Morgunblaðið - 13.02.1964, Side 23
Fimmtudagur 13. febr. 1964
MORGU N BLAÐIÐ
23
BLAÐRUKDAFÓLK
\ ÓSKAST
i þessi blaðahverfi vantar Morgunblaðið nii
þegrar unj-Imga, roska krakka eða eldra fólk,
til þess að bera blaðið til kaupenda þess.
frá Bíldudal
fer fram frá Fossvogskirkju föstudaginn 14. þ.m. H.
10,30 f.h. — Jarðsett verður frá Bíldudalskirkju í næstu
viku. — Fyrir hönd vandamanna.
Margrét Magnúsdóttir,
Ásthildur Magnúsdóttir,
Marinó Magnússon.
Árbokin
„ísland“
KOMIN er út á vegum Germ-
aníu í samvinnu við íslands-
vinafélögin í Ilamborg og Köln
árbókin „ísland“ (Deutsch-Is-
lándisches Jahrbuch), og verður
bókin send lit til félagsmanna
Germaníu næstu daga. Bókin er
128 siður og fiytur margvís-
legan fróðleik.
Fyrst eru kveðjur frá borgar-
stjórum Reykjavíkur, Bremen,
Hamborgar, Köinar og Liibeck,
en síðan greinar um margvísleg
efni. Gylfi Þ. Gíslason, mennta-
málaráðherra, ritar um stjórn-
málaflokka á íslandi, Helgi P.
Brim, fyrrum ambassador, um
ferðir íslenzkra víkinga til Vín-
lands, Davíð Ólafsson, fiskimála-
stjóri, um fiskveiðar íslendinga,
og Hákon Bjarnason, skógræktar
stjóri, um skógrækt á íslandi.
Fleiri markverðar greinár eru
í árbókinni, sem er hin athyglis-
verðasta — fyrir þá sem lesa
þýzku.
— Sálfræðingur
Framh. af bls. 24
bandaríska krabbameinsfélags-
íns árið 1954.
Snnleikurinn ekki ætíð
Sagna beztur.
' Dr. Bard hefur náið samstarf
við lækna í starfi sínu, sem er'
aðallega falið í sálfraéðilegri að-
stoð við sjúklinga. Segir hann að
á undanförnum árum hafi náðst
talsverður árangur varðandi
lækningar á sviði sálfræðinnar.
Er það verkefni sálfræðinga að
búa sjúklinga undir meiri hátt-
ar læknisaðgerðir og aðstoða þá
við að ná bata á eftir, eða jafn-
vel sætta sig við önnur og verri
örlög, sem þeirra kunna að bíða.
Bæði hjá Sloan Kettering
stofnuninni og við Metropolitan
sjúkrahúsið hefur dr. Bard haft
mikil afskipti af krabbameins-
sjúklingum. Segir hann að nokkr
ir áhrifamenn í Bandaríkjunum
séu fylgjandi því að sjúklingum
sé jafnan sagt hvað að þeim geng
ur, og hverjar horfur séu á því
að þeir nái fullum bata. En al-
mennt er það svo, segir dr. Bard,
að læknar í Bandaríkjunum fara
varlega í þessi mál. Nefndi hann
nokkur dæmi þess að sannleikur
inn gat haft misjöfn áhrif á sjúkl
inga, bæði lamandi og bætandi.
— Að mínu áliti, sagði dr.
Bard, fer það algjörlega eftir
hverjum einstaklingi fyrir sig,
hvað hann má vita um sjúkdóm
sinn. Allir óttast til dæmis
krabbamein. En af þeim sjúk-
dómi eru rúmlega 300 afbrigði,
sum banvæn, önnur alls ekki.
En að segja sjúklingi að hann
sé með krabbamein getur haft al
varlegar afleiðingar, þótt sjúk-
dómurinn sjálfur sé læknanleg-
ur. Telur dr. Bard að lækni beri
að segja sjúklingi sínum það eitt,
er leitt geti til skjótari bata.
