Morgunblaðið - 13.02.1964, Side 17
Fimmtudagur 13. febr. 1964
MORGUNBL AQIÐ
17
Vigfús Cunnarss on fyrrv.
bóndi í Flögu Minning
í DAG verður til moldar borinn
frá Grafarkirkju bændaöldung-
urinn Vigfús Gunnarsson, á
Flögu í Skaftártungu.
Hann var fæddur að Flögu 26.
des. 1870 og varð því rúmlega
93 ára gamall. Hann andaðist
í sjúkrahúsinu Sólvangi í Hafn-
arfirði þann 3. febrúar sl.
Vigfús var sonur Gunnars Vig-
fússonar, bónda að Flögu, Bót-
ólfssonar, og konu hans Þuríð-
ar Ólafsdóttur, bónda að Syðri-
Steinsmýri í Meðallandi.
Hann var næst elztur 7 syst-
kina, er upp komust. Hin voru:
Sigríður, Margrét og Jóhanna,
sem allar áttu heima í Papey,
Ólafía í Hraunkoti í Landbroti,
Valgerður í Hlíð í Skaftártungu
og Gunnar, sem dó ungur. Öll
systkini Vigfúsar létust á und-
an honum.
Eftir föður sinn, vorið 1890,
tók Vigfús Gunnarsson við bús-
forráðum með móður sinni og
stóð fyrir búi hjá henni til árs-
ins 1900. En 21. júlí það ár kvænt
ist hann eftirlifandi konu sinni,
Sigríði Sveinsdóttur, prests að
Ásum. Þau bjuggu að Flögu, þar
til fyrir fáum árum, að yngsti
sonur þeirra, Gísli, tók við búi,
og nú býr sonarsonur þeirra,
Sveinn, einnig á jörðinni.
„Eitt sinn skal hver deyja“.
Það er öruggt. Yfir öllum okk-
ur, sem lifum, hefur dauðadóm-
urinn verið upp kveðinn. En
fresturinn, sem við fáum, er að-
eins mislangur. í flestum tilfell-
um finnst okkur því ekkert
óeðlilegt, þótt við fréttum lát
þeirra, sem lifað hafa langa ævi,
og búnir eru að skila dagsverki
sínu. Þó getur borið útaf þessu.
Sumum mönnun. er gefin svo
mikil hreysti, svo mikil andleg
og líkamleg lífsorka, að við átt-
um okkur ekki á því, að ævi-
kvöldið er komið.
Þannig var um Vigfús á Flögu.
Hann varð aldrei gamalmenni,
og ég á bágt með að sætta mig
við það, að hann skuli vera horf-
inn.
Þegar ég leit þennan skaft-
fellska víking fyrsta sinni, var ég
ungur maður, en hann aldinn ab
árum. Síðan er aldarfjórðungur.
Ég vissi ekki þá, að ég mundi
kynnast honum nánar. En ör-
lögin höguðu því samt svo, að ég
átti eftir að verða tíður gestur
á Flögu um margra ára skeið.
Og þótt á milli okkar Vigfúsar
væri meðal mannsævi, þótt hann
hefði þegar lokið sínu megin
lífsstarfi, þegar ég hóf mitt, tókst
með okkur vinátta, sem entist
vel, og ég held, að við höfum
skilið hvorn annan. /
Mér er fyrsta koma min að
Flögu minnisstæð. Ég var þá á
leið austur að Kirkjubæjar-
klaustri með áætlunarbíl. Bíl-
stjórinn þurfti að skila pósti í
bæinn og hljóp inn. í bílnum
voru nokkrir farþegar auk mín,
og sátum við og biðum. Þá kom
út Vigfús bóndi og bauð ölium
til stofu, og þar vorum við sett
að veizluborði. Hjónin á Flögu
vissu, að ferðin hafði gengið
fremur seint. Fólkið hlaut því að
vera þurfandi fyrir hressingu.
Úr því skyldi bætt, þótt ókunn-
ugir ættu í hlut, og um greiðslu
fyrir beinann var ekki að ræða.
