Morgunblaðið - 13.02.1964, Side 15
Fimmtudagur 13. febr. 1964
MORGU NBLAÐIÐ
15
calai*
ERMARSUHP
ENGLAMD
I INN&AN6I7
FoikB5loa
Dovet
Ca\9ÍS
Z'! London
36 Km
Akveðið að framkvæma
hugmynd Napoleons
Stjórnir Brctlands og
Frakklands hafa nú
loksins komizt að sam-
komulági um framtíðar-
skipan samgöngumála yfir
Ermarsund. í 162 ár hefur
verið um það rætt, hvort
heldur skyldi gera göng
neðansjávar eða byggja
brú yfir sundið milli Dov-
er og Calais — og nú er
ákveðið, að lausnin verði
sú, er Napoleon lagði til
þegar árið 1802 — neðan-
sjávargöng.
Um þessi göng er fyr-
irhugað að gangi járn-
brautarlest, er hafi enda-
stöðvar í Sangatte, skammt
frá Calais og Westerhang-
er, skammt frá Folkestone.
Göngin verða rúmlega 50
km að lengd, þar af verða
37 km neðansjávar.
Það var samgöngumálaráð-
herra Bretlands, Ernest Mar-
ples, sem fyrstur skýrði frá
þessari ákvörðun stjórnanna
á 'fundi í neðri málstofu
brezka þingsins sl. fimmtu-
dag. Hann gaf ekki miklar
upþlýsingar um fyrirhugaðar
framkvæmdir, sagði aðeins, að
stjórnirnar teldu nú fjárhags-
lega og tæknilega kleift að
ráðast í þetta verk og að neð-
ansjúvargöng væru af báðum
aðilum talin heppilegasta lausn
in. Er þess vænzt, að þau
muni hafa geysimikla þýð-
ingu fyrir viðskipti ríkjanna
og e.t.v. verða til þess að
bæta samvinnuna á stjórn-
málasviðinu. — Fréttamenn
leggja á það áherzlu, að það
sé fyrst og fremst fyrir áhuga
deGaulle, forseta Frakklands,
á gerð neðansjávarganga, sem
samkomulag hefur nú náðst.
Ekki kvaðst brezki sam-
göngumálaráðherrann geta
upplýst, hvenær framkvæmd-
ir yrðu hafnar. Hinsvegar er
haft eftir góðum heimildum,
bæði í París og London, að
það verði einhvern tíma árs-
ins 1968 og að verkinu eigi að
ljúka á sex árum.
- í september 1963 fengu
stjórnirnar í hendur skýrslu
fransk-brezkrar nefndar, er
unnið hafði í tvö ár að athug-
unum á því, hvort heldur
væri heppilegri lausn, að gera
brú yfir Ermarsund eða neð-
ansjávargöng. Nefndin komst
að þeirri niðurstöðu, að mun
heppilegra væri að gera neð-
ansjávargöng, það væri ódýr-
ara í framkvæmd og myndi
taka skemmri tíma, auk þess
sem slík göng væru “öruggari
fyrir umferð en brú, vegna
þess hve oft er stormasamt á
sundinu. Áætlað er, að kostn-
aður verði um 20 milljarðar
ísl. króna.
★
J. meginatriðum verða járn-
brautárgöngin tvískipt —
tveir hólkar — og fari um-
ferð eftir hvorum aðeins í
aðra áttina. Gert er ráð fyrir
að lestirnar fari með 100 km
hraða á klukkustund og að
þær fari um á fimnrmínútna
fresti, þegar umferð er mest.
Hver lest á að geta flutt 300
fólksbifreiðir í senn, og geta
ökumenn og farþegar þeirra
setið kyrrir í bifreiðunum yfir
sundið. Reiknað er með að
.ferðin milli endastöðva taki
það skamman tíma að ferðin
milli London og París styttist
um þrjár klukkustundir.