í fylgd með dr. Bard er kona
hans, frú Arlene Bard, og tvær
dætur, Erica og Pamela. Frú
Arlene er heiðursfélagi í Ameri-
can Scandinavian Foundation, og
kennari að atvinnu. Kennir hún
við barna- og unglingaskóla í
New York, þar sem yfir 90%
nemenda eru innflytjendur frá
Puerto Rico og hafa í fyrstu yfir
lítilli eða engri enskukunnáttu
að ráða. Er það verkefni frú
Bard að kenna þessum börnum,
sem eru á aldrinum 6—12 ára, að
meta bókmenntir og fagrar listir.
I starfi sínu hefur frú Bard feng
ið mikinn áhuga á orðblindu,
sem háir mörgum lestrarnámið,
og gerir sumum jafnvel ókleift
að læra að lesa. Segir frúin að
mikill fjöldi nemenda hennar
þurfi á læknisaðstoð að halda við
lestrarnámið vegna orðblindu.
en engu að síður sé allt að
fjórðungur nemenda lítt læs við
brottför.
Rannsóknir á orðblindu eru
víðast skammt á veg komnar, en
Danir og Svíar eru framarlega
í þessum málum. Hyggst frúin
kynna ér nýjustu rannsóknir
þeirra í ferð fjölskyldunnar um
Norðurlönd.
Tvö innhrot
í FYRRINÓTT voru framin tvö
innbrot í Reykjavík. Brotizt var
inn í verzlunina Austurver við
Háaleitisibraut. Braut þjófurinn
hurð og olli þannig talsverðum
s'kemmdum. Stolið var um 3.000
kr. í reiðufé og 20-30 lengjum
af sígarettum Er hér um allt að
10.000 kr. verðmæti að ræða. —
Þá var brotist inn um glugga
mötuneytis Bæjarútgerðarinnar
við Grandaveg, og þaðan sbolið
um 300 kr.
Nicosia, 12. febr. — NTB: —
Enn kom til bardaga í dag á
Kýpur. Áttust þar við Grikkir og
Tyrkir, sem búa í bænum Limma
sol. Óstaðfestar fréttir herma, að
2 Tyrkir hafi týnt lífi, og 3
særzt. — Varautanríkisráðherra
Bandaríkjanna, George Ball,
ræddi í dag við Makarios, erki-
biskup og forseta Kýpur.
Ræðo hagsmunamól ræktunor-
sambandanna
í GÆR hófst í Hótel Sögu
fundur formanna og fram-
kvæmdastjóra ræktunarsam-
bandanna í landinu. Stjórn
Búnaðarfélags íslands og véla
nefnd boðuðu til þcssa fund-
ar, til að ræða alls konar
og vélusjóðs
vandamál og hagsmunamál
ræktunarsambandanna og
vélasjóðs.
Fundinn sitja 50 manns, þar
af rúmlega 40 fulltrúar rækt
unarsambandanna víðs vegar
um landið. í gærkvöldi störf
uðu nefndir og í dag eiga að
fara fram framhaldsumræð-
ur.
Myndin hér fyrir ofan var
tekin á fundinum í gær. Ket
iU Guðjónsson úr Eyjafirði er
í ræðustól. Vð hlið hans sitja
talið frá vinstri: fundarstjór
inn Steinþór Gestsson á Hæli,
formaður vélanefndar og
fundarritararnir Eggert Ól-
afsson á Þorvaldseyri og Egill
Bjarnason frá Sauðárkróki.
Nokkrir listamenn og umboðsmenn málara sækja verk sin, er verið hafa í Vestur Þýzkalandi und-
anfarna mánuði. Talið frá vinstri: Pétur Friðrik S igu(;ðsson, Bragi Ásgeirsson, Sveinn Þórarinsson,
frú Bjarnveig Bjarnadóttir, Jón Engilberts, Ásgei r Bjarnþórsson, frú Elisabet Blöndal.