Ég furðaði mig á þessu, og það
var rætt um það í bílnum. En
ég átti eftir að kynnast betur
gestrisninni, alúðinni og höfðings
skapnum í þessum rausnargarði.
Þaðan á ég fjölda endurminn-
inga, og ég fyllist þakklæti, er
þær koma fram í huga minn.
Það var gott að sjá ljósin á
Flögu, þegar komið var af Mýr-
dalssandi og vita, að þar beið
mánns ætíð vinátta og hlýja.
Gestrisninni á Flögu ætla ég
ekki að reyna að lýsa, því að
til þess treysti ég mér ekki.
Hún er þess eðlis, að maður
verður að reyna hana sjálfur.
Um leið og komið er inn í bæ-
inn, finnur maður og veit, að
maður er innilega velkominn.
Það er góð tilfinning.
Þannig fannst mér þetta vera,
er ég kom þar fyrsta sinni, öll-
um ókunnur, bg þannig er það
enn.
Vigfús á Flögu var stórbrotinn
maður í sjón og raun, höfðingi í
bændastétt, sem mikill sjónar-
sviptir er að. Hann var með
hæstu mönnum að vexti, þrek-
inn og karlmannlegur, beinn í
baki til hins síðasta, stórskorinn
nokkuð í andliti, svipmikill og
höfðinglegur. Hann var á yngri
árum talinn glæsimenni og hlaut
að vekja eftirtekt hvar sem hann
kom á meðal fólks. Hann var
karlmenni og hamhleypa, stór-
bóndi á þeirra tíma mælikvarða
og vel efnum búinn eftir því sem
gerðist meðal bænda í hans bú-
skapartíð.
Vigfús var fastur fyrir í skoð-
unum og ófeiminn að láta þær í
ljós. Hann var djarfmæltur og
drengilegur, framúrskarandi
hjálpsamur og góður nágranni.
Hann gat verið kaldhæðinn og
jafnvel stríðinn, ef svo bar við,
en skjótur til sátta. Stórbokka-
skap þoldi hann illa, en við lítil-
magnann var hann ljúfur og
mildur. Heima á Flögu var Vig-
fús Gunnarsson kóngur í sínu
ríki, og þar skyldi öllum vegfar-
endum, sem þiggja vildu, heimil
hvíld og beini. Þar var útrétt
hönd til hjálpar og fyrirgreiðslu,
og hvers manns vandi leystur,
ef þess var nokkur kostur.
Þar skyldi ekki spurt að stétt
eða stöðu, ætt eða auði. Innan
helgra véa heimilisins skyldu all-
ir griða njóta, jafnt húsgangs-
menn sem höfðingjar.
Þannig var Vigfús á Flögu.
En við hlið þessa stórbrotna
og stórgeðja manns, stóð í 63
ár fíngerð og elskuleg kona,
sem bar ljós í húsið, veitti á báð-
ar hendur og studdi og styrkti á
allan hátt.
Enginn stendur óstuddur, og
Vigfús hafði sínar veiku hliðar,
eins og 'allir menn. Konan hans
var sú stoð, sem hann þarfnaðist,
og hann vissi það.
Á langri ævi gegndi Vigfús
mörgum trúnaðarstörfum fyrir
sveit sína og naut mikils trausts
í hvívetna, inhan héraðs og
utan.
Hann var kosinn í hreppsnefnd
árið 1909 og átti þar sæti til
1950, en baðst þá undan endur-
kosningu. Oddviti var hann frá
1922—1950. Póstafgreiðslumaður
var hann í fjölda ára, og ' allt
til hins síðasta, og símstöðvar-
stjóri frá því síminn kom austur
árið 1929. Þá gegndi hann deild-
arstjórastörfum fyrir Sláturfélag
Suðurlands um langt skeið.
Þau Sigríður og Vigfús á Flögu
eignuðust 7 börn, og eru 6 þeirra
á lífi. Þau eru: Guðríður, gift
síra Birni O. Björnssyni, Gunn-
ar, skrifstofustjóri á Selfossi,
kvæntur Oddbjörgu Sæmunds-
dóttur. Hann var áður kvæntur
Maríu Brynjólfsdóttur, en missti
hana eftir skamma sambúð.
