Morgunblaðið - 13.02.1964, Side 22

Morgunblaðið - 13.02.1964, Side 22
22 MORCUNBLAÐIÐ Fimmtudagur 13. febr. 1964 ÍR vann Armann með 11 stigum Á sunnudagskvöld fóru fram tveir leikir í íslandsmótinu í körfubolta. ÍR sigraði KR í III. fl. karla 48-19 og í meistaraflokki karla unnu ÍR-ingar lið Ármanns með 63 gegn 52. Leikur ungu drengjanna var mjög ójafn og höfðu KR ingarn- ir aldrei minnstu möguleika og varð staðan 24—4 í hálfleik. Leikurinn hélt áfram sem ein- stefna í seinni hálfleik og end- aði 48—19. Birgir Jakobsson var eins og oft áður beztur í ÍR lið- inu sem annar átti í heild góð- an leik. Birgir skoraði 24 stig og nsestur honum var Skúli með 13 stig. iR ingar og Ármenningar hafa oftast háð grimmilega baráttu þegar þeir hafa mætzt í meistara flokki og var því búizt við hörð um leik. Hörkuna vantaði að vísu ekki, en leikurinn var í heild ekki eins góður og vænta mátti. Liðin hittu hvorugt vel og fum og fálm var talsvert á báða bóga. ÍR ingar hafa frumkvæðið fram eftir hálfleiknum og þeg- ar fimm mínútur eru til hlés hafa þeir yfir 23—11, en þá taka Ármenningar góða sprett og ná 21—25, en hálfleikurinn endar 31—23 ÍR í vil. í upphafi síðari hálfleiks virtist sem Ármenning ar ætluðu að ná tökum á leikn- um og skoruðu þeir 8 stig á móti 1 og breyttu stöðunni í 31—32. En þá var sem þeim hyríi allur kraftur og stríðsgæfan sneri við þeim bakinu. ÍR ingar ná aftur upp forskotinu frá í fyrri hálf- leik, og gott betur og vinna hálf leikinn með þrem stigum, og leikinn 63 gegn 52. Hvorugt lið- anna náði sínu bezta í þessum leik. Hittnin var í heild lélegri en venjulega. ÍR ingar hittu 26 skotum af 77 og landsliðsmenn Ármanns þeir Birgir Sigurðsson og Davíð hittu 14 af 50. Beztir hjá ÍR voru Þorsteinn með 12 stig (5 skot í af 13 og tvö víti af tveimur) og fjórtán fráköst, og Hólmsteinn með 18 stig (8 Úr leik Ármanns og ÍR. Þorsteinn Hallgrímsson nær frákastinu en enginn körfuknattleiksmaður er jafnvígur honum í slíku. skot hitt af 17 2 víti af 2) og 7 fráköst. í liðið vantaði Guðmund Þorsteinsson og veikti það lið- ið að sjálfsögðu mikið þó Helgi Jóhannsson tæki senterstöðina vel og héldi Birgi vel niðri. Ar- menningar voru ekki í essinu sínu og náðu aldrei almennilega saman. Hitting var fyrir neðán allar hellur og var eins og bolt- inn væri hræddur við að fara í gegn. Skárstir voru Lárus og Sigurður Ingólfsson, en Birgir og Davíð voru ekki nálægt sínu bezta. Reyndar átti Birgir erfitt á móti Helga eins og áður var sagt. Hinn gamalreyndi leikmað- ur Helgi hafði í fullu tré við hraða Birgis þrátt fyrir litia æf- ingu. Dómarar voru Einar Bolla- son og Jón Otti Ólafsson úr KR. Varla tóku þeir nógu hart á leiknum og misstú mörg greini leg brot fram hjá sér. •, ~vf - , ,> * o* , f' f \ : sj Góð samvinna ÍR-inga. Agnar (no 16) lokar Ármenninginn af og Þorsteinn hefur fría braut að körfu Ármanns. Mydir Sv. Þorm. Enska knaltspyrnon MARKHÆSTU leikmennirnir í Eng- landi eru nú þessir: 1. deild Greaves (Tottenham) ....__ 29 mörk Macevoy (Blackburn) ..... 