Barónsstígur, lægri töluij
Lindargata
Gjörið svo vel að tala við afgreiðslu blaðsin
eða skrifstofu.
17 íslenzk málverk
seld til Þyzkalands
FRÁ því í júní 1962 þar til nú I
fyrir skömmu hafa 77 málverk
eftir 16 íslenzka listamenn verið
sýnd í 10 borgum Vestur-Þýzka-
lands á vegum félagsins German
íu. Á sýningum. þessum seldust
17 myndir af 49, sem til sölu
voru. Listaverkin eru nú komin
heim og voru afhent listamönn-
unum í gær.
Aðsókn að sýningumim var
allsstaðar góð, og blaðadómar
yfirleitt vinsaimlegir. Gefin var
út sérstök sýningarskrá. og rit-
aðj Birgir Kjaran formála uim
listir á íslandi. Einnig eru þar
notokrar myndir af íslenzikum
mál'vertouTO, og stubborð ævi-
ágrip listamannanna.
Það var árið 1961 að stjórn
Germaníu ákvað að freista þess
að koma saman málverkasýn-
ingu tiil að senda til Þýzikalands.
Snéri stjórnin sér því til fors-
varsroanna samtaka listamanna,
sem höfðu svo samtoand við fé-
laga sína. Viðbrögð listamann-
anna voru mjög góð, og var sýn-
ingin send utan hinn 19. maí
1962. Voru þar myndir eftir-
talda listamenn:
Ásgeir Bjarnþórsson, Ásgrím
Jónsson^ Barböru Árnason,
Braga Ásgeirsson, Eggert Guð-
mundsson, Finn Jónsson, Guð-
mund Einarsson, Gunnlaug
Blöndal, Hafstein Austmann, Jón
Engilberts, Pétur Friðrik Sig-
urðsson, Ragnar Pál Einarsson,
Rítoharð Jónsson, Sigurð Sig-
urðsson, Svein Þórarinsson og
Veturliða Gunnarsson.
Sýningin var opnuð í Kiel í
júní ’62 í sambandi við hina
þetoktu Kielarviku, og þangað
kom sendiherra íslands í Bonn,
’hr. Pétur Eggertz, til að opna
sýninguna. Seinna voru svo
sýningar í Meldorf, Hamborg,
Harborg, Liibeok, Köln, Giessen,
Gosslar, Berlín og Bielefeld.
— Mayerling
Framihald af bls. 13.
er alls engin sönnun fyrir henni.
Mögulegt er, að um sjálfsmorð
hafi verið að ræða, en líklegra
er þó, að það hafi verið morð.
Við dauða Rúdolfs var úti um
þá von, að einveldið risi aftur úr
láginni. I meira en aldarfjórðung
eftir þetta, réði gamli póstmeist-
arakeisarinn, Franz Jósef, enn
ríkjum án þess að hafa minnstu
hugmynd um, hvað í húfi var.
Honum virtist sama um allt ann-
að en hirðsiðina, en þeir voru
hans hjartans mál.
Einu sinni á ári, 30. janúar,
fór hann til grafar sonar síns,
tuldraði stutta bæn og flýtti sér
síðan burtu. Enginn mátti
nokkru sinni nefna Rúdolf á
nafn við hirðina.
84 ára að aldri sagði Franz
Jósep Serbíu stríð á hendur í
einhverju fljótræði, vegna þess
að Franz Ferdinand, ríkisarfiinn,
hafði verið myrtur af serbnesk-
um þjóðernissinna. Þetta stríð
kom af stað skriðu ófriðar og
varð mikil ógæfa fyrir mann-
kynið. Ekkki er víst að svona
hefði farið, hefði Rúdolf verið
á lífi.
Kveðjuathöfn um föður okkar
MAGNÚS GÍSLASON