Sveinbjörg, gift Runólfi Ás-
mundssyni í Reykjavík, Ágústa
giftist Ólafi Halldórssyni, kaup-
manni í Vík í Mýrdal, en hann
lézt á bezta aldri. Síðari maður
Ágústu er Ásgeir L. Jónsson,
vatnsvirkjafræðingur. Sigríður,
gift Sigvalda Kristjánssyni, kenn
ari í Reykjavík, Sveinn, drukkn-
aði 18 ára að aldri, og Gisli,
bóndi að Flögu, kvæntur Sigríði
Sigurðardótttur.
Hjónin á Flögu ólu upp tvö
systurbörn Sigríðar, Pál Sig-
urðsson, lézt ungur, og Sigríði
Sigurðardóttur, sem gift er Kol-
beini Guðjónssyni 1 Reykjavík.
Ennfremur ólu þau upp sonar-
son sinn, Svein Gunnarsson,
bónda að Flögu. Hann er kvænt-
ur Sigrúnu Gísladóttur.
Mörg fleiri börn dvöldu hjá
þeim Vigfúsi og Sigriði um
lengri eða skemmri tíma. Sum
svo árum skipti.
Afkomendahópur Flöguhjón-
anna er stór og glæsilegur. Sá
arfur, sem þau skila landi sínu
og þjóð verður ekki metinn til
fjár, en hann er mikill.
Nú er Vigfús Gunnarsson all-
ur. Hans verður saknað af mörg-
um, bæði fjær og nær.
Skaftártunngan hefur misst
elzta borgara sinn, sérstæðan,
glæsilegan höfðingsmann og góð-
an dreng, sem um langa ævi
setti svip á fagra, fámenna sveit.
Vestur-Skaftafellssýsla horfir í
dag á eftir einum sinna traust-
ustu og beztu sona, sem helgaði
hennar mold og hennar gróðri
allt sitt líf.
ísland sér á bak einum hinna
mörgu vormanna sinna frá 19.
öldinni, sem með andlegri og lík-
amlegri orku sinni lögðu því lið,
þegar mest reið á, hófu það upp
úr myrkri og áþján fram til
birtu og frelsis, unz lýðveldisfán-
inn blakti við hún.
Ég votta ástvinum Vigfúsar á
Flögu innilega samúð og kveð
hann með mikilli virðingu og
þökk.
Ragnar Jónsson.
*
ÖÐRUM eftirlæt ég að rekja ævi
feiúl afa míns, Vigfúsar á Flögu;
hann var að sjálfsögðu orðinn
aldraður þegar ég var ráðinn
þangað austur sem snattmeistari,
átta eða níu ára snáði, og þá
tekið að síga á seinni hluta ó-
skráðrar ævisögu hans, sem er
í ætt við fornsögurnar, sakir
stórleika, litauðgi og einstakrar
heiðríkju, — en þannig kom ein-
mitt persónuleiki þessa hávaxna
og svipfríða manns fyrir, líkur
umhverfinu sem fóstraði hann.
Ég minnist þess ekki að hafa
orðið jafn gagntekinn af fagn-
a-ndi ævintýralöngun og þegar
kjarrilmurinn af Skaftártung-
unni mætti mér í fyrsta sinni,.
er svartur og endalaus Mýrdals
sandurinn var loksins að baki;
breytingin er svo óvænt og al-
ger að ég þekki enga hliðstæðu
nema í þjóðsögum og ævintýr-
um.
Skaftártungan, þar sem ég
þekki til, er ævintýri.
Þar sem ég er fæddur, að Ás-
um, er gott að gera sér grein
fyrir hvernig í'ram-Tungunni er
háttað. Þessi hlýiega og indæla
sveit á sér ekki tiltakanlega
hlýlegt og-indæit umhverfi þótt
stórfagurt megi kallast: Mýrdals
sand m.eð Mýrdalsjökul í bak-
grunni annarsvegar og Skaítár-
eldahraun og sjáifan Öræfajökul
trónandi í fjarska hinsvegar.