29 — Baker (Arsenal) ........ 26 — Ritchie (Stoke) ........ 26 — Law (Manchester U.) .... 24 — Strong (Arsenal) ....... 24 — Byrne (West Ham) ........ 22 — Hunt (Liverpool) ........ 22 — * Arni og Hörður á Tókíótíma í LOK síðustu viku náðu Árni Kristjánsson og Hörður ' Einarsson ágætum árangri í 1 200 m bringusundi á sund- I móti í Stokkhólmi. Árni sigr- | aði í 200 m bringusundi á , 2.39.3 mín og Hörður varð1 annar á 2.39.5. Þetta er íi fyrsta sinn sem Árni nær j betri tíma en 2.40.1 en met i Harðar er 2.36.5. En þessi tími er bezti tími er Hörður 1 hefur náð síðan hann hóf æf- ingar í Svíþjóð. 2. dcild Dawson (Preston) .............. 29 Davies (Norwich) ............ 26 Saunders (Portsmouth) ......... 25 Kevan (Manchester City) ....... 23 Crossan (Sunderland) ........... 20 Houghton (Rotherham) .......... 17 3. deild Hudson (Coventry) ............. 26 Biggs (Bristol Rovers) ........ 23 Atyeo (Bristol City) .......... 21 Leighton (Barnsley) ........... 21 4. deild. Mcilmoyle (Carlisle) ........... 36 Stubbs (Torquay) .............. 22 Dyson (Tramnere)’ ............. 21 Spence (Southport) ........... 21 . —... Togbrautin er bráðabirgðaúrlausn Lágmark til þátttöku í OL j í Tokíó hefur verið sett af i SSÍ 2.39.5 mín sem nást verð ur á minnst 3314 m laugar- iengd en ofannefnd afrek I ’ unnu þeir félagar í 25 m ; langri laug. j TOGBRAUTIN sem komið hefur verið upp yið Skíða- hótel Akureyringa í Hlíðar- fjalli á án efa eftir að verða skíðaiþróttinni mikil lyfti- stöng. Skíðalandið Uinhverxis hið ákjósanlegasta og allir sem í skíðahótelið koma ljúka miklu lofsorði á hótelið glæsi- leika þess og ágæti. Snjólítið hefur verið á Ak- ureyri eins og víðast annars staðar og hefur iðkun skíða- íþróttarinnar legið niðri að mestu af þeim sökum. En vonandi rætist úr þessu og allir geti fengið að njóta skíða íþróttarinnar og togbrautar- innar nyju. Togbrautin er sem áður hef ur verið sagt frá í svokölluð- um „Strompi“ nokkru ofar en hótelið. í snjóleysinu við vígslumótið þurfti að ganga um 1000 m leið að brautinni og fannst víst flestum það erfitt miðað við þaégilegheit- in sem opnast mönnum er í „Strompinn" er komið og tog brautarinnar nýtur við. Togbrautin á þessum stað er aðeins áfangi að lokamarki en það er að stólalyfta komi frá hótelinu upp að „Stromp- inum“. Þegar þess er gætt hve Ak- ureyringar hafa unnið af mikl um dugnaði við skíðahótelið og nú togbrautina þarf eng- inn að efast um að þeir nái lokatakmarkinu þó einhver bið verði á því. Myndirnar sem hér fylgja eru frá vígslumótinu. Á hinni stærri sast ynr neöri hiuta togbrautarstæðisins. Togbrautarhúsið lengst til hægri og Strompurinn lengst til vinstri. í baksýn sézt há- spennulínan sem nær neðan frá Skíðahótelinu. Fyrir miðju sézt biðröð skíðamanna sem ætla sér að fara með togbrautinni. Á minni myndinni er Akur- eyrarsveitin sem sigraði í flokkasvigi. F.v. Reynir Pálmason, ívar Sigmundsson Reynir Brynjólfsson og Magn ús Ingólfsson. Myndimar tók Hermann Sigtryggsson.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.