. 17
hvergvegna hann gekk eins langt
og hann gerði.
Konungurinn _ hefir sennilega
litið svo á að Isilendingar færu
með rétt mál. Þjóðþingið danska
hafi í reyndinni hrifsað til sin
vald, sem konungi bar að réttu
að hafa eða skila íslendmguim.
Danakonungar voru einfaldir í
rétttrúnaði sínum, segir Ámi
Pá/lsson á einum stað, og vildu
að íslendingar hefðu íslenzka
presta svo að þeir gætu orðið
hóipnir. Það er því ekki ótrúlegt
að Friðrik VIII. hafi einmitt skil-
ið skyldu sína á einfaldan hátt
og á/litið að danskir stjórnmála-
menn færu ekki fram með fullum
rétti gegn íslendingum og sér.
í fyrra bindi hetfir K.A. skritfað
margt og mikið uan sjálfstæðis-
málið, aðaillega til þess að gagn-
rýna baráttuna eftir lát Jóns Sig-
urðssonar, en án þess að gerð sé
nægilega vel grein fyrir hinu ís-
lenzka þjóðfélagi og afstöðu Is-
lendinga. Það er ekiki fyrr en á
bls. 218 í öðru bindi, að K.A.
leggur fram rökin. Rökin eru þau
sem B.Sv. hafði beitt. En það er
arðin breyting. Nú er það ekki
hann sem talar, heldur er það
H.H. Nú eru rökin allt í einu
arðin ágæt. Nú eru þau ekki leng
ur „orð, orð innantóm." En hvað
hefði sambandslaganefndin átt
að segja — já, hvaða orð hetfðu
komið ytfir varir H.H., hefði
B.Sv. og arftakar hans verið bún
ir að spiilla þessum málefnagrund
velli með eftirgjöfum?
Mér hrýs hugur við þeirri sögu
sem K.A. hefði sagt okkur væru
kvæði H.H. ekki til. í seinasta
kafla annarrar bókar tilfærir
K.A. þrjú kvæði, sem sýna oss
betur en allar ræður hverjar
voru tilfinningar hans og hugs-
anir etftir ósigurinn 1908, hvemig
hann í hjarta sínu leit á málin.
Hann er óbeygður og óbrotinn,
en hann kann að hafa verið
þreyttari en vér sjáum.
í hjarta sínu er H.H. sammála
Landvarnarmönnum. Hann sér
skilnaðinn sem tímaspursmál —
þegar hér er komið sögu. Hann
er sannfærður um algjöran sigur,
og finnst þvd litlu tapað, þótt við
göngum ekki lengra á pappírn-
um en segir í Uppkastinu, því að
í veruieikanum getum við naum-
ast enn gengið svona langt. Og
vegna þess að þessar eru tilfinn-
ingar hans og skoðanir, þá tekur
hann ósigurinn ekki eins nærri
sér og búast hetfði mátt við.
Það er meira að segja ekki úti-
iokað að ósigurinn hafi glatt
hjarta skáldsins. Hafði hann ekki
art til að vekja, hvetja og brýna
þjóðina: „Þú skalt, þú skalt samt
fram —“? Var ósigurinn ekki í
rauninni sigur þess Hannesar
Hafsteins sem hafði gefið út
kvæðabokina? Stjórnmálamann-
inum Hannesi hafði skjátlast. En
var það svo slæmt? Hafði honum
skjátlast i öðru en þvi, að þjóð-
in viar betur vöknuð, en hann
hafði haldið? Hann vildi sætta
sig við samning um íslenzkt ríki
í orði og á borði. Hún vildi það
því aðeins að orðið væri skýrt.
Hann hafði séð allt færast með
ólikindum fljótt i betra horf,
hann treysti því framtíðinni. Fyr
ir ísland gat bún ekki borið í
skauti sínu neitt nema gott. Þjóð
in vildi enga hálfkveðna vísu.
Hún vildi hafa allt á þurru.
Hann finnur enn einu sinni
að hann þekkir þjóðina ekki
nógu vel. Hún er „óráðin gáta,
fyrirheit." En allt vort lif er í
hendi drottins: „Gef heill, sem
er sterkari en Hel.“ Hann er sátt
ur við þjóðina, og sáttur við sjálf
an sig. Eigum við þá, nú eftir
meira en hálfa öld, að vera ósátt-
ir?
