Morgunblaðið - 13.02.1964, Side 10

Morgunblaðið - 13.02.1964, Side 10
10 MORGUNBLAÐIÐ Fimmtudagur 13. febr. 1964 Litið inn á sniðanámskeið K.l. fyrir konur utan af landi út í bláinn Ekkert strik ÞANN 17. janúar s. 1. komu sjö konur frá landsbyggðinni til Reykjavíkur, þeirira erinda að læra að sníða og auka þakkingu sína á saumaskap. Eins og kunnugt er veldur það konum í dreifbýlinu mikl- um erfiðleikum að fá saum- að á sig og fjölskyldu sína, næsta saumakona í óra fjar- lægð og hún önnum kafin árið um kring. Það er ekki um annag að ræða en taka upp saumavélina og reyna að koma saman einhverri flík, en ef slífct á að heppnast þurfa þær að vita lengra nefi sínu, því fáar eru. saumakonur af guðs náð, og það er ekki nóg að lyfta skærunum og klippa út í lofttið. Kvenfélagasamband íslands hefur reynt að bæta ástand- ið með því að senda útlærðar saumakonur út á land og halda námskeið á ýmsum stöð um. En slík ferðalög eru erf- ið, og á undanförnum árum hafa saumakonur verið tregar til þessara ferða. Því greip K.. í. til þeirra ráða áð halda sniðanámskeið í höfuðstaðn- um og veita konum í sveit og við sjó styrk til að dvelja um þriggja vikna skeið í , Reykjavík og læra að sníða. Er fyrirhugað 'að tvö slik námskeið verði haldin á þess um vetri, hið fyrra hófst 17. janúar og sóttu það sjö konur, eins og fyrr greinir, en .hið seinna byrjar 16. febrúar næst komnadi. Við heilsum upp á kon- Sigrún A. Sigurðardóttir (standandi) leiðbeinir konum. Þær eru, talið frá vinstri: Árbjórg, Guðrún og Geirlaug. ÍAtið við sniðateiknfngar, talið frá vinstri: Kristín Ottesen og nafna hennar Kristjánsdóttir þá kemur Jóhanna og loks Gerður. mb. ■ ■ ■ m Sigurðardóttur. Þær eru frá öllum landshlutum, en flestar af Suðurlandsundirlendi. Kon urnar heita: Kristín Ottesen, frá Miðgarði í Stafholtstung- um, Kristín Kristjánsdóttir; frá Einholti í Biskupstung- um, Jóhanna Albertsdóttir frá Bæ í Árneshreppi, Stranda sýslu, Gerður Þorstein^dóttir frá Hálsi við Dalvík, Arbjörg Ólafsdóttir frá Húsagarði í Landssveit, Guðrún Sveins- dóttir frá Ósabakka, Skeið- um og Geirlaug Ingvarsdóttir frá Balaskarði, Austur-Húna- vatnssýslu. hálsmál Það sem mesta abhygii hef- ur vaktið á vortizkusýning- unum í París, sem staðið hafa yfir síðustu daga, eru hálsmálin. Djarfastir í þeim efnum eru Cardin með V-háls mál, sem ná niður að nafla, og Lanvin með víð U-háls- mál bæði að frarnan og aftan. Þessi tízka hefur mætt nokkrum andbyr, og t elja sumir hana bæði ósiðlega og óhentuga. Ekki batnar ástand ið, þegar það kvisaðist út, að brjósthaldavandamálið hefur verig leyst á þann veg, að senda allar sýningarstúlk- urnar í sjúkrahús, þar sem barmur þeirra var strenaaur méð skurðaðgerð. En það reyndist gróusaga, að nokkur tízkuhúsanna gáfu út til- kynningu þess eíms, að brjost haldarar væru „innbyggðir" í kjólana og ekki erfiðara að hreyía sig i þeim en venju- leeum heilum kjólum. Sigrún A. Sigurðardóttir sagði, að á þessu námskeiði lærðu þær að sníða kven- fatnað og barnafatnað. Kennsl an væri fólgin í því að kenna þeim að teikna grunnsnið og færa það út; einnig að kenna þeim að taka upp úr blöðum. Kennslustundir væru 6 daglega, en samtals væru kennslustundir á námskeið- inu 90. Kvað hún það algert lágmark, en hún lyki aðeins við kennsluna með því að setja þeim fyrir heimaverk- efni, sem þær leystu allar af hendi með samvizkusemi og prýði. Við spurðum Sigrúnu, hvort Við blöðum í gegnum teiknibækur, þar sem konurn- ar höfðu reiknað út og dregið upp snið sín í. Sagði kennslu- konan að þar væri ekkert strik út í bláinn. Það væri staðreynd að engar tvær kon ur væri eins í laginu og því þyrftu saumakonur að út- búa snið fyrir hverja og eina, svo flíkin færi vel. Ein væri mittissíð, önnur þykk undir hönd, þriðja þrekin um mjaðmir, fjórða með skakka RÁÐ LIMOIR RIFI HVERJU Dökka, þvottekta rúskinns- hanzka á að þvo í saltvatru; það skírir litina og hanzkarn- ir verða ekki flekkóttir, eins og þeir . verða af sápuvatni. Notið alltaf volgt saltvatn og skolið úr volgu vatni. öxl og þannig mætti lengi telja. Slíkar missmíðar yrði ag taka með í reikninginn. Að lokum spurðum við konurnar á sniðanámskeið- inu, hvort þær hyggðust vinna fyrir sér með sauma- skap þegar heim kæmi. Þær voru heldur fámálugar um það efni, og sögðu, að fjöl- skyldan og sveitungar mundu njóta góðs af nýfenginni kunn áttu þeirra. Þær hefðu fyrst og fremst sótt námskeið þetta vegna þess þær hefðu gaman af saumaskap, enda hefði kaupstaðarferðin að þessu sinni verið hin ánægjulegasta í alla staði. urnar seinasta dag námskeiðs ins. Þær voru allar önnum kafnar víð að teikna og klippa út snið. undir leiðsögn kennarans, frú Sigrúnar Á. breytt tízka mundi ekiki koll- varpa þeirra lærdómi á auga- bragði, en hún taldi það ekki koma að mikilli sök, ef þær kynntu sér í hverju nýjung- arnar væru fólgnar hverju sinni, Sjálf hefði hún lært í Stokkhókni fyrir 17 árum, og á þeim tíma hefði hún tvisvar farið utan „til að fylgjast með“. Það væri nú einu sinni svona, að tízkan tæki stökkbreytingum við og við; pilsin væru ýmist að síkka eða styttast, víkka eða þrengjast, og þannig mætti lengi telja. Saumakonum væri því nauðsyn á að bæta jafnt og þétt við þekkingu sína.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.