Tunguna og Skaftáreldahraun að
skilur Skaftá og Eldvatn, en
Hólmsá — sem er með óárenni-
legri jökulvötnum — Tunguna
og Mýrdalssand Hinsvegar líður
tært bergvatn með silungi, mikið
og lygnt, um Tunguna- Frá Ás-
um, séð yfir spegil Tungufljóts-
ins, blasir við grænt undirlendi,
en gróin og brött hlíðardrög,
sundurskorin af furðulegum
klettagiljum, afmarka það eins
og opinn faðmur; þar áttu afi
og amma heima.
Aldrei hef ég vitað land klæða
betur fólk en Fram-Tungan, á-
samt sínu stórbrotna umhverfi,
afa minn og ommu mína.
Ég heimsótti hann í haust
ásamt krökkunum mínum —
sex ára stráki og fimm ára stelpu
— en hann dvaldi um þær mund
ir hjá Ágústu dóttur sinni og
hennar manni.
Þegar við höfðum spjallað við
gamla mannmn góða stund og
Þegið veitingar hjá frænku okk-
ar, þurfti ég að fylgja stráknum
áleiðis í skólann. Er ég kom til
baka úr þeim leiðangri mætti
mér sýn sem ég held að mér
muni ekki l;ða úr minni: Þarna
sátu þau, hlið við hlið á dívan,
stóri afi minn og litla dóttir mín,
og þögðu. Líklega hafa þau ver-
ið búin að sitja þannig þögul sið
an ég fór, enda þekktust þau
sama og ekki neitt. Þögnin var
svo brothætt að afi, sem var með
tóbakshornið í stóru lófunum sín
um, fékk sig ekki til að taka í
nefið. Og dóttir mín, sem á álíka
bágt með að sitja kyr og stein-
depill, fann enga hvöt hjá sér
að hreyfa fótleggina hvað þá
annað meir.
En ósköp var hún lítil og fín-
gerð og hann stór og hrikalegur!
Þegar farið er um Skaftafellssýsl-
urnar skilst meðal annars að
andstæður fegra hver aðra. Al-
drei hef ég þó orðið þess eins
áþreifanlega áskynja og í þetta
skipti. Og aldrei hefur mér ver-
ið jafn ljóst hve látleysi fer vel
stórum og gömlum kempum.
Oddur Björnsson.
Fiskiþing vill veður-
fréttir á 2ja tíma fresti
9. fundur Fiskiþings var hald
inn s.l. mánudag. Eftirfarandi
mál voru á dagskrá:
1. Vélstjóranámskeið. Fram-
sögumaður Hólmsteinn Helga-
son.
2. Friðun fiskimiða og hrygn-
ingasvæða. Framsögum. Hólm-
steinn Helgason.
3. Fiskirækt. Framsögumaður
Friðgeir Þorsteinsson.
4. Vigtun á síld. Framsögum.
Jón G. Benediktsson.
5. Veðurfregnir og ísrannsókn-
ir. Framsögumaður Ingimar
Finnbjörnsson.
2. og 3. máli var frestað, en
Fiskiþingið samþykkti eftirfar-
andi tillögur um hin málin.
Vélstjóranám:
Fiskiþing vill styðja tillögu
F.F.S.Í. um stjórnskipaða milli-
þinganefnd, til að undir búa lög-
gjöf um nám og starfsréttindi
vélstjóra á fiskiskipaflotanum.
En vill jafnframt leggja áherzlu
á, að námskeið Fiskifélagsins úti
á landi til undirbúnings hinum
minnstu vélstjóraréttindum verði
ekki lögð niður.
Þykir nefndinni nauðsyn á, að
stuðningur fáist af opinberri
hálfu til að koma upp aðstöðu
í landsfjórðungunum, sinni 'l
hverjum landsfjórðungi, til þess
arar kennslu.
Um nám og starfsréttindi vél-
gæzlumanna vill nefndin leggja
til eftirfarandi:
1. Aldurstakmark inn á minna
námskeið Fiskifélagsins verði
fært niður í 17 ára aldur.
2. Þessi námskeið verði lengd
um 1 mán.uð (í 4 mánuði).