Samferðamennirnir eru sumir
sleipari en Hannes á sumum þýð
ingarmiklum athafnasviðum:
Bjöm eir bindindismaður og
langtum meiri áróðursmaður en
Hannes. Bjöm og Hannes Þor-
steinsson hafa nærnara eyra fyrir
óskum fólksins. Valtýr er meira
sannfærandi þegar hann er að
brugga ráð með dönskum fjár-
málamönnum, þótt dönskum
stjórnmálamönnum finnist ekki
tilhlýðilegt að réttur og siéttur
íslendingur hatfi svona mikinn
metnað.
Seinasti hluti bókarinnar gerir
okkur líka kleift að svara áleitn-
um spurningum um Valtý og
Hannes. Okkur verður ósjálírátt
'hugsað til lýsinga Valtýs á ís-
lendingum í íslanðs kultur. Vér
sjáum greinilega hvor er meiri
orðsins smiður og hvor hefir
skyggnst dýpra. Og okkur
finnst fullt réttlæti að Hann-
es komst til forystu og að það
hafi verið mikil gæfa að þjóðin
fékk forystu manns sem með
töfrandi persónu og skáldlegri
andagift megnaði að varpa mikl
um ijóma yfir þjóðarinnar fyrstu
göngu á heimastjómarbrautinnL
En það er óhjákvæmilegt að
stjómmálastarfsemi Hannesar
verðd vegin á þá vog, sem vega
9kal allar stjórnmálalegar stað-
reyndir og metin af þvi mati
sem ákveðuir hverju sinni hinn
sögulega sannleik, mat, sem er
óháð því hvort maðurinn er
falleguir eða ljótur, góður eða
vondur eiginmaður. Glæsileiki
Hannesar gerir því erfiðara að
meta stjómmálaferil hains. —
Glæsileikinn getur blindað sagna
ritarann, eins og við sjáum í
dæmi Kristjáns Alberbssonar. En
við hetfðum samt ekki viljað að
Hannes hefði verið án hans. Og
fyrir hann er létt að greiða það
gjald, að sumt af moldviðri þeirra
tíma hefir verið þyrlað upp að
nýju að nokkru hans vegna. Þessa
atburðarrás hefði mátt fyrir-
byggja ef sagnfræðingarnir hefðu
verið afkastameiri og valið sér
þetta tímabæra verkefni til úr-
lausnar. En það er aldrei of
seint-----.
MASSEY-FERGUSON dráttarvélar
Sameiginlegur útbúnaður:
Vlr Startari og rafgeymir af yfirstærðum.
A Vinnustunda- og snúningshraðamælir.
-A Vökvalyfta og þrítengisbeizli.
Dráttarbiti (þverbiti).
it Sjálfvirkur þrýstistiilibúnaður vökva-
dælukerfis.
+ Tvöföld kúpling, sem leyfir gírskipt-
ingu án stöðvunar driftengdra vinnu-
tækja eða vökvadælu.
if Mismunadrifslás.
it Ljósasett ásett með vinnuljósi að aftan.
Sæti svampklætt í setu og bakL
if Aflúrtaksöxulhlíf.
MF-30 DE LUXE
if 33 ha. Perkins dieselvéL
•fc Tvö aflúrtök.
it Innbyggður lyftuás.
„Synkroniseraðir" gírar gera gírskipt-
ingar auðveldari og hljóðlátari.
i( Fót- og handolíugjöf.
★ Hjólbarðar 5,50x16“ og 10x28“.
(Allir hjólbarðar 4 strigalaga).
Verð um kr. 80.000,00 (án sölusk.).
MF-35x De LUXE
i( 44 h. Perkins dieselvél.
i( Olíuúttaksrör fyrir sturtuvagna eða
vökvastrokka í öðrum tækjum.
i( Lyftutengdur dráttarkrókur.
i( Hjólbarðar: 6.00x16“ að framan og
11x28“ að aftan. (Allir hjólbarðar 6
strigalaga).
Verð um kr. 93.500,00 (án sölusk.).
MF-65 DIESEL
★ 58% ha. Perkins dieselvél.
i( Vökvakúið stýrL
i( Olíuúttaksrör fyrir sturtuvagna eða
vökvastrokka í öðrum tækjum.
★ Lyftutengdur dráttarkrókur.
A Hjólbarðar: 7.50x16“ að frarnan og
13x24“ að aftan. (8 striga að íraman,
6 striga að aftan).
Verð um kr. 126.000,00 (án söiiuisk).
FULLKOMNASTUR ÚTBÚNAÐUR — HAGSTÆTT VERÐ.
Nú er réttl tímmn tll að panta og tryggja tímanlega afgreiðslu.
7