Marples, ráðherra, kvaðst
ekki geta upplýst hvaða að-
ilar myndu leggja fram fé til
framkvæmdanna, hvort einka
fjármagn kæmi þar til eða op-
inberir aðilar. Alla vega sagði
hann, að stjórnirnar myndu
hafa nákvæmt eftirlit með
rekstri ganganna. Hann sagði,
að enn væru óleyst mörg
tæknileg og lagaleg atriði við-
víkjandi þessari framkvæmd
og enn væri eftir að ákveða
endanlega hvernig göngunum
yrði komið fyrir neðansjávar
— hvort hólkunum yrði sökkt
í skurð, er grafinn yrði í sjáv-
arbotninn eða hvort boraðir
yrðu gangar gegnum kletta á
sjávarbotni. Verður að gera
margvíslegar jarðfræði- og
tæknilegar rannsóknir áður
en um það verður tekin á-
kvörðun. Verði fyrri leiðin
valin, sem taka muni skemmri
tíma í framkvæmd, má búast
við að kallaðir verði til að-
stoðar bandarískir tæknifræð-
ingar. En ýmis bandarísk verk
fræðingafyrirtæki eru nú þeg-
ar aðilar að félagssamsteyp-
Ernest Marples, samgöngu-
málaráðherra Bretlands.
um sem eru þess albúnar að
gera þegar í stað tilboð í bygg
ingu neðansjávarganga undir
Ermarsund.
Sem fyrr segir var það
Napoleon, sem fyrstur bar
fram tillöguna um neðansjáv-
argöng yfir Ermarsund árið
1802 og hafði hann þá hug-
myndina og fyrstu tillöguúpp
drætti frá frönskum verkfræð
ingi. Síðan hefur aragrúi
nefnda — sumir segja. hátt í
átta hundruð talsins — fjallað
um málið og ótal margar
uppástungur um gerð gang-
anná komið ftam.
Ferð á Heimssýnmguna
Ferðaskrifstofan LÖND &
LEIÐIB efna til 15 daga ferðar
á Heimssýninguna í New York
17. — 31. maí nk. Verð ferðar-
innar er 18.459 kr-
Farið verður frá Reykjavfk
17. ípaí. Næsta dag verður farin
kynnisför um New York, m.a.
komið í Theater District, Wall
Street, Chinatown, að Frelsis-
g—bmhme——a—a—mbbbc—
styttunni og húsi Sameinuðu
þjóðanna. 19- — 21. maí er
Heimssýningin skoðuð (aðgangs-
eyrir innifalinn). Einnig er
Radio City Hall heimsótt (kvik-
mynda- og leiksýning innifalin).
22. maí er ekið um New Jersey
og Maryland til Washington
D. C„ og farin kynnisför um
borgina. Næsta dag eru helztu
staðir í Washington-borg heim-
sóttir.
24. maí er ekið til Pittsburg
og daginn eftir til Buffalo City
um Pennsylvaníu. 26. maí er
farið til Niagara-fossa og þeir
skoðaðir bæði frá Kanada og
Bandaríkjunum. 27- maí er farið
til New York, og eru næstu
dagar frjálsir til ráðstöfunar, en
31. maí er flogið heim.
í ferðinni er gist á Sheraton-,
Statler- og Hilton-hótelum. í
verðinu, 18.459 kr., er innifalið:
allar ferðir og ferðalög skv-
áætlun, gistingar, morgunverðir,
aðgangseyrir og fararstjórn.
Bæklmgur á ensku
uni Reykjavík
NÝLEGA er líominn út á veg-
um ferðaskrifstofunnar LÖND &
LEIÐIR bæklingur á ensku um
Reykjavík, og er hann ætlaður
ferðamönnum tii leiðbeiningar.
Hið enska heiti bæklingsins er
„In and around Reykjavík —
An illustrated guide to Reykja-
vík“.
Bæklingurinn hefst á ávarpi
eftir borgarstjóra, Geir Hall-
grímsson, og stutt ágrip er af
sögu Reykjavíkur. Annað efni
bæklingsins er alls konar upp-
lýsingar um Reykjavík, sem
ferðafólki geta komið að haldi.
Tvö kort eru í bæklingnum, sem
er myndskreytlur.
Firmakeppui
HAFNARFIRÐI — f kvöld kl.
8 hefst firmakeppni hjá bridge-
félaginu og er öllum heimil
þátttaka. — Eftir 10 um.ferðir i
sveitakeppninni er sveit Ólafs
Guðmundssonar efst með 57
stig, Þá Gunnlaugs Guðmunds-
sonar og þriðja sveit Jóns Pálma
sonar.
LAILA-garnið
fyrir handprjón og vélprjón.