3. Út a.f þessum námskeiðum
fái nemendur réttindi til vél-
gæzlu við allt að 400 h.k. vélar
sem vélstjórar, enda hafi þeir
verið II vélgæzlumenn í 6 mán-
uði, og allt að 800 h.k. sem II
vélstjórar. Eftir 12 mánaðar starf
hljóti þ>eir starfsréttindi sem að-
alvélstjórar við allt að 800 h.k.
vélar.
4. Að fengnum réttindum sem
I vélstjórar v'ið vélar að 400 h.k.
fái þessir menn réttindi til að
sækja hið meira vélstjóranám-
skeið Fiskifélagsins. Leggur
Fiskiþing áherzlu á, að hin stjórn
skipaða nefnd gangi ekki fram-
hjá þessum tillögum við störf
sín og tillögur til Alþingis, og
leggi á það höfuð áherzlu, að
vélstjóranámið ásamt starfsrétt-
indum vélstjóra, geti þróast stig
af stigi. Felur Fiskiþingið stjórn
Fiskifélagsins að hlutast til um
þetta.
Vigtun á síld:
Fiskiþingið lítur svo á, að rétt
látara sé að vigta alla síld, sem
landað er til hverskonar vinnslu
hvar sem er á landinu. Vill
þingið fela fiskimálastjóra að
fylgjast með því, að þessum kröf
um verði fullnægt, eftir því sem
aðstæður leyfa, og að eftirlit
verði haft með því að mál og
vog verði samræmt og landað
hráefni til vinnslu verðlagt sam-
kvæmt því.
Veðurfregnir og ísrannsóknir:
Fiskiþing vill eindregið beina
þeim tilmælum til ríkisútvarps-
ins og veðurstofunnar, að veð-
urfregnum verði útvarpað á
tveggjatima fresti a.m.k. yfir vet
urinn og ennfremur að láta ekki
veðurfregnir víkja frá auglýst-
um tíma, fyrir öðru dagskrár-
efni útvarpsins og jafnframt
verði, svo sem frekast verður
við komið gert sér far um að
afla fregna af ísreki fyrir Vest
fjörðum og norðvesturlandi, hjá
flugvélum og skipum, og útvarpa
þeim fregnum jafnóðum til fyr-
irgreiðslu fiskimönnum og öðr-
um sjófarendum.
Skálatúnsheimil-
inu berast ojóðar
gjafir
í SAMBANDI við 10 ára afmæli
Barnaheimilisins að Skálatúni í
Mosfellssveit hafa heimilinu
borizt miklar og góðar gjafir:
Frá Rebekkustúkunni nr. 4,
Sigríði, Oddfellow-reglunni, kr.
100.000,00.
Frá Elliheimilinu Grund kr.
10.000,00.
Frá ónafngreindum gefendum
kr. 20.000,00, kr. 5.000,00, kr.
5.000,00 kr. 1273,00, kr. 1500,00
og loks áheit frá skólapilti kr.
100,00.
Hinum fórnfúsu gefendum eru
hér með sendar hugheilar þakk
ir fyrir þá velvild og þann vinar
hug, sem þeir með dýrmætum
gjöfum sínum hafa sýnt Skála-
túnsbörnunum.
Stjórn Skálatúnsheimilisins.
Síldarfréttir
AÐFARANÓTT þriðjudags
fengu ellefu sildarbátar góðan
afla í Skeiðarárdjúpi, eða sam-
tals 13.850 tunnur. Mörg skip
voru inni í höfnum að landa síld,
sem þau fengu nóttina áður.
• Síldveiðarnar gengu sæmi-
lega sl. viku, þrátt fyrir lélegar
gæftir. Samtals nam aflinn um
100 þús. tunnum.
• I lok síðustu viku var síld
araflinn á vetrarvertíðinni orð-
inn 730.586 uppmældar tunnur,
en var á sama tíma í fyrra
1.168.000 tunnur.
• Til Vestmannaeyja hafa bor
izt 184 þúsund tunnur, til Reykja
víkur 175 þús. tunnur og til Kefla
víkur 106 þús. tunnur.
0 Um 140 bátar hafa verið á
síldveiðum frá upphafi vertíðar
innar, en nú eru 60—65